Morgunblaðið - 19.12.1976, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
Franzisca
Gunnarsson
— Minning
Gunnar Gunnarsson og frú Franzisca. Myndin er tekin i húsi Carls
Nielsens tónskálds I Rungsted, en þar dvöldu þau hjónin iðulega að
sumri til.
Ég kynntist henni fyrst í
Fjallkirkjunni. Þá hét hún
Selja og kom á kvöldskemmtun
í íslendingafélaginu í Kaup-
mannahöfn. Við borðið sat Uggi
Greipsson og kom lítið við sögu
hennar það kvöld, að öðru leyti
en því, að hann beitti öllum
hugsanlegum brögðum til að
afstýra því, að stóll hennar
tepptist eða yrði fjarlægður
meðan hún var að dansa, og það
var hún lengst af. Engar sögur
fara af því, hverja athygli hún
veitti Ugga þetta kvöld, en af
hans hálfu var þetta ást við
fyrstu sýn, hugur hans veik
ekki frá henni eftir þetta. „Hún
minnti á skógarhind... það var
i fari hennar eitthvað óflekkan-
legt,“ skrifaði hann löngu síðar.
Og það var kækur hennar, þeg-
ar hún settist, að sveifla litið
eitt léttum fæti á fagur-
mótuðum ökkla.
Síðan urðu þau hjón og lifðu
saman langa ævi og stranga,
stóðu ávallt hlið við hlið og dóu
með fárra mánaða millibili. Frá
hanabjálkanum I Nýju Austur-
götu lá leiðin í Karlottulund,
síðan á hefðarsetur dönsk og
íslenzk og endaði i kirkju-
garðinum í Viðey, þar sem þau
hvíla saman við sjávarhljóðið.
Og nöfn þeirra breyttust
síðar i huga mínum. En það
voru aðeins nafnbreytingar.
Þau tvö voru hin sömu eftir
sem áður — nema í Fjallkirkj-
unni voru þau ung, nú voru þau
roskin. Og hvort heldur ung eða
roskin voru þau *mikil og
ógleymanleg.
Franzisca Gunnarsson var um
sjötugt, þegar ég sá hana fyrst
augliti til auglitis. Þá fann ég
strax, að þetta var sama konan
og ég hafði kynnzt ungri í Fjall-
kirkjunni. Ég aðgætti meira að
segja, hvort hún hefði ennþá
sama kækinn og þá, að sveifla
litið eitt fætinum, þegar hún
settist, og ég sá ekki betur en
svo væri. Og þarna sá ég sama
brosið, sömu reisnina, sömu
vingjarnlegu og óþvinguðu
framkomuna og sömu umhyggj-
una — í Fjallkirkjunni hafði
hún verið um dálítið sér-
lundaðan og undrastaðfastan
ungling i nauðum staddan, nú
hálfri öld síðar um aldraðan,
frægan og mikinn mann, sem
þurfti ekki siður á ástúð og
umhyggju að halda en hinn
ungi. Ætli hafi ekki í báðum
tilfellum verið um líf eða dauða
að tefla, — í æsku af því að
ailar brýr höfðu verið brotnar
að baki og engin leið fær nema
ef sigurleiðin væri það.
Fimmtíu árum síðar var heilsa
Gunnars Gunnarssonar á þrot-
um um skeið og þá ekki heldur
nema um eina leið að velja —
að geta haldið áfram að starfa.
Jafnskjótt og skáldið yrði að
leggja frá sér pennann hlaut
lifinu að vera lokið. Það vissi
Franzisca Gunnarsson vel og
tók til sinna ráða — að búa
honum sem ákjósanlegasta
starfsmöguleika — og var hún
þó sjálf orðin heilsutæp. Og þá
unnu staðfestan og ástin I sam-
einingu ennþá einn stórsigur-
inn. Gunnar Gunnarsson bætti
enn mikilsverðum þætti við sín
bókmenntaafrek og dó með
pennann í hendinni. Og þá kom
í ljós, að baráttan við hlið hans
og umhyggjan um hann var
hennar líf. Hún lézt síðar en
hann, eins og vera bar, en það
var stutt á milli. Þannig hlaut
sú saga að enda.
