Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 Forráðamenn Arnarflugs við nýju Arnarflugvélina við heimkom- una. Ljósm. ói.k.m Nýja vélin tekur færri farþega og er rumbetri en hin eldri. Arnarflug fær nýja þotu Breytir mjög rekstrarmöguleikum félagsins ARNARFLUG hefur nú tekið á leigu þotu af gerðinni Boeing 720 B af bandarísku flugvéla- leigufyrirtæki, en þessi vél var í áætlunarflugi fyrir Western Airlines allt þar til á fimmtu- daginn var. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs, er þessi vél full- komnari en vélin sem er i eigu félagsins en er nú í Englandi þar sem vart hefur orðið tær- ingar í vélinni. Kostir nýju vélarinnar umfram hina eru einkum fólgnir í mun fullkomn- ari hreyflum, sem hefur í för með sér að flugeiginleikar hennar eru mun meiri, hún er sparneytnari en um leið lang- fleygari. Vélin getur borið 149 farþega í stað 171 sem hin vélin flutti. Vélin kom hingað beint frá Minneappolis ið miðrikjum Bandarikjanna. Að því er Magnús sagði breyt- ir tilkoma þessarar vélar mjög allri rekstrarstöðu og mögu- leikum Arnarflugs til að veita enn betri þjónustu en hingað til, ekki sízt með tilliti til að fá flutninga erlendis. Miklar ann- ir eru framundan hjá félaginu i sumar bæði fyrir íslenzkar ferðaskrifstofur og vegna ferða félagsins sjálfs. Varðandi Arnarflugsvélina eldri er nú verið að kanna hvar og hvernig gert verði við hana erlendis, en ekki er ljóst um framhaldið — hvort hún verður þá seld eða félagið reki báðar válarnar áfram. Nýja vélin fékkst með mjög hagkvæmum leigukjörum að sögn Magnúsar en félagið hefur möguleika á að kaupa hana þótt síðar verði, og kvaðst Magnús fastlega vænta þess að nýja vélin yrði hér til frambúðar. Dóms yfír „Korkinum” að vænta innan skamms: Sðluhagnaðurínn var tæpar 5 milljónir —en unnustan er líklega stungin af með peningana SVO sam fram kom I MorgunblaSinu I gar. fór é fimmtudaginn fram málflutningur I máli ákæruvaldsins gagn bandarlska sjóliöanum Christopher Barber Smith (Korkinum ö8ru nafni) I Sakadómi I ávana- og flkniefnum. Bragi Steinarsson, vararfkissaksóknari, flutti málið af hálfu ákasruvaldsins en verjandi bandarlska sjóliBans var Páll A. Pálsson hdl. Smith er ákærSur fyrír stórfelldan innflutning á flkniefnum til landsins og dreifingu þeirra innanlands. einkum til hermanna á Keflavlkurflugvelli. Ennfremur er hann ákærður fyrir aS hafa keypt 600 grömm af hassi af Islenzkum manni. Krafizt er refsingar samkvæmt ákvæSum almennra hegningarlaga, en refsing viS stórfelldu smygli og dreifingu flkniefna er 2—10 ár auk sekta eftir atvikum. Ennfremur er krafizt upptöku sölugróSa aS upphæS tæplega 5 milljónir Islenzkra króna. PaS kom fram viS málflutninginn I fyrradag. aS unnusta Smith, Barbara Burl aS nafni, sá um aS koma söluhagnaSinum I banka I borg einni I New York-fylki I Bandarlkjunum. Sendi Smith henni peningana. samtals 23.500 dollara. I smáskömmtum I pósti. MeSal annars sendi hann eitt sinn 6.500 dollara eSa um 1.2 milljónir Islenzkra króna I almennu bréfi. Nú hefur hins vegar komiS I Ijós, aS nefnd Barbara Burl er horfin sporlaust og er taliS