Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Línuaflinn 47% vertídaraflans á Vestf jörðum Flugræningi fær að vera Stokkhólmi, 27. maí. NTB. SOVÉZKI verkfræðingurinn, sem á fimmtudag rændi sovézkri far- þegafiugvél og nevddi hana til að fljúga til Stokkhðlms, fær að lfk- indum pðlitfkst hæli f Svfþjðð, samkvæmt heimildum, sem standa stjðrninni nærri. Sovézk yfirvöld hafa krafist þess að fá manninn, sem er 37 ára, fram- seldan, en dómsmálaráðuneytið mun Ifklega ekki sinna þeirri kröfu af ðtta við pólitfskar afleið- ingar þess. Flugvélin, sem var af gerðinni Antonov-24, tilheyrandi Aeroflot, fór eftir hádegi á föstudag til Sovétríkjanna með 5 manna áhöfn og 17 farþega. Hún var í innanlandsflugi frá Riga til Dvinsk, þegar ræninginn gekk til atlögu á fimmtudag. Hann var óvopnaður en taldi áhöfninni trú um að upprúllaður dagblaða- pappír, sem hann hafði undir frakkanum, væri sprengja. Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði rænt flugvélinni til að komast frá Sovétríkjunum. Sagð- ist hann hafa fengið dóm fyrir að hafa áður reynt að komast úr landi. Sovézk yfirvöld segja að líta verði á manninn sem hermdar- verkamann og að hann verði að framselja, svo að hægt sé að dæma hann samkvæmt sovézkum lögum. Samkvæmt sænskum lögum verður krafa um framsal að vera studd skjali sem sýnir að hlutað- eigandi hafi hlotið ákæru eða að hann eigi eftir að sitja af sér dóm. Samkvæmt heimildunum fer maðurinn fyrir sænskan dómstól, ákærður um flugrán, ef hann fær pólitískt hæli. En þar sem engin vopn fundust á honum eða í flug- vélinni auk þess sem engan mann sakaði, má búast við því að hann fái vægan dóm. Valur vann VALUR vann KR 2:1 f 1. deild Islandsmðtsins f gærkvöldi. Leik- ið var á Laugardalsvelli. VERTÍÐARAFLINN á vetrar- vertfðinni á Vestfjörðum varð 31.822 lestir, sem er 4.680 lestum meira en f fyrra. Ilefur nokkur aflaaukning orðið í öllum ver- stöðvum, nema Tálknafirði og Suðureyri, en þar er vertfðarafl- inn nokkru minni en f fyrra, að þvf er segir f yfirliti um sjðsðkn og aflabrögð frá skrifstofu Fiski- félags íslands á Ísafirði. Aflahæstur af togurum Vest- firðinga var Guðbjörg frá ísafirði með 2.226,5 lestir í 16 löndunum. Guðbjörg var einnig aflahæst á vetrarvertíðinni í fyrra með 1.798,3 lestir, einnig í 16 lönd- unum. Af netabátum var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur með 920 lestir i 80 róðrum, en i fyrra var Garðar frá Patreksfirði afla- hæstur með 920 lestir og einnig i 80 róðrum. Vestri réri með llnu fyrri hluta vertíðarinnar, en skipti síðan yfir á net. Jón Þórðar- son var aflahæstur þeirra báta, sem réru með linu alla vertiðina, með 813,5 lestir í 101 róðri, en í fyrra var Kristján Guðmundsson frá Suðureyri aflahæstur linu- báta með 797,2 lestir i 93 róðrum. í vertiðaryfirlitinu segir að tiðarfar hafi verið óhagstætt til sjósóknar í janúar, sérstaklega á nyrðri miðunum út af Vestfjörð- um, en eftir það voru gæftir frem- ur góðar. Afli linubáta var nokk- uð jafn alla vertíðina. Steinbits- aflinn var þó yfirleitt heldur rýr- ari en í fyrra, en í lok vertiðar- innar fengu línubátarnir ágætan þorskafla. Afli flestra netabáta var fremur lélegur, en afli togar- anna var svipaður og i fyrra. Á þessari vertið stunduðu 39 (37) bátar bolfiskveiðar frá Vest- fjörðum lengst af vetrar. Réri 21 (16) með linu alla vertiðina, 9 (12) réru með línu og net og 9 (9) með botnvörpu. Heildaraflinn varð nú 31.822 lestir, en var 27.142 lestir í fyrra. Línuaflinn varð nú 14.839 lestir eða 47% vertíðaraflans en var 12.285 lestir eða 45% í fyrra. Afli togaranna varð nú 14.655 lestir eða 46%, en var 10.905 lestir eða 40% í fyrra, og í net öfluðust nú 2.318 lestir eða 7%, en í fyrra var netaaflinn 3.952 lestir eða 15% vertiðar- aflans. r — Oskaplega glaður . . . Framhald af bls. 48 Stykkishólmi til frekari aðhlynn- ingar Margeir Jóhannesson, sem er að- eins 1 7 ára sjómaður og þykir hann hafa sýnt mikið áræði og þrek við þessa björgun. Margeir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hefði verið þarna á bryggjunni á Ford Mustang bíl og fylgst með drengjunum að veiðum. „Ég heyrði skvampið þegar maðurinn féll í sjóinn og ákvað strax að gera lögreglunni viðvart Ég ók eins og druslan dró upp á lögreglu- stöð, en þar var þá enginn. Ég ók því á fullu niður á bryggju aftur og sem betur fer sá lögreglan hrað- aksturinn hjá mér og vildi athuga hvað væri á seyði. Þegar ég henti mér í sjóinn var maðurinn næstum í kafi og aðeins hnakkinn uppúr. Mér tókst að halda honum þar til frekari hjálp barst. Þetta gekk allt saman vel en eftir á varð ég hálflamaður, þegar ég gerði mér fulla grein fyrir því sem gerst hafði En sem betur fer var ég fljótur að jafna mig," sagði Margeir að lokum — Uppreisnin Framhald af bls. 1. um uppreisnina. Forsetinn sagði i ræðu að Alves og van-Duen yrðu að gangast undir mikla endurhæf- ingu áður en þeir kæmust aftur í raðir leiðtoga landsins. Tilkynnt var um að Alves hafði verið vísað úr miðstjórninni á laugardag, en við því hafði lengi verið búist að sögn stuðnings- manna Netos. Litið hefur verið á hann sem helsta stuðningsafl Moskvu í Mpla, en Neto er hins vegar álitinn óháður marxisti. Alves var sviptur embætti innan- rlkisráðherra I fyrra — Enn er velt vöngum . . . Framhald af bls. 48 allt að 60% launahækkun á meðan láglaunafólkið fékk rétt rúmlega 20% Samninganefndarmaðurinn, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að þolinmæði félaga sinna innan aðal- samninganefndar ASÍ væri á þrotum. Ef til vill yrði unnt að halda óbreyttu ástandi fram á helgina, en upp úr því bjóst hann við að fylkingin færi að riðlast. Þá hafði Morgunblaðið spurnir af því að einna mest vandkvæði I sambandi við þessar sérkröfur VMSÍ vörðuðu Verkamannafélagið Dagsbrún og önnur stór félög með mikla breidd. Þá ræddi Morgunblaðið við þá Guð- mund J Guðmundsson, formann Verkamannasambandsins, og Karl Steinar Guðnason, varaformann þess. Þeir sögðu að það væri tvennt ólfkt að reikna út sérkröfur iðnaðarmannafél- aga annars vegar og sérkröfur Verka- mannasambandsins hins vegar. í iðn- aðarmannafélögunum væru allir á sama kaupi, en innan Verkamanna- sambandsins væru mismunandi taxtar, mismunandi starfsgreinar og enn væru taxtar breytilegir eftir landshlutum. Taka yrði tillit t.d. til fólks I sláturhús- um og yrði því reiknuð rífleg hækkun innan ramma sérkröfuprósentunnar, fengi t.d fólk í fiskiðnaði ekki eins mikinn hlut. Iðnaðarmannafélögin gátu t d notað 1% í samningunum 1974 til þess að ná fram 5% aldurshækkun, þar sem það náði til tiltölulega fárra innan viðkomandi félags og í ákveðn- um þjónustugreinum iðnaðarins sögðu þeir einnig að vinnuveitandanum kæmi ekki svo mikið við, hve kaup- gjald væri hátt. þar sem hann gæti aðeins hækkað þá þjónustu, sem hann byði — og neytandinn greiddi Þá sagði Guðmundur J. Guðmunds- son að það hefði einnig í för með sér tafir, að litlar tölfræðilegar upplýsingar lægju fyrir, t.d. væri engin nákvæm skrá til yfir fjölda fólks, sem ynni í frystihúsum og í sumum greinum væri og starfsmanafjöldi mjög árstíðabund- inn Allt þetta ylli erfiðleikum við úr- vinnslu. Þá sögðu þeir félagar Guðmundur og Karl Steinar, að aðferð sáttanefnd- arinnar um ákveðna prósentu í sérkröf- ur væri alls ekki trygging fyrir því að allir fengju jafnt og þótt í raun lægi fyrir samkomulag um, hve há prósenta ætti að fara í sérkröfur, væri samt ærinn vandi óleystur, sem væri að jafna þeim niður á breiðan hóp laun- þega innan Verkamannasambandsins. Þó sögðu þeir félagar að viðræður VMSÍ við vinnuveitendur í gær hefðu