Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 7 Frásögn Postulasögunnar af hvítasunnuundrinu og öðr- um atburðum þess dags lýkur með því að segja frá einingunni, samfélaginu ! frumsöfnuðinum í Jerúsa- lem. „Allireiga þeirra aðvera eitt", hafði meistarinn mælt, og fagurlega varðveittu vott- arnir eininguna, — fagur- lega fyrst í stað. Hvað um einingu kristn- innará þessari hvítasunnu? Trúfræðakerfi og kenningar hafa hlaðizt upp í 1 9 aldir og margt það, sem styrkja átti einhug hefir orðið efni til sundrungar og klofið kristn- ina í svo margar deildir, að lærdómsmenn einir kunna skil á ágreiningsefnunum öll- um. Svo hlaut að fara, hugs- andi maðurfinnur rétt sinn bæði og skyldur til að hugsa og álykta, velja og hafna. Fyrstu átökin um skoðana- mun urðu í frumsöfnuðinum nokkurum árum eftirdauða Jesú. Páll kemurtil Jerúsa- lem til að verja skoðanir sínar fyrir hinum eiginlegu postul- um og Jakobi, bróður Jesú, sem var mikilhæfur áhrifa- maður innan safnaðarins, þótt líklega hafi hann ekki fyllt flokk bróður síns meðan bróðirinn vará lífi. Þarna urðu mikil átök, enda ekki miðlungsmenn að skapfestu og þreki sumir hverjir, sem tókust þará. Á næstu öldum urðu marg- vísleg átök innan kristninnar og þar kom, að kirkjuþingum og páfum var ætlað að setja niður deilur, en höfðu ekki ævinlega árangur sem erfiði. Loks klofnar kirkjan um miðja 11. öld í rómversk- kaþólska og grísk-kaþólska kirkju og enn hefurekki dregið að marki til einingar milli þeirra. Síðan var reynt i fjórar ald- ir að varðveita einingu rómv kirkjunnar, unzflóðaldan varð ekki stöðvuð og siðbót Lúthers flæddi yfir mikinn hluta Evrópu. Síðan hafa mótmælendur margklofnað í sértrúarflokka og kirkjur. Einingarviðleitni hefurvax- ið fiskur um hrygg á siðustu timum. Andspænis þeim hörmulega hildarleik, sem tvivegis hefur verið háður á þessari öld, hefur mönnum betur en fyrr lærzt að skilja brennandi nauðsyn meiri ein- ingar, og einingarviðleitni fer einnig fram i öðrum trúar- brögðum. Líkt og kristninni fór hefur farið Búddhadómi. Hann hefur klofnað í tvær að ýmsu æði ólíkar höfuðdeildir. En á síðustu árum hefur farið fram markviss viðleitni beztu manna til að jafna ágreining og sætta andstæður. Enn fór svipað um íslam, Múhameðsmenn, að þar er í stórum dráttum um tvær meginstefnur að ræða, og einnig þar gætir viðleitni til einingará síðustu timum. Við ættum að sjá það betur nú en nokkur fyrri kynslóð, að á engu er heiminum meiri þörf en meiri bróðurhug, meiri einingu. Um hana ættu trúarbrögðin, kristindómur- inn fyrst og fremst að hafa forgöngu. En þá verður kirkja Krists að hefja siðabót í sínu eigin húsi, eyða umburðar- leysinu, reka á dyrgremju í þeirra garð, sem með rökum verja og velja sína leið að kennisetningunum. Og þar sem okkur getur ekki dulizt síminnkandi möguleikar þess að kristnin sigri heimsbyggð- ina alla, allir menn verði kristnir, erauðsæ nauðsyn þess, að höfuðtrúarbrögðin taki saman höndum um frið á jörðu. Vantarekki hinn kristilega gleðihreim í þessa hvíta- sunnuhugleiðingu, hugleið- ingu á stofndegi kirkjunnar, sjálfri hátið andans? Við stór- merki andans fæddist kristin kirkja, við kraftaverk og furð- ur, við „aðdynjanda sterk- viðris" segir Postulasagan. Hver er andinn, heilagur andi? Því verður ekki svarað hér í stuttu máli. Um það má sitt hvað