Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977
Landbúnaður, sem frá upp-
hafi byggðar í landinu og fram
á þessa öld brauðfæddi megin-
þorra þjóðarinnar, veitti um sl.
aldamót 75% þjóðarinnar at-
vinnu og afkomu. Árið 1975 var
þetta hlutfall landbúnaðar
komið niður I 10%. Samhliða
fjölgaði I öðrum atvinnugrein-
um, aðallega fiskvinnslu og
iðn;jj>i, þ.á.m. úrvinnslu og
þjónustuiðnaði við landbúnað-
inn, verzlun og hvers konar
samfélagslegri þjónustu. Þétt-
býlism.vndun var forsenda
þessarar þróunar, sem orðið
hefur með líkum hætti hér á
landi og f iðnvæddum vel-
ferðarrfkjum: fólksstreymi úr
sveitum til kauptúna og kaup-
staða og frá kauptúnum og
kaupstöðum til enn meira þétt-
býlis, þ.e. Reykjavfkur og
Reykjanessvæðisins (sjá
rammafrétt um búferiaflutn-
ing þjóðarinnar hér á síðunni
áratuginn 1965 — 1975).
Vestfirðir er sá landshluti,
sem mestu „manntjóni" hefur
orðið fyrir í þessari þróun, án
þess að hlutur fjórðungsins í
verðmætasköpun þjóðarinnar
rýrni. Fólksfækkunar gætir
mest f þessum landshluta eftir
1940. Þá var fbúafjöldi þar
10.619 manns, en fækkaði á
næstu 5 árum um tæplega 600
manns. Smáfjölgun varð á
tímabilinu 1938 — 1940, eða
um 100 íbúa. Samfelld fækkun
var síðan til ársins 1955. Þá var
íbúafjöldinn kominn niður f
Vestfirðir:
1965—1975:
Helmingur þjóðar
flyzt búferlum
Neikvæður flutningsjöfnuður gagn-
vart útlöndum um 3.400 manns
tsafjörður, höfuðstaður Vestfjarða (Mynd Mats Wibelund)
A EINUM áratug, 1965 — 1975,
fluttist helmingur þjóðarinnar,
eða 97.500 manns, búferlaflutn-
ingi milli sveitarfélaga, þar af
61.000 manns milli landsvæða.
Byggðajafnvægi, mannfjölda-
þróun, afkoma fólks og félags-
leg aðbúð f einstökum lands-
hlutum hefur verið nokkuð á
dagskrá f þjóðmálaumræðu
21% íbúafækkun frá 1933
Verðmætasköpun og launatekjur óvíða meiri
8.271. Síðan fjölgar um 260
íbúa á árunum 1956 til 1963. Þá
verður enn afturkippur og árið
1975 er fbúafjöldinn 8.373.
Samtals fækkaði því um 2.246
manns, eða 21%, frá 1933 til
1975, á sama tfma og íbúum
landsins fjölgaði um 93% (úr
113.336 fbúum f 219.033).
Mest fækkun
í sveitum
Hlutfallsleg fækkun varð
meiri í sveitum Vestfjarða en
sveitum annarra landshluta.
Sums staðar hefur byggð lagzt
algerlega í eyði, eins og í Sléttu-
hreppi og Grunnavíkurhreppi.
íbúafjöldi í bæjum og í þorpum
hefur hins vegar ýmist staðið í
stað eða vaxið. íbúar í sveitum
voru 5.941 árið 1911 en aðeins
1.100 árið 1975 — eða tæplega
1/5 hluti þess sem var. Á sama
tíma hefur fjölgað úr 4.302 í
7.180 í kauptúnum og kaupstöð-
um svæðisins.
