Morgunblaðið - 19.12.1976, Side 34

Morgunblaðið - 19.12.1976, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Jólasöngvar í Bústaðakirkju 1 DAG, síðasta sunnudag fyrir jól, verður að venju efnt til sérstakr- ar guðþjónustu i Bústaðakirkju, þar sem höfuð áherzlan er lögð á vinsæla jólasöngva og framlag barna og unglinga. Verður engin sérstök barijasamkoma, en for- eldrar hvattir til að koma með börnum sínum til þessarar fjöl- skyldusamveru I kirkjunni. B :rnaskólarnir i sókninni, Breiðagerðis og Fossvogsskólar, leggja til bæði söng og leikþætti. Mun kór Breiðagerðisskóla syngja undir stjórn Þorvarðs Björnssonar, söngkennara, en börn úr Fossvogsskóla flytja leik- þátt undir stjórn kennara sinna. En ung stúlka úr Fossvogsskóla, Björk Guðmundsdóttir, mun einn- ig syngja einsöng. Ur Réttarholts- skóla koma ungmenni, sem mynd- að hafa strengjasveit, og flytja þau nokkur lög. Og Ingólfur Jónsson frá Prestbakka leggúr einnig til jólasögu til flutnings, og er hún lesin af nemanda úr skól- anum. En Ingólfur hefur samið jólasögu til flutnings á slíkum samkomum nú árum saman. Jólasöngvarnir hefjast kl. 2 sfð- degis og eru eins og fyrr segir ætlaðir allri fjölskyldunni, og er ekki að efa, að hinn rétti undir- búningur hátfðarinnar mótast við söng og flutning vekjandi efnis á þessum fjórða sunnudegi í að ventu. Frá Bústaðasöfnuði — Feginn að vera laus Framhald af bls. 1. mikilvægu hlutverki í því að koma fangaskiptunum til leiðar, voru saman komnir til að fagna Bukovsky á flugvellinum f Genf, en fyrir fram var ekki vitað með vissu hvar sovézka þotan mundi lenda. Bukovsky hefur fengið leyfi til að setjast að i Bretlandi en sótt var um landvistarleyfi þar fyrir hann fyrir nokkru, að þvf er full- trúi ráðuneytisins greindi frá í dag. Enn er ekki vitað hvort Bukovsky flyzt til Bretlands, en rithöfundurinn Olive Penn, sem ásamt manni sinum, leikaranum David Markham, hefur tekið mikinn þátt f baráttunni fyrir þvf að fá Bukovsky sleppt úr haldi, kvaðst i dag búast við þvf að hann kæmi til að búa hjá þeim hjónum á búgarði þeirra á Suðaustur- Englandi. Þar hefði herbergi staðið honum reiðubúið í nokkurn tima. David Markham er nú í Sviss til að taka á móti Bukovsky og fjölskyldu hans. Bukovsky var meðal þeirra fyrstu, sem lýstu þvf yfir á opin- berum vettvangi, að sovézk yfir- völd héldu andófsmönnum f geð- veikrahælum, en undanfarin þrjú ár hefur hann verið f Vladimir- fangelsinu utan við Moskvu. Luis Corvalan hefur verið í ýmsum fangelsum í Chile sfðan herforingjaklfkan þar velti Allende og stjórn hans af stóli fyrir þremur árum. Nóbels- verðlaunahafinn Andrei Sakharov og 20 aðrir þekktir andófsmenn í Moskvu höfðu talið að flugvélin með Bukovsky innan- borðs legði upp frá alþjóðaflug- vellinum Sheremetyeve, og voru þar samankomnir um það leyti, sem ráðgert hafði verið að flug- vélin legði af stað. Sakharov sagði við erlenda fréttamenn, að fangaskiptin bæru vott um raunsæi og mannúð, og vonir stæðu til að þetta væri fyrir- boði náðana allra pólitískra fanga, — hvar sem væri f heiminum. Sakharov kvaðst hafa áhuga á því að hitta Corvalan að máli f Moskvu. „Sem fyrrverandi