Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 verði hann fluttur landleiðina til Hull til vinnslu þar ef aflinn er nógu góður. Fyrirtækið Mac Fisheris kvaðst hafa fallizt á að taka við aflanum þar sem það stæði i þeirri trú að það gæti þar með útvegað vinnu handa illa stöddum og atvinnulausum verkamönnum i Fleetwood. Skortur á fiski er tilfinnan- legur í Bretlandi. Fiskkaupmenn segja að i ráði hafi verið að tvö til þrjú íslenzk skip lönduðu i Fleetwood og Stapavik hafi átt að vera fyrsta skipið sem land- aði INNLENT 3000 tonnum af áburði og fræj- um dreift úr lofti ÁBURÐARFLUGVÉL Landgræðslu rfkisins, Páll Sveinsson, mun nú eftir hvítasunnu hefja áburSarflug sitt, en minni flugvél Landgræðslunnar, TF—TÚN, hóf störf I byrjun maí- mánaðar. Sveinn Runólfsson. land- græðslustjóri, sagði f samtali við Mbl. að ráðgert væri að dreifa alls um 3000 tonnum af áburði og fræj- um með vélunum báðum, um 2300 tonnum með stærri vélinni, sem er af gerðinni Oouglas OC—3. en um 700—800 tonnum með þeirri minni. Flugmaður á henni er Pétur Steinþórsson en Páli Sveinssyni fljúga atvinnuflugmenn frá Flugleið- um f sjálfboðavinnu. Sveinn Runólfsson sagði að TF—TUN hefði verið við sáningarstörf á uppgræðslusvæðinu í Fljótshlið, síðar hefði hún verið við Gunnarsholt og við Vík i Mýrdal. Áburðarflugvélin Páll Sveinsson mun fyrst um sinn vera við störf við Gunnarsholt og sfðar fer hún norður i land, og mun hafa aðset- ur á flugvellinum I Aðaldal og dreifa þaðan i landgræðslusvæðin i Þing- eyjarsýslum Einnig verður borið á beitilönd i samvinnu við viðkomandi sveitarfélög. Flugvélarnar eru I notkun i um það bil þrjá mánuði á ári hverju, sú stærri þó heldur skemur. í vikunni fyrir hvitasunnu var verið að undirbúa dreifingu með Páli Sveinssyni og voru þá þjálfaðir menn til fljúga þeirri vél. Brendan á hraðferd MJÖG góður gangur hefur ver- ið á skinnbátnum sfðustu daga og f fyrrinótt gekk hann t.d. 100 sjómílur. Er báturinn nú 80 mflur frá Hvarfi á Græn- landi, og er allt f lagi um borð. Með þessu áframhaldi Ifða ekki margir dagar þar til bát- urinn fer út úr fslenzku eftir- litssvæði og kanadfsk og dönsk yfirvöld byrja að fylgjast með bátnum. 15 skíp hafa selt afla í Færeyjum FIMMTÁN íslenzkir togarar og bátar hafa selt afla í Fær- eyjum siðan yfirvinnubannið tók gildi hér á landi. Að sögn Ingimars Einarssonar hjá LÍU eru þetta aðallega skip frá Norður- og Austurlandi, en að- eins eitt skip frá Suðurlandi, Heimaey frá Vestmannaeyj- um, hefur landað í Færeyjum. Ekkert skip frá Vesturlandi, Vestfjörðum né Suð- Vesturlandi hefur landað þar. Að sögn Ingimars hafa skipin fengið þetta 95 krónur fyrir hvert kg af þorskinum. MT, Kennara- háskóla og Tækniskóla slitið í gær MENNTASKÓLANUM við Tjörnina, Kennaraháskólanum og Tækniskólanum var slitið í gær. Tveir fyrrnefndu skól- arnir útskrifuðu stúdenta en síðastnefndi skólinn útskrifaði nú útgerðartækna í fyrsta skipti. Eftir helgina verður sagt frekar frá skólaslitunum hér í Morgunhlaðinu. Góð aðsókn hjá Sveini AÐSÓKN að málverkasýningu Sveins Björnssonar listmálara og lögregluforingja í Iðnskól- anum við Reykjavfkurveg í Hafnarfirði hefur verið góð og margar myndir selst. Sýningin verður opin til n.k. þriðjudags og verður opið daglega klukk- an 14—22. Nýr togari, Maf HF-346, kom til hefmahafnar, Hafnarfjarðar, sfðdegis f gær. Múgur og margmenni var á bryggjunni þegar togarinn lagðist að bryggju. Lj6sm. ÓskarSæmundsson. Engin kolmunnaveiði yið Færeyjar lengur LÍTIL veiði hefur verið á kolmunnamiðunum við Færeyjar síðustu daga og virðast kolmunninn nú hafa dreift sér á þessum slóðum á leið sinni á austurströnd íslands. Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi frá Akranesi sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að engin veiði hefði verið á miðunum frá því í fyrradag, en á þriðju- dag og miðvikudag hefðu þeir fengið samtals 300 tonn og Sigurður 260 tonn, og aflanum landað í Nor- global. Sagði Viðar að skipstjórar fær- eysku skipanna væru ekki vissir um hvort meira ætti eftir að koma af kolmunna á miðin við Fær- eyjar eða hvort veiðin væri búin þar að þessu sinni. Kvað hann þá á Vfkingi hafa togað i 8 tima stanzlaust á fimmtudag og aðeins fengið 25 tonn. ,,Ef veiðin batnar ekki á ný á morgun eða sunnudaginn, þá höldum við heim á leið," sagði Viðar. Bíll fór nidur bratta hlíð Loforð um lóðakaup MR orðin veruleiki VIÐ skólaslit Menntaskólans í Reykjavík i Háskólabfói f gær las Guðni Guðmundsson rektor upp bréf frá menntamálaráðherra þess efnis að samkomulag hefði náðst miili fjármálaráðherra og menntamálaráðherra um að starfsmenn ráðuneyta þeirra gerðu athugun f samráði við rekt- or á hugsanlegum lóða- og húsa- kaupum ( nágrenni MR. Mbl. hafði í gær samband við Guðna Guðmundsson og spurði hann hvað þetta þýddi fyrir MR. Sagði Guðni: „Þetta bréf gerir gömul loforð um lóðakaup til handa MR að staðreynd. Okkur hafði verið lofað 5 lóðum fyrir löngu, en með þessu bréfi verða þessi loforð loks að veruleika. Það hillir því undir það að skólinn fái aukið húsnæði undir starfsemi sína eða lóðir til að byggja á,“ sagði Guðni. Ekki vildi Guðni segja hvaða hús hann hafði helzt í huga, en að því er Mbl. hefur fregnað, þykir einna líklegast að sótst verði eftir húsi KFUM og K. Reyna að losa í brezkri höfn BIFREIÐ ók út af veginum við Þrándarhlíð íHvalfirði síðdeg- is f fyrradag og fór hann niður bratta hiíð, 40—50 metra. Bif- reiðastjórinn var fluttur til Akraness en hann var ekki tal- inn mikið meiddur. Han var einn I bílnum, sem er talinn furðu lítið skemmdur. Taxtar leigubfla hækkuðu á dögunum, eins og frá hefur verið skýrt f Mbl. Breyta þarf gjaldmælum I leigubflum vegna hækkunarinnar og sést hér hvar verið er að breyta mæli f einum bflanna. Sólmundur sagði í sam- tali við Morgunblaðið áður en hann hélt í ferðina, að gert væri ráð fyrir að Höfr- ungur 2. yrði í um það bil mánaðartíma við þessar rannsóknir. Ákveðið væri sér liggur frá Horni að beinsey. Þar hefði einn bátur verið að rækjuveið- um að undanförnu og feng- ið góðan afla að sögn. Ljósm. ÖI.K.M. Sóldýrkendur fara á kreik í góða vedrinu HÖFUÐBORGARBUAR fylltu sundstaði borgarinnar I gðða veðrinu í gær. í dag verða allir stundstaðir opnir frá klukkan 7.20 til 17.30, nema hvað Laugar- dalslaugin lokar klukkan 15 vegna sundmðts. Á hvítasunnu- dag verða allir sundstaðir lokaðir og Sundlaug Vesturbæjar og Sundhöllin verða einnig lokaðar annan í hvltasunnu, en þann dag verður Laugardalslaugin opin frá 8—11.30. Myndin var tekin f Sundlaug Vesturbæjar í gær. Frá fréttaritara Mbl. I Hull I gær ÞRÆTUR við íslendinga hófast a8 nýju r Bretlandi i dag vegna frétta um a8 Stapavtkin reyndi a8 landa i brezkri höfn. Hafnarverkamenn I Fleetwood neituSu a8 losa aflann fyrr I vikunni og skipiS virSist nú vera á Iei8 me8 aflann til Ayr ð vesturströnd Skot- lands. Þar mun skipiS reyna a8 landa á mánudag. Austen Laing, formaður brezka togarasambandsins. sagði I dag að það væri „ögrun" að senda (slenzk skip til brezkra hafna eins og á stæði. Hartn kvað það „óskynsamlega" ráð- stöfun. Hann sagði að íslenzkar fisk- vinnlustöðvar hefðu næg verkefni um þetta leyti árs og að Bretar hefðu alltaf tekið við þeim afla sem íslendingar hafa afgangs Laing sagði að Efnahagsbandalagið hefði ráðlagt íslendingum að sigla ekki til Bretlands fyrr en fram færu frekari viðræður um aðgang brezkra togara að islenzkum miðum Tom Nielsen, ritari félags yfirmanna á togurum i Hull, sagði að hafnarverka- menn hefðu verið beðnir að losa ekki úr íslenzkum skipum Hann sagði að svo virtist sem íslendingar væru að reyna að „komast inn um bakdyrnar" og að „allt virtist vera að fara upp ! háaloft." Fastlega er gert ráð fyrir því að þegar aflanum hefur verið landað í Ayr Þá sagði Sóimundur að þeir myndu halda austur Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sat f gær fund samstarfsráðherra Norðurlands, sem haldinn var f Þðrshöfn f Færeyjum. Myndin var tekin í Færeyjum á fimmtudaginn, og sjást færeyskir ráðamenn taka á mðti forsætisráðherra og Guðmundi Benediktssyni ráðuneytisstjóra. R áðherrann er væntanlegur heim f dag. Ljósm. Tómas Heigason. Höfnmgur 2. farinn til djúprækjuleitar VÉLBÁTURINN Höfrung- ur 2. frá Grindavík hélt til djúprækjurannsókna og veiða í gærmorgun við Norður- og Austurland, en Hafrannsóknastofnunin hefur tekið bátinn á leigu. Leiðangursstjóri f ferðinni er Sólmundur Einarsson sjávarlíffræðingur. með Norðurlandi og síðan athuga nánar svæðið und- an Austf jörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.