lesa á blaðsíðum N. testam. og enganveginn samhljóma allt. Þarverðurað velja milli hugmynda og ' hafna í guðspjalli er sagt, að Jesús hafi gefið læsisveinum sínum það fyrirheit, að eftir lausn sína úr likamsfjötrum skyldi hann senda þeim and- ann, sem leiða myndi þá til sannleikans. Hann hafði líka sagt, að það væri þeim til góðs, að hann léti líf sitt, þvi aðfyrrgæti sannleiksandinn ekki komiðtil þeirra. Menn trúðu þvi i frum- kristni, að andinn, sem bar sér vitni i lifi manna með mörgu móti, sem máttur til kraftaverka, sem sálrænar gáfur skyggni og forspár, og framar öðru sem dásamleg handleiðsla, væri andi hins upprisna Krists. Enda segir Páll postuli: „Drottinn Jesús er andinn", og af anda Jesú hins krossfesta og upprisna veit hinn mikli postuli sig daglega leiddan. Miklu hefði orðiðaf illvig- um og ófrjóum deilum af- stýrt, ef menn hefðu getað sameinazt um þennan ein- falda skilning á heil. anda i stað þess að skapa um hann flókið trúfræðikerfi, sem fæstir botna nokkuð i, og gera hann að „þriðju per- sónu" guðdómsins, sem mik- ill fjöldi manna á æði erfitt meðaðsamríma þeirri trú, að Guð sé einn. Hvað um það. Nú eru „brjóst orðin köld i kristinni sveit" hjá því sem vará dög- um frumkristninnar. Þá þekktu menn ekki þær trú- fræðikenningar margar, sem nú þykir nauðsyn að játa, en menn þekktu kraft andans, handleiðsla hans var þeim daglegur, undursamlegur veruleiki. Þessvegna er saga fyrstu kristnu kynslóðanna eins og nálega ótrúlegt ævin- týri. Sá kraftur, sem bar þær kynslóðir uppi, geturendur- fætt kristni og kirkju enn, krafturinn, sem bar sér sýni- legt vitni á hvítasunnudeg- inum i Jerúsalem. Kirkja - Kirkjur Tré- og málm- gardínustangir í mörgum stærðum PÓSTSENDUM Málning & Járnvörur Laugavegi 23 ’ Símar 1-12-95 & 1-28-76 ’ Reykjavík Þar sem fagmennimir verzla er yður áhætt Nýsending Vatnsleiðslurör í öllum stærðum og gerðum. Mjög hagstætt verð. BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÚPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 BYKO eldhúsviftur eru ísenn kröftugar, hljóðlátarog fallegar. Eigum fyrirliggjandi tvær gerðir, SANIMAR með þremurhröðum og Ijósiog ELECTRONIC. með elektrónískri hraðastillingu og innbyggðu Ijósi. Báðar gerðir er hægt að stilla á inn - eða útblástur. Orlof húsmæðra í Eyjafirði í sumar Orlofsheimili reykvtskra húsmæSra sumariS 1977 verSur aS Hrafnagilsskóla I EyjafirSi. Rétt til aS sækja um dvöl á heimilinu hafa reykviskar húsmæSur, sem veita eSa hafa veitt heimili forstöSu. Sú nýbreytni verSur I sumar aS auk reykviskra húsmæSra munu dvelja þar húsmæSur vlSsvegar aS af NorSurlandi og Strandasýslu. Þessi ákvörSun var tekin á fjölmennri ráSstefnu orlofsnefnda, er haldin var 1 9. mars s.l. Þegar er ákveSiS um 8 hópa, þá miSaS viS 50 gesti frá Reykjavík og 10 aS norSan hverju sinni. Barnaheimili verSur starfrækt i ágústmánuSi i Saltvlk á Kjalarnesi L^fyrir börn á aldrinum 4—7 ára. Þessi fyrirgreiSsla er hugsuS til þess aS auSvelda ungum mæSrum aS vera gestir orlofsins. Fyrsti hópurinn fer laugardaginn 25. júni. FlogiS verSur meS Flug- félagi Íslands til Akureyrar. Frá og meS 1. júnl verSur tekiS viS umsóknum á skrifstofu nenfdarinnar aS TraSarkotssundi 6, kl. 15—18 alla virka daga. Verð frá kr. 44.500,- Verzlunin Sími 26788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.