Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 119. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Símamynd AP. Börnin ganga frá Bovensmilde-skólanum, með teppi yfir höfðinu, að fólksflutn ingabíl, eftir að mólúkksku skæruliðarnir höfðu sleppt þeim. Uppreisnin var bæld nidur með kúbanskri hjálp London, 27. maí. Reuter. STJÓRN Angóla sagði í dag að hún hefði töglin og hagldirnar í landinu eftir skammiífa uppreisn marxista, sem leystir hafa verið frá ábyrgðarstörfum. í ræðu til þjóðarinnar sagði Aghostino Neto forseti, að menn hefðu látist og særst og talaði hann um atburðina sem „vofeiflega“. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug, sem hefur fréttamann i Luanda sagöi að deildir úr hern- um hefðu tekið þátt i uppreisn- inni og að harðir bardagar hefðu orðið í höfuðborginni. Luandaút- varpið féll i hendur upp'reisnar- manna og var útvarpað hvatning- um um handtöku „spilltra ráð- herra“. Einnig var þess krafist að Nito Alves, fyrrum innanrikisráð- herra og Jose van-Dunem, sem visað var úr miðstjórn frelsis- Virðast ætla að sleppa gíslunum úr lestinni Haag, 27. mai Reuter, AP. SUÐUR mólúkksku skæruliðarnir, sem tóku hollenska farþegalest á mánudag, ætla líklega að sleppa 56 gíslum, sem þeir halda um borð í lestinni. Yfirmaður í hollenska hernum sagði að verið væri að undirbúa dráttarvagn til að flytja járnbrauta- vagnana fjóra nokkur hundruð metra, sem talið er vera liður í undirbún- ingi að því að gíslunum verði sleppt. Fyrr i dag slepptu hermdar- verkamennirnir 105 börnum, sem flest voru orðin veik, úr skólanum i smábænum Bovensmilde nálægt þeim stað sem lestin stendur á. Höfðu þeir haldið börnunum ásamt fimm kennurum þeirra sið- an á mánudag. Einum kennara var sleppt en fjórum er enn hald- ið í gislingu. Talsmaður hersins sagði að færa ætti járnbrautarvagnana yfir á annað spor, sem liggur framhjá golfvelli, en þar standa fólksflutningabilar tilbúnir til að Sovézk flugvél fórst Havanna. 27. maí. Reuter. Flugvél frá sovézka flugfélag- inu Aeroflot fórst við flugvöll- inn í Havanna, höfuðborg Kúbu I dag. Samkvæmt frétt- um fórust 66 af 68 mönnum, sem með vélinni voru. Sovézka fréttastofan Tass hefur skýrt frá slysinu og sagt að mann- tjón hafi orðið án þess að nefna tölur. Flugvélin brot- lenti 300 metrum frá flug- brautinni. Logaði úr einun) hreyflinum og var flugvélin að reyna nauðlendingu. Flugvél- in var af gerðinni Iljushin-62 og kom frá Moskvu. flytja gislana burt. Talsmaðurinn vildi ekki segja hvað Mólukkun- um um borð hefði verið boðið fyrir að sleppa gíslunum. Ekki hefur heldur fengist upplýst hvort kennurunum fjórum verði sleppt um leið. Talsmaður dómsmálaráðu- neytisins i Haag sagði verið væri að samræma áætlanir um björgun gislanna, en að hann hefði enga vitneskju um að verið væri að færa lestina til að hægt yrði að sleppa gislunum. Sagði hann að stöðugt færu fram samningavið- ræður við skæruliðana í lestinni og í skólanum. Flest barnanna voru flutt á sjúkrahús eftir að þeim var sleppt, og 26 þeirra voru lögð inn til rannsóknar. Talsmaður stjórn- arinnar segir að ekkert þeirra hafi verið alvarlegt veikt. F’réttirnar um að börnunum hefði verið sleppt vakti mikinn fögnuð og létti um allt Holland. Ríkisstjórnin, með Joop den Uyl í broddi fylkingar, lagði áherslu á að hún m.vndi gera allt sem hún gæti til að fá lausa þá gísla sem enn eru I haldi. Hefur stjórnin sagt að hún muni ekki undir nein- um kringumstæðum leyfa það að nokkur gislanna verði fluttur úr landi. Mólúkkarnir hafa krafist þess að fá lausa úr fangelsum i Hollandi 21 landa sinn, sem þar situr fyrir hermdarverkastarf- semi. Auk þess vilja þeir fá júmbóþotu til afnota. Það var um klukkan 1 í fyrri- nótt, að ljóst var að mörg barn- anna i skólanum höfðu fengið magasýkingu, og féllust mólúkk- arnir fimm, sem i skólanum vorú þá á að sleppa þeim. hreyfingar Angóla yrðu látnir lausir. Hersveitir tryggar forsetanum náðu þó stöðinni fljótt aftur á sitt vald. Skömmu seinna sagði