Morgunblaðið - 05.03.1977, Page 19

Morgunblaðið - 05.03.1977, Page 19
. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGURfv MARZ.1977 19 Bergur Guðnason 111. hluti Eins og ég gat um ( sfðustu grein, mun ég framvegis fjalla um skattafrumvarpið f sam- fellu, þ.e. grein fyrir grein, eða öllu heldur einn kafia eða tvo eftir efnisstærð þeirra. Eg vona, að slfk efnismeðferð verði skipulegri en þær yfirlits- greinar, sem á undan fylgdu. I. kafli Skattskyldir aðilar 1. — 6. grein Við lestur þessa kafla kemur strax i ljós, að uppbygging frumvarpsins er til mikilla bóta frá núgildandi lögum, a.m.k. er mun auðveldara að koma auga á efnisatriði i frumvarpinu. Þetta byggist á mun skýrari framsetningu. Efni hverrar greinar er gefið til kynna með fyrirsögnum, s.s. „Skattskylda manna“, „Skattskylda lög- aðila“, „Takmörkuð skatt- skylda", „Aðilar undanþegnir skattskyldu" og loks „Skatt- skylda hjóna og barna". Auk þess eru greinarnar töluliða- merktar, en það er ekki í nú- gildandi lögum í þessum kafla. t stuttu máli sagt er framsetn- ingin til mikillar fyrirmyndar og bóta. Að formlegu hliðinni slepptri, er jafnaugljóst, að efni I. kafla um skattskyldu aðila er einnig til bóta frá núgildandi lögum. Bætt er úr göllum sem fram hafa komið í framkvæmd- inni undanfarin ár. Allt frá því á árinu 1935 og fram til 1963, að núgildandi skattareglugerð var sett, var gerður skýr greinarmunur á skattskyldu eftir þvf hvort hún var ötakmörkuð eða takmörk- uð. Einhverra hluta vegna hefir þessi skilgreining ekki verið lögfest hér a landi nú í rúman áratug. Skattskyldan hefur þó allan þennan tíma verí ótak- mörkuð eða ekki, en slfkt hefur byggzt á lögskýringum en ekki lagabókstaf. Frumvarpið tekur sem sagt upp þessa grund- vallarreglu að nýju, og er það vel. I hugtökum þessum felst í stuttu máli það, að aðili, sem ber ótakmarkaða skattskyldu, er skattskyldur af öllum tekj- um sfnum og eignum i hérlendis vegna heimilisfesti sinnar, hvar sem þær fyrirfinn- ast hér eða erlendis. Sá, sem ber takmarkaða skattskyldu, er t.d. sá, sem dvelur hér á landi um stundarsakir og er skatt- skyldur af tekjum sfnum á dvalartímanum. A undanförnum áratug, eða rúmlega það, hefur tsland gert svokallaða „tvfsköttunarsamn- inga“ við mörg nágrannarfki. Samningar þessir eru gerðir tii þess að komast hjá tvfsköttun tekna, og ættu þvf fremur að kallast f daglegu tali „einskött- unarsamningar“. Þessi samn- ingagerð hefur eflaust sýnt fram á nauðsyn þess, að skýr fyrirmæli væru f skattalögum um hvort skattskylda manna væri takmörkuð eða ekki, enda eru teknar upp í I. kaflanum reglur beint upp úr „tvfskött- unarsamningum". Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að „183 daga reglan" verði upp- tekin hér á landi. Sú regla felur í sér að sérhver, sem dvelur hér meira en 183 daga, verði fastur í kerfinu, þ.e. öðlist ótakmark- aða skattskyldu hérlendis, þó hann sé ekki heimilisfastur hérlendis. Sama er látið gilda um þá, sem skráðir eru á fslenzk skip eða loftför meira en 183 daga af almanaksári. Rétt þykir að vekja athygli á því hér, að það er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir ríkis- sjóð hvort skattskyldan er tak- mörkuð eða ótakmörkuð. Sú síðarnefnda skilar eðlilega meiri sköttum til ríkis og bæja. „183 daga reglan “ er viðsjár- verð að einu leyti. Hún er bund- in við almanaksárið. Það vill segja, að útlendingur sem dvel- ur hér samfellt t.d. frá 5. júlf 1977 og til 28. júnf 1978 ber ailan þann tfma takmarkaða skattskyldu, þó hann dvelji hér í nær heilt ár. Bergur Guðnason Þá er kveðið skýrt á um það f 1. grein frv., að Island haldi rétti til skattlagningar manna í 3 ár, eftir að þeir flytjast af landi brott, nema þeir sanni, að þeir hafi öðlazt heimilisfesti í hinu landinu og greiði skatta þar. Þetta er þarft ákvæði, sem fyrirbyggir, að menn týnist á milli landa og greiði hvergi skatta. Þá er f 1. grein tekin af tví- mæli um það, að skattyfirvöld skuli ákveða um heimilisfesti manna og þar af leiðandi skatt- kyldu. I núgiidandi löggjöf skortir þessa heimild. Það hef- ur f raun verið á valdi Hagstof- unnar hvort menn væru skatt- skyldir eða ekki. Þetta „furðu- lega fyrirbæri" er nú lagt til að verði f valdi ríkisskattstjóra, en úrskurði hans má skjóta til dómstóa. Er reyndar með endemum hve þessi undarlega framkvæmd hefur fengið að tóra lengi. Það er fyrir löngu orðið tímabært að endurskoða f samhengi alia löggjöf, sem byggir á iögheimili þegnanna, s.s. tryggingalöggjöf, lög um heimilisfesti og skattalöggjöf. Að þessu hefur verið unnið, en ekki nægjanlega. 2. grein frv. fjallar um skatt- skyldu lögaðila eða ópersónu- legra aðila, eins og sagt er f greinargerð að lögaðili eigi að þýða. Hér er átt við skattskyldu félaga, samlaga og stofnana. Eg get ekki fallizt á orðið „lög- aðila“ fyrir heitið „lögpersónu" í lögfræðinni. Ég sé ekki, að iögaðild sé neitt einkennandi fyrir félög. Þetta nýyrði er ekki til bóta. Getur verið að eignar- fallið af „lögpersónu" hafi virk- að illa á höfunda frumvarps- ins? Efnislega er 2. greinin nær óbreytt frá núgildandi lögum. Þó er gerð tilraun til að koma meiri festu f skattskyldu sam- eignarfélaga sem sjálfstæðra skattaðila. Gerir greinin ráð fyrir, að bætt verði úr hinni slælegu framkvæmd, sem verið hefur á öllu skattalegu aðhaldi að sameingarfélögum. Her má enn ftreka að engin lög gilda um þetta vinsæla félagsform. Slíkt er óþolandi öllu lengur. Væri ekki ráð að setja heildar- lög um hlutafélög og sam- eingarfélög hið bráðasta? T.d. þegar hlutafélög og „nýja hlutafélagafrumvarpið" verður 20 ára? Ég hefði talið æskilegt að inn í 2. greinina hefði komið sér- stakur töluliður um erlend félög, sem eru skráð herlendis, og reka hér útibú. Ástæðan til þessa er sú, að taka þyrfti af öll tvímæli um það, að slfk útibú bæru ótakmarkaða skattskyldu af tekjum sínum og eignum hérlendis. Á sama hátt og ein- staklingum er bannað að yfir- færa eignir sínar héðan til út- landa, nema f smáskömmtum, ætti að banna útibúum er- lendra félaga að yfirfæra með einu pennastriki, milljónatugi, og skjóta eignum þar með und- an íslenzkum eignaskatti. Um þetta veit ég dæmi. í 3. grein frv. er fjallað um þá aðila, sem bera takmarkaða skattskyldu. Er hér um gagn- merka endurbót að ræða frá gildandi lögum, eins og áður er fram