Tvær orsakir eru taldar
áhrifamestar um fólksfækkun i
sveitum Vestfjarða: 1) Tækni-
væðing í landbúnaði, sem hvar-
vetna um land hefur lækkað
mannaflaþörf í þessari atvinnu-
grein og í 2) að afkomugrund-
völlur byggist víða á útræði og
hlunnindum (Hornstrandir,
byggt út með fjörðum og yzt á
sjávarströndum). Með tilkomu
afkastamikillar veiðitækni í
upphafi vélbátaaldar og fylgj-
andi þróun í veiðisókn og fisk-
vinnslu, reyndist hagkvæmara-
Ibúar samtals, í þorpum
og bcejum og ísveitum í
Nordur isafjardarsýslu,
Bolungarvfk og ísafirdi
1911-1975.
L-lM-
fjartfart.
og kqup#t.
1910 '20 '30 ’40 '50 '60 '70 1980
(Tafla frá Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins.)
að sækja sjóinn frá þéttbýiis-
kjörnum en dreifðum útvegs-
býlum, þótt nær miðum væru.
Mest
fólksfjölgun
í Bolungarvík
Sé mannfjöldinn einstakra
sveitafélaga á Vestfjörðum
skoðuð sérstaklega verður hlut-
ur Bolungarvíkur hagstæð-
astur. í árslok 1975 voru íbúar
þar 1055 og hafði fjölgað um
80% frá 1938, á sama tíma sem
heildaríbúafjölgun í landinu
nam 84%. Ástæða þessa er
m.a. talin gott atvinnuástand,
rofin einangrun með landsam-
göngum um Óshlíð, nálægð við
flugvöll á ísafirði, gott land-
rými til bygginga og nægilegt
framboð á byggingalóðum,.
íbúum fækkaði hinsvegar á
Isafirði frá 1945 — 1970. Eftir
1970 hefur hinsvegar verið
fjölgun á ísafirði öll árin til
1975, að frátöldu árinu 1974, en
þá fækkaði þar um 60 íbúa.
Suðureyri er hins vegar
dæmi um þéttbýli á Vestfjröð-
um, sem vaxið hefur jafnt og
þétt, allt frá árinu 1940, og búa
þar nú um 500 íbúar. Aðrir
þéttbýliskjarnar standa nokkuð
í stað með íbúafjölda, en sveita-
hreppar flestir hafa sætt íbúa-
fækkun sem fyrr segir.
Sveitafélög
í eyöi komin
í Grunnavíkurhreppi sem
náði yfir Grunnavík, Jökulfirði
og frá Bjarnarnesi suður til
Reykjafjarðar á Ströndum,
bjuggu tæplega 300 manns um
sl. aldamót. Þar er nú engin
byggð eftir. Síðast var búið í
Grunnavík 1963. — i Sléttu-
hreppi bjuggu milli 400 — 500
íbúar fram eftir öldinni. Árið
1932 voru 46 býli í hreppnum,
sem byggðust flest á útræði.
Þar voru þá tvö þorp: Látur í
Aðalvík, sem var i hámarki
1934 (125 ibúar) og Hesteyri
(sildarvinnsla, 80 ibúar 1940).
Nú er engin byggð á þessum
slóðum.
Verðmætasköpun
og launatekjur
Þrátt fyrir það að Vestfirðir
hafa hlutfallslega færri íbúa nú
en áður, ef miðað er við þjóðar-
stærð, er hlutur þeirra i verð-
mætasköpun og útflutningi
þjóðarinnar sambærilegur við
mannfleiri landshluta, saman-
ber skýrslu um útfluttar afurð-
ir Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna á öðrum stað hér á
síðunni. í því sambandi má
minna á að 59.9% vinnuafls á
Vestfjörðum starfa við frum-
vinnslu (landbúnað, fiskiveiðar
og fiskvinnslu). Landsmeðaltal
við frumvinnslu er 25.2% og
hlutfall vinnuafls i Reykjavík
aðeins 4.0%.
