Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 „ Telbráðnauðsyn/egt fyrir íslendinga að leggja kapp á kolmunnaveiðarnar" án þess að stofninn láti á sjá og vel aö dæla aflanum um borð. Fiskidælunni er stungið í poka- endann, siðan er þurrkað að pokanum með því að setja trollið upp i kraftblokkina. Flækja Þegar trollið var látið út á ný, urðu menn fljótlega varir við, að ekki var allt með felldu. Það var híft á ný og viti menn. Bakborðs- hlerinn hafði vafið sig utan um virinn á stjórnborða og allt var i hnút, en engu að siður tókst að greiða úr innan skamms. Hins vegar var nú orðið svo áliðið dags, að lóðningarnar voru orðnar dreifðari og varð því að bíða til morguns með að láta trollið fara. Kolmunninn hagaði sér þannig að hann var í mjög þéttri torfu frá þvi um kl. 6 á morgnana fram undir kvöldmat, en þá dreifði hann sér á ný. Hlógu að kol- munnaverðinu Þarna um kvöldið heyrðu menn tilkynningu um kolmunnaverð í útvarpinu og má fullyrða að eng- inn var ánægður með það enda voru borgaðar rúmar 14 kr. í Fær- eyjum og nær því 17 kr. fyrir kílóið í Danmörku. Fram til þessa höfðu verið borgaðar 8.40 kr. fyrir hvert kíló af kolmunna i Norglobal, en þegar fréttist um verðið á íslandi hækkuðu Norð- mennirnir það snögglega í 10 kr. En grátlegast varð að heyra í fær- eysku skipstjórunum, þar sem þeir hlógu hálfpartinn að hinu lága kolmunnaverði á íslandi og sögðu að ekki væri furða þótt íslenzk útgerð berðist í bökkum, þegar gleymdist að borga fyrir hráefnið. Kolmunnatrollið á leið { djúpið að veiðin verður mörgum sinnum meiri á þessu ári, á miðunum vestur af Suðureyjum (Hebrides- eyjum) og við Færeyjar, þar veróa skipin á veiðum út þennan mánuð, en þá heldur kolmunninn áfram norður á bóginn og á að vera undan Austfjörðum i lok júní, og er talið að hann sé þar í veiðanlegu ástandi í a.m.k. tvo mánuði. Fiskifræðingar og skip- stjórar kolmunnaskipa halda því fram, að miklu auðveldara verði að fiska kolmunnann í miklu magni út af Austfjörðum en á Færeyjamiðum og þar suður af, þvi er hann kemur á Austfjarða- mið er hann kominn á grynnra vatn og þá um leið verður auð- veldara að ná vörpunum heilum upp á yfirborðið. 8 millj. tonna hrygningarstofn Ljóst er að á næstu árum á eftir að veiða óhemju magn af kol- munna, en talið er að hrygningar- stofn kolmunnans sé minnst 8 milljónir tonna, og því sé óhætt að veiða 1—2 milljónir tonna árlega án þess aö það komi verulega við hrygningarstofninn. Það var ekki fyrr en eftir tæp- lega tveggja sólarhringa löndun í Neskaupstað, sem Viðar Karlsson skipstjóri á kolmunnaskipinu Víkingi frá Akranesi gat losað skip sitt frá bryggju í Neskaup- stað í síðustu viku, en þar hafði Víkingur landað um 430 tonnum. Bæði var, að ekki var hægt að vinna lengur við löndunina en u.þ.b. 6 tima á dag vegna yfir- vinnubannsins og ennfremur að löndunarútbúnaður var ekki í fullkomnu lagi. Annars er það einn höfuðverkurinn við kol- varpan dregin ákaflega rólega inn. í þessari fyrstu veiðiferð fékk Víkingur upp i 200 lestir í hali éftir 30 minútna tog, en þegar pokinn kom á siðuna rifn- aði hann mjög illa. „Þrátt fyrir þessa erfiðleika, sýndu þessir fyrstu dagar, að kolmunna- veiðarnar eiga mjög mikla fram- tíð fyrir sér,“ sagði Viðar skip- stjóri er við vorum á leið á miðin á ný. Kvað hann aðeins, að skip eins og Víkingur og Sigurður þyrftu að hafa miklu sterkari vörpu, enda -upphaflega byggð sem togskip og hafa þau sérstak- lega góðan togkraft. Eins og djúpsprengja Þegar varpan er dregin upp á yfirborðið eru vírarnir dregnir ró- lega inn, þar til hún er kominn á u.