Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. DESEMBER 1976 5 Félagar úr Sinfónfuhljómsveitinni og nemendur Helgu Kirchberg. „Virðing blokkflaut- unnar að aukast” Blokkflautukvintett og kvartett í Norræna húsinu í kvöld „HEIMSÓKN Michala-triósins á listahátfð í sumar var blokkflaut- unni mikil lyftistöng," sagði Helga Kirchberg, en nemendur hennar úr Barnamúslkskólanum halda aðventutónleika I Norræna húsinu f dag. „Blokkflautan var til skamms tfma ekki tekin mjög alvarlega sem hljóðfæri hér, en þetta er nú óðum að breytast og fólk er að læra að meta hana.“ Helga Kirchberg er þýzk en hef- ur dvalizt hér á landi í fimm ár. Hún er menntuð til að kenna söng, kórstjórn, tónfræði og ann- að sem lýtur að tónlist og er kenn- ari við Barnamúsikskólann f Reykjavik. Helga lærði m.a. hjá þeim sama kennara í Hannover, sem kenndi Michala. Tónleikarnir verða á laugardagskvöld kl. 21.00 i Norræna húsinu. Auk nemenda Barnamúsíkskólans leika einnig félagar úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Efnisskráin er afar fjöl- breytt og verða leikin jólalög og barokkmúsik. \ Guðrún Tómasdóttir Jónas Ingimundarson Tónlist eftir Chopin á háskólatónleikum í dag Háskólatónleikar verða i Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut i dag, laugardag, og hefjast þeir kl. 17. Þar flytja Guðrún Tómasdóttir og Jónas Ingimundarson tónlist eftir FrédericChopin. Á efnisskránni eru tvö einleiks- verk fyrir pianó, Ballada nr. 1 í g-moll og Pólónesa nr. 6 í as-dúr, en auk þess níu sönglög. Þor- steinn Valdimarsson hefur þýtt öll ljóðin á áslenzku. Þegar hundrað ára afmælis Chopins var minnzt hér í Reykjavík árið 1949 söng Þuriður Pálsdóttir sum þessara laga við ljóðaþýðingar Þorsteins, en nú hefur hann bætt nokkrum við og heyrast þær nú í fyrsta skipti. Basar og f jör í Hólminum Stykkishólmi 2. des. EINS og áður hefur komið'fram í fréttum er nú unnið að því af hálfu hreppsnefndar og félags- samtaka í Stykkishólmi að koma upp elliheimili og stefnt er að því að það taki til starfa á næsta ári. Hefur könnun farið fram meðal eldra fólks i plássinu og undir- tektir orðið mjög jákvæðar. 1 tilefni af þessu hefur kvenfélagið Hringurinn ákveðið að hafa basar í Félagsheimilinu á laugardag, 4. dés., og þar verður einnig kaffi- sala allt til ágóða fyrir væntanlegt elliheimili. Þá beitir kvenfélagið sér fyrir aðventukvöldi n.k. sunnudag í Félagsheimilinu og mun séra Gísli Kolbeinz sóknar- prestur á Melstað flytja þar jóla- hugvekju, en hann er eini um- sækjandi um Stykkishólmspresta- kall. Lúðrasveit Stykkishólms leikur, barnakór syngur og ýmis önnur atriði verða. Á vegum kvenfélagsins hefur verið haldin hér sýnikennsla í matvælagerð af Sigríði Haraldsdóttur húsmæðra- kennara sem einnig flutti erindi um matvælagerð. Einnig hefur Magnús Guðmundsson blóma- skreytingamaður leiðbeint á veg- um félagsins um gerð blóma- skreytinga og sóttu það námskeið yfir 40 konur. — Fréttaritari. Nýjar vörur teknar upp daglega fram til jóla Stórkost/egt úrva/ af a/ls konar jólagjafavörum Dömu- og herrafatnaður Dömu- og herraskór Hljómtæki og hljómplötur □ □ □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.