Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 11 Helgi Hálfdanarson: Síðförull drap á dyr Einhver sagði mér á förn- um vegi, að ég hefði verið full-fljótur til að loka að mér eftir þrasið um hina Lé-legu Shakespeares-sýningu Þjóð- leikhússins, því ekki yrði lát á andmælum. Ástæðan til þess að ég ..skellti hurð minni í lás'' var sú, að mér þóttu umræður komnar i hring og ég farinn að kveða niður sömu villurnar aftur og affur. Þetta staðfestu blaðaskrif, sem á eftir fylgdu. Síðan virt- ist mannaferðum lokið. En þá reið síðförull gestur í hlað og kvaddi dyra. Ólafur Jónsson ritar grein um Lé konung í Dagblaðið, 23.5., og segir að það sé ..líklega nokkuð seint að fara að blanda sér i deilur Helga Hálfdanarsonar og leikara út af Pilikian leikstjóra og Lé konungi." Þetta hlýt ég að skilja svo, að ÓJ telji því miður um seinan að ná tali af mér, úr því ég hafi „skellt í lás", þvi ekki deilir hann í grein sinni á aðra en mig. En þá óvirðingu vil ég ekki gera manni, sem ég met jafn- mikils og Ólaf Jónsson, að ég svari honum ekki, þegar ég sé að hann ætlast til þess. Þvi lyfti ég nú loku frá hurð og býð hann velkominn i mitt rann. Þar er þá skemmst af að segja, að heldur þykir mér ÓJ örlátur við skjólstæðing sinn, Pilikian leikstjóra, þeg- ar hann segir að ekki verði hjá þvi komizt, að i leiknum um Lé konung sé „sterkur kynferðislegur efnisþáttur" og atburðir snúist meðal ann- ars um hórgetnað, lausaleik og saurlifi. Þó að á allt þetta sé drepið, og ein persóna óskilgetin, er áreiðanlega vandfundinn „sterkur kyn- ferðislegur efnisþáttur" í leiknum umfram það, að karlmenn eru þar karlmenn og kvenfólkið konur. Nema þá að til sé kvaddur Pilikian að „túlka" leikritið á sína vísu En þar farast ÓJ orð á þessa leið: „Um Pilikian leikstjóra og hans verk skiptir það mestu, að ótvírætt var sýningin á Lé kóngi sérkennileg og svipmikil túlkun leiksins sem í engu sem máli skiptir brást trúnaði við textann sjálfan, að leik- stjóranum auðnaðist tök og vald á viðfangsefni sinu og leikhópnum í sýningunni sem alls óliklegt er að inn- lendum leikstjóra hefði tek- izt." Þessi ummæli ÓJ þykja mér næsta furðuleg. Ég þyk- ist áður hafa sýnt fram á, að hér sé ekki aðeins á ferðinni litilsigld og hundleiðinleg „túlkun", heldur hrottaleg spjöll á viðkvæmu listaverki. Þegar búið er að rífa út úr leikritinu stóra kafla, sem flestum mun þykja meðal þess, er mestu varðar, og breyta mikilvægum atriðum öðrum, hvar er þá niður kom- inn sá „trúnaður við textann sjálfan", sem hér er orð á haft og réttlæta skal þau um- mæli Ólafs, að ádeila mín virðist „sprottin af rótgróinni íhaldssemi" um skilning og meðferð leiksins? Það hygg ég, að við Ólafur viljum hvorugur kallast íhaldsmaður. Og hver veit nema stundum séum við kenndir við frjálslyndi. En héti það eitt ihaldssemi að vilja dýrmætan menningararf friðhelgan fyrir spellvirkjum, þá væri ég að sönnu rammur íhaldsmaður. Og væri það frjálslyndi að vantreysta ís- lendingum si og æ, þegar mikils þarf við, en vera þess jafnan fullviss að vanda- samt verk hljóti að fara út- lendingi betuf úr hendi en hvaða heimamanni sem væri, þá þætti mér skömm að vera talinn frjálslyndur. En svo ég vendi mínu kvæði i kross, þá skal ég trúa ÓJ fyrir lítilræði. Þannig er mál með vexti, að Leikfélag