Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAl 1977 Þú þarfl ekki að stela. Þvf kaupir þú ekki með af- borgunarskilmálum og stendur sfðan ekki f skilum eins og aðr- ir! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ÖRVGGISSPILAMENNSKA er yfirleitt ekki ofariega f huga hins almenna spilara og mörgum þyk- ir hugsanlegur yfirslagur skipta meira máli en einföldustu trygg- ingar ef svo má að orði komast. En spilarinn í suður, f spilinu hér að neðan, var ekki í þessum hópi. Gjafari suður, norður — suður á hættu. Norður S. Á92 H. ÁD87 T. 1052 L. KD3 Vestur Austur S. DG108 S. — H. K103 11. G962 T. 974 T. G86 L. G108 L. 976542 Suður S. K76543 H. 54 T. ÁKD3 L. A Svo yfirgaf hann mig og ég sat ein eftir með fimm milljón egg! Hvítasunnuundur nútímans? „Heiðraði Velvakandi Dulræn reynsla er algeng hér á landi samkvæmt marktækri skoð- anakönnun háskólans. Almenn reynsla segir að eitthvað sé á bak við veröldina, hulinn heimur að baki hins sýnilega gráa heims. Tugþúsundir manna leita árlega til Iækningamiðla i von um bót meina sinna. Miðlarnir segjast sjálfir ekki lækna nokkurn mann. Það gera huldulæknarnir fyrir handan. Mannskepnan hefur tvær hliðar, önnur snýr út, hin snýr inn i hulda veröld. Mörgum sýnist útilokað að nokkrum raun- visindalegum aðferðum verði við komið við rannsókn dulrænna fyrirbrigða. En þetta er alrangt. Einn þáttur þessara huldulækn- inga gerist á sviði eðlisfræðinnar. Hinir framliðnu vinir nota geisla- tækni við lækningar hér á jörðu niðri. Þeir beina geislum að lik- ama sjúklingsins. Nú er lfkami okkar gerður af efnum og hvers vegna skyldu þá huldulæknarnir, hinir framliðnu doktorar, vera að nota geisla við lækningar á líkamlegum meinum ef þessir geislar hafa ekki nein líkamleg og þar með efnisleg áhrif? Hér hlýtur að vera um raunvisindalegan samgang að ræða milli heimanna. Orka sólarljóssins hjálpar okk- ur til þess að yfirstiga sjúkdóma. Geislaskothríð framliðinna lækna að handan á líkama sjúklingsins hefur hliðstæð áhrif, sjúklingn- um vex ásmegin. Hann hressist. Þetta er algeng reynsla eftir frá- sögnum manna að dæma. En ég vil taka fram að hér er aðeins bent á einn þátt lækninga að handan. Það er hinn raunvísinda- legi þáttur þeirra. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að rannsaka þessa geislaskothrið að handan eins og hverja aðra geislun innan ramma eðlisfræðilegra tilrauna. Auðvitað verður eðlisfræðingur að gera slika tilraun. % Viðskipti við huldulækna Svo að fólk haldi nú ekki að ég sé að fara méð fleipur eitt er ég tilneyddur að segja eina sögu af viðskiptum mínum við huldu- lækna. Það var fyrir mörgum ár- um að ég veiktist og varð óvinnu- fær nokkuð lengi. Varð ég þá var við framliðna lækna um nætur. Þeir komu til min þegar ég svaf og helltu yfir Ifkama minn þess- um geislum. Mér lék forvitni á að vita hvort þessi geislun gæti ekki allt að einu gerzt að degi til við venjuleg skilyrði. Fékk ég þá skyggna konu til liðs við mig. Hún sá huldulæknana með geislatækin og geislana sá hún vel. Ég setti nú kristalskál með vatni í herbergið, sem hindrun á geislana. Ef um raunvísindalega geisla væri að ræða mátti vænta þess að hegðun þeirra breyttist við að fara i gegn- um þessa efnislegu hindrun. Og það var einmitt það sem gerðist. Geislarnir sýndust miklu sterkari er þeir komu í gegnum hindrun- ina sagði skyggna konan. Það þýð- ir á máli eðlisfræðinnar að öldu- lengd geislanna lækkaði við það að fara gegnum kristalinn og vatnið. Þeir sjást þá betur og sýn- ast þvi sterkari. Þetta þýðir einn- ig að kristallinn og vatnið hefur tekið við nokkurri orku geisl- anna. Síðar endurtók ég þessa til- raun að öðrum viðstöddum. Nokkrir sáu geislana greinilega er þeir komu í gegnum kristal- skálina með vatninu og geislarnir endurköstuðust af vegg herberg- isins. Nú spyr ég: Hvað er eðlis- fræði ef þetta er ekki eðlisfræði? Hér rekum við okkur á kolsvart- an