Angop, fréttastofa Angóla, i skeyti til Reuters að stjórnarher- inn hefði náð fullum yfirráðum I landinu. Vestrænir sjónarvottar i Lúanda segja að kúbanskir her- menn hafi komið hersveitum Netos til hjálpar við að ná út- varpsstöðinni. Segja hlustendur að kúbanskar raddir hafi heyrst um það bil sem stöðini var náð úr höndum uppreisnarmanna. Tanjug segir að kúbanskir her- menn hafi ekki viljað láta neitt hafa eftir sér um atburðina en sögðu að ekki maúti trufla her- menn ef þeir krefðust þess að fá að gera leit i bilum. Tanjug skýrði það ekki nánar hvort hér væri átt við kúbanska hermenn. Fréttastofan skýrði frá miklum skotbardögum við forsetahöllina aðalstöðvar hersins og ríkisfang- elsið. Einnig heyrðust spreng- ingar i morgun. Eftir að stjórnin náði aftur stöðinni, var útvarpað tilkynningu frá Neto, þar sem „æsingamönnum á framfæri al- þjóðlegra heimsvaldasinna og innlends afturhalds“ var kennt Framhald á bls. 26 Trudeau skilur Ottawa, 27. maí. Reuter. I’IERRE Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, skýrði frá þvf í dag að hann og Margaret, 28 ára göm- ul eiginkona hans, séu að skilja. Hann mun hafa forræði fyrir þrem börnum þeirra. Dayan verður ekki utanríkisráðherra Tel Aviv, 27. mal. Reuter. VONIR Moshe Dayans, fyrrum varnarmálaráðherra, um að verða utanrlkisráðherra f nýrri hægri stjórn, urðu að engu f dag og hann hefur verið harkalega gagn- rýndur fyrir að söðla um í pólitfk- inni. Dayan varð fyrir miklum árásum flokksmanna Likud — flokkabandalagsins, en leiðtogi þess, Menachem Begin, virðist hafa úthlutað Dayan utanrfkis- ráðuneytinu án samráðs við alla arma flokks sfns. Simch Erlic, leiðtogi frjáls- lyndra innan Likud, og formaður i flokksstjórnar, hvatti í dag Dayan til að draga sig til baka. Búist er við að stjórnin ræði málið á sunnudag. ísraelsk blöð hafa gagnrýnt Dayan harðlega, en vin- sældir hans urðu að engu í stríð- inu 1973, þegar ísraelska þjóðin gerði hann ábyrgan fyrir litlum framgangi á vígvellinum, en hann var. varnarmálaráðherra um það leyti. Verkamannaflokkurinn seg- ir að Dayan hafi verið rekinn úr honum. Hvatti ritari flokksins hann til að segja lausu þingsæti sinu sem hann vann I síðustu viku í nafni Verkamannaflokksins. Samþykkt drög að nýrri stiómarskrá Moskvu 27. maí. — Reuter. HÁTTSETTUSTU menn æðsta ráðsins samþykktu f dag drög að nýrri stjórnarskrá Sovétrfkjanna, sem búist er við að feli f sér breytingar á forystunni f Kreml, en svo virðist sem þeir hafi lagst gegn þvf að Nikolai Podgorny verði f bráðina settur af sem forseti. Leonid Brezhnev, aðalritari kommúnistaflokksins, og Mikhail Suslov aðal hugmynda- fræðingur hans, ávörpuðu fund forsætisnefnd æðsta ráðsins, þings Sovétrfkjanna, og lögðu fyrir hana drögin og nýjan þjóðsöng. En opinber tilkynn- ing um fundinn, sem gefin var út í gegnum Tass-fréttastofuna, sagði ekkert um það hvort Podgorny, sem öllum á óvart vár settur úr stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins án skýr- ingar á þriðjudag, var viðstadd- ur. Orðrómur um forsætis- nefndarfundinn barst um Moskvu á föstudag. Búist var við að nú væri þess skammt að bfða að Podgorny yrði settur úr forsetaembættinu, sem hann hefur haft siðan 1965. Að nafn- inu til er hann forseti forsætis- nefndarinnar og hefði átt að stjórn fundinum f dag. En diplómatar, sem skoðuðu op- inberar tilkynningar um fundinn sögðu að það væri næstum vfst að Podgorny hafði ekki verið viðstaddur. Búast þeir við þvf að hann muni missa forsetaembættið þegar æðsta ráðið kemur saman 16. júní og margir erlendir fréttamenn telja að Brezhnev muni taka við þvi. Þessar vangaveltur ganga nú undir nafninu „Brezhnev kenningin" um ástæðurnar fyrir umbylt- ingunum f Kreml. Kenningin styrktist við ákvörðun forsætis- nefndarinnar að kalla til auka- fundar æðsta ráðsins i október. Sá fundur mun ræða stjórnarskrána, en drögin að henni verða birt 4. júnf, f ljósi opinberra umræðna um hana Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.