Meðaltekjur i fiskveiðum
landsmanna voru 4% yfir
landsmeðaltal árið 1971. Sjó-
menn á Vestfjörðum voru þá
taldir með 17% hærri laun en
Framhald á bls. 35
undanfarió. Fáir munu þó hafa
gert sér grein fyrir þvf, að
helmingur þjóðarinnar hafi
hreyft sig um set á aðeins 10
árum. Þetta eru þó tölulegar
staðreyndir, sem koma fram f
ársskýrslu Framkvæmda-
stofnunar 1976. Islendingar eru
ekki flökkuþjóð f eðli sfnu,
heldur veldur hér sú atvinnu-
þróun, sem verið hefur f land-
inu sfðustu áratugi, sem og
félagsieg aðstaða, sem er ekki
sfðra atriði f búsetuvali
nútfmamannsins en atvinnu-
tækifæri og tekjumöguleikar.
Á þessum áratug,
1965—1975, fer fólksflutningur
Framhald á bls. 35
Efnifrá
lands-
byggdinni
ÁFORMAÐ er að Morgunblaðið
birti sérstaka strjálbýlissfðu af
og til í sumar, eftir þvf sem
efni og ástæður leyfa. Síða
þessi verður opin efni af lands-
byggðinni, um staðbundinn
áhuga- og hagsmunamál. Þess
er óskað að lengd efnis verði
stillt f hóf og höfundarnafn og
heimilisfang þarf að fylgja.
Utanáskrift er: Morgunblaðið,
Strjálbýlissfðan, Aðalstræti 6,
Reykjavfk.
Verðmætasköpun á Vestfjörðum:
Fjórðungur freðfisk-
framleiðslu SH
HEILDARVERÐMÆTI (fob) útfluttra sjávarafurða árib 1976 var 53.368
m. kr. — eba 16.029 m. kr. og 42.9% meira en áriS áSur. Hlutdeild
frystra sjávarafurða i heildarútflutningi var a5 verðmæti 35.2% (37.9%
1975) eða 94.321 smálest, að verðmæti 25.891.6 m. kr. (7.897.0 m. kr.
eða 43.9% meira en 1975). — Frystar sjávarafurðir voru þvt sem fyrr
stærsti útflutningsflokkur þjóðarinnar.
Stærsti kaupandi frystra sjávarafurða okkar voru Bandartkin 88.3%
heildarframleiðslu (19.227.5 m.kr), Sovétríkin 7.5% (1.635.4 m.kr.),
Tékkóslóvakfa 1.5%, Bretland 1.3%, Vestur-Þýzkaland 1.2% og önnur
lönd minna.
Framleiðsla hraðfrystihúsa innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá 1
janúar til 30 apríl 1977 nam um 29.667 smálestum — sem var 4 230
smálestum og 16 6% meira en á sama tíma i fyrra Fróðlegt er að athuga
hvern veg framleiðslan skiptist eftir landshlutum, sem sýnir m.a. hlut
strjálbýlis i verðmætasköpun þjóðarbúsins. Að vísu vantar þá inn i myndina
framleiðslu frystihúsa SÍS, sem þó varla skekkir myndina, hvað varðar hlut
strjálbýlis.
FRAMLEIÐSLA EFTIR LANDSHLUTUM.
Vestmannaeyjar
Suðurnes
Hafnarfjörður
Reykjavlk og
austanfjalls
Akranes
Breiðafjörður
Vestfirðir
Norðurland
Austfirðir
Samtals:
Athygli vekur hin mikla aukning, sem á sér stað á Vestfjörðum og
Norðurlandi á stðustu þrem árum. Þá hefur frysting á Suðurnesjum aukizt
á ný. Hlutur Vestfjarðar það sem af er árinu nálgast V* — og hlutur
Vestfjarða og Norðurlands saman er hátt I 2/5.
(Heimild. skýrsla SH)
1975 1976 1977
Smál. Smál. Smál.
4.589 4.377 4.521
2.842 3.793 4.859
1.306 1.132 1.089
2.429 3.260 3.278
782 638 875
1.291 1.244 1.570
5.752 6.138 7.075
2.523 3.303 4.522
1.717 1.552 1.911
23.231 25.437 29.700