Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 39

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977 39 Rannsókn á máli Ofers hætt 1 ísrael Jerúsalom — 10. janúar — Reuter Israelsstjórn gaf f dag fyrir- mæli um að hætt skyldi rannsókn á málum Avraham Ofers, hús- næðismálaráðherra, sem stytti sér aldur í sfðustu viku. en hon- um hafði verið borið á brýn að hafa misfarið með aimannafé. Aharon Barak, dómsmálaráð- herra, lýsti því yfir að landslög mæltu svo fyrir, að bundinn skyldi endi á lögreglurannsókn þegar henni væri beint gegn fólki, sem ekki væri lengur í tölu lifenda, en hann sagði jafnframt, að haldið yrði áfram rannsókn á hendur þeim sem tengdir hefðu verið málinu. Ofer, sem var 55 ára að aldri, féll fyrir eigin hendi 3. janúar s.l. og skyldi eftir sig orðsendingu um að ásakanirnar á hendur hon- um væri úr lausu lofti gripnar. Útför hans var gerð á kostnað ríkisins. Tveir mannréttindasáttmálar: Ekki enn stad- festir á íslandi 1 JANÚAR og marz á þessu ári tóku tveir nýir sáttmálar um mannréttindi gildi. Báðir tveir eru þeir tilkomnir vegna þess, að þörf var talin á því að gera ákveð- in atriði lagalega bindandi. Um fjörutfu lönd hafa fullgilt þessa sáttmála. (Þeirra á meðal Noreg- ur, Danmörk, Finnland og Svf- þjóð, en hinsvegar ekki tsland). Þessir sáttmálar fjalla um félags- leg, efnahagsleg og menningarleg réttindi og borgaraleg og pólitísk réttindi, og hefur þeirra beggja áður verið allítarlega getið f þess- um bréfum. 1 síðarnefnda sáttmálanum er gert ráð fyrir að komið verði á fót nýrri mannréttindanefnd. Skal hún fjalla um skýrslur frá öllum þeim löndum er fullgilt hafa sátt- málann um það hverjar reglur þau hafi sett til þess að tryggja að ákvæði sáttmálans verði virt inn- an landamæra þeirra. Þá getur þessi nefnd einnig fjallað um kærumál, er kunna að rfsa vegna brota á sáttmálanum, en til þess að svo geti orðið verða bæði eða öll ríkin sem f hlut eiga að viður- kenna lögsögu nefndarinnar um þrætuefnið. Skipað var í þessa nefnd f september sfðastliðnum, og eru nefndarmenn 18 talsins. Þeirra á meðal eru tveir norður- landabúar, danski prófessorinn og þingmaðurinn Ole Espersen og Norðmaðurinn Thorkel Opsahl, en hann er yfirmaður stofnunar við Oslóháskóla sem fæst við rannsóknir á þjóðarétti. Þrettán ríki, þeirra á meðai fyrrnefnd fjögur Norðurlönd hafa einnig staðfest viðauka við þennan sáttmála, og fá þessari nefnd þar með vald f hendur til þess að fjalla um kærumál ein- staklinga á þessu sviði, en til þess að einstaklingar geti skotið mál- um sfnum til nefndarinnar verða þau að vera búin að fara fyrir öll dómsstig f viðkomandi landi. Staða Nkomos og Mugaba styrkist Lusaka 10. janúar Reuter LEIÐTOGAR blökku- manna í Rhódesíu, Joshua Nkomo og Robert Mugabe, sem standa saman að „föðurlandsvinahreyfing- unni“, fengu í gær mikil- vægan stuðning þegar leið- togar þeirra rfkja í Afríku sunnanverðri, sem láta sig Rhódesíumálið mestu varða, lýstu yfir fullri sam- stöðu með bandalagi þeirra. Nýlega sprakk sprengja í bfl í Belfast og eru þetta verksummerkin. Skömmu áður sprakk sprengja þar sem fimmtán mánaða drengur lét lffið. Drengurinn var fyrsta fórnarlamb óaldarinnar á Norðui-trlandi á hinu nýbyrjaða ári. Móðir hans liggur enn þungt haldin í sjúkrahúsi. Ríkin eru Zambía, Tanzanía, Mósambique, Botswana og Angóla, og er yfirlýsing þjóðar- leiðtoganna talin mikili ósigur fyrir Muzorewa biskup og séra Sithole, sem veita forstöðu öðrum hópum blökkumanna í Rhódesiu. Þá er talið að yfirlýsingin muni styrkja mjög samningsstöðu Nkomos og Mugabes i viðræðum við Ivor Richard um myndun bráðabirgðastjórnar, sem verður við völd í landinu þar til komið hefur verið á meirihlutastjórn blökkumanna. Brezkir neytendur hrifnir af kolmunna Gæti komid í stað þorsks innan fárra árra Lundúnum — 10. janúar — AP. f BLAÐINU Fishing News, sem út kom fyrir helgina, er haft eftir stjórnarstofnun, sem hef- ur það verkefni að endur- skipuleggja og hafa stjórn á veiðum á djúp- sjávarfiski, að kolmunni muni innan fárra ára geta komið í stað þorsks- ins, og að með því að nýta þessa fisktegund megi koma í veg fyrir atvinnu- leysi, sem stafað geti af því að Bretar hafa nú verið útilokaðir frá hin- um auðugu þorskmiðum innan 200 mílnanna við ísland. Segir að tilraunir með kolmunnann meðal brezkra húsmæðra hafi leitt í ljós að 94% þeirra séu ánægð með þessa fisktegund. Hófust til- raunir þessar á árinu 1975, og auk þess að