aS hún hafi tekiS út peningana og haft á brott meS sér. Eru þvl litlar llkur á þvl, a.m.k. eins og málin standa I dag, aS rlkissjóSur íslands fái umræddan söluhagnaS. Fíkniefnin keypt í Amsterdam Bragi Steinarsson byggði mál sitt á ákæru, sem rikissaksóknari he'ur gefið út á hendur „Korkinum'. tn þar gerir saksóknari kunnugt, „aö höfða ber opinbert mál á hendur Christopher Barber Smith, sjóliða, dveljandi í byggingu 746 á Kefla- víkurflugvelli, fæddum 29. sept- ember 1953 i New York, fyrir að hafa á tímabilinu mai-nóvember 1 975, ýmist einn eða ásamt öðrum, farið samtals fimm ferðir til Amster- dam til kaupa á ávana- og fikniefn- um (kannabis, hassi, anfetamindufti og LSD) er ákærði ýmist flutti með sér og fylgdarmönnum sinum eða sendi til íslands og tók þar sjálfur við því, þar sem ákærði síðan dreifði efnum þessum úr vörslum sinum með hagnaði til margra manna, einkum varnarliðsmanna á Kefla- víkurflugvelli, þannig að af hreinum söluhagnaði hafði ákærði er hann var handtekinn 1 7 desember 19 75 sent til Bandarikjanna sem banka- innstæður US $ 23 500 (rúmlega 4.5 mílljónir íslenzkra króna) og i vörslum hans fundust við húsleit 18 desember jafnvirði isl kr 220 000 00 i ýmissi erlendri mynt Ákærði neytti hluta efnanna sjálfur, hluta þeirra sendi ákærði áfram til Bandarikjanna þar sem hann hugð- ist selja það magn fyrir US $ 10.000, (tæpar 2 milljónir króna) en hluti þess (allt að 3.7 kg hassi) kom ekki til skila til ákærða úr póstsendingum eða voru tekin herlögregluá Keflavikurflugvelli af Ferðirnar fimm 1. í 1. ferS 1. mai: í fylgd þriggja annarra keypt 50-LSD töflur fyrir US $ 70 og 90—100 gr af hassi fyrir um US $ 200 Af þessu séldi ákærði eftir komu til landsins 40 LSD töflur fyrir US $ 5 hverja töflu og 80 gr af hassi fyrir US S 8 hvert gr Söluhagnaður hefur þvi verið um 1 00 þúsund íslenzkar krónur 2. í 2. ferS 3. — 8. júlf: Keypt 490 — 500 gr af hassi fyrir US $ 500—600, sem áicærði síðan seldi ónafngreindum félaga sínum á Keflavikurflugvelli fyrir US $ 8 pr gr Söluhagnaður hefur verið um 650 þúsund krónur 3. í 3. ferS 9. — 15. ágúst: Keypt ásamt öðrum (Peter Joseph Dobbins) 4 kg af hassi fyrir um US $ 4000, og einn sér 28 gr af anfetamindufti fyrir um US $ 300 Hassið sendu þeir félagar til íslands i tveimur misstórum pökkum en að- eins annar þeirra kom fram og í hlut ákærða kom 1.7 kg, sem ákærði seldi ýmsum aðilum, mest gegn staðgreiðslu. fyrir US $ 5—7 pr gr, en anfetaminduftið flutti ákærði með sér innan klæða og seldi það hér á landi ýmsum aðilum fyrir US $90 hvert gr. Söluhagnaður hefur væntanlega verið um 1.6 milljónir, þrátt fyrir að aðeins hluti efnisins hafi komið fram 4. j 4. ferS 13. september: Keypt 3 kg af hassi fyrir um US $ 3000. Þar af flutti ákærði með sér í farangri sínum 1 kg (970 gr), sem ákærði seldi ýmsum aðilum, mest gegn staðgreiðslu, fyrir US $ 7, en 50 gr á US $ 5 Afganginn % hluta póstlagði ákærði til Keflavíkurflug- vallar, en sótti ekki pakkann á póst- húsið þar eð ákærði hafði frétt að yfirvöld vissu um innihaldið. Sölu- hagnaður um 700 þúsund krónur, þótt % efnisins hafi tapast 5. Í 