farið í að kanna viðhorf og sjónarmið aðilanna við þeim vandamálum, sem við væri að glíma. Þeir sögðu að fund- urinn hefði verið gagnlegur og málin hefðu skýrzt. Áfram yrði unnið af full- um krafti að lausn málanna Þá barst Morgunblaðinu í gær frétta- tilkynning frá Verkamannasambandi íslands vegna þessa máls. Hún er svohljóðandi: „Vegna þeirrar stöðu, sem samningaviðræður eru nú í, lýsir Verkamannasamband íslands furðu sinni á tregðu vinnuveitenda til að semja við verkalýðshreyfinguna um sanngjarnar kjarabætur til handa þeim lægst launuðu. Verkamannasamband- ið hefur í þessari samningsgerð lagt á það megináherzlu, að verkafólk fái hliðstæð réttindi og hlunnindi og flest- allar betur launaðar stéttir hafa. Engin þeirra sérkrafna, sem Verkamannasam- bandið hefur lagt fram, fjallar um sér- réttindi verkafólki til handa, heldur ein- vörðungu jöfnun við þá, sem betur eru settir. Það er því ósanngjarn og illgjarn áróður hjá Vinnuveitendasambandinu, að sérkröfur Verkamannasambandsins séu launajöfnunarstefnu verkalýðssam- takanna til trafala. Hitt er staðreynd, að Vinnuveitendasambandið hefur hvorki svarað kröfu samtakanna um lág- markslaun né fullnægjandi verðlags- bætur með viðhlítandi hætti." — Tónleikar Framhald af bls. 3 Árb.'ik er tvímælalaust frægasta og vinsælasta hljómsveitin sem kemur fram á tónleikunum. Þá hefur nafninu Sonic sést bregða fyrir í auglýsingum félagsheimila sunnanlands. Hinar tvær eru svo til óþekktar utan Hafnarfjarðar, þar sem þær hafa leikið á skóladans- leikjum og skemmtunum hjá Æsku- lýðsheimilinu. Að sögn forráðamanna tónleikanna má búast við hverju sem er af ÁRBLIK, og það líka í mjög ríkum mæli, en hvað það er fæst ekki svar við fyrr en I dag Það er bindindisfélag I Hafnarfirði sem gengur undir nafninu LJÓNIÐ sem heldur þessa tónleika. Miðaverði hefur verið stillt I hóf, en það er aðeins 500 krónur Miðar á tónleikana eru seldir í Bæjarbíó frá klukkan 3 I dag. — Samþykkt drög ... Framhald af bls. 1 næstu mánuöi og mun án efa samþykkja hana fyrir 60 ára afmæli byltingarinnar I nóvember. Samkvæmt kenningunni, sem studd er af nokkrum sovézkum heimildum sem oft hafa aógang að upplýsingum innan frá, get- ur Brezhnev, sem er 70 ára gamall trónað yfir hátlðar- höldunum I hlutverki flokks- leiðtoga og ríkisleiðtoga. Vestrænir sendiráðsmenn segja að málverk af Podgorny forseta, sitjandi við skrifborð sitt, hafi verið tekið af sýningu á málverkum af leiðtogum Sovétríkjanna fyrr og nú, sem haldin er I Managesalnum skammt frá Kreml. Segja þeir að málverkið hafi verið þarna þegar sýningin var opúð fyrr I þessum mánuði en nú sé það ekki að finna þar þó að myndir og styttur af Brezhnev, Kosygin og Suslov séu þar enn. Miðstjórn æskulýössamtaka kommúnistaflokksins, Komsomol, hélt einnig fund I Moskvu i dag til að kjósa einn ritara sinna, hinn 44 ára gamla Boris Pastukhov, nýjan leiðtog I stað Yevgeny Tyazhelnikov. Tyazhelnikov, sem er 49 ára, hefur verið skipaður yfirmaður áróðursdeildar framkvæmda- stjórnar miðstjórnar kommúnistaflokksins. Er stöðu- hækkun hans álitin vera annað merki um styrkari stöðu Brezhnevs. — Minning Sigurður Framhald af bls. 39 meðal annars á Sámsstöðum I Fljótshlíð og I Englandi dvaldist hann nokkurn tíma til að auka þekkingu slna. En heilsa hans leyfði ekki til lengdar þá erfiðu vinnu, sem garðyrkjustarfinu er samfara. Kom hann sér þá upp aðstöðu við blómasölu, fyrst torg- sölu og síðar byggði hann sér blómaskála I Vesturbænum. Munu margir minnast hans þaðan, þvi ekki ófáir viðskiptavin- ir urðu þar góðir kunningjar hans og vinir. Siggi frændi, eins og við syst- kinabörn hans kölluðum hann alltaf, mun seint gleymast þeim sem honum kynntust og er hans nú saknað af ættingjum og vin- um. En öll göngum við þessa leið, fyrr eða siðar, og við samgleðj- umst honum á þessari stundu, því hann var þegar reiðubúinn að mæta sínu skapadægri. Hann var trúaður maður og sótti sinn styrk á erfiðum stundum I trúna á guð og framhaldslif. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu Biering 15. okt. 1936 og var hann mikill hamingjumaður I hjónabandi sínu, þvi hún reyndist honum hinn tryggi og sterki förunautur alla tíð. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Bera þau öll merki þess góða anda ástrikis og umhyggju, sem þau fengu I veganesti úr foreldrahús- um. Þrjú þeirra hafa stofnað sin eigin heimili og eru barnabörnin orðin tiu. Að leiðarlokum óska ég frænda mínum fararheilla og er þess full- viss, að starf hans heldur áfram á þann veg, sem hann hafði búið sig undir i okkar stutta jarðlifi. Konu hans, börnum og afkom- endum þeirra sendi ég samúðar- kveðju mina og fjölskyldu minn- ar. Anna Vilhjálmsdóttir frá Skáholti. — Korkurinn Framhald af bls.46 mann I þessu máli og hann hetði staðið að meiri innflutningi flkniefna en hinir allir til samans og hlotið meiri hagnað. Bæri að hafa hliðsjón af þessu við uppkvaðningu dóms. Þá sagði Bragi að Smith hefði I fyrstu þverneitað öllum sakargiftum en slðan lægju fyrir afdráttarlausar og slendurteknar játningar af hans hálfu og væri ákæran byggð á þeim Væri hann þvl ákærður fyrir stór- felldan innflutning og dreifingu á flkniefnum. Væri um að ræða inn- flutning á eða tilraun til innflutnings á tæplega 20 kg af hassi, 60 LSD töflum og 1 69 grömmum af amfeta- míndufti. Málflutningur verjandans í varnarræðu sinni krafðist verjandinn, Páll A. Pálsson, þess að Smith hlyti vægustu refsingu og að til frádráttar kæmi gæzluvarðahlds- vist hans, 135 dagar, vegna rann- sóknar beggja þeirra mála sem „Korkurinn" hefur átt aðild að, en sem kunnugt er hélt hann áfram flkniefnaafbrotum eftir að fyrra málið var upplýst og strauk m.a. úr fangelsi við rannsókn seinna máls- ins Þá krafðist verjandinn þess. að tekið væri mið af þvi að fikni- efnunum hefði einungis verið dreift til bandarlskra hermanna og hefði Smith þvi ekki.stefnt hagsmunum almennings á íslandi I hættu Þá taldi verjandinn óeðlilegt að Smith væri dæmdur af islenzkum dóm- stólum I þessu máli, réttara væri að bandariskur herdómstóll fjallaði um málið eins og seinna málið Þessu mótmælti sækjandi og taldi íslendinga eiga fullkomna lögsögu I málinu. Einnig mótmælti hann að gæzluvarðhaldsvist vegna seinna málsins kæmi til frádráttar. Málið var siðan lagt i dóm, en dómari er Ásgeir Friðjónsson sakadómari I ávana- og fikniefnum — SS. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yfirgengi Miðað við Innlausnar- Kaupgengi verð Seðla- Pr. Kr. 100,- bankans 1966 2. flokkur 1685.10 12.5% 1967 1. flokkur 1584.17 31.5% 1967 2. flokkur 1573.93 21.5% 1968 1. flokkur 1375.90 12.1% 1968 2. flokkur 1294.27 1 1.5% 1969 1. flokkur 967 02 1 1.6% 1970 1. flokkur 889.89 31.0% 1970 2. flokkur 654.66 1 1.8% 1971 1. flokkur 619.43 30.2% 1972 1. flokkur 539 92 1 1.8% 1972 2. flokkur 465.97 1973 1. flokkur A 362.1 1 1973 2. flokkur 334.71 1974 1. flokkur 232.47 1975 1. flokkur _ 190.05 1975 2. flokkur 145.04 1976 1. flokkur 138.04 1976 2. flokkur 112.10 Sölutilboð óskast 313.29 (1 0% afföll) 133.99 (10% afföll) VEÐSKULDABREF: 2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (30% afföll) HLUTABRÉF: Hvalur HF Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF: 1973-C 1975-G VEÐSKULDABREF: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll) HLUTABRÉF: Hampiðjan HF Kauptilboð óskast. Hafskip HF Kauptilboð óskast. Árvakur HF Kauptilboð óskast. íslenzkur Markaður HF Kauptilboð óskast. PIÁItPEfTinCARPÉIAC jflARDf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580 Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.