Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. DESEMBER 1976 \ Hugleiðingar eftir frímerkjauppboð FRlMERKJAUPPBOÐ Félags frfmerkjasafnara var haldið sfðastliðinn laugardag, en frá þvf var sagt í frfmerkjaþætti blaðsins þann dag. Uppboðið var fjölsótt þrátt fyrir stuttan undirbúningstfma undir það. Hins vegar var óvenjudauft yfir flestum boð- um. Af 242 númerum fékkst ekkert boð f 89 — eða rúmlega þriðjung þeirra. Vafalaust liggja margar ástæður til þessa. Ég spurði nokkra uppboðsgesti, hver væri skoðun þeirra á þessu, og voru svörin næsta lfk. Frímerkjakaupmenn . álíta þennan tíma óheppilegan, bæði sfðast f mánuði, þegar aurar velflestra eru uppurnir, og svo jólin fram undan með miklum útgjöldum. Þá er skoðun allra, sem ég hef rætt við, sú, að sölu- skattur fæli menn frá að bjóða f dýru hlutina. Það er opinbert leyndarmál, að menn vilja held- ur semja um að ganga inn f boðin eftir á og losna þannig við 20% söluskatt. Og þá lái ég engum. Hér verður söluskattur þvf heimill á eðlilegum og heil- brigðum viðskiptaháttum. Einnig má benda á þá stað- reynd, að þessi frfmerkjaupp- boð eru í reynd eins konar skiptisamkoma milli frfmerkja- safnara. Flest frímerkjaefnið er sem sé komið frá söfnurum, sem eru að losa sig við það til þess að geta fengið annað f stað- inn. Þetta er þess vegna eins konar skiptaverzlun eins og gerist á frímerkjafundum, en á þeim fundum dettur engum í hug að tala um söluskatt, jafn- vel þótt ekki sé skipt merki fyrir merki, heldur selt fyrir einhverja f járhæð. Vafalaust er flest rétt í því,, sem að framan greinir um trega sölu á sfðasta frfmerkjaupp- boði, en það skýrir samt örugg- lega ekki allt. Ég held hér þurfi að endurskoða ýmislegt f ljósi fenginnar reynslu. Benda má á, að frímerkjauppboð var haldið fyrir réttu ári — eða 29. nóvem- ber 1975, þ.e. rétt fyrir mánaða- mót og jól. Á því uppboði voru 224 númer, og gengu aftur til baka 16 — eða um 7%. Gaman hefði ég af að heyra álit frí- merkjamanna á þessum mis- muni á einu ári og um leið, hverjar orsakir þeir telja liggja hér að baki. Við skulum svo líta örlítið á niðurstöðu sfðasta uppboðs. Dýrasta uppboðsefnið, nr. 83, Alþingishátíðarmerki (al- menn) f fjórblokk, sem metið var á 150 þús. kr., en boðið lægst fyrir 130 þús. kr., seldist ekki. Dýrasta númerið, sem slegið var, voru fjórblokkir af Gullfossmerkjum 1931/32, en þær fóru á lágmarksboði, 80 þús. kr. Næst kom fjórblokk af Alþingishúsinu 1952, sem sleg- in var á 66 þús. kr., og má telja það mjög gott verð fyrir kaup- andann — eða með söluskatti 79.200 kr. Eftir sfðustu heimild minni er söluverð slfkrar blokk- ar komið eitthvað yfir 100 þús. kr. hér heima. Þá fór tvennd (par) af yfirprentuðu frímerki frá 1930, 10 Kr./5 kr. Tveggja kónga (frá 1907) á 40 þús. kr. Er alltaf töluverð eftirspurn eftir yfirprentuðum merkjum frá 1921—30, einkum þó háu verðgildunum og þá helzt, þeg- ar þau eru vel stimpluð frá notkunartfma þeirra. Þá seldist 3 sk. frímerki, raunar eftir- stimplað á Sveinsstöðum f Þingi, á 25 þús. kr. Er það alveg sæmilegt verð fyrir kaupand- ann, að mfnum dómi, þvf að ekta stimpluð merki af þessu verðgildi eru mjög torfengin. Ég spáði því í