Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAl 1977 39 Þóröur Halldórs- son - Minningarorö Þvi lögmáli lifsins að eldast og deyja að lokum verðum við öll að lúta. Það er óhjákvæmilegt. Það sárasta við að eldast sjálfur er sú lífsreynsla að verða stöðugt að sjá á bak fleiri samferðamönnum á ævibreutinni. Sársaukafyllst er það þó, þegar þessir förunautar hafa verið okkur nákomnir og kærir. Sunnudaginn 22. maí s.l. var mágur minn, vinur og velgjörða- maður, Þórður Halldórsson, múr- ari, Tómasarhaga 16, kallaður yfir landamæri lígs og dauða. Hann sjálfur og fjölskyldan vissi vel, að brátt yrði ævideginum lokið. En að sólin gengi svo snögglega til viðar, grunaði engan. Þórður var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hann fæddist 31. október 1905. For- eldrar hans voru Guðbjörg Magnúsdóttir, ættuð úr Skorradal í Borgarfirði, og Halldór Jónsson frá Saltvík á Kjalarnesi. Var Þórður eina barn þeirra hjóna, sem lifði, en hann átti uppeldis- systkin. Árið 1923 lauk hann námi í Verzlunarskólanum. Siðar fór hann i iðnnám, lauk sveinsprófi, fékk meistararéttindi og var múr- ari að atvinnu upp fráþví. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir múrarafélag Reykjavíkur um árabil. Var um tíma gjaldkeri styrktarsjóðs og varaformaður. Störf endurskoðanda hafði hann þó lengst á hendi. Auk þess var hann um skeið I stjórn sveinasam- bands byggingarmanna. Ef til vill má segja, að upptaln- ing sem þessi sé óþörf. En hún sýnir þó það traust, sem félags- bræður Þórðar báru til hans. Mátti það líka, því að heiðarlegri maður til orðs og æðis mun vera vanfundinn. Allt, sem hann tók að sér, var unnið af frábærri trú- mennsku og vandvirkni. Auk þessara félagsmálastarfa fyrir stétt sína var hann nokkur síðustu árin og til endadægurs i sóknarnefnd Neskirkju og í stjórn kirkjugarða Reykjavíkur. En áður hafði hann verið stjórnarmeðlimur og um tima for- maður í bræðrafélagi Nessóknar. Til allra þessara starfa var hann ekki kjörinn vegna þess, að hann væri framagjarn maður, þvi að eðlisfari var hann dulur og sein- tekinn. Þórður var greindur maður. Hann fylgdist vel með þjóð- málum. Las mikið, átti allgott bókasafn og hafði góða dóm- greind á því sviði. Hann var mikill unnandi íslenzkrar nátt- úru. Enda naut hann þess að skoða land sitt og hlúa að öllu því, sem mátti verða til fegurðar og yndisauka. Hann hafði næmt auga fyrir öllu fögru bæði í nátt- úrunni og mannlegum verkum. í brjósti hans sló hlýtt og viðkvæmt hjarta, þó að hann flikaði ekki tilfinningum sínum. Af með- fæddri hlédrægni og greind duldi hann oftast sinn innri mann. En eins og margir þeir, sem dulir eru og jafnframt tilfinninganæmir, gat hann særzt djúpt, er hann mætti óheillindum. Á reynslustundum í lifinu kynnumst við mönnum bezt. Eftir margra ára náið samband við heimili systur minnar og mágs taldi ég mig þekkja Þórð vel. En fyrir tæpum tveim árum, er ég skyndilega missti manninn minn, fékk ég enn betur að reyna, hvern mann hann hafði að geyma. Ég stóð þá ein uppi með stórt og gamalt hús, sem þurfti mikið við- hald, og sumarbústað, sem enn var ólokið. Þá reyndist Þórður mér sannur vinur i raun. Það var eins og honum fyndist það skylda sin að loknum vinnudegi, um helgar og I sumarleyfi sinu að Veiðileyfi í Þórisstaðavatni, Geitabergs- vatni og Eyrarvatni eru komin. Veitingaskálinn Ferstiklu við Hvalfjarðarströnd JdZZBQLLeCdSkÓLi Bóru, Dömur athugið líkamsrækt Nýtt 3ja vikna námskeið hefst mánudaginn 6. júní. Likamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru I megrun. Morgun-, dag-, og kvöldtimar. Timar 2svar eða 4 sinnum i viku. Sturtur, sauna, tæki, Ijós. Innritun frá þriðjudegi 31. maí í síma 83730. \J i a CD 7S P Upplýsingar og innritun í síma 83730. ^jŒZBaLLeddöKóLi bópu leggja mér allt það lið, er hann mátti. Stundum fannst mér ég tæplega geta notfært mér góð- mennsku hans, þegar heilsa og þrek hans sjálfs var ekki sem skyldi. En þegar þörfin var annars vegar og fúsleiki hans til að rétta hjálparhönd hins vegar, fór það oftast svo, að bæði voru góð ráð og mörg handtök þegin með þakklæti. En þakklætið voru einu launin, sem hann tók við. Mörg siðustu aviárin dvaldi móðir mín á heimilinu að Tómasarhaga 16. Þá umhyggju og hlýju, sem hún naut þar, getum við börnin hennar, sem álengdar stóðum, aldrei fullþakkað. Þórður reyndist henni frábær tengdason- ur öll þessi ár. Ogeftir lát hennar fór hann með systur minni í sumarleyfi norður í Svarfaðardal til að ganga frá legstað hennar að lokum. Þannig var hann. Allt, sem hann taldi, að sér hefði verið falið af Guði eða mönnum vildi hann gera vel. Einnig það að ganga frá legsteini á gröf einstak- lings, sem hann hafði tekið tryggð við. Þó að Þórður sinnti þeim félags- málastörfum, sem ég hef áður talið upp, undi .hann sér alltaf bezt heima og var mjög heimilis- kær. Eiginkonu sinni, Svanfríði Kristjánsdóttur, og börnunum, Kristínu og Sigurði Árna, var hann umhyggjusamur og góður. Á sama hátt mætti hann tengda- dóttur og tilvonandi tengdasyni með hlýju. Liklega kom i bezt i ljós, hvern mann Þórður hafði að geyma, er hann fékk dauða- dóminn af vörum læknanna fyrir nokkrum vikum. Æðrulaus, full- komlega rólegur gekk hann sið- ustu sporin á ævibrautinni í öruggu trúartrausti til hans, sem skóp hann og ákvarðaði vega- lengdina. Af einlægum kærleika til eiginkonunnar og barnanna vildi hann nota síðustu kraftana til að ganga sem bezt frá öllu fyrir þau. Sama máli gegndi um þau störf, sem honum höfðu verið fal- in og hann hafði enn á hendi. En síðasta fótmálið var stigið fyrr en nokkurn varði. Guð sjálf- ur ákvað, að nú hefði hann lokið lífsstarfi sínu hér á jörð. Ég er þess fullviss, að þegar mágur minn stendur frammi fyrir náðar- stól Drottins, þá heyrir hann orðin: Þú góði og trúi þjónn, þvi að trúmennskan í lifi og starfi, bæði fyrir Guð og menn, var aðalsmerki Þórðar Halldórssonar. Utförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 31. maí. Lilja S. Kristjánsdóttir. Sigurður Guðmundsson frá Skálholti — Kveðja Þegar ég kveð hinztu kveðju minn góða frænda Sigurð Guð- mundsson, Garðyrkjumann frá Skáholti, er mér efst i huga þakk- læti fyrir að hafa verið svo lán- söm að eiga samleið með honum frá þvi er ég var lítið barn. Móðir mín var elzta systir hans, en lézt ung að árum og ólst ég upp hjá foreldrum Sigurðar, þeim Sigur- veigu Einarsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni i Skáholti. Þar fæddist Sigurður 9. sept. 1905, og var hann sá sjöundi í röðinni af átta systkinum, sem öll komust til fullorðins ára. Eru þau nú öll, nema Ingibjörg horfin úr þessum heimi, og saknar hún sins góða og trygga bróður. Snemma bar á löngun Sigurðar til að fást við blóm og jarðargróð- ur. I litla blómagarðinum í Ská- holti gróðursetti hann trén, sem nú gnæfa yfir húsið, en þau voru fyrsti visirinn að ævistarfi hans, garðyrkjunni, sem hann stundaði um árabil. Hann vann viða á þessum árum, Framhald á bls. 26 Getum útvegað eftirtaldar vörur KROSSVIÐ: SPÓNAPLTÖUR: HAMPPLÖTUR: HARÐTEK: TRETEX: TRETEX: ALLAR UPPLÝSINGAR VEITIR, Warszawa, Poland. Beiki, 213x125 cm Beiki, 244X122 cm þykktir 4, 5, 6, 8, 9, 10, 12, 15, 1 8 m/m Alder, 155x155 cm Alder, 153x153 cm þykktir 4, 5, 6, 9, 10, 12, 15, 1 8 m/m 183X183 cm 183x275 cm þykktir 10, 12, 16, 18, 19, 20, 22 m/m 183x366 cm 122x250 cm pressa 670 kg/1 cbm 1 22 X 244 cm þykktir 8, 1 0, 1 2, 1 6, 1 8, 20, 22, 24, 26 m/m pressa 500 kg/ 1 cbm og 600 kg/ 1 cbm þykktir 3,2 m/m — 4.8 m/m — 6,4 m/m 9 plötustærðir, 4 gerðir þykktir 9,5 m/m — 12,5 m/m — 19 m/m 25 m/m 9 plötustærðir 1 0% og 20% tjörusoðið, þykktir 1 2,5 m/m og 19 m/m * r Asbjörn Olafsson h/f Borgartúni 33 Sími 24440-6 BILAR BILAR — BILAR — BÍLAR — BILAR — BILAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR ffl TAKIÐ EFTIR Opid frá kl. 10—6 í dag. oc < BÍLAÚRVALIÐ opnar nú í nýju og betra húsnæði. Nú erum við á götuhæð í sama húsi. 5j Stærsti og bjartasti sýningarsalur landsins. Komið sjáið og sannfærist. I BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR — BÍLAR > ffl co F' > 30 BILAR — BÍLAR — BÍLAR BILAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.