5. ferS 1. eSa 2. nóvember: Keypt ásamt öðrum (Randy Augustus Harrell) 10 kg af hassi, þar af átti ákærði 8 kg, 112 grömm af „speed' -efni, þar af átti ákærði 28 grömm, og hvor um sig 10 stk. LSD töflur, fyrir US $ 1 000 hvert kg af hassi, $ 300 hverja únsu (28 grömm) af „speed '-efni, og $ 2 50 hverja töflu af LSD Varningnum komu þeir m.a. fyrir í kassa ásamt flugvélavarahlut og sendu með her- flugvél til íslands Hluta varningsins seldi ákærði ýmsum aðilum fyrir hliðstætt verð og áður greinir utan LSD töflurnar, sem ákærði gaf, og þeirra 4.5 kg af hassi, sem ákærði sendi í tvennu lagi til Bandarikjanna til sölu þar. Erfitt að áætla söluhagn- að, en líklega hefur hann verið 2—3 millj Fíkniefni keypt af íslendingi Ennfremur ákærist nefndur Cristo- pher Barber Smith fyrir: A í apríl 1975 þrívegis keypt í húsi í miðborginni í Reykjavík af íslenzkum manni 200 gr af hassi fyrir US $ 8 hvert gr, sem ákærði síðan seldi að mestu fyrir sama verð. B í október 1975 lagt félaga sínum Peter Joseph Dobbins til fé, US $ 3000, til fíniefnakaupa í ferð til Amsterdam ásamt Abbot-hjónum Fyrir það framlag fékk ákærði 1 kg (970 gr) af hassi, ákærði seldi hér á landi fyrir US $ 6 pr. gr. Söluhagn- aður er um 500 þúsund kr. C. í desember 1975 lagt félaga sínum Randy Augustus Harrell til fé, US $ 300—400, til fíkniefnakaupa í ferð hans til Bandaríkjanna og Amsterdam. Fyrir það framlag skyldi ákærði fá 28 grömm „speed"-efnis, en á þann varning ásamt sams kon- ar varning Harrells var lagt hald við komu til Keflavíkurflugvallar í byrjun janúar 1976 Brot ákærða, sem að framan er lýst, teljast varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 64, 1974, og 1. og 4 mgr. 2. gr. sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65. 1 974 Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta upptöku framangreinds söluand- virðis samkvæmt 5. gr. i.f. nefndra laga nr. 65, 1974, eða ávinnings þess sem að framan greinir , U$ 23.500 (rúmlega 4,5 milljónir) og jafnvirðis ísl. kr 220 000.00 í ýmissi erlendri mynt, samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 69. gr nefndra laga nr. 19, 1940, og til greiðslu alls sakarkostnaðar " Innskot eru Mbl. og tölur miðast við núverandi gengi Bandaríkja- dollars. Búið að dæma í málum annarra Það kom fram i sóknarræðu Braga Steinarssonar, að búíð væri áð dæma i málum þeirra aðila, sem tengzt hefðu máli Christophers Barber Smith Hefðu sumir aðilar verið dæmdir en málum annarra lokið með sátt Randy Harrell hlaut 1 5 mánaða fangelsi og 600 þúsund króna sekt og Otto Dickey hlaut 6 mánaða fangelsi og 300 þúsund króna sekt. Þetta voru ströngustu dómarnir. en Peter Dobbins var horfinn af landi brott áður en lokið var að dæma i máli hans. Nefndur Randy Harrell afplánar nú fangelsis- dóm sinn á Litla-Hrauni Sagði Bragi Steinarsson, að enginn vafi léki á þvi, að Christopher Barber Smith mætti kalla ótvíræðan forgöngu- Framhald á bls. 26 Þrjár ásjónur Christophers Barber Smith. Nýliði í hernum,skeggjaður afbrotamað- ur og loks strokufangi með litað hár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.