Franzisca Gunnarsson var
fædd 4. apríl 1891 í Frederica á
Jótlandi. Faðir hennar var list-
rænn handverksmaður, Carl
Jörgensen að nafni, sonur
Jörgensens járnsmiðs, þess list-
ræna manns, sem skreytti ýmsa
staði í Kaupmannahöfn með
hagleiksverkum úr málmi, og
eru þar frægust eirstiginn, sem
snýr sig eins og gormur utan
um turninn á Frúarkirkju, og
járnhurðin fyrir Nationalbank-
an öll i myndum.
Móðir Franziscu var Mathilde
Wenk, dóttir Hermanns
Josephs Wenks bókbindara, en
Wenk-ættin er austurrisk aðals-
ætt. Ég efa ekki, að þessum
foreldrum muni vera réttilega
lýst I Fjallkirkjunni — móðirin,
elskuleg og skildi vel dóttur
sina og ást hennar til unga
mannsins snauða með ótryggu
framtíðina — líkt hafði nefni-
lega hent hana sjálfa, þegar
hún batt tryggðir við sinn eigin-
mann. Faðirinn vildi aftur á
móti ekkert með tengdasoninn
hafa, botnaði ekkert í, hvaða
rauðhærða apakött Selja var
komin með upp á arminn.
Franzisca og Gunnar
Gunnarsson gengu í hjónaband
20. ágúst 1912. Aðrir voru ekki
staddir við það brúðkaup en Ib
og Jóhann Sigurjónsson. Þá
áttu þessir unglingar ekkert
annað veraldlegra gæða en vilj-
ann og trúna á sjálfa sig og
framtíðina — þá trú hafði hún
reyndar komið með í búið, því
að hans lífstrú hafði þá beðið
hnekki við vonbrigði á
vonbrigði ofan. En fyrsti sigur-
inn var skemmra undan en þau
ef til vill hefur órað fyrir, og
verður sú saga ekki rakin hér.
Franzisca og Gunnar
Gunnarsson eignuðust tvo syni,
Gunnar listmálara og Ulf yfir-
lækni á Isafirði.
Franzisca Gunnarsson varð
strax mikill unnandi Islands og
síðan alger Islendingur. Énda
var annað eigi hugsanlegt, því
að í hennar augum var maður
hennar og Island nánast eitt og
hið sama — á Islandi var hugur
hans allur alla tið. Þau fluttust
út hingað eins og kunnugt er
árið 1939 og hófu búskap að
Skriðuklaustri.
Ég spurði hana eitt sinn,
hvort ekki hefði verið erfitt að
yfirgefa hina frjóu og mjúklátu
Danmörku og gerast húsfreyja í
sveit á hinu hrjóstruga Islandi.
Hún svaraði með einföldu nei-i
og fannst spurningin augsýni-
lega fjarstæða — sem hún
reyndar var. Til tslands hlaut
leiðin vitaskuld að liggja — ís-
land hafði hún valið, þegar hún
valdi sér manninn. Siðar komst
ég að því, að þau höfðu verið
búin að leita lengi eftir jörð á
Islandi, sem þau gætu fellt sig
við, og boðizt ýmsar góðar jarð-
ir, meðal annarra Kollafjörður,
en höfðu ekki verið ánægð með
umhverfið. En svo þegar skeyti
barst frá Benedikt Blöndal á
Hallormsstað um, að Skriðu-
klaustur væri til sölu, hikuðu
þau ekki, þurftu ekki einu
sinni að kanna málið, því að
þau þekktu staðinn vel bæði.
Og Franzisca Gunnarsson hugs-
aði ávallt með mikilli ánægju
til áranna á Skriðuklaustri.