pólitfskur fangi ættum við að hafa margt um að tala,“ sagði friðar- verðlaunahafinn. Á Sheremetyevo var einnig Grigorenko, fyrrverandi hers- höfðingi, sem verið hefur f tvö ár í prfsund á geðveikrahæli. Hann sagði, að með þessum fangaskipt- um hefðu sovézk yfirvöld viður- kennt, að pólitískir fangar væru til í Sovétrfkjunum, en hingað til hefur slíkum ásökunum jafnan verið vísað á bug. Helzta málgagn kommúnista- flokks Austur-Þýzkaland, Neues Deutchalnd, nefndi ekki Bukovsky á nafn í dag en segir hins vegar að lausn Corvalans sé árangurinn af starfi „öflugrar samstöðuhreyfingar", sem teygi anga sína um víða veröld. Blaðið fagnar þvi ákaflega að Corvalan hafi verið sleppt og segir meðal annars: „Þessi barátta hefur ekki verið til einskis. Luis Corvalan er frjáls. Tímarnir hafa breytzt, málstaður okkar hefur unnið mjög á. Fastistar og aðrir óvinir mannkynsins komast ekki lengur upp með að gera allt sem þá lystir." Franski kommúnistaflokkurinn hefur fangað því að Bukovsky skuli hafa verið sleppt úr haldi og fordæmir harðlega að fólk sé svipt frelsi eða sent í útlegð vegna skoðana sanna, og um leið og fagnað er fangaskiptum stjórn- anna f Chile og Sovétrfkjunum, segir í yfirlýsingu flokksins, að sósfalisminn eigi ekki aðeins að tryggja frelsi heldur einnig að stuðla að þróun þess. — Ný rækjumið Framhald af bls. 40 Þá sagði Sólmundur að þegar gefið hefði hefðu þeir á Hafþór athugað rækjumið að Austfjörð- um, frá Seyðisfirði til Berufjarð- ar. 1 Seyðisfirði fannst gott rækjusvæði á móts við Brimnes og þar fengust allt að 270 kg á togtímann. Rækjan þar er mun smærri en á djúpmiðunum og fóru 252 stykki i kílóið að meðal- tali. Tveir bátar á Seyðisfirði hafa þegar sótt um að stunda tilrauna- veiðar á þessum slóðum, en stærð svæðisins er mjög takmörkuð. Þá sagði Sólmundur, að í Reyð- arfirði hefðu fundizt 2 rækju- svæði, en óvíst væri um magnið þar. Einn bátur frá Reyðarfirði hefur þegar hafið tilraunaveiðar á þessum svæðum. — Jólasundmót öryrkja Framhald af bls. 26 tilbúnir að taka á móti stórum hópi fatlaðra. En með aðstoð margra sjálfboðaliða svo og starfsfólks sundstaðanna tókst að yfirstíga margan vanda, sem leysa þarf I framtíðinni. — Það var t.d. ánægjulegt að sérstök lyfta var sett upp fyrir fatlaða við sundlaug Árbæjar- skólans meðan á mótinu stóð. Slíku tæki þarf að koma upp við fleiri sundstaði sem fyrst. — Ástæðan fyrir þvf að þetta fyrsta sundmót öryrkja á veg- um ISI tókst svo vel, sem raun varð á, má vafalaust þakka þeim skrifum og auglýsingum, sem birtust á hverjum degi I Morgunblaðinu, og blaðið hét þessu máli öllum þeim stuðningi, sem það gæti látið I té. Ber að fagna því að fjöl- miðill hefur hér riðið á vaðið með aðstoð við mikilvægt málefni fyrir fatlaða og þar með þjóðina. — Efling íþróttastarfs fyrir öryrkja á án efa eftir að skila ríkulegum arbúið með aukinni starfsorku og starfsgleði þeirra. Mót þetta verður því sterkur hvati fyrir ISI að halda áfram að efla þennan þátt íþrótta- starfsins, sagði Gisli Halldórs- son að lokum. — Tíkall Framhald af bls. 40 mynt verður selgin. En hún mun varla komast í umferð og notkun við stöðumælana fyrr en í byrjun