kol- munni var reyndur á heimiium, fór fram könn- un í matstofum, sem hafa á boðstólum steiktan fisk, skólum og sjúkrahúsum, og á öllum þessum stöð- um fékk kolmunninn ágætar viðtökur. Stofnunin segir kol- munnann ganga á grunn- mið á vorin, en auk þess bendi ýmislegt til þess að hægt sé að veiða hann í verulegu magni á fjar: lægari miðum á öðrum árstímum. Þá kemur fram, að kol- munni sé mjög svipaður þorski á bragðið, og hafi aðeins fáir neytendur treyst sér til að fullyrða um hvora fisktegundina hafi verið að ræða þegar könnun fór fram. Smá- bein i kolmunna hafi ekki reynzt vandamál, því að þau megi nema brott með viðeigandi vélum. Niðurstaða stofnunar- innar er sú, að greinilega geti brezkir neytendur sætt sig við kolmunna, — bæði í flökum og staut- um, en þó þurfi að bæta vinnsluaðferðir og flokka fiskinn eftir stærð og gæðum frekar en gert hafi verið til þessa. Talið ólíklegt að ísraels- menn fái Daoud framseldan Parfs — 10. janúar — Reuter FRAKKAR munu að öllum líkindum hafna kröfu Mike Burton í jólaboðskap til brezkra sjómanna: Við munum lifa t desember-hefti Trs i.ing Times, tímariti brezkra togaraeig- enda, birtist jólaboi >kapur Landssambands brczkra útvegs- manna, Mike Burtons, svohljóðandi: Það væri alrangt að hafa þenn- an hefðbundna boðskap í anda vongleði og bjartsýni. Svo er þeim í Whitehall, Westminster og BrUssel fyrir að þakka að við togaramenn höfum átt við fá- dæma erfiðleika að stríða, og skriffinnar og stjórnmálamenn virðast staðránir i þvi að sjá okk- ur fyrir enn frekari vesöld á ár- inu, sem í hönd fer. Það verður erfitt. En þrátt fyrir það tjóar ekki að örvænta. Togaramenn gefast ekki upp svo léttilega. Einbeitni og hugrekki eru eiginleikar, sem sjaldgæfir eru hjá mönnum á valdastólum, en þeir eru til I rík um mæli hjá þeim, sem vinna við togaraútgerð. Þar eru auðvitað togarasjó- menn í broddi fylkingar, og þeir eru áreiðanlega tiu sinnum fleiri en skriffinnarnir, sem reyna af fremsta mætti að eyðileggja líf þeirra, þótt vafasamt sé að þeim takist það. Hver togarasjómaður er svo sannarlega jafnmikils virði og tíu þessara andlitslausu manna. Hin augljósa tilhneiging leið- toga okkar til að láta sffellt i minni pokann getur orðið smit- andi, en meðan við höfum á að skipa mönnum eins og þeim, sem eru á togurunum, þá mun þessi atvinnuvegur verða síðastur til að taka þennan sjúkdóm. öllum togarasjómönnum, öll- um, sem veita þeim stuðning í landi, og eiginkonum og fjölskyld- um þeirra, sem sjó stunda, send- um við innilegar hátfðarkveðjur. Eins og ég hefi sagt, þá getum við ekki vakið falskar vonir, en ef við höfum boðskap til að koma á framfæri þá hlýtur hann að verða þessi með hiiðsjón af þvf hvaða mönr.um við höfum á að skipa: Við munum lifa. — Mike Burton, forseti Landssambands brexkra útvegsmanna. ísraelsstjórnar um framsal palestínska skæruliðafor- ingjans Abu Daoud, sem grunaður er um að hafa skipulagt fjöldamorð á ísraelsmönnum á Ólympiu- leikvanginum í Miinchen árið 1972. Abu Daoud var handtekinn á hóteli í París s.l. föstudag, og er nú talið að Frakkar kunni að senda hann til Vestur-Þýzkalands er ósk berst þaðan. Arabariki hafa sum hver mót- mælt handtökunni og telja hana „óvinsamlega aðgerð“ af hálfu Frakka, en opinberleg tilkynning var gefin út i Parfs í dag þar sem sagði, að handtakan væra f sam- ræmi við alþjóðlega handtöku skipun, og hefði lögreglan ákveð- ið að fara eftir henni. Málið væri í höndum lögreglunnar én ekki frönsku stjórnarinnar og afleið- ingar málsins væru á ábyrgð við- eigandi yfirvalda. Talið er, að málið geti haft i för með sér óþæg- indi fyrir frönsku stjornina gagn- vart Aröbum, en með hinni opin- beru tilkynningu frá Elisée-höll virðist franska stjórnin leggja áherzlu á að málið sé ekki stjórn- málalegs eðlis. Samkvæmt frönskum lögum er stjórnum, sem kunna að óska eftir framsali Daouds, gefinn 18 daga frestur til að koma slfkri ósk á framfæri, en enn hafa ekki aðrir en Israelsstjórn óskað eftir fram- sali. Talsmaður dómsmálaráðu- neytisins í Bonn sagði f dag, að fáeinum klukkustundum eftir handtöku Daouds s.l. föstudag, hefði saksóknarinn í Bæjaralandi gefið út handtökuskipun, en myndi ákveða á morgun hvort far- ið yrði fram á að Daoud yrði fram- seldur. Daoud var kominn til Parisar til að vera viðstaddur útför Mahmoud Saleh, sem einnig var Palestínuskæruliði, en hann var myrtur á götu i Paris fyrir viku. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.