Ég geri ráð fyrir, að meðan
þau Franzicka og Gunnar voru
búsett í Danmörku hafi hún
mótað heimili þeirra að dönsk-
um hætti. Og hún unni Dan-
mörku ávallt mjög og talaði um
Dani með mikilli hlýju. En hún
vildi ekki flytja danskt
andrúmsloft með sér til Is-
lands. Þegar Inngað kom, gerð-
ist hún islenzk húsmóðir,
mótaði heimilið á allan hátt að
Islenzkum venjum, bjó til
islenzkan mat, vann I slátrum I
sláturtíðinni, gerði skyr og
strokkaði og fórst þetta svo vel
úr hendi að sögn þeirra sem til
þekktu, að það var engu líkara
en hún væri alin upp i íslenzkri
sveit.
Og islenzkt var heimilið eftir
að þau fluttu til Reykjavíkur
1948. Sjálf var hún burðarás
þess, mótandi og skipuleggj-
andi. Það yfirbragð sem við
blasti, þegar komið var þar inn
fyrir dyr, var hennar mótun og
einkenndist umfram allt af
smekkvlsi og list. Ahrifin frá
þessu heimili fögnuðu gestin-
um við komuna og fylgdu
honum eftir viðfelldin og þægi-
leg meðan hann dvaldist þar og
lengi utan dyra eftir að hann
kvaddi. Vissulega settu verk
eftir soninn Gunnar, óvenju-
fágaðan listamann, sinn svip á
veggina, en allt val og skipulag
var móðurinnar á heimilinu. Er
ekki að efa, að þarna sagði til
sín arfurinn frá hinum list-
rænu handverksmönnum í
föðurætt frú Franziscu.
Franzisca Gunnarsson
helgaði manni.sínum og heimili
alla umhyggju sina og starfs-
krafta — lif sitt. Þetta lét hún
sitja í fyrirrúmi fyrir öllu. Til
þess var tekið, hve allt væri i
mikilli röð og reglu hjá
Gunnari Gunnarssyni, hve
fljótlegt væri að fá þar flett
upp í bókum og handritum allt
frá upphafi ritferils hans. Það
skipulag var hennar verk. Og í
hennar hlut kom að tryggja
manni sinum vinnufrið. Oft
hefur þó þurft eigi litla stað-
festu til, því að fast var á sótt að
utan. En hún lét það ekki á sig
fá, var föst fyrir og ákveðin og
hirti ekki um, þó að þetta
skaðaði ef til vill vinsældir
hennar út i frá, þvi að þetta var
nauðsyn. A meðan sat maður
hennar og vann. Starf hans var
kjarninn, hennar hlutverk var
að vernda þann kjarna.
Gunnar Gunnarsson fullyrti,
að ekkert hefði úr sér orðið
hefði ekki frú Franziscu notið
við. Ekki er auðvelt að skera úr
um það, hverja afstöðu við, sem
fyrir utan stöndum, eigum að
takatil slíkrar fullyrðingar. Við
vitum, að.Gunnar Gunnarsson
lagði ekki fleipur I vana sinn,
en minnumst þess um leið, að
menn með skapfestu og vilja
eins og hann er örðugt að
brjóta. En harðar geta kring-
umstæðurnar orðið, og útlitið
var ískyggilegt hjá Ugga, þegar
sjálf lifstrúin var á þrotum. En
þá kom Selja hin unga með
nýja lifstrú og fögnuð og
breytti öllu.
Og hvort sem nafnið er Selja
eða Franzisca mun hún meðan
við, lesum bókmenntir lifa
áfram í hugum tslendinga —
stúlkan sem lagði allt í sölurnar
fyrir stórskáldið okkar, ást
sina, stóð við hlið þess í striðinu
og færði okkur það heim, ekki
aðeins heilt á húfi, heldur
mikinn sigurvegara. Við
skulum ekki tala um erfiðleika
í því sambandi, því að allt er
auðvelt, ef ástin ræður ferð-
inni, að minnsta kosti ef hún er
endurgoldin, og það var hún í
sögu Franziscu í rikum mæli.