þ.b. 150—120 faðma dýpi, þá er hætt að draga vírana inn, og skip- stjórarnir reyna að draga hana löturhægt upp með vélarafli skip- anna, þar til hún kemur á 60 faðma dýpi. Þá stöðvar ekkert vörpuna og pokinn skýst upp úr sjónum, þannig að endinn stend- ur stundum 10—15 metra upp í loftið, á innan viö eini sekúntu og minna boðaföllin helzt á djúp- sprengjukast. Það bar fátt til tiðinda á leið- inni á Færeyjamið, nema hvað við mættum Berki NK skammt undan Neskaupstað á heimleið rheð 350 lestir af kolmunna. Áhöfnin á Vikingi dundaði sér við lestur, tafl og spil á milli þéss sem menn stóðu vaktir, en alls er 14 manna áhöfn á skipinu. Maturinn sem Hallgrímur kokkur bar á borð var ekkert slor, en hann eins og fleiri af skipverjum átti samt við erfið- ieika að etja, en það var að standa sig í tóbaksbindindinu, sem tókst Viðar skipstjóri stillir sjálfstýringuna. sig. A-þýzki skipstjórin lét segj- ast, en of seint, þvi hann hafði lent í trollinu hjá Isafold frá Hirtshals og stórskemmt það. 20 tonn í fyrsta hali Viðar skipstjóri sló fljótlega af og vörpunni var síðan rúllað út af flotvörpuvindunni, sem staðsett er aftast á skipinu yfir skut- rennunni. Þótt ekki fari mikið fyrir trollinu á rúllunni er op þess gríðarmikið, allt að 100 metrar. Vel gekk að koma trollinu sjálfu út, en þegar kom að grandara- vírunum, var víraflækja á einum stað, „óklárt,“ eins og það er kallað og leið nokkur tími þar til vírarnir gátu runnið í sjóinn. Á meðan verið var að bíða eftir þvi að vírinn yrði klár, rak Víking nokkuð út úr aðallóðningunni og þvi fengust ekki nema 20—30 tonn í fyrsta halinu. Gekk fljótt segir Vidar Kar/sson skipstjori á Víkingi frá Akranesi LOKSINS eftir nokkura ára sam- felldar tilraunir ætla kolmunna- veiðar nú að heppnast vel i fyrsta skipti, en fjöldi þjóða hefur lagt gífurlega áherzlu á þróun veiðar- færa og skipa til að veiða þennan fisk, en til skamms tíma hefur flest gengið á afturfótunum. Bæði er það að almennt hafa skipin, sem stundað hafa veiðarnar ekki haft nægilegt vélarafl og svo, að veiðitækið, þ.e. varpan sjálf, hef- ur ekki verið nógu sterk. Flot- varpan hefur verið styrkt árlega og þar var fyrst á s.l. ári að nægi- lega sterk varpa kom á markað- inn, og þá náðu bæði færeysk, dönsk og norsk skip ágætis ár- angri, t.d. fékk Sigmundur Brestisson frá Færeyjum 5800 lestir á röskum mánuði. Hins vegar varð heildar kolmunna- aflinn á því árí ekki nema 62 þúsund lestir, en alls reyndu 54 skip veiðarnar. Nú þegar er ljóst munnaveiðar, að koma aflanum á land, en menn eru þó vissir um að miklum löndunarhraða megi ná á næstu árum, með því að endur- bæta tækjabúnað til löndunar. Veiddur á 250—300 faðma dýpi Framundan var nú tæplega sólarhrings sigling á miðin norður af Færeyjabakka, en hann er vestur af Suðurey, en á þessum slóðum fékk Víkingur aflann sem landað var í Neskaupstað. Gekk skipinu eins og Sigurði og Berki mjög vel að fá aflann í vörpuna, en öðru máli gegndi þegar varpan var dregin upp á yfirborðið. Á þessum slóðum er kolmunninn á því sem næst 300 faðma dýpi, og verður þrýstingsmunurinn þvi gífurlegur hjá fisknum þegar hann er dreginn upp á yfirborðið, sundmagi fisksins blæs út og þegar mikið er í vörpunum verða endalokin oft þau, að hún spring- ur þegar pokinn kemur upp á yfirborðið, engu að síður er hjá honum og tveimur öðrum í skipshöfninni. Dónalegir A-Þjóðverji Víkingur var kominn á kol- munnamiðin um hádegisbil á föstudag og voru þá 10 kolmunna- skip á miðunum. Fyrsta skipið, sem við komum auga á var Krún- borg, eitt frægasta aflaskip Fær- eyinga, var það þá orðið vel hlaðið og skömmu síðar sáum við hvar Krúnborg tók mjög stórt hal á siðuna, og undir kvöldið hélt skip- ið áleiðis til lands með fullfermi eða hátt í 800 tonn. Þarna toga skipin öll i sömu stefnu, yfirleitt frá suðri til norðurs, og gera skip- stjórarnir það til að fyrirbyggja að vörpur skipanna flækist sam- an. Þó kom það fyrir aó skipstjóri á austur-þýzkum ryksugutogara, sem þarna er á kolmunnaveiðum kom togandi á móti hinum skip- unum. Færeyskt varðskip kom strax á vettvang og stöðvaði a- þýzka togarann og skipaði skip- stjóranum að toga eins og aðrir, að örðum kosti skyldi hann hypja Hér er pokinn kominn á sfðuna, en (þessu hali voru um 100 tonn. Öhætt að veiða 1—2 millj lestir af kolmunna árlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.