frfmerkjaþætti mfnum fyrir viku, að fyrsta- dagsumslög fyrir 1940 og hvers- dagsbréf frá svipuðum tíma gætu farið á töluvert hærra verði en þau voru metin á til lágmarksboðs. Bréf það, sem myndin var af f þættinum, var Frímerki eftir JÓN AÐALSTEIN JÓNSSON slegið á 3 þús. kr., en lágmarks- verðið var 1200 kr. Umslag með 20 aura Safnahúsi (frá 1925), stimplað í Hafnarfirði fór á 2800 kr. (metið á 1800 kr.) og annað umslag með sams konar merki, sent frá Isafirði, fór á 6 þús. kr. (metið á 3800) og þriðja bréfið með sama merki, sent með skipi (svonefnt-skips- bréf), var slegið á 8 þús. kr., en metið til uppboðs á 4500 kr. Af þessum dæmum er alveg ljóst, að frfmerkjasafnarar sækjast meira en áður eftir heilum um- slögum með frfmerkjum á, og á meðan markaðurinn fullnægir ekki eftirspurn, má búast við hækkuðu verði þeirra. Þá er einnig ljóst, að stimplar ýmissa bréfhirðingastöðva, ekki sízt þeirra, sem er löngu niður lagðar, eru eftirsóttir. Þó virðist mér svo sem markaður fyrir marga tölustimpla sé að verða mettur. Er það að vonum, því að bæði hefur framboð þeirra aukazt sfðustu árin og svo er fjöldi þeirra, sem safnar þeim, nokkuð takmarkaður hér á landi. Jólamerki Þá er desembermánuður Sigurður P. Gestsson býður upp sjaldgæft frfmerki. Þýzkir verdbólgusedlar Seint gleymist mér víst 16. júnf 1951. Hófi stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þarna var að útskrifast góður og samheptur kjarni stúdenta. Hófið var stórkostlegt og við nýstúdentarnir, náttúrulega, miðdepillinn, að við héldum. En það var bara einn maður sem stal frá okkur sennunni þetta skiptið. Það var Pétur A. Jónsson, óperusöngvari. Þetta var f eitt seinasta skiptið, sem Pétur kom fram opinberlega, en hann var þarna að halda upp á sitt 45 ára stúdentsafmæli. Og Pétur söng svo vel og svo mikið, að salirnir á Hótel Borg bók- staflega sprungu af sönggleði hans. Ég þekkti til Peturs frá for- eldrum mfnum. Hafði oftsinnis heyrt hvflfkur afburðar- söngvari og listamaður hann var og ég hafði lfka heyrt um það, þegar peningarnir hans gufuðu upp f óðaverðbólgu eftirstríðsáranna í Þvzkalandi. Pétur Á Jónsson var mesti óperusöngvari, sem tsland hef- ir alið. Hann hélt marga kon- serta um allt land, en flesta f Bárubúð, húsi við norðurenda Tjarnarinnar, sem nú er rifið. Hann fyllti Bárubúð af söng svo brakaði í húsinu. Pétur var jafnvigur á að syngja Wagner og Verdi, sem fáum söngvurum er gefið. Þjóðverjar eignuðu sér hann og kölluðu „unser Peter“. Pétur söng um 60 hlut- verk í óperum í Þýzkalandi og gefur það hugmynd um hve mikið hann hefir sungið þar þvf mörg hlutverkin söng hann yfir 50 sinnum. Atvikin höguðu þvf svo til, er þeir báðir áttu kost á þvf Lauritz Melchior og Pétur, að fara til Metropolitan óper- unnar og syngja þar, að Lauritz fór vegna forfalla Péturs. Lauritz Melchior starfaði sfðan við Metropolitan í mörg ár og hlaut heimsfrægð. Pétur A. Jónsson kom alkominn heim til tslands árið 1932. Hans mikla list fór til alltof lftils fyrir eftir- lifandi kynslóðir þvf grammó- fónninn var enn á sfnum bernskuárum þegar Pétur var upp á sitt bezta. Pétur hafði stórtekjur á Þýzkalandsárum sfnum, en allt f einu varð hann