Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
123. tbl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
James Earl Ray:
Skaut ekki
banaskotinu
JAMES Earl Ray segist enn einu
sinni geta játaö á sig morðið á dr.
Martin Luther King, þó svo að
hann hafi ekki skotið kúlunni,
sem varð bandaríska mannrétt-
indaleiðtoganum að bana. „Ég var
í klemmu,“ segir hann í viðtali
við bandaríska dagblaðið The
Nashville Tennesean.
Rey, sem afplánar nú 99 ára
fangelsisdóm fyrir morðið á
King, heldur því fram að þáver-
andi lögfræðingur sinn, Percy
Foreman, hafi neytt sig til að játa
sekt í málinu 1969.
„Ég er ekki sekur, að minnsta
kosti ekki lagalega," segir Ray.
„Með öðrum orðum, ég skaut
hann ekki... En það má vera að
ég eigi hlutdeild i málinu... Ég
kevpti vopnið og ýmislegt annað.“
Ray segir að dularfullur maður,
nefndur ,,Raoul“, hafi útvegað
Framhald á bls. 17
Albanir segja
ekki f ráf uglum
London (Al’)
VALDHAFARNIR í
Albaníu eru svo tortryggn-
ir að meira að segja fugla-
skoðaðar verða að vara sig,
segir ritstjóri nýrrar bókar
um fugla Evrópu.
Stórvirk
byggðastefna
í Vietnam
STJÓRN Vietnam hefur flutt tugi
þúsunda manna úr borgum í
Suður Vietnam til sveita á þessu
ári, til þess að „dreifa
vinnuaflinu", að því er
ríkisútvarpiö f Hanoi skýrir frá.
Segir útvarpið að bara f maí hafi
þúsundir manna farið frá IIo Chi
Minhborg (áður Saigon) til þess
að setjast að f sveitum vestan og
norð-vestan borgarinnar
Fréttamenn segja að þetta sé
berorðasta yfirlýsing
vietnamskra yfirvalda um
víðtæka byggðastefnu sína, sem
miðar að þvi að fækka fólki í
borgum suðurhlutans og auka
landbúnaðarframleiösluna.
Útvarpið bætti þvi við að 13.000
manns hefðu verið flutt frá
strandhéruðunum Thuan Hai og
að áætlanir væru um að flytja
þaðan 50.000 manns til viðbótar á
þessu ári.
Upplýsingar frá Albaníu
verða af skornum skammti
i bókinni þar sem fugla-
skoðarar þar fara með þær
eins og mannsmorð og þora
ekki að útvega skrá um
fugla í landinu og kort sem
sýna útbreiðslu þeirra, seg-
ir ritstjórinn, Stanley
Cramp.
„Einu upplýsingarnir frá
Albaníu hafa borizt frá
fuglaskoðurum sem ferða-
menn hafa einstöku
sinnum haft samband við,“
segir hann.
„Albanir þora helzt ekki að taka
sér penna í hönd þar sem leyni-
lögreglan gæti haldið að skrá
þeirra og kort væru einhvers
konar dulmálssendingar til
manna á Vesturlöndum, “ segir
Cramp enn fremur.
Fuglabók Cramps er eitthvert
nákvæmasta yfirlitsrit sem gefið
hefur verið út um fugla Evrópu.
Fuglaskoðaðar frá rúmlega 40
löndum hafa útvegað Cramp og
öðrum ritstjórum bókarinnar í
London og Amsterdam upplýsing-
ar i bókina um 750 fuglategundir
í Evrópu austurtil Úralfjalla.
Cramp er í gamni kallaður opin-
ber fuglaskoðari drottningar.
Hann hefur þann starfa að skrá
nöfn fugla sem sjást í görðum
Buckingham-hallar i miðri
Lundúnarborg.
- ■ <
'*-v «r
.— vU- -Cr <• '
. '*e 'ní, .< '’l *** . *' * ”
>i*- ■ 'jð&c*r,> * ■ -, >• y<-
■ Iin ■ .. <WIuii». ~ •*■<• » ■ _ 'W « TwT- n>; A V ' »>, i “ . *■«♦< >
Gamli og nýi tfminn — sfðutogarinn og skuttogarinn — mætast f húminu sudvestur af Surtsey. í dag er
sjómannadagur — sá fertugasti f röðinni. (Mótíf-myndir, Kr. Ben.)
Tvísýnar kosningar
í írska lýðveldinu
I)yflinni, Reuter.
LIAM Cosgrave forsætisráðherra
hefur boðað til þingkosninga í
irska lýðveldinu 16. júní í von um
að stjórnarflokkarnir, ihalds-
flokkurinn Fine Gael og Verka-
mannaflokkurinn, fái traustsyfir-
lýsingu kjósenda vegna stefnu
sinnar í efnahagsmálum