Grimseyjar hefur stofnað til kynningar-viku á næstunni. Þar ráða ferðinni viðsýnir menn, sem vilja ekki ein- skorða verkefni leikara sinna við skáldskap Grímseymga, heldur einnig leita fanga til meginlandsins. Að þessu sinni var afráðið að kynna eyjarskeggjum verk Daviðs Stefánssonar, Gullna hliðið. Og þó ég segi sjálfur frá, þótti tryggast, að ég yrði ráð- inn leikstjóri. Nú dettur mér auðvitað ekki í hug að vera svo íhalds- samur að bjóða Grimseying- um einhverja margþvælda túlkun, sem Reykvíkingar eru fyrir löngu orðnir leiðir á, heldur skal minn eigin frum- leikur fá að skarta á heims- skautsbaugnum. Ég mun þvi túlka fáein atriði til samræm- is við nýja kenningu mina um eðli þessa verksi Það er t.d. augljóst, að postular og helgar meyjar eru óþarfar aukapersónur, sem sjálfsagt er að strika út. Hins vegar kemur við sögu hvorki meira né minna en alsköpuð hóra, svo greinilegt er, að i leikn- um er „sterkur kynferðislegur efnisþáttur", sem mjög er brýnt að fái að njóta sin út í æsar. Og þegar þar kemur leik, að kerling nálgast hið gullna hlið og Kölski birtist með flírulegum tilburðum, þá vaknar i þeirri gömlu það eðli, sem allurtexti leikritsins sýnir glöggt, að henni er i brjóst lagið; enda tekur hún til sinna ráða, leggst endi- löng á dálkinn og veltir sér að fótum Kölska með frygð í augum • Kannski er hún bara að beina athygli myrkrahöfð- ingjans frá Jóni bónda, sem var nýskroppinn úr skjóðunni og er nú undankomu auðið upp að hliðinu góða; og kannski slær kerling tvær flugur í einu höggi og rækir i leiðmni skyldur sinar við þær gáfur sem henni eru áskap- aðar, þegar fengið er næði fyrir Jóni. En þegar til kem- ur, er Jón karlinn ekkert upp á það kominn að beiðast gist- ingar i Himnaríki; enda sýnir allur textmn, svo ekki verður um villzt, að honum er skít- sama á hvorum bænum hann vistar sig. Hann er þá ekki heldur að tvistíga yfir þvi, hvernig af muni reiða þófi kerlingar og Kölska, heldur sker sig á háls — og tjaldið fellur. Nú efast ég ekki um að ÓJ muni vegsama frumleik minn og leikstjórnar-sn1111 í dómi sínum eftir frumsýningu. Þá mun honum einnig Ijóst verða. að ég hef til að bera margfalda persónutöfra á við hvaða Grimseying sem er, enda runnin upp á Króknum en ekki á flæðiskeri norður við heimskaut. Og ég hlakka til að lesa i leikdómi Ólafs Jónssonar þessi ummæli: Um Helga leikstjóra og hans verk skiptir það mestu, að ótvírætt var sýningin á Gullna hliðinu sérkennileg og svipmikil túlkun leiksins, sem í engu, sem máli skiptir, brást trúnaði við textann sjálfan, að leikstjóranum auðnaðist tök og vald á við- fangsefni sínu og leikhópn- um i sýnmgunm, sem alls óliklegt er að nokkrum leik- stjóra, sem ætti kyn að rekja til Grimseymga, hefði tekizt. Þennan leikdóm þakka ég fynr fram. En það skal ÓJ vita, að komi honum í hug aukatekið orð i þá veru, að sýning min á Gullna hliðinu sé nokkuð annað en afbragð, eða að þar kunni ég ef til vill að sýna örlitið meira en nýja túlkun á verki skáldsms frá Fagraskógi, þá mun ég lýsa þvi yfir í blöðunum, að Ólafur Jónsson sé sá mesti íhalds- kurfur, sem nokkru sinni hafi dregið ýsur i leikhúsi uni hvítasunnuhelgina komiö við og kaupiö blómídag Blómakynningin Blómafranúeiöendur og blómaverslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.