árs 1978. Eins og verðbólgan hefur verið hér á landi undanfarin ár leiðir það af sjálfu sér, að þar sem stöðu- mælagjöld hafa ekki fhækkað lengi, verður um stórt stökk að ræða er þau hækka næst. Þó fólki finnist hækkun stöðu- mælagjalda mikil þegar hún verður, þá er hún f rauninni ekki mikil miðað við verðlags- þróun alménnt. Rætt hefur verið um, að svo- nefnd aukaleigugjöld, þ.e. stöðumælasektir, sem greiddar eru innan viku frá broti, verði hækkaður úr 100 krónum i 500 krónur á næsta ári. Myndi þessi hækkun gera það að verkum að halli yrði ekki á rekstri stöðu- mælanna á næsta ári, en hins vegar ekki fé til framkvæmda frekar en ætlar að verða f ár, að þvf að Guttormur Þormar hefur áætlað. I þau tæplega 20 ár sem stöðumælar hafa verið notaðir á bílastæðum í Reykjavík, hefur alltaf verið einhver rekstrarafgangur af stöðu- mælunum, þar til nú að dæmið virðist rétt ætla að sleppa. Af stöðumælagjöldum og auka- leigugjöldum fyrir sfðasta ár, 1975 varð rúmlega tveggja milljón króna afgangur til framkvæmda. Hver stöðumælir kostar um 30 þúsund krónur uppsettur og f ár hafa verið settir upp 229 mælar. I borg- inni er því nú 891 mælir. Árið 1975 fækkaði stöðumæl- um hins vegar í borginni og var það mest vegna mikilla skemmdarverka, en Reykja- víkurborg keypti 250 nýja stöðumæla og hafa flestir þeirra verið settir upp f ár, eins og áður sagði. Rætt hefur verið um það að stytta tímann fyrir hverjar 10 krónur, en fallið frá þeirri hug- mynd. Breytingar á stöðumæl- unum myndu kosta drjúgan pening og taka tíma, þannig að það þykir ekki borga sig. Auk þess sem 15 mánútur þykja ekki langur tfmi en hver stundar- fjórðungur kostar þá upphæð á þeim bílastæðum, sem mest eru notuð. — Loðnan Framhald af bls. 40 fengið fullfermi og fóru a.m.k. þrjú þeirra til Siglufjarðar með aflann. Skipin sem voru búin að tilkynna um afla í gærmorgun voru þessi: Pétur Jónsson RE, 550 lestir, Sæbjörg VE 300, lestir, Súlan EA, 650 lestir, Grind- vfkingur GK, 580 lestir, og Ársæll GK, 200 lestir. Þá er Mbl. kunnugt um að Rauðsey AK var á leað til lands en skipið hafði ekki tilkynnt um aflamagn. — Gjaldeyrir Framhald af bls. 18 um nokkra framtíð á þeim tegundum, sem þegar eru fram- leiddar, að viðbættum ýmsum tegundum, sem þegar eru í undirbúningi, eftir þvf sem leyfi heilbrigðisyfirvalda gera kleift. Gjaldeyris- sparnaður Það hefur sýnt sig að lyfja- Verksmiðjan hefur fyllilega valdið sínu hlutverki, auk þess sem gjaldeyrissparnaður er mikill. Er hann fyrst og fremst fólginn f þvf að nýta innlenda fagvinnu I stað erlendrar, en við Islendingar eigum á að skipa ágætlega menntuðum lyfjafræðingum, sem fyllilega standast samjöfnuð við það sem bezt gerist meðal nágranna- þjóða okkar., Einnig er gjald- eyrissparnaður fólginn i að greiða sjálfum sér framleiðslu- kostnað og ágóða. Iðnaðarhúsinu v/ Ingólfstræti sími 16 2 59. Nýkomið mikið úrval af þýzkum velour sloppum, kjólavelour, ennfremur handklæði, baðmottur, kaffidúkar, jóladúkar, púða- borð og fyllingar, að ógleymdri finnsku glervörunni. (mnmcfínwHwh&ið Iðnaðarhúsinu v/ Ingólfstræti sími 16 2 59.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.