Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 19 Vöruflug McwYork- Reykjavík ISCARGO tilkynnir vöruflug REYKJAVÍK - NEW YORK: 6. JÚNÍ NEW YORK- REYKJAVÍK: 8. JÚNÍ Hringið og fáið nánari upplýsingar ISCARGO HF Reykjavíkurflugvelli Símar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is ISCARGO hvítasunnu Nú um hvítasunnuna mun vega- þjónustubílar Félags ísl. bifreiöa- eigenda vera á eftirtöldum stöðum: FÍB-3 i Botnskála, Hval- firði í Kjós; FÍB-4 í Valhöll, Þing- völlum, Þingvallasveit, og FÍB-11 í Þrastarlundi i Árnessýslu. Verða bílarnir við framangreinda staði nema þeir séu í útkalli. Þjónustutiminn er frá kl. 14—21 á laugardag og frá kl. 14—23 á mánudag en þjónusta veróur ekki veitt á hvitasunnudag. Þórlindur Olafsson Lækjarhvoli - Níræður FÍB-þjón- ustan um Er Þórlindur Ólafsson litur nú um öxl, eftir að hafa lifað i 90 ár, er sjálfsagt margs að minnast. Engir hafa lifað meiri breytinga- tíma sem hann og hans samferða- fólk. Hann man gamla búskapar- og byggingarhætti. Hann man vel torfbæina, sem voru nær alls stað- ar, enda borinn og barnfæddur í einum slíkum. Fátæktin var þá fylgikona margra, enda atvinnu- möguleikar víða litlir. En jarðar- parturinn var vel nytjaður og sjórinn jafnhliða stundaður af kappi á opnum árabátum. Þannig gekk lifið, þrældómur og basl. Árið 1915 gekk Þórlindur Ólafs- son að eiga Jórunni Bjarnadóttur, mikilhæfa ágætiskonu, dóttur Bjarna Jónssonar kennara og konu hans Rósu Kemp Ludviks- dóttur. Þau hófu búskap á Gvendarnesi en fluttu þaðan að Búðum í Fáskrúðsfirði 1922. Þau eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi. Bjarna, Ólaf, Lilju, Rósu, Birnu og Magna, auk þess ólu þau upp einn dótturson sinn, Albert Kemp. í minningu liðinna ára er lifs- mynd hans björt og skær, sem lýsir upp langa og viðburðarríka ævi. Þannig er mynd þess, sem afrekar miklu dagsverki og sigrað fær erfiðleikana. Þetta er lifs- mynd Þórlindar Ólafssonar, heil- steypt og ómenguð. Að síðustu þakka ég þér — tengdapabbi — fyrir ágæta sam- fylgd um hluta æviskeiðsins svo og fölskvalausa vináttu frá fyrstu kynnum. Börnum sínum öllum komu þau vel til manns og i dag skipa þau öil vel sinn sess í þjóðfélaginu. Eftir komu þeirra að Búðum, tók hagur þeirra brátt að vænkast því Þórlindur var eftirsóttur sak- ir verkkunnáttu sinnar og dugn- aðar, bæði til lands og sjávar. Ég og fjölskylda mín óskum þess af heilum hug að kvöldsólin umlyki þig með geislum sínum og veiti þér jafnan yndi og frið. Þakkir — kveðjur — árnaðar- óskir. Jón Þ. Eggertsson. Hann fékkst allmjög við smíðar, pípulagnir, vélgæslu, m.a. keyrði hann ljósamótorinn í Franska spítalanum um árabil, en kannski muna flestir Þórlind i sambandi við Bræðsluna, en þar vann hann um áraraðir og lengst af sem verkstjóri hjá Hans Stangeland og reyndar lengi eftir hans daga á Fáskrúðsfirði, og líklega hafa síð- ustu handtök Þórlindar verið þar, áður en hann settist i helgan stein, gamall maður og lúinn. Konu sina — Jórunni — missti hann eftir 40 ára ágæta sambúð Þórlindur Ólafsson, Lækjar- hvoli, Búðum, Fáskrúðsfirði, er níræður í dag, 28. maí. Hann er fæddur á Gvendarnesi 28. mai 1887. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Þorsteinsson og Kristjana Jónsdóttir er þar bjuggu. Eignuðust þau 4 börn. Guðjón, Guðlaugu, Stefaníu og Þórlind. Þau eru nú öll látin nema Þór- lindur. Gvendarnes er lítil, harðbýl og afskekkt útnesjajörð, sem nú er fyrir löngu komin i eyði, en þarna ólst Þórlindur upp í ástríki for- eldra og systkina. Er þeir bræður — Guðjón og og var það honum þungur harmur. Siðan hefur Þórlindur haldið hús í Lækjarhvoli með Lilju dóttur sinni og notið þar góðrar umönnunar hennar og annarra ættingja og vina. Þórlindur Ólafsson hefur ekki gerst maður viðförull. Litið sem ekkert farið út fyrir sína heima- byggð og hérað. Hann hefur helg- að líf sitt og krafta Austurlandi og þá sér i lagi Fáskrúðsfirði, sem á hug hans allan. Og í því sam- bandi finnst mér fara vel á því, að koma hér með eina stöku úr kvæði eftir konu hans, Jórunni. ,JÉg hef fundið frið og skjðl fjöllunum þínum undir, ( vetrarhríð og sumarsðl sælar lifað stundir." Þórlindur — uxu úr grasi, tóku þeir smám saman við búsfor- ráðum þarna. Lífsbaráttan var hörð, eins og svo víða á þessum árum, en með atorku búenda tókst þeim að brauðfæða sig og sína á þessu litla býli í fjölda ára. Þjóðin tók að rétta ögn úr kútn- um á fyrstu tugum aldarinnar en svo skall á kreppan, sem margan lék grátt. Eftir öll þessi ár er Þórlindur enn beinn í baki, ber höfuðið hátt, glaður og reifur. Frá öldungnum níræða andar ekkert nema góð- vildin ein og þakklæti til sam- ferðamannanna. GOOD'fYCAR----- HJÓLBARÐAR ALDREI MEIRA ÚRVAL AF HJÓLBÖRÐUM EN NÚ Við leggjum áherzlu á að eiga á lager flestar stærðiraf: Dráttarvéla- og vinnuvélahjólbörðum Hafið samband við okkur, eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172, SÍMI 28080 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AUGLYSIR UM ALI.T LAND ÞEGAR ÞU Al'GLÝSIR I MORGUNBLADINU GOOOgrCAR H EKLA HF. ^ Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.