Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 13 0 Texti og myndir: Þorleifur Olafsson 8 færeysk skip á kolmunnaveiðum Færeyingar hafa lagt mikla áherzlu á kolmunnaveiðar síðustu ár, og það sama má segja um Dani. Færeysk skip hafa stundað þessar veiðar um tíma á hverju ári frá árinu 1973, en það var fyrst í fyrra, sem umtalsverður árangur náðist. Þá voru 5 færeysk skip á kol- munnaveiðum, þar af voru tvö, Sigmundur Brestisson og Leivur Össurarson leigð til veiðanna af Færeyja landstýri. Á þessu ári eru skipin hinsvegar 12. Fyrsta aflann fengu skipin vest- ur af Suðureyjum, en þar eru hrygningarstöðvar kolmunnans og var það í apríl í lok hrygningartímans. í byrjun apríl var kolmunninn svo kominn á Færeyjamið. Færeysku skipin voru mismunandi lengi að veið- um. Sigmundur Brestisson var lengst og fór 11 túra og fékk sam- tals 5.803 lestir. í skýrslu frá För- eyja landstýri segir að Sigmundur hafi að meðaltali fengið 31.1 lest á togtima, en heildarafli færeysku skipanna varð alls 12.800 lestir. En það voru fleiri en Færeyingar sem stunduðu veiðarnar og má nefna skip frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, A-Þýzkalandi, Bretlandi, Rússlandi, Póllandi og jafnvel Spáni. Frá Noregi voru gerð út 12 skip til veiðanna og fengu þau 23.000 lestir, en heildarkol- munnaaflinn á árinu varð 62.000 lestir, sem er ekki mikið þegar hrygingarstofninn er talinn vera yfir 8 milljónir lesta. Framtíðaveiðar segja Danir Danir hafa gert gríðarmikla út- tekt á möguleikum á kolmunna- veiði enda sjá þeir fram á að fiskmjöisverksmiðjur mun skorta hráefni á næstu árum. Auk þess sem Danir könnuðu sérstaklega veiðimöguleika sem eru mjög jákvæðir að þeirra mati, þá könn- uðu þeir verðurfar á gönguslóð kolmunnans til að sjá hve margir veiðidagar myndu falla úr á ver- tiðinni. Eðlilega leggja Danir mesta áherzlu á veiðar vestur af Suðureyjum og við Færeyjar, en þeir leggja ekki síður áherzlu á þá gífurlega miklu veiðimöguleika, sem eiga að vera undan austur- strönd íslands síðla sumars. Þá gerðu Danir nákvæmar rann- sóknir á efnainnihaldi kolmunna og hvernig mjöl ynnist bezt úr fiskinum. Telja þeir, að tiltölu- lega ódýrt sé að vinna hann eða 1—2 aura á kíló þegar fiskurinn er unninn i mjöl og lýsi. Þá segir dönsku skýrslunni að öruggt megi telja, að á næstu ár- um þurfi fjöldi skipa að stunda kolmunnaveiðar, bæði stór og lítil. Stóru skipin verði hvert um sig með troll, en þau minni verði tvö saman með troll, svokallaðir tvílembingar. 100 tonna halið Á föstudagsmorgun hóf Viðar leit að kolmunnatorfunum á fimmta tímanum en trollið fór ekki í sjóinn fyrr en líða tók á sjöunda tímann. Þessar lóðningar voru mjög tætingslegar og var því ekki byrjað að hífa á ný fyrr en um kl. 8. Þegar pokinn skaut upp á yfirborðið sást þó strax, að meira var í en menn áttu von á. Mikill gosstrókur kom þegar pok- inn kom upp um 250 metrum fyrir aftan skipið og stóð poka- endinn nokkra metra upp í loftið. ,,100 tonn,“ sagði Böðvar 1. stýri- maður, og allir voru ánægðir. Nú var tekið til óspilltra mála með að draga trollið fram með stjórn- borðssíðu skipsins, en það er þannig gert, að rússinn er tekinn fram með síðunni og síðan er trollið dregið upp að. Þessu næst var það tekið inn fyrir og dælunni komið fyrir í pokaendanum og síðan var byrjað að dæla, og tók 10—15 minútur að dæla þessum 100 lestum um borð. „Ég tel bráðnauðsynlegt fyrir íslendinga að stunda þessar veið- ar og eftir stutt kynni, tel ég að við eigum að geta veitt mikið af þessum fiski. Það er vitað að hann er mjög víða, úti fyrir Austfjörð- um á sumrin og á Dohrnbanka á haustin. Enn sem komið er veit maður ekki hvort hann heldur sig íslands- eða Grænlandsmegin á bankanum, og þvi tel ég eins og margir fleiri að við megum alls ekki útiloka samninga að ein- Framhald á bls. 35 Dælan ð leið ( sjðinn Pokinn hffður áð sfðunni Strikarnir bfða eftir að pokinn komi upp Uuðmundur RE ð kolmunnamiðunum og með vörpuna á eftir sér Gengið frá vængnum f kraftblökkinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.