Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Helga Jónsdóttir í hlutverki Helenu fögru og Arnar Jónsson í hlutverki París. Ljósmyndir Ragnar Axelsson. í fremstu víglínu: SigurSur og Kristinn Hallsson. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur”, hljóm- aði í sal Þjóðleikhússins. á æfingu söngleiksins Helena fagra. Óperusöngvararnir Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson voru í feikna stuði og sönginn suðu þeir saman á skemmtilegan hátt, enda valinn maður í hverju andartogi. Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Árni Tryggvason, Róbert Arn- finnsson og fleiri leikarar sigldu þvers og krus í myndinni og söngleikurinn tifaði í leikköflum sínum og bakgrunninum, fjölda leikara. Söngleikurinn Helena fagra með tónlist Offenbachs erður frumsýndur í Þjóðleik- jsinu í kvöld, en liðlega 00 ár eru nú liðin siðan verkið var frumsýnt i Paris. Söngleikurinn Helena fagra er eitt þeirra leikhúsverka sem ávallt hefur verið breytt miðað við aðstæður á hverjum stað. Frjálslega er farið með textann, vinzað úr og í eftir samtima hverrar sýningar. Söngleikurinn varð mjög vmsæll þegar hann var frumsýndur í Paris, en í verkinu er leitað fanga aftur í Björnsson, Garðar Cortes, Árni Tryggvason, Guðmundur Jónsson, Róbert Arnfinnsson í söng og dansi Leifur í fullu fjöri. Dansað til Venusar. gríska fornöld þótt í rauninni hafi söngleikurinn fyrst og fremst fjallað um samtið höfundar, hið glysgjarna og alvörulausa þjóðlif þess tima- bils franskrar sögu, sem kennt er við keisaradæmið. í samræmi við hefðbundið frjálsræði i sviðsetningu og textameðferð er sótttil fanga á heimamið i atvikavali. Helena fagra er gaman- leikur þar sem skopast er með tildur og titla og hégómaskap, hlaupið er úr og i bæði i efnisvali og túlkun. Texti verksins er þýddur og endursaminn af Kistjáni Árnasyni og siðan hafa þau Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri og Sigurjón Jóhannsson leikmyndateikn- ari unnið leikgerð sýningar- innar upp úr texta Kristjáns. Þýðandinn Kristján Árnason, hefur fært verkið og margar skirskotanir þess yfir i íslenzkt umhverfi og leikstjóri og leikmyndateiknari ásamt flytjendum hafa síðan haldið áfram á þeirri braut. Tón- listarstjóri er Atli Heimir Sveinsson og mun hann stjórna hljóðfæraleikurum á fyrstu sýningum, en siðan tekur Ragnar Björnsson við hljómsveitarstjórn. Hljóð- færaleikarar eru úr Sinfóniu- hljómsveit íslands. i £m 50 manns koma fram i sýningunni: leikarar, söngv- arar, poppstjörnur, íslenski dansflokkurinn, Þjóðleikhús- kórinn ofl. Með helstu hlut- verk fara Helga Jónsdóttirog Arnar Jónsson, sem leika Helenu og Paris en hlutverk þessi hafa einnig verið æfð af Steinunni Jóhannesdóttur og Ólafi Erni Thoroddsen og munu þau leysa hin fyrr- nefndu af hólmi. Kaikas hof- goði er leikinn af Róbert Arn- finnssyni, Menlás konungur maður Helenu af Árna Tryggvasyni. Þá fara söng- vararnir Guðmundur Jóns- son, Garðar Cortes, Kristinn Hallsson og Sigurður Björns- son með hlutverk griskra konunga og Leifur Hauksson leikur Órestes, son Aga- menons konungs. Meðal annarra leikenda má nefna Stefán Karlsson, sem leikur Hómer, auk meðlima úr Þjóð- leikhúskórnum og íslenska dansflokknum, sem koma fram í ótal gerfum og hlut- verkum. Jazques Offenbach (1819—1880) var af þýsk- um ættum en fluttist 14 ára til Parísar og starfaði þar síð- an. Ekki leið á löngu áður en hann var farinn að leika í leikhúshljómsveitum, þám. í Opera Comique en þar vakn- aði áhugi hans á að semja leikhústónlist. Hann var um árabil hljómsveitarstjóri við Theatre Francaise og stofn- aði siðan sitt eigið leikhús, Théatre de la Gaité, sem hann veitti forstöðu 1873—75. Offenbach varð fljótlega viðkunnur fyrir söngleiki sína og óperur. Hann samdi alls á annað hundruð leikhúsverk. Mörg hin vinsælustu samdi hann með textahöfundunum Henri Meilhac og Ludovic Halévy og er Helena fagra i þeirra hópi. Meðal annarra vinsælla verka Offenbachs má nefna Orfeus í undirheimum, Blá- skegg, Périchole, Madame Favart og Parisarlíf. Meðal Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.