Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 27 Sextugur í dag: Sigurður Ólafsson Sextugur er í dag Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður. Hann er auðvitað margt fleira, svo sem ríkisbóndi í Laugaresi, eiginmaður, faðir og íslenzkur þegn. Erfitt er að tíunda getu og verðskuldaða titla í svona tilviki. Eitt er þó öruggt, að fáir lang- skólagengnir söngvarar hafa sungið sig eins ljúflega inn f hjörtu landsmanna og nátturu- barnið Sigurður Ólafsson. Tónlistin er honum í blóð borin og virðist ættgeng. Bræður hans Erlang heitinn og Jónatan eru landsmönnum að góðu kunnir, svo og dóttir hans Þuríður, sem nú er i blóma síns söngskeiðs. Sigurður hefur sungið frá því að hann man eftir sér. Hann tróð fyrst upp í Miðbæjarskólanum við Tjörnina aðeisn 13 ára gamall. Tvítugur gengur hann í Karlakór Reykjavíkur, þar sem hann var virkur söngfélagi um tíu ára skeið. Þegar Sigurður var 22 ára, eða 1938, hefur hann sinn vinsæla einsöngsferil með því að syngja á Fáksskemmtun enda hafa þessir þættir, söngur og hestamennska, togast á um hæfni hans alla tíð. það væri að bera í bakkafullan lækinn að rekja hér hinn fjöl- skrúðuga söngferil Sigurðar. Hann hefur sungið fyrir alla landa sína frá Surtsey suður til Kolbeinseyjar norður. Hann hef- ur sungið allar tegundir tónlistar söngmenntanna frá dægurlögum og gamankvæðum til revíu- söngva, óperettu og óperunnar. Hann söng f fyrstu óperunni, sem sviðsett var f Þjóðleikhúsinu 1951, en það var Rigoletto eftir Verdi. Það er skemmtilegt, hversu áðurnefndir þættir f lífi hans haldast f hendur. Sigurður varð elskur að hestum þegar í bernsku og keppti sem knapi í fyrsta sinn 12 ára, en sinn fyrsta hest eignað- ist hann snemma 13 ára að aldri. í fyrstu keppni sinni sat Sigurður stökkhest, en snemma fór hann að serhæfa skeiðhesta, og má segja að allar götur frá 1941 hafi hann farið á skeiði gegnum lífið. Hann hefur hlotið viðurkenningu frá Alþjóða skeiðhestasambandinu, en þyrfti sennilega hestamenn til að skrifa glöggar um slíka hluti. Hina frægu Glettu sína fékk Sigurður til meðferðar 1945, sem hann tók mestu ástfóstra við. Hann eignaðist þá hryssu ári sfðar. Hún setti fslandsmet í skeiðhlaupi, sem stóð í áratugi og var ekki slegið fyrr en nú fyrir skömmu. Þó Sigurður sé hættur að syngja opinberlega að mestu, þá heyrist hin blæfagra rödd hans oft á öldum ljósvakans, enda eru þær ófáar hljómplöturnar, sem hann hefur sungið inn á. Mun — Frímerki Framhald af bls. 9 henni. Til fróðleiks set ég aftan við fyrsta árið, sem hlutaðeig- andi félag sendi styrktarmerki á markað, og þankastrikið á eftir táknar nær óslitna röð sfðan. Ut eru komin: Barnauppeldissjóður Thorvald- sensfélagsins 1913 — Kvenfélagið Framtíðin, Akur- eyri 1934 — Oddfellow-reglan, Reykjavík 1961 — Rotaryklúbbur Kópavogs 1964 — Lionsklúbburinn Þór (Líknar- sjóður Tjaldanessheimilis) 1967 — Kiwanisklúbbur Reykjavfkur 1968 — Væntanleg eru: Bandalag ísl. skáta 1957 — Lionsklúbbur Siglufjarðar 1957, 1965 — Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar 1958 — Rotaryklúbbur Sauðárkróks 1967 — Landssamband ísl. frímerkja- safnara 1968 — dóttir hans.Þuráður, hafa sungið með honum á þeirri sfðustu. Svo er fólk að tala um kynslóðabil. A 4. degi desembermánaðar 1916 fæddist Sigurður Ólafsson f þennan heim, og i dag 60 árum síðar tekur hann á móti ástvinum og velunnurum í Félagsheimili Fáks frá kl. 3-5 eftir hádegi. Þar mun móttökunefndinni verða hinn föngulegi lífsföru- nautur Sigurðar, Inga Einarsdótt- ir, og börnin 6 ásamt mökum, sennilega barnabörnin 10 líka. Við gleðjumst með þessari fjöl- skyldu f dag yfir hinum sfunga fjölskylduföður. Við minnumst ánægjulegra samverustunda í tónlistinni. Við óskum Sigurði Ólafssyni til hamingju með fyrri hlutan af söngskrá lifsins. Megi seinni hluti hljómleikanna verða enn ánægju- legri og langt í aukalögin. Lifðu heill. maðurinn með Sjöbergstónana. Vinir úr tónlistinni Rafstöðvar Utvegum með stuttum fyrirvara rafstöðvar í stærðum 2 til 7000 kw, frá mörgum framleið- endum, fleiri en einn verðflokkur á hverri stærð eftir fyrirhugaðri notkun t.d. . a. grunnafl þungbyggðar, slitsterkar b. varaafl: léttbyggðar (ódýrar) c. flytjanlegar: yfirbyggðar á sleða eða vagni. Greiðsluskilmálar ' Vélasalan h.f. Garðastræti 6 s. 15401 — 16341 VALHIJM anglvsa Nýkomin sending af innskotsborðum og sófaborðum, Glæsileg vara. VERÐTÆTT ValhHSffÖgn,Am1ú,a4 Flosnámskeið Ný flosnámskeið byrja 1 1 . janúar (fín flos og gróf flos). Uppl. í síma 33826 eða Hannyrðaverzluninni, Laugavegi 63. Tilvalið til jólagjafa Erum með mikið úrval af íslenzkum hannyrða- vörum. Góbelínteppin Gunnhildur kóngamóðir (Sofðu rótt). Rancke (Ride Rancke). Smyrna púðar og mottur. Góbelín í miklu úrvali. Hannyrðaverzlunin Laugavegi 63. Frá Norræna húsinu: Finnsku þjóðlagasöngvararnir PIA-GUNN ANGKAR og BÖRJE LÁNG syngja finnsk klassísk lög og finnsk þjóðlög, við undir- leik Carls Billich, kl. 16:00 sunnudaginn 5. desember n.k. í samkomusal Norræna hússins. Aðgöngumiðar við innganginn. NORRíNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS HELZTU KOSTIR: ★ 850 w mótor — tryggir nægan sogkraft. ★ Snúruvinda — dregur snuruna inn I hjóliS á augabragði. ★ Sjálflokandi pokar — hreinlegt aS skipta um þá Rykstillir — lætur vita þegar pokinn er fullur. Sjálfvirkur rykhaus rykhaus — lagar sig aS fletinum sem ryksuga á. Vörumarkaðurinn hf. ARMULA 1A. Matvörud. S. 86 111. Húsgagnad. S 86-112. VefnaSarvörud. S. 86-113. Heimilistækjad. S. 86-117.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.