komið. Hér hefði þó að mfnu mati mátt bæta við tölulið um þá, sem reka blandaða starf- semi, þ.e. eru annaðhvort skatt- frjálsir skv. lögum eða undan- þegnir skattskyldu, en reka jafnframt skattskylda starf- semi. Ég nefni af handahófi bændasamtökin v/Hótel Sögu og N.L.F.t. Þá má nefna mörg félög, sem eru undanþegin skattskyldu, þar eð þau verja hagnaði sínum til almennings- heilla, en reka samt dæmigerða skattskylda starfsemi. Þetta mætti „skoða betur“. í 4. grein frv. eru taldir upp aðilar undanþegnir skatt- skyldu. Þar eru sömu aðilar og njóta þessara fríðinda sam- kvæmt núgildandi lögum. Þó er sendimanna erlendra rfkja ekki getið f greininni og er það undarlegt að nefna þá einungis sem hugsanlega skattþegna f 3. grein frv. Þó er enn undarlegra að sleppa alveg að minnast á fslenzku utanrfkisþjónustu- mennina f frumvarpinu. Þetta mætti laga með einum töiulið i viðbót. í 5. grein 1. kafla kemur loks fyrsta „bomban", sem gert hef- ur frumvarpið svo vinsælt um- ræðuefni að undanförnu. Hún hljóðar einfaldlega svona: „Hjónum skal reikna tekju- skatt og eingarskatt hvoru í sfnu lagi“, Þessi eina lfna í 1. kaflanum er meiri bylting en allt sem á undan var komið. Hún ieiðir af sér niðurfellingu 50% frádráttarreglunnar, til- komu helmingunar á tekju- skattstofni milli hjónanna, án tillits til hvort þeirra aflar tekna, tilkomu sérstaks heimilisafsláttar vegna útivinn- andi eiginkonu og barnabóta- auka vegna sama. Sem sagt fæðir þessi lína af sér allar verstu ambögunar í frumvarp- inu. Ástæðan er einfaldlega sú, að sérsköttun hjóna eins og hún kemur fram í frumvarpinu, þ.e. með þvf að skipta tekjum jafnt á milli þeirra, er illfram- kvæmanleg, jafnvel ófram- kvæmanleg með þessum hætti. Það verður ekki litið framhjá því, skattlagning fmyndaðra tekna eiginkonu er vandasöm. Þessar fmynduðu tekjur fara nefnilega algerlega eftir því hvaða tekjur eiginmaðurinn hefur. Hér á ég að sjálfsögðu við „heimavinnandi húsmóð- ur“, kauplausa. Þeim mun hærri tekjur, sem eiginmaður- inn hefur, þeim mun meira græðir hann. M.ö.o., ekki er sama hvort tekjurnar lenda f 20% eða 40% tekjuskatti. Á hinn bóginn er svo hin „úti- vinnandi húsmóðir“. Hugsið ykkur þvernig verður að fram- kvæma alla þvæluna um vinnu- mánuði hjónanna vegna heimilisafsláttar og barnabóta- auka. Að ekki sé talað um að reyna að reikna út skattinn sinn sjálfur. Ég þarf ekki að fara nánar út f þetta. Undanfarið hafa birzt kröftug mótmæli frá kvenfélög- um gégn þessum ákvæðum Framhald á bls. 32 Skattalaga- frumvarpið Meistarasöngvararnir frá Niirnberg 1 Nýia bíói í dag f DAG, laugardag, verður sýndur sfðari hluti litkvikmyndarinnar Meistarasöngvararnir frá Niirn- berg, sem gerð er f Hamborgar- óperunni eftir samnefndu verki eftir Richard Wagner. Með alalhlutverkin fara Giorgio Tozzi, Richard Cassily og Aerlena Saunders, en hljómsveitarstjóri er Leopold Ludwig. Wagner-óperurnar eru svo viða- miklar í sviðssetningu, að með ólíkindum má teljast, að þær verði sýndar á sviði hér á landi f náinni framtíð. Kvikmyndasýningin er á vegum Germaníu og Tónlistarnefndar Háskóla íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en sýn- ingin hefst kl. 14. Skólastjórar og yfir- kennarar stofna félag Á laugardag, 5. marz, verður haldinn stofnfundur heildarsam- taka skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi. ! fréttatilkynn- ingu frá undirbúningsnefnd fundarins segir, að skólastjórar og yfirkennarar séu nú félagar f þremur stéttarfélögum, Sam- bandi fslenzkra barnakennara, Landssambandi framhaidsskóla- kennara og Félagi háskóiamennt- aðra kennara en auk þess hafa skjólastjórar á barnaskólastigi haft með sér sérfélag, skóla- stjórar á gagnfræðastigi annað og yfirkennarar eigið félag. Fram kemur hjá undirbúnings- nefndinni að margir hafi talið þetta skipulag óeðlilegt og oft hafi verið rætt um að skólastjórn- endur sameinuðust í eitt félag en skipting skólanna milli barna- fræðslustigs og gagnfræðastigs hefur staðið í vegi fyrir að svo gæti verið . Við tilkomu grunn- skóla megi hins vegar brúa þetta bil og þvf hafi verið ákveðið að stofna fyrrnefnd samtök. Til- gangur féiagsins verður að vinna að kjaramálum skólastjóra og yfirkennara og stuðla að umbót- um í fræðslumálum þjóðarinnar. Ætlunin er að hið fyrirhugaða félag starfi innan kennarasamtak- anna og segir í fréttatilkynning- unni að vonandi verði stofnun félagsins undanfari stofnunar heildarsamtaka kennara á grunn- skólastigi. Tillaga til þingsályktunar: Brey tt lög um veit- ingu prestakalla Fimm þingmenn úr fjórum þing- flokkum (Gunnlaugur Finnsson F, Friðjón Þórðarson S, Gylfi Þ. Gfslason A, Ingvar Gfsiason F og Magnús T. Olafsson SFV) lögðu f gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að Alþingi kjósi 7 manna þingnefnd, er hafi það verkefni ,að endur- skoða 60 ára gömul lög um veit- ingu prestakalla (lög nr. 32/1915). Kirkjumálaráðherra skipi formann úr hópi nefndar- manna. f greinargerð er vitnað til fyrri tillögu flutnings og frumvarps- flutnings um sama efni, vilja kirkjuþings til breyttra starfs- hátta f þessu efni og nefndarskip- unar kirkjuþings til að vinna að framgangi þeirra. Þingnefndin kanni m.a. virkni gildandi laga nr. 32/1915 í nútfma þjóðfélagi, sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum og viðhorf leikra manna og lærðra innan fslenzku þjóðkirkjunnar. Verk- efni nefndarinnar verði lokið fyrir 1. nóvember 1977. Grímsey: Tvö leikrit og dans í „ábæti” MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við fréttamann sinn, Al- freð, í Grímsey. Sagði Alfreð að veðurfarið hefði verið mjög gott f vetur. Bátar hafa verið á sjó allt upp í 20 daga f einu vegna þess hve veðrið hefur verið gott. Sagði hann að aflinn hefði verið ágætur miðað við árstfma. Vegna þess að það er ekkert frystihús f Grímsey verða þeir að salta fiskinn. Hann sagði að það væri nóg atvinna þaT. I Grimsey er starfandi kvenfélag og hélt það upp á 20. afmælisdag- inn sinn þann 24. febrúar s.l. Hélt kvenfélagið kaffisamsæti og var öllum boðið. Þar voru sýnd tvö leikrit og var dansað á eftir. Þorrablót var hald- ið nokkrum dögum á undan og tókst það með glæsibrag, að sögn Alfreðs enda takast Grímseyingar ekki á við viðfangsefni mannlífs- ins af neinni smámunasemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.