Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Móðir mín er úti við brunninn Myndirnar með greininni eru allar teknar úr „ Fjall- kirkjunni". Áhyggjur og amstur dægranna á lífsvori hins unga skálds voru þannig fléttuð fæðingu fyrsta barns- ins, jafnframt þvi sem dökk kólguský heimsófriðar hrönn- uðust yfir Evrópu. Og nú rétt- um 63 árum eftir fæðingu drengsins, sem hér greindi frá, eru þau öll þrjú Uggi, Selja og Greipur horfin til feðra sinna og varð hér skammt stórra högga á milli. Uggi dó i nóvember, 1975, Selja dó i október 1976, en Greipur dó i maí 1977. Minnst Gunnars yngri Gunnars- sonar Ég leit inn í tvö kyrrlát augu, ógreinileg á litinn, augu, sem ekkert tjáðu, nema ef vera skyldi ofurlitla undrun. Hann lá með fæt- urnar í hnipri, mannkertið litla, og góndi út í loftið, rétt að hann mimraði með fing- runum... — Ári seinna er stríðið skollið á, — Uggi og Selja eru á gangi í skóginum við Karlottenlund, og Selja ýtirá undan sér barnavagni með Greip litla. ..Stórviðburður heimsins eru slíkt sambland heimsku og varmennsku, að mér finnst ekki grundvöllur til framar til að byggja á lif og starf. Það var þess vegna, sem bókin gekk úr gremum hjá mér. En ég þori ekki að segja Selju Ég þori naumast að gangast við því fyrir sjálf- um mér. — Ætli drengnum Greipi okkar litla, þyki ekki skrítið. hvað við erum fálát í góða veðrinu, við, sem annars höf- um augun alstaðar, síreiðu- Sko fjöllin þarna hinum megin í dalnum — eru þau ekki falleg? spyr ég, ef takast mætti að leiða athygli hans burt frá þessu leiða umtalsefni. Hinum mikla sagnabálki GUNNARS GUNNARS- SONAR rithöfundar ..FJALL- KIRKJAN", er byrjar með bókunum „Leikur að stráum" og „Skip heiðríkjunnar", lýkur með því, að Uggi Greipsson segir frá fæðingu fyrsta sonar síns, Greips: — í Karlottenlundi fundum við heppilegan kvist á setri einu. — Á kvistinum þarna fædd- ist fyrsta barnið okkar, fyrsti drengurinn, það var vorið á undan sólarsumrinu, þegar stríðinu laust á — Litla andlitið var allt í hrukkum, — nakin haus- kúpa barnsins var alveg nákvæmlega eins og skallinn á Siggupabba. búin að sýna honum það, sem við sjáum, og ræða glað- lega um það. Hann kókir upp á okkur þessum barnslegu alvöruaugum, — síðan hall- ar hann höfðinu aftur, bendir lítilli hendinni brosandi upp í sólglitið í laufkrónum trjána: Fa — lett; — Fa — lettl... Það kemur við hjartað að heyra veika rödd barnsins að reyna að segja þetta orð, áður en það er fullkomlega mælandi. Hið illa víkur frá mér: umkringt myrkri og ógnum vex hér nýtt líf, óflekkað, eins og lífið mun alltaf halda áfram að vaxa, — eilíft . Gunnar yngri Gunnarsson fæddist í Kaupmannahöfn (Carlottenlund) hinn 28. maí 1 914 og dó 13. mai 1977 í Reykjavík. Hugur hans stefndi snemma til myndlist- ar og lærði hann viða, þó aðallega í málaraskóla Carls Larsen í Kaupmannahöfn, og í París. Hann reyndist mjög bráðger á myndlistarsviðinu og var spáð miklum frama. Hann hélt eina einkasýningu í Kaupmannahöfn fyrir seinni heimsstyrjöldina og tók þátt í nokkrum hinna árlegu Char- lottenborgarsýninga. Hann fluttist heim til íslands með foreldrum sinum fyrir styr- jöldina siðari og bjó hér æ síðan, hélt héreina einkasýn- ingu í Listamannaskálanum við Garðastræti árið 1 948(?) er töluverða athygli vakti, myndskreytti útgáfu Helga- fells á Fjallkirkjunni i þýðingu Laxness (útgáfuár 1951), og einnig „Aðventu”. Einhvern veginn féll Gunnar yngri ekki inn i is- lenzkt myndlistarlíf — jarð- vegurinn hefur e.t.v. verið honum of hrjúfur, hann ein- angraði sig og hélt sig utan við allt félagslíf myndlistar- manna, og er mérekki kunn- ugt um, að hann hafi átt íslenzka myndlistarmenn að nánum vinum Hann kom svo fyrir sjónum ókunnugra á þann veg að vera mjög ómannblendinn og dulur per- sónuleiki, en þó hlýr kar- akter, en í raun og veru var hér á ferð mjög ylrík persóna og mun Gunnar hafa verið mikill samkvæmismaður á ár- um sínum ytra. Kuldi íslands breytti honum hins vegar — hér fann hann ekki sinn fyrra mann — ef til vill hefur honum fundist hann vera misskilinn í hópi starfsbræðra sinna hér. Hin fyrsta stóra sýning hans hér í Listamannaskál- anum varð jafnframt sú síð- asta, sömuleiðis myndskreyt- ing hans við Fjallkirkjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.