Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 munið trúlofunarhringa litmvndalistann (§ull Sc á§>tlfur Laugavegi 35 Dæmdir í 8 og 10 ára fangelsi fyrir morð LAUST fyrir hádegi f gær var kveðinn upp f sakadómi Reykja- vfkur dómur f máli, sem ákæru- valdið höfðaði gegn Albert Ragnarssyni Akureyri, og Krist- mundi Sigurðssyni, Reykjavfk, fyrir að hafa orðið Guðjóni Atla Arnasyni að bana f Kópavogi aðfararnótt 6. júlf s.l. Hinir ákærðu voru fundnir sekir um brot þau, sem þeim voru gefin að sök. Var Albert dæmdur í 8 ára fangelsi og Kristmundur i 10 ára fangelsi. Refsing Alberts Framhald á bls. 22 Síðasti Bretinn fór kl. 16.31 SfÐASTI brezki togarinn, sem hér var að veiðum fram til 1. desember, fór yfir miðlfnuna milli Færeyja og fslands suðaust- ur af Hvalbak f gær klukkan 16.31. Var það Ross Canaveral H 267, togarinn, sem fylgdi eftirlits- skipinu Othello, sem biiaði aðfararnótt 1. desember. Othello átti talsvert eftir að miðlfnunni f gær og bjóst Landheigisgæzlan ekki við þvf að eftirlitsskipið færí yfir miðlfnuna fyrr en einhvern tfma f nótt. Sóttist skipinu seint ferðin og er augljóst að alvarleg bilun hefur átt sér stað. f gær voru að veiðum við landið 15 vestur-þýzkir togarar, allir að löglegum veiðum. Einnig var einn belgfskur togari að veiðum og 3 færeyskir. Flugvélin TF-FTA eftir brotlendinguna f gær. Eins og sjá má er vélin mjög illa farin og má teljast með ólfkindum, að mennirnir tveir, sem f vélinni voru, skyldu hafa sloppið lifandi úr slysinu. Ljósm Mbl.: RAX Tveir menn stórslasast í flugslysi: „Sá vélina stefna beint niður 115 metra hæð” jr segir Pétur Olafeson, eini sjónarvotturinn Athygli kaupenda er vakin á þvf að Lesbók var borin út með blaðinu f gær, föstudag. LfTIL tveggja sæta flugvél brot- lenti á Heiðartjarnarheiði, skammt fyrir ofan Geitháls, um kl. 14.30 f gærdag. Tveir menn, sem voru f vélinni, Viðar Friðriksson flugkennari og Sig- urður Ingibjartsson flugnemi, slösuðust mikið. Eru þeir báðir mikið beinbrotnir, en voru ekki taldir f Iffshættu f gærkvöldi en aðgerð á þeim var þá ekki að fullu lokið. Vélin, sem er af gerðinni Cessna 150 Aerobat, er gjörónýt og þykir mesta mildi, að mennirn- ir tveir skyldu sleppa lifandi úr siysinu. Ekki er vitað með vissu hvernig slysið átti sér stað, en svo virðist sem flugmaðurinn hafi ætlað að nauðlenda vélinni á vegarspotta skammt norðan við háspennulfn- una á heiðinni og að sögn eina sjónarvottsins að siysinu stefndi vélin beint niður augnabliki áður en hún skall á jörðinni, og skrúfa og nef hennar grófust niður f freðinn jarðveginn. Björn Jónsson endur- kjörínn forseti ASÍ Snorri Jónsson varaforseti, miklar breytingar í midstjóm BJÖRN JÓNSSON var endurkjör- I inn sem forseti Alþýðusambands | tslands án mótframboðs á loka- degi ASf-þingsins f gær. t kosn- ingum um sæti varaforseta sigr- aði Snorri Jónsson Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur með miklum mun. t kjöri til miðstjórnar urðu miklar mannabreytingar frá síð- ustu miðstjórn. Atta þeirra 15, sem nú voru kjörin f miðstjórn- ina, áttu þar ekki sæti áður. Tveir miðstjórnarmannanna náðu ekki endurkjöri, en sex gáfu ekki kost á sér, þau Guðmundur H. Garð- arsson, Jón Sigurðsson, Jóna Guð- jónsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Óðinn Rögnvaldsson og Óskar Hallgrfmsson. Það ASt-þing, sem lauk f gær, var mikið átakaþing og var þar tekizt á um menn og máiefni. Mörg veigamikil mál voru af- greidd á þinginu, þar á meðal meðal margra annarra tillagna í kjaramálaályktun. sem rædd var fyrrinótt, en síðasti fundur þings- Talningu til miðstjórnar er lokið og Magnús L. Sveinsson skýrir tölurnar fyrir forseta þingsins, Eðvarð Sigurðssyni. Björn Jónsson forseti ASI og Snorri Jónsson varaforseti fylgjast með. (Ljósm. MBL. Ól.K. Mag.). ins stóð nær samfleytt frá klukk- an 9 f fyrradag til klukkan 16 í gær. Stefnuskrá samþykkti þing- ið, auk ályktana um vinnuvernd, vinnulöggjöf, skattamál, atvinnu- mál og margt fleira. A blaðsíðu 18 er greint frá þingstörfum og rætt er við Björn Jónsson forseta ASt. Kjörnefnd er venjulegast skip- uð i upphafi Alþýðusambands- þinga, en að þessu sinni náðist ekki samstaða um skipan hennar fyrr en um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Nefndin var síðan að störfum í alla fyrrinótt og kosn- ingar hófust ekki fyrr en á tfunda tímanum í gærmorgun. Þær höfðu hins vegar verið á dagskrá klukkan 23 á fimmtudag. Kjörnefnd náði ekki samkomu- lagi um tillögur um 13 miðstjórn- armenn og komu fram tveir listar. Á lista meirihlutans voru 10 full- trúar, en minnihlutinn stakk upp Framhald á bls. 22 að slysinu Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Loftferðaeftirlitið í gær- kvöldi var sagt, að þar sem margt væri enn mjög óljóst í sambandi við slysið, væri ekkert hægt að segja um það. Klukkan, sem er í mælaborði flugvélarinnar, stöðvaðist kl. 14.25 og virðist slysið þá hafa átt sér stað, en fólk kom ekki á stað- inn fyrr en nokkru siðar. Flugvél- in fór í venjulegt kennsluflug kl. 14.03 í gær og var á venjulegu æfingasvæði þegar slysið varð. Stefndi beint niður „Ég var að vinna við hænsnabú mitt við Dalland, þegar ég sá flug- vélina fyrst,“ sagði Pétur Ölafs- son, en hann er sá eini sem sá flugvélina hrapa. „Fyrst í stað sveimaði vélin hér yfir svæðinu, eins og kennsluvélar gera oftast, og fannst mér þá ekkert óeðlilegt við flug hennar. Vélin kom síðan i átt frá Hafravatni og stefnu á háspennulínuna og sá ég ekki bet- ur en hreyfillinn væri þá í gangi. Siðan sá ég allt í einu að vélin stefndi beint niður og þá sýndist mér skrúfan hætt að snúast og að mínu mati var vélin þá ekki nema Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.