félaus. Hvernig mátti þetta vera? Sumarið 1923 eyðilagði verð- bólgan í Þýzkalandi alla pen- ingana hans. Pétur hafði geymt sfna peninga f banka en hafði ekki komið þeim fyrir f fast- eignum. Það höfðu aftur á móti Gyðingarnir þýzku gert, og áttu fljótlega annað hvort hús, eða meira, í Berlín og björguðu sér því frá óðaverðbólgunni og græddu á henni um leið ein- hver kynstur. Það var meðal annars þetta sem kynti undir Gyðingahatrinu hjá þjóðverj- um. En óðaverðbólgan varð meiri, en menn höfðu þekkt og því var kannske ekki nema von að menn væru óviðbúnir þess- um ósköpum. Pétur sem Lohengrin i „Lohengrin" Ég get nefnt dæmi um verð- bólguna frá þeim árum, og ef einhverjum finnst við hafa við verðbólgu að stríða skal þeim bent á að gera samanburð. Árið 1914, við upphaf fyrri heim- styrjaldarinnar, var gengið þannig að 4.20 rfkismörk voru fyrir einn dollar. I nóvember 1918 voru 7,43 mörk fyrir 1. dollar, í febrúar 1920 voru 100 mörk fyrir 1 dollar, í nóvember 1921 voru 263 mörk fyrir 1 dollar, i ágúst 1922 voru 1135 mörk fyrir 1 dollar, í janúar 1923 voru 18.000 mörk fyrir 1 dollar, f september 1923 voru 100.000.000 fyrir 1 dollar, í nóv. 1923 voru 4.200.000.000.000 fyrir 1 dollar. Seðlaveltan fór vaxandi sam- hliða gengishruni marksins. Frá lokum ársins 1922 til nóvember 1923 óx hún frá rúm- lega einni billfón (12 núll) til rúmlega 500 trillfóna (18núll). En auk rfkisbankans voru ótal aðilar sem gáfu út sína eigin seðla. Þetta voru bæjarfélög, jarnbrautarfélög, póstþjónusta og ýmis fyrirtæki. Var þessi út- gáfa eins og olía á verðbólgu- bálið. Prentun rfkisbankaseðl- anna krafðist stórkostlegrar skipulagningar. Á þessum ár- um voru starfsmenn Ríkis- bankans 7.500. Auk þess voru í þjónustu bankans 30 pappfrs- framleiðendur, 30 prentverk f einkaeign og 29 prentmynda- gerðir. Allir þessir aðilar stóðu að framleiðslu rfkisbankaseðla. Fólk sem hafði fastar tekjur, eftirlaunafólk, eða þeir sem geymdu fé sitt á banka var al- gjörlega rúinerað. Það tókst þó að lokum að stöðva gengisfellinguna. Við 4,2 billjónir marka fyrir einn dollar. Var þetta í nóvember 1923 og hægt var að gera eina billjón rfkismarka að einu (nýju) rentumarki. Það var þessi ringulreið öll, sem skap- aði jarðveginn fyrir Hitler og hans hyski. Það er náttúrulega ómögu- Pétur sem Radames f Aida. legt að setja sig í fótspor þeirra Þjóðverja, sem urðu vitni að því, að kaffibollinn, sem þeir voru að drekka á gangstéttar- kaffistofunni fór frá 5000 mörkum uppí 8000 meðan þeir drukku kaffið úr bollanum. Pétur Á. Jónsson segir frá því í ævisögu sinni að launin fyrir söng f óperunni eitt kvöldið hafi ekki einu sinni dugað til að borga morgunkaffið daginn eft- ir. Á endanum var allt meira og minna háð vöruskiptum. Til dæmis kostaði rakstur hjá rak- ara 2 egg, og klipping 4 egg. Hvers kyns var svo þessi óða- verðbólga. Verðbólga er sannarlega ekki nýtt fyrirbæri í mannkynssögunni. Heldur ekki verðbólga sem kemur eftir strfð eða herför og kostað hefir land mikið í herútbúnaði og mála. Þessi verðbólga var þó komin frá stjórnarherrunum í Berlín. Þeir áttu samkvæmt Versala- samningunum frá 1918 að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.