vegg. Samkvæmt kenningum sem auðvitað eru ekki annað en Suður var sagnhafi í sex spöð- um og vestur spilaði út laufgosa. Tekið með ás og suður fór beint í trompið. Hann spilaði lágu frá hendinni og ætlaði að láta níuna frá blindum. En vestur lét tíuna, ásinn frá blindum og legan kom i ljós. Þá ákvað suður að stytta sig í trompinu og trompaði þvi lauf- drottninguna á hendinni og tók á þrjá hæstu í tígli. Því næst svín- aði suður hjartadrottningu og trompaði laufkónginn heima. Hjarta á ásinn og eftir að suður trompaði hjarta var staðan þann- •g: Norður S. 92 H. 8 T. — L. — Vestur Austur S. DG8 S. — H. — H.G T. — T. — L. — L. 97 Suður S. K7 H. — T. 3 L. — Suður spilaði tígulþristinum og vestur var dæmdur. Hann tromp- aði með gosanum en varð síðan að gefa sagnhafa tvo siðustu slagina. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. 25 þig að fá að sjá Kötju í rúm- inu? — I mínu rúmi? — í þvl sem var þitt rúm, já? — En nú er það Kötju rúm? — Það er eina rúmið sem ég hef. — Ætlarðu að opna? — Þú ert viðbjóður. Hann gekk nokkur skref aftur á bak og bjó sig undir að stökkva á dyrnar. — Hættu þessu, sagði Ellen og tók lykil upp úr vasanum. — Gjörðu svo vel. Hann hrökk eilitið við þegar hann sá svipinn á andliti hennar. Brúðusvipurinn var sem þurrkaður af henni og hún var þurr og köld i andliti og það var eitthvað í augnaráði hennar sem minnti á hatur. Ilann stakk lyklinum í skráargatið og — opnaði. Katja lá í rúminu hans, hún leit kæruleysislega á hann. Væri henni ekki sama um þennan óboðna gest varð það að minnsta kosti ekki séð á henni. — Jæja, Katja, svo að þér hefur tekizt að komast þangað sem hugurinn stefndi til, sagði hann, án þess að velta verulega fyrir sér hvað hann átti við. — Taktu fötin þtn og hypjaðu þig, hvæsti Ellen að baki honum. Hann sneri sér við og honum hnykkti við. Ellen var allt önnur að sjá, andlitið afmynd- að af hatri, hún kreppti hnef- ana í æsingi og líkami henar skalf af geðshræringu. Peter studdi sig við klæða- skápinn, þegar sannleikurinn rann upp fyrir honum. — Guð minn almáttugur, stundi hann. En svo rétti hann sig upp, ýtti Ellen til hliðar og fór inn í stofuna. Stóð andartak eins og ringlaður vfir pappírunum á borðinu. Svo greip hann penn- ann og skrifaði nafnið sitt. 1 leiðslu rétti hann pennann til Ellenar sem hafði komið á eftir honum. Nú var ekki lengur hatur í augum hennar, heldur kvíða- full angist. ' Hann stóð kyrr og hendurnar héngu máttlausar niður með hliðunum. Honum fannst hann sem lamaður af djúpri örvænt- ingu. Ekki vegna þess að Ellen var ekki sú kona sem hann hafði haldið, ekki vegna þess sem hann hafði nú komizt að um hana. Nei, það var örvænt- ing yfir hans eigin blindu, vegna þeirrar fráleitu vonar sem hann hafði alið með sér þessi vondu ár. Ár sem höfðu niðurlægt og auðmýkt hann. Andlit hennar var spyrjandi, einlægt, víðkvæmt. Fegurð hennar var horfin. Kannski hafði hún aldrei verið faileg. Hann þekkti ekki konuna scm stóð á móti honum. Eða kannski var það núna fyrst að hann þekkti hana. Hann þekkti sjálfan sig I henni. — Ætlarðu ekki að taka fötin þtn? spurði hún lágt. Hann svaraði ekki. — A ég að setja niður 1 tösku fyrir þig? Enn svaraði hann ekki. ' — Ef þú vilt geturðu komið aftur á morgun. Eða þcgar þér hentar. Segðu eitthvað, Peter. 1 hamingju bænum segðu eitt- hvað. Hann hristi ringlaður höf- uðið og gekk 1 áttina til dyra. — Ætlarðu ekki að taka við ávlsuninni. Hann nam staðar, en hann gat ekki stunið upp orði. Hún stakk ávlsuninni I lófa hans. Hann gekk nokkur skref, sneri sér við til hálfs. EHen nagaði hárspennu og sloppurinn hafði afiagast á ný. Hann lagði dyrnar gætilega að stöfum á eftir sér og gekk hægum skrefum niður stigana og varð að styðja sig við hand- riðið. Einkennileg stuna leið frá brjósti hans, hann vissi I raun og veru ekki hvort hann var að gráta. Það komu engin tár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.