Morgunblaðið - 19.12.1976, Side 26

Morgunblaðið - 19.12.1976, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Jólasundmót öryrkja tókst með afbrigðum vel — segir Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ NU HAFA verið sendir út um 500 viðurkenningarborðar fyrir þátttöku i jólasundmóti öryrkja og nokkrar þátttökutil- kynningar munu enn vera á leiðinni utan af landi, þannig að öruggt er að þátttakendur f þessu fyrsta jólasundmóti öryrkja verða eitthvað á sjötta hundraðið. Að sögn Sigurðar Magnússonar útbreiðslustjóra tSl jafngildir þessi þátttaka þvf að ef þetta mót hefði verið fyrir allan almenning þá væri þátttakendafjöldinn um 20 þúsund. Morgunblaðið' hafði í gær samband við Gísla Halldórsson forseta Iþróttasambands tslands. Spurðum við Gísla fyrst um hinn nýja þátt í starfi ISÍ, sem íþróttir fyrir öryrkja eru. — Á undanförnum árum hef- ur framkvæmdastjórn ISI lagt kapp á, að sem flestir lands- menn legðu stund á íþróttir sér til heilsubótar, sagði Gísli. — Mörg sérsambönd hafa þvi verið stofnuð til að örva og glæða áhugann, um leið og þau hafa skipulagt starfsemina hvert i sinni grein. Við þessa skipulagningu varð þó einn hópur manna útundan, en það voru einmitt þeir, sem e.t.v. þurfa hvað mest á iþróttum að halda. Það eru þeir, sem á ein- hvern hátt eru fatlaðir og ganga ekki heilir til skógar. — Iþróttasambandið gerði þvi sérstaka samþykkt fyrir um 4 árum um að hefja skipulega starfsemi fyrir fatlaða, m.a. með því að gangast fyrir stofn- un íþróttafélags innan þeirra vébanda. Skipuð var sérstök framkvæmdanefnd til að hrinda þessu máli af stað, en ætlunin er að hún sé undanfari sérsambands, sem stofnað verði hér sfðar, til að tryggja fram- Gfsli Halldórsson forseti ISt. gang þessa veigamikla máls innan íþróttahreyfingarinnar. I nefndinni eiga sæti Sigurður Magnússon formaður, Guðmundur Löve og Trausti Sigurlaugsson. Nefndin hefur unnið ágætt starf og hefur m.a. staðið fyrir stofnun tveggja íþróttafélaga fatlaðra. Er annað í Reykjavík, hitt á Akureyri. — Þá hafa verið haldin nám- skeið fyrir leiðbeinendur fyrir þessi félög, en á þeim var af eðlilegum ástæðum alger skort- ur. Hvarvetna hefur þessi starf- semi fengið góðar undirtektir. T.d. hefur Alþingi veitt sér- stakan styrk til þess að íþrótta- kennari fari utan til náms í iþróttafræðum fyrir fatlaða. Starsemi þessari hefur miðað vel áfram og nú á síðastliðnu hausti tóku fyrstu Is- lendingarnir þátt i alþjóða- sundmóti og stóðu sig með afbrigðum vel. — Ertu ánægður með þátt- tökuna I jólasundmótinu, sem nýlokið er? — Jólasundmót öryrkja er liður í því starfi að fá sem flesta með i virkt Iþróttastarf, enda Frá jólasundmótinu teljum við að iþróttir séu ein bezta hjálpin til endurhæfing- ar, enda er það löngu viður- kennt af öllum sem til þeirra mála þekkja. Fyrir fatlaða er sund ein sú bezta íþróttagrein, sem þeir geta lagt stund á, þvi þar finna þeir mátt sinn og endurheimta oft sjálfstraustið, sem er veigamikið atriði fyrir marga, sem ekki eru heilir heilsu. — Jólasundmótið tókst með afbrigðum vel og var ánægja að sjá og fylgjast með þeirri gleði, sem ríkti meðal þátttakenda. Vissulega kom það fram sem vitað var, að viða voru erfiðleik- ar með framkvæmd vegna þess að sundstaðir eru ekki enn Framhald á bls. 34 I mörgum stærðum og gerðum FLMM IHiNnRtio ____I TÖTT Skrifborðsettin vinsaelu fýrir börn og unglinga ■ kkón'H'í.- 1 -saC 3 sæta, 2 sæta, stóU og 2 borð Verð kr^lflUWÍO.- Hringið eda skrifið eftir nánari upplýsingum og myndaiista. * Bnnig getið þér komiö með yðar hugmynd og við smíðum fyrir yður þaö sem þér óskiö. Þessi húsgögn eru öll úr haröfergöum spónarplötum, bæsuð og lökk í mörgum litum. ITT ÞUSUND KRÓNUR Ath. Viö sendum hvert á land sem er. - Greiösluskilmálar. AUÐBRBKKU 63 KÓPAVQGÍ írtKo Settur í embætti Sunnudaginn 12. desember var séra Kjartan Örn Sigur- björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum settur inn í embætti af séra Þorsteini Lúther Jónssyni, en séra Kjartan Örn hefur þjónað í Vestmannaeyjum á annað ár. Myndírnar voru teknar að at- höfninni lokinni. Efsta myndin af séra Kjartani Erni og séra Þorsteini Lúther fyrir framan altaristöflu Landa- kirkju og neðri myndirnar í hófi sem Sóknarnefnd hélt á eftir athöfnina að viðstödd- um kórfélögum í kirkjukór Landakirkju, safnaðarfull- trúum og stjórn Kvenfélags Landakirkju o.fl. Á miðmyndinni eru frá vinstri: Séra Kjartan Örn og kona hans, Katrín Þórlinds- dóttir, séra Þorsteinn L. Jónsson, Jóhann Friðfinns- son, formaður sóknarnefndar, og kona hans, Svanhildur Sigurjóns- dóttir Ljósmyndir Mbl. Sig- urgeir í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.