Franzisca Gunnarsson lézt
hinn 22. okt. s.l. Hún var
kaþólskrar trúar, en Gunnar
skáld ekki. En það olli þeim
engum erfiðleikum hvorki, I lifi
né dauða. Þau fundu kirkju-
garð á tslandi, sem bæði var
fyrir kaþólska og mötmælendur
— kirkjugarðurinn í Viðey.
Eirlkur Hreinn Finnbogason
Verulegur gjaldeyrissparnaður
af innlendri lyf jaframleiðslu
„TILGANGURINN með stofn-
un þessa fyrirtækis fyrir 20 ár-
um var að leys aðkallandi
vandamál varðandi útvegun á
lyfjum og hjúkrunarvörum,“
sagði Sverrir Magnússon
stjórnarformaður Pharmaco
hf., á funda með fréttamönnum
fyrir skömmu.
„Sameiningin
strandaði í kerfinu“
Snemma hóf fyrirtækið fram-
leiðslu á töflum og stungu-
lyfjum i smáum stíl. Um það
leyti var mikið rætt um fram-
tiðarskipan lyfjaframleiðslu
hér á landi, en fram til þess
tíma höfðu ýmsir aðilar annazt
lyfjaframleiðslu og
innflutning, m.a. stærstu
apótekin. Flestir fagmenn
hölluðust að því að einhvers
konar miðskipun framleiðsl-
unnar væri æskilegust og jafn-
vel nauðsynleg til að spara
ónauðsynlega fjárfestingu í
dýrum tækjum í mörgum verk-
smiðjum og lækka framleiðslu-
kostnað. Leitaði Pharmaco þá
eftir samstarfi við stærsta lyfja-
framleiðandann, þ.e. Lyfja-
verksmiðju nkisins, „en sú
málaleitan strandaði einhvers
staðar í kerfinu".
Lyf jaframleiðslan
Þegar ljóst var að um sam-
vinnu yrði ekki að ræða stefndi
Pharmaco að þvi að byggja upp
fullkomna lyfjaverksmiðju, en
auk þess flytur fyrirtækið
einnig talsvert inn af lyfjum.
Innlenda framleiðslan hefur þó
vaxið mikið á undanförnum
árum og er nú að magni til
tvöföld á við innflutninginn, en
hins vegar aðeins ‘4 hluti inn-
flutningsins að útsöluverð-
mæti. Fyrirtækið framleiðir um
átta lyfjaflokka og margar
tegundir innan hvers flokks.
Má þar nefna töflur (130 teg.)
stungulyf (29 teg.), smyrsl (19
Forráðamenn fyrirtækisins: F.v. Steinar Berg Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, Sverrir Magnússon stjórnarformaður og Werner
Rasmusson, fyrrv. framkvæmdastjóri.
Ljósm. RAX-
teg.), lyfjahylki (4 teg.), stílar
(15 teg.), augndropar (12 teg.),
og hvít magamixtúra (2 teg.).
Til októberloka á þessu ári
framleiddi verksmiðjan rúm-
lega 20 milljón töflur. Mest eru
það vitamín og magnyltöflur og
einnig taugalyfi- Diazepam.
Sem fyrr segir hafa umsvif
fyrirtækisins aukizt jafnt og
þétt og í ár er veltan-áætluð 300
milljónir.
Fullkomin
rannsóknarstofa
I árslok 1971 tók til starfa
fullkomin rannsóknarstofa vel
búin tækjum og þar er fylgzt
með framleiðslunni daglega á
öllum stigum, allt frá hráefni
til fullunnins lyfs komnu í sölu-
umbúðir. Rannsóknarstofan,
sem þá var sú eina sinnar
tegundar I landinu, kostaði full-
búin rúmar 5 milljónir, en þess
má geta að það var þá 1/7 af
veltunni og því mikið átak,.
Það kom einnig fram á fund-
inum að með óverulegri viðbót
við vélakost fyrirtækisins,
einkum á sviði pökkunar lyfja I
staðlaðar umbúðir, getur hún
fullnægt þörfum landsmanna
Framhald á bls. 34