Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustúlka Innflutningsfyrirtæki í miðborginni óskar að ráða stúlku til starfa, við símavörzlu innflutningspappíra, vélritun og bókhald. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. merkt: „M — 1666". Tónlistar- kennara vantar við tónlistarskóla Vestmannaeyja næsta vetur. Æskilegt er að umsækjandi geti tekið að sér stjórn á Lúðrasveit Vest- mannaeyja. Nánari uppl. i síma 98-2551. Skó/astjóri. Óskum að ráða beitingamenn á góðan útilegubát, frá Vestfjörðum. Upplýsingar í símum 94-21 1 0 og 2128. Aðstoðar- gjaldkeri Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráðci í starf aðstoðargjaldkera. Hér er um hálfs-dags starf að ræða, sem hefst 1. júlí n.k. Góð bókhaldsþekking og starfsreynsla er nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum umsækj- anda sendist blaðinu merkt: „Aðstoðar- gjaldkeri — 211 8". Aðstoðarlæknar Staða aðstoðarlæknis heila- og tauga- skurðlækna Borgarspítalans er laus til umsóknar nú þegar. Staðan veitist til 6 eða 1 2 mánaða. Umsóknir er greini frá námi og fyrri störfum sendist yfirlækni deildarinnar. Forstöðukona Starf forstöðukonu barnaheimilis Borgar- spítalans Skógarborgar er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1 5. júlí eða eftir sam- komulagi. Umsóknir skulu sendar forstöðukonu Borgarspítalans fyrir 15. júní n.k. Hún gefur jafnframt frekari upplýsingar. Reykjavík, 26. maí 1977. Stjórn sjúkrastofnana Reykja víkurborgar. Hagvangur hf. óskar að ráða starfskraft til að annast erlend viðskipti og bréfaskriftir fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtækið: — Stórt iðnaðar- og innflutningsfyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu. Starfið: — Umsjón með erlendum viðskiptum og bréfaskriftum. — Góð laun. Við leitum að starfskrafti: — Sem hefur reynslu af erlendum við- skiptum og bréfaskriftum. — Sem er atorkusamur og getur starfað sjálfstætt. — Sem hefur góða enskukunnáttu. Skriflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir menntun, starfsferil og mögulega með- mælendur sendist fyrir 8. júní 1977 til: Hagvangur hf. c/o Ó/afur Örn Haraldsson Rekstrar- og þjóðhagfræðiþjónusta, Klapparstíg 26, Reyk/avík. Farið verður með allar umsóknir sem algert trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað Arkitekt Arkitekt með 5 ára starfsreynslu óskar eftir áhugaverðu starfi sem fyrst. Listhafendur leggi nafn sitt inn á Morgun- blaðið merkt: „Arkitekt — 6020". Starf óskast Stúlka vön götun óskar eftir vinnu. Önnur skrifstofuvinna kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 6.6 merkt: „Framtíðar- starf — 601 9". Hárgreiðslu- sveinar Tveir hárgreiðslusveinar geta fengið leigða vinnuaðstöðu á hárgreiðslustofu sem er í fullum rekstri. Þeir, sem hafa áhuga, leggi inn nafn og símanúmer á afgr. blaðsins, merkt: Hár 13 — 1668". Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða línumann eða rafvirkja í rafveiturekstur á Blönduósi og nágr. Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri. „ , „ . . Rafmagnsveitur rikisms Laugavegi 116 Reykjavík Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða skrifstofumann til bókhaldsstarfa. Starfið er aðallega fólgið í skráningu á I.B.M diskettuvél. Laun sam- kvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknir sendist okkur fyrir 3. júní 1977. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveganna Hátúni 4a. Skrifstofustarf Óskum eftir ungum og reglusömum að- stoðarmanni í bókhald okkar. Verslunar- skólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir er tilgreini m.a. menntun og fyrri störf sendist okkur fyrir 4. júní n.k. Skrifstofuvé/ar h.f, Hverfisgötu 33. Lagerstjóri Ósk um að ráða sem fyrst duglegan og áreiðanlegan starfsmann til að hafa um- sjón með húsgagnalager og útkeyrslu. J.L.-húsið, Jón Loftsson h.f., Hringbraut 121. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra í Flateyrarhreppi er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. ágúst n.k. Umsóknir sendist oddvita fyrir 12. júní n.k. í pósthólf 115 Flateyri. Upplýsingar í símum 94-7765 og 94- 7614. Oddviti Flateyrarhrepps. Tónlistar- kennarar Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Umsóknir um starfið berist skrifstofu Vopnafjarðarhrepps fyrir 20. júní n.k. Allar nánari uppl. veitir Kristján Magnús- son í síma 97-31 22. Vopnafjarðarhreppur. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða starfs- mann til skrifstofustarfa nú þegar. Laun eftir launaflokki B-9 skv. samningi við BSRB. Umsækjendur þurfa að hafa góða al- menna menntun og góða vélritunarkunn- áttu. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins merktar: „Skrifstofustarf — 2131". Hagvangur hf. óskar að ráða fulltrúa í upplýsingaöflun fyrir einn af viðskiptavinum sínum Fyrirtækið: — Sjálfstæð rannsóknarstofnun á höf- uðborgarsvæðinu. Starfið: Fulltrúastarf við umsjón allrar upplýs- ingaöflunar á ákveðnu verkefnasviði. Við leitum að konu eða karh: — Sem er nákvm(ur) og ábyggileg(ur). — Sem er a.m.k. 30 ára. — Sem mögulega hefði einhverja reynslu við almenna upplýsingaöflun, spjaldskrárvinnu, bókfærslu eða öðrum skyldum störfum. — Sem hefði mögulega reynslu á heil- brigðisstörfum. — Sem gæti hafið störf í haust. Skriflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir menntun, starfsferil og mögulega með- mælendur sendist fyrir 8. júní 1 977 til. Hagvangur hf. c / o Ölafur Örn Haraldsson, Rekstrar- og þjóðhagfræðiþjónusta, Klapparstíg 26, Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem a/gert trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.