Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977
FH með víðavangshlaup
Frjásíþróttadeild FH mun á næst-
unni gangast fyrir vfðavangs-
hlaupum með nýstárlegu sniði.
Verður fyrsta hlaupið um helgina
og er fyrirkomulag hlaupanna
þannig að allir þátttakendur fá
verðlaunaskjal. Þeir sem hlaupa
einu sinni fá skjal með einni
stjörnu, en þeir sem taka þátt f
öllum hlaupunum frá skjal með
fimm stjörnum, eða eina stjörnu
fyrir hvert hlaup.
Fyrsta hlaupið verður á laugar-
dag og Jiefst við Lækjaskóla og
hefst kl. 16.00, en síðar er ætlunin
að hlaupið verði fimm næstu
laugardaga.
Laugardaginn 12. marz kl.
15.00, er hins vegar ætlunin að
hafa „opið hlaup“ og standa vonir
til að flestir beztu hlauparar
landsins taki þátt f því. Verður
hlaupið 6—7 km.
Stjarnan sigraði Leikni
með 1 marki í jöfnum leik
STJARNAN sigraði Leikni
20—19 í afar slökum og leiðinleg-
um leik í 2. deild karla í hand-
knattleik á þriðjudagskvöldið eft-
ir að staðan f leikhléi var 12—9
Stjörnunni f vil. I lið Sjtörnunnar
vantaði 2 af fastamönnum þess,
þá Eyjólf Bragason og Magnús
Teitsson, auk þess sem Gunnar
Björnsson kom aldrei inn á og var
það greinilegt að fjarvera þeirra
veikti liðið mikið. Gangur leiksins
var svo þannig að Stjarnan hefði
frumkvæðið mestan hluta leiks-
ins, og f leikhléi var staðan orðin
12—9 henni f vil. Stjarnan hélt
forystunni svo fram undir lok
seinni hálfleiksins en þá komst
Ásmundur Kristinsson, Leikni,
yfir, 18—17, með 2 góðum mörk-
um, en Stjarnan gerði svo 3 mörk
í röð áður en Leikni tækist að
skora og urðu úrslit þvi 20—19
Stjörnunni f vil.
Mörkin fyrir Stjörnuna gerðu:
Björn Bragason 7, Viðar Halldórs-
son 3, Magnús Andrésson, Logi
Ólafsson, Magnús Árnason og
Árni Árnason 2 hver, Guðmundur
Ingvason og Baldur Svavarsson 1
hvor.
Mörkin fyrir Leikni skoruðu:
Finnbjörn Finnbjörnsson 8,
Ásmundur Kristinsson 4, Hafliði
Kristinsson 3, Ásgeir Elíasson,
Guðmundur Vigfússon, Guð-
mundur Elíasson og Árni Einars-
son 1 hver
Maður leiksins: Finnbjörn
Finnbjörnsson.
HG
Flestir beztu júdómenn landsins verða meðal keppenda á Islandsmótinu f ár. Júdómenn munu hafa æft
að kostgæfni að undanförnu, þannig að óhætt er að slá þvf föstu að keppni islandsmótsins verður hin
skemmtilegasta.
Júdómeistaramótið á morgun
Íslandsmeistaramótið f Júdó
hefst nú um helgina og verður
keppt f iþróttahúsi Kennara-
háskóla islands. Meistaramótið
verður nú með öðru sniði en oft-
ast áður, þar sem keppt verður
þrjár helgar 1 röð. Er slfkt talið
óhjákvæmilegt, þar sem nú er 1
fyrsta sinn keppt f sjö þyngdar-
flokkum — voru fimm áður og
eins er keppendafjöldinn orðinn
Ungu mennimir fá tækifærið
í leiknum við Tékka í dag
Frá Sigtryggi Sigtryggs-
syni, fréttamanni Mbi. f
Linz
ANDRUMSLOFTIÐ í her-
búðum fslenzka handknatt-
leiksliðsins f Linz f gær var
meira en Iftið fráhrugðið þvf
sem var fyrst eftir að liðið kom
til Austurrfkis. Öll spennan var
horffn, og menn greinilega hin-
ir ánægðustu með það að tak-
markinu var náð. Leikurinn við
Tékka f dag skiptir ekki miklu
máli, en þó er greinilegt að
jafnt leikmenn sem liðsstjórar
fslenzka liðsins leggja mikið
upp úr þvf að vel gangi f þeim
leik. Væri það óneitanlega kór-
óna á góð afrek fslenzka liðsins
f þessari keppni ef þvf tækist
að hreppa þriðja sætið, ekki
sfzt vegna þess að það var f riðli
með Austur-Þjóðverjum, sem
eiga örugglega lang-bezta liðið
f þessari keppni, og að flestra
mati er þar um að ræða eitt af
þremur beztu liðum f heimi um
þessar mundir.
Ólafur H. Jónsson og Axel
Axelsson héldu til Þýzkalands f
gær, þar sem þeir munu leika
með liði sfnu, Dankersen, f
þýzku 1. deildar keppninni f
handknattleik f dag. Hefur
Janusz Cerwinski, þjálfari fs-
lenzka liðsins, ákveðið að þeir
fjórir leikmenn sem Iftið sem
ekkert hafa verið með f leikj-
unum til þessa fái allir tæki-
færi til þess að spreyta sig f
leiknum við Tékka f dag. Eru
þetta þeir Kristján Sigmunds-
son markvörður, Bjarni Guð-
mundsson, Þorbergur Aðal-
steinsson og Viggó Sigurðsson.
Ekki var endanlega ákveðið f
gær, hvernig fslenzka liðið
verður skipað f leiknum f dag.
Þó gefur auga leið að annað
hvort Gunnar Efnarsson eða Ól-
afur Benediktsson leika ekki
með f dag, og myndi það ekki
koma á óvart þótt Janusz gæfi
Ólafi hvfld, en hann hefurstað-
ið f fslenzka markinu nær allan
tfmann, alla leikina, og varið
það af mikilli snilld.
Sem fyrr greinir leika Íslend-
ingar og Tékkar um þriðja sæt-
ið f keppninni og fer leikurinn
fram f Linz. Þar leika einnig
Hollendingar og Frakkar um
sjöunda sætið. t Vfn leikahins
vegar Austur-Þjóðverjar og Svf-
ar um fyrsta sætið og Spánverj-
ar og Búlgarar um fimmta sæt-
ið.
A-löndin
Dregið verður um riðlaskipan
f A-heimsmeistarakeppninni í
Danmörku 17. marz n.k. og er
ekki ólíklegt að-fulltrúi frá HSÍ
verði þar viðstaddur. Rétt er að
rifja hér upp hvaða lönd hafa
unnið sér rétt til þess að taka
þátt f A-keppninni og barátt-
unni um heimsmeistaratitilinn.
Þau eru eftirtalin:
1. Þau sex lönd er urðu efst á
Ólympiuleikunum í Montreal:
Sovétríkin, Rúmenía, Pólland,
V-Þýzkaland, Júgóslavfa og
Ungverjaland.
2. Danmörk, sem gestgjafi í
keppninni.
3. Þau sex lönd sem efst urðu
f B-keppninni f Austurríki: A-
Þýzkaland, Sviþjóð, ísland,
Tékkóslóvakía, Spánn og Búlg-
aría.
4. Eitt lið frá Asíu, eitt lið frá
Ameríku og eitt lið frá Afríku.
Þegar dregið verður um riðla-
skipan verður þátttökulöndun-
um skipt eftir styrkleika, en
leikið verður í fjórum fjögurra
liða riðlum. Vegna frammi-
stöðu Islendinga f keppninni í
Austurrfki, standa vonir til
þess að íslendingar fái ekki
nema tvö sterk lið f sinum riðli.
Vilja semja við Agúst
ÞJÁLFARI liðs þess f Kremz í
Austurrfki, er íslendingar léku
æfingaleik við fyrir heims-
meistarakeppnina, hefur kom-
ið að máli við Ágúst Svavarsson
og spurzt fyrir um það hvort
Ágúst hefði áhuga á að koma
utan og leika með liði sfnu. t
viðtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Ágúst hafa sýnt áhuga á
að ræða mál þetta frekar, og
kanna hvað f boði væri.
Hefði
verið afráðið að þjálfarinn
hefði nánara samband við sig á
næstunni.
Knattspyrnudómaranámskeið
hefst mánudaginn 7.3 '77 kl. 20.30 í Félags-
heimi Vals. K.R.R.
K.D.R.
slfkur, að ekki er unnt að koma
mðtinu fyrir á einum degi.
Segja má að aðalhluti mótsins
verði nú um helgina, en þá verður
keppt í karlaflokkunum.
Hinn mikli keppendafjöldi i
mótinu hefur orðið til þess að
þátttaka er nú f fyrsta sinn háð
lágmarksgráðun. Aðeins þeir sem
náð hafa 4 kyu eða hærri gráðu
hafa rétt til að taka þátt f 6
þyngstu flokkunum, en í þeim
léttasta nægir gráðan 5 kyu.
Flestir beztu júdómenn lands-
ins verða meðal keppenda á mót-
inu á morgun, en það hefst kl.
14.00. Má að venju búast við hörð-
um átökum og skemmtilegri
keppni, en sem kunnugt er hafa
íslenzkir júdómenn vakið á sér
athygli á undanförnum árum.
Þannig varð t.d. Gísli Þorsteins-
son Norðurlandameistari f sfnum
þyngdarflokki á sfðasta Norður-
landamóti, og fleiri íslendingar
voru f fremstu röð á því móti.
Annar hluti mótsins verður svo
13. marz n.k., einnig í Iþróttahúsi
Kennaraháskólans. Verður þá
keppt í kvennaflokkum og f
þyngdarflokkum unglinga 15—17
ára og 20. marz fer svo þriðji hluti
mótsins fram og verður þá keppt i
opnum flokki karla og kvenna.
Ekki verður keppt við
Saudi-Araba í ár
LJOST er nú, að ekkert verður úr
landskeppni 1 frjálsfþróttum á
milli tslendinga og Saudi-Arab: 1
sumar, að þvf er Örn Eiðsson,
formaður Frjálsfþróttasambands-
ins, tjáði Mbl. (gær.
Eins og menn rekur minni til,
var fulltrúi frá Saudi-Arabiu gest-
ur á Evrópuþingi frjálsiþrótta-
manna sem háð var í Reykjavík sl.
haust. Þreifaði fulltrúinn þá fyrir
sér með samskipti við íslendinga f
frjálsíþróttum. Bauð FRI þá til
landskeppni hér f Reykjavik í
ágúst. Svarskeyti barst frá Saudi-
Aarabfu í gær þar sem keppninni
var hafnað á þeim forsendum, að
á þeim tíma sem FRÍ byði til
keppninnar hefðu S-Arabar mikið
að gera heimafyrir með alls konar
mót. Sæu þeir sér því ekki fært að
koma til Reykjavíkur, en buðust
þó til að halda opnum möguleik-
um fyrir hugsanleg samskipti
landanna árið 1978. Að sögn Arn-
ar er keppnisskrá fslenzkra frjás-
fþróttamanna svo ströng, að
óhugsandi er að endurnýja boð
um keppnina á öðrum tfma en
upphaflega var boðið, þ.e. im 20.
ágúst.
Fræðsluráðstefna,
tækninefndar KSÍ
TÆKNINEFND K.S.I. gengst fyr-
ir fræðsluráðstefnu fyrir stjórn-
endur knattspyrnudeilda, sem
hefst laugardaginn 12. marz n.k.
kl. 10.00 f.h. stundvfslega f Álfta-
mýrarskólanum, Reykjavík.
Stjórnandi verður Reynir G.
Karlsson, æskulýðsfulltrúi.
Meðal efnis, sem tekið verður
fyrir, er:
1. Skipulag knattspyrnudeilda,
störf og verkaskipting.
2. Starfsáætlanir stjórnar.
3. Samstarf við þjálfara —
skipulagt kennslustarf.
4. Veigamikil atriði úr lögum
og reglugerðum KSl.
5. Réttindi og skyldur félaga,
sem þátt taka í UEFA-keppnum.
Stjórn KSI og Tækninefnd
mæta á ráðstefnunni.
Gert er ráð fyrir umræðum um
hvern þátt. Áætlað er að ráðstefn-
unni Ijúki kl. 18.00 sama dag.
Þátttökutilkynningar berist skrif-
stofu KSl fyrir þriðjudag 8. marz.
TVEIR
KVENNALEIKIR
AÐEINS tveir leikir I 1. deildar
keppni kvenna I handknattleik fara
fram um helgina. Þór og Vlkingur
leika á Akureyri kl. 16.00 I dag og
kl. 15.00 á morgun leika I Hafnar-
firSi FH og Fram. Enginn leikur verU-
ur I 2. deild um helgina.
ÞRIR LEIKIR I KORFU
JUM HELGINA fara fram þrirleikir i 1.
deildar keppni íslandsmótsins i
körfuknattleik. I dag kl. 15.00 leika
fS og KR i fþróttahúsi Kennarahá-
skólans og strax a8 þeim leik loknum
leika V: lur og Fram. eða kl. 16.30.
Á morgun, sunnudag kl. 17.00
leika t f þróttahúsinu ÁsgarSi i GarSa-
bæ Breiðablik og ÍR Ef a8 likum
lætur geta leikir þessir or8i8 mjög
tvisýnir og skemmtilegir, — þó er
óhætt a8 slá þvi föstu a8 ÍR-ingar
eru mjög sigurstranglegir, þótt ekki
sé meira sagt. i leik sinum vi8 botn-
Ii8i8 UBK á morgun, og KR er likleg-
ur sigurvegari i leiknum vi8 stú-
denta. Hins vegar má búast vi8 tvi-
sýnum úrslitum i leik Vals og Fram,
en þessi Ii8 komu mjög á óvart um
siSustu helgi. og má þa8 segja a8
þau hafi sett keppnina í 1. deild úr
þeim skordum, sem flestir áttu von á
a8 hún yr8i i.