Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 23
IPSil *V,v(w ;wAV/ i ií,,,V'VX»»í "'-"•V-V.V.V MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Sovézkur kafbátur af gerðinni Golf-1. Danir uggandi út aí sovétkafbátum Kaupmannahöfn, 27. maf. NTB. ALVARLEG röskun hefur orðið á hernaðarjafnvæg- inu í Norður-Evrðpu þar sem Rússar hafa teflt fram sex kafbátum búnum kjarnorkuvopnum á Eystrasalti að því er segir í skýrslu sem leyniþjðnusta Rússar áreita Breta Frá fréttaritara Mbl. I Hull í gær. BRETAR hafa mótmælt við Rússa éreitni sem þeir segja aS brezkum togurum hafi veriS sýnd á Bar- entshafi. Nokkrum togurum virðist hafa veriS skipaS a8 fara, þar á meSal togaranum Barnsley frá Grimsby, eign Consolidated Fisheries. MótmælaorSsendingar hafa veriS sendar sovézka sendiherr- anum f Moskvu og utanrfkisráBu- neytinu F Moskvu. David Owen utanrfkisráSherra hefur látiS máliS til sfn taka. Barnsley er einn þeirra togara sem stunduSu a8 staSaldri veiSar á ÍslandsmiSum þer til f lok sf8- asta árs. danska heraflans hefur sent varnamálanefnd danska þingsins. Kafbátarnir eru af gerðinni Golf-2 og geta borið kjarnorkueld- flaugar sem draga 1200 kílómetra og geta þar með hæft ýmsar stór- borgir í Evrópu sé þeim skotið frá Eystrasalti. Rússar ráða aðeins yfir 22 kaf- bátum af þessari gerð og fjöldi sovézkra kafbáta á Eystrasalti er jafnmikill og fjöldi þeirra á Ind- landshafi segir i skýrslunni. Áður fyrr voru það yfirleitt sovézk og austur-þýzk herskip sem sigldu framhjá Sjálandi svo að áhafnirnar gætu vanizt sigling- um á hafinu við Danmörku, en nú hefur pólski flotinn einnig látið að sér kveða og í fyrra stóðu Aust- ur-Evrópurfkin fyrir umfangs- miklum æfingum á Eystrasalti og I Norðursjó samkvæmt skýrsl- unni. Umsvif flugvéla hafa aukizt yf- ir Norðursjó að undanförnu segir enn fremur. Nær daglega fljúga pólskar flugvélar yfir Eystrasalt hjá Borgundarhólmi. Austur-þýzkar þyrlur ætlaðar til baráttu gegn kafbátum hafa sézt yfir mið- og vesturhluta Eystrasalts. Auk þess eru umsvif sprengjuflugvéla geysimikil. Þær fljúga venjulega 40 til 50 saman upp að dönsku landhelgismörkun- um og snúa skyndilega við. Danska leyniþjónustan kemst að þeirri niðurstöðu að umtals- verð aukning hafi orðið á hernað- arumsvifum Varsjárbandalagsins á Eystrasalti siðan 1960, einkum á vestri hluta Eystrasalts. Yevgeniya Gins- burg látin Moskvu, 26. maf. Reuter. Ntb. YEVGENIYA Ginsburg lézt í Moskvu í dag. Hún var I sovézkum nauðungarvinnubúð- um í átján ár og skrifaði sjálfs- ævisögu sfna „Into the Whirlwind" þar sem hún lýsti þjáningum - kvenfanga f nauðungarvinnubúðum. Hún varð sjötíu og eins árs. Bók frú Ginsburg kom út á Vestur- löndum upp úr 1960 en var aldrei gefin út í Sovétrfkjun- um. Þetta var fyrsta meiri hátt- ar verkið þar sem sérstaklega er fjallað um aðbúnað og þján- ingar kvenna sem sitja f þessum búðum f Sovétrfkjun- um. Yevgeniya Ginsburg var gift reyndum flokksstarfsmanni Pavel Ginsburg, og bjó í borg- inni Kazan, þegar hún var handtekin árið 1937 og borin þeim sökum að hún hefði verið í tengslum við andsovézka hryðjuverkamannahópa. Hún sat í fangelsi til ársins 1955. og sá aldrei eiginmann sinn aftur né eldri son sinn. Þrátt fyrir þá bitru reynslu sem hún hlaut kvaðst hún alla tið vera kommúnisti. Talið er að hún hafi ritað annað bindi sjálfs- ævisögu sinnar fyrir nokkrum árum, er fjalli um ævi hennar eftir að hún losnaði úr fanga- búðunum, en það hefur enn ekki borizt til Vesturianda. Y oung kallar S vía „kynþáttahatara” NewYork. 27. mat. Reuter AP SENDIHERRA Svfa hjá SameinuBu þjóSunum, Andreas Thunborg, hefur beBiS bandarfsku sendinefndina hjá samtökunum um skýringu á þeim ummælum bandarfska sendiherrans hjá SÞ, Andrew Young, a8 Svfar séu „hræSilegir kynþáttahatarar." James Leonard, staðgengill Youngs. sagði að hann mundi sjá til þess að Thunborg og Young héldu fund með sér um málið t næstu viku. Young er nú I London og sagði t viðtali við blaðamenn að Svtar aðhyllt- ust mannúðarhugsjónir og frjálslynda hugmyndafræði, en þegar öllu væri á ERLENT botninn hvolft væru blökkumenn t Svt- þjóð eins illa staddir þar og t hverfinu Queens t New York Forseti bæjarstjórnarinnar t Queens, Donald Mannes, reiddist þessum um- mælum og sagði að Young yrði að taka þau til baka eins og annað sem hann hafði sagt t hugsunarleysi og séð eftir stðan Mannes sagði að ummæli Youngs væru „ótrúleg" og taldi að hann þekkti ekki Queens-hverfi að öðru leyti en þv! að hann æki þar um frá flugvellinum til aðalstöðva SÞ. Hann sagði að Ibúar hverfisins væru af öllum kynþáttum og trúarbrögðum en lifðu I mikilli ein- drægni Sænsk blöð slá upp fréttinni um ummæli Youngs. Ritstjóri Aftonblad- ets, Gunnar Frederiksson, eindreginn andstæðingur Bandartkjamanna I Víet- nam-strtðinu, viðurkenndi I viðtali að tortryggni t garð útlendinga hefði auk- izt í Svtþjóð En hann taldi að Svtar væru hvorki betri né verri en aðrar þjóðir að þessu leyti. Sænsk blöð hafa t marga mánuði sagt frá slæmri meðferð sem erlendir verkamenn sæti t Sviþjóð. Naffie And- erson, 22 ára blökkukona frá Gambtu, sagði nýlega að hún yrði að fara úr landi vegna ofsókna Hún kvaðst hafa orðið fyrir áreitni og barsmtðum vegna litarháttar stns og sagði að Svtar litu niður á sig. Hálf milljón útlendinga er I Sviþjóð og vandræði þeirra stafa aðallega af húsnæðisskorti og ótta Svta um að þeir taki vinnu frá öðrum. ekki stzt vegna óvissu i efnahagsmálum ! kjölfar neyð- arráðstafana sem geta leitt til breytinga á velferðarkerfinu Sviar hafa veitt þróunarlöndum meiri aðstoð en nokkur önnur þjóð miðað við fólksfjölda og stutt frelsis- hreyfingar af alefli Talsmaður utanrlkisráðuneytisins I Stokkhólmi kvaðst „lltið hrifinn" af um- mælum Youngs, en vildi ekki meira um þau segja Í viðtalinu sagði Young að hann teldi ekki að „kynþáttahatari" hefði niðrandi merkingu. Hann sagði að kynþáttahat- ur væri aðeins á undanhaldi á svæðum þar sem það væri stöðugt til umræðu eins og i Suðurrtkjum Bandarikjanna KIPULAGÐAR HÓPFERÐIR EINSTAKLINGSFERÐIR Öllalmenn ferðaþjónusta Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.