Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. MAÍ 1977 27 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 kjsJ Ittoruunblatiil) Silfurtunglið sýnt í Dalabúð Frð Landvernd mettu á blaðamannafund þeir: Stefán Sigfússon, Stefán Bergmann og Haukur Hafstað. Ljósm. Mbi. rax. Hreinsunarvika Landverndar 1977 Á JÖRFAGLEÐI, sem haldin var nýlega í Dalasýslu, frumsýndi Leikklúbbur Laxdæla Silfur- tunglið eftir Halldór Laxness. Húsfyllir var og hlaut sýningin góðar viðtökur hjá áhorfendum. Magnús Jónsson leikstýrði verk- inu en að uppsetningu þess stóðu 40 manns, þar af kom 21 fram á sviði, en láta mun nærri, að um 8% af íbúum Búðardals hafi kom- ið fram 1 sýningunni. Silfurtungl- ið er 12. verkefni Leikklúbbs Lax- dæla, en hann var stofnaður 1971. Silfurtunglið hefur nú verið sýnt þrisvar í Búðardal en sfðasta sýn- ingin verður f Dalabúð laugardag- inn 28. maf n.k. íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn í Reykjavík „SÓÐI má eiginlega segja að sé samheiti fyrir alla íslendinga," sagði Haukur Hafstað hjá Land- vernd á blaðamannafundi nú f vikunni. En Landvernd, land- græðslu- og náttúruverndarsam- tök íslands boðuðu til blaða- mannafundar f tilefni hreinsun- arviku, sem nú á að fara f hönd um land allt. Verður allur lands- lýður þar með hvattur til að hreinsa tii í sfnu nágrenni. Og hefst herferð þessi nú f enda maf og fyrstu vikuna f júnf. Á siðasta ári gekkst Landvernd fyrir hreinsunarviku, sem þessari í júnímánuði og leitaði þá sam- starfs við aðildarfélög og bæjar- og sveitarstjórnir víðsvegar um landið. Af fenginni reynslu Land- verndar, þarf að vanda undirbún- ing þessarar herferðar eins vel og unnt er, ef æskilegur árangur á að nást. Nú hefur þvi eins og fyrr segir verið ákveðin hreinsunarvika um mánaðamótin maí—júni n.k., og hafa eftirtaldir aðilar gengið til samstarfs við Landvernd við und- irbúning og skipulag hennar: Kvenfélagasamband íslands, Bandalag fsl. skáta, Búnaðarfélag íslands, Samband ísl. sveitarfé- laga, Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Ferðamálaráð íslands, Ung- mennafélag íslands, Stéttarsam- band bænda, Lionshreyfingin, Rotaryhreyfingin, Kiwanishreyf- ingin og á fundi fyrrgreindra að- ila var eftirfarandi ákveðið: Hreinsunarvika, sem allir þess- ir aðilar standa að verður kynnt og auglýst um mánaðamótin maí — júni undir heitinu: Hreinsun- arvika Landverndar 1977. Dag- setning hennar er ekki fastsett en verður að ákveða eftir aðstæðum í hverju byggðarlagi. Markmið Hreinsunarviku Land- verndar er að hvetja félagssam- tök og sveitarstjórnir til sam- starfs um hreinsun umhverfisins í byggð og á víðavangi og að efla umgengnisvenjur. Aðilar munu hvetja félög eða aðrar einingar innan sinna vé- banda til þátttöku i þessu starfi og leitað verður til fjölmiðla um kynningu og samstarf. Af fenginni reynslu af þessu starfi þykir rétt að taka saman helztu ábendingar, sem til leið- beiningar geta orðið: 1. Félög og klúbbar í hverju byggðalagi ættu að hafa samráð i tima um aðgerðir. Ef ástæða þyk- ir til, mun Landvernd aðstoða við skipulagningu starfs og um val á verkefnum, ef um það verður beð- ið. 2. Hreinsunarverkefni eru margvisleg. Nefna má fjögur, op- in svæði alls konar, vegkanta og girðingar, fólkvanga og útivistar- ÞANN 1. júni n.k. hefjast I Reykjavík fþrótta- og leikjanám- skeið fyrir börn. Fyrir námskeið- um þessum standa íþróttabanda- lag Reykjavikur, Iþróttaráð Reykjavfkur, Leikvallanefnd Reykjavíkur og Æskulýðsráð Reykjavikur. Námskeiðin fara fram á átta stöðum I Reykjavík, en það eru Melavöllurinn, Leik- völlur Álftamýrarskóla, Víkings- völlur v/Hæðargarð, Leikvöllur Fossvogsskóla, Leikvöllur Ár- bæjarskóla, Þróttarsvæðið v/Sæ- viðarsund, Leikvöllur Fellaskóla og Leikvöllur v/Breiðholtsskóla. Skráning fer fram á hverjum stað fyrir sig og er þátttökugjald 200 kr. fyrir allan tímann. Námskeiðin standa yfir frá 1.—14. júní og þeim lýkur með íþróttakeppni 15. júní á Mela- vellinum, en þar verður keppt i langstökki, hástökki, 60 m halupi, 8x50 m hlaupi, boltakasti og knattspyrnu. Verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur. Kennt verður í tveimur aldurs- hópum 6—9 ára fyrir hádegi og 10—12 ára eftir hádegi. Tveir iþróttakennarar verða á hverjum stað og leiðbeina þeir börnunum Fyrir hádegi verður lögð áhersla á leiki, en eftir hádegi, á ýmsa knattleiki og frjálsar iþróttir. Undanfarin ár hafa um 1200 börn tekið þátt í þessum nám- skeiðum en þetta er í 21. skipti sem slik námskeið eru haldin hér í höfuðborginni. Með þátttöku hafa mörg börn hlotið sín fyrstu kynni af íþróttum, sem hefur ýtt undir varanlegan áhuga á þeim og reglulega iðkun margra barnanna á íþróttum. svæði, hafnarsvæði, umhverfi fé- lagsheimilao.fi. 3. Samstarf sveitarstjórna og áhugamanna er oftast fólgið í því að sveitarstjórnirnar útvega vöru- bíla og vélar er nauðsynlegar kunna að vera, eða sjá um brott- flutning á rusli. Áherslu ber að leggja á það, að viðfangsefni hreinsunarviku eru margvísleg og breytileg eftir sveitarfélögum og verkefnaval og samstarfsform verða að ráðast af aðstæðum á hverjum stað. Þess má geta hér i lokin að L:ndvernd er nú að gefa út myndaflokk með litskyggnum (slidemyndum) og texta, sem lýsa hugmyndum um það hvernig ís- land hefur orðið til og mótast. Myndflokkur þessi er eftir Þor- leif Einarsson jarðfræðing og einkum ætlaðar til kennslu í skól- um. □ VIÐ □ ELDHÚSINNRÉTTINGAR AFLAGER □ KLÆÐASKÁPAR OG BAÐSKÁPAR Nú getum við afgreitt heilu eldhúsin af lager með nokkurra daga fyrir- vara. Staðlaðar skápaeiningar í úr- vali. Tvö útlit — brúnbæsuð fura „exklusiv" og einarlíki úr plasti. Ennfremur fyrirliggjandi 40 og 50 cm. fataskápar. Hæðin er 210 cm Mismunandi innréttingar. Baðskáp- ar með frönskum hurðum úr Ijósri furu. mælum, skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu. Komið og sjáið hvað við höfúm. Intcriör Kalmar innréttíngar hf. Grensásvegi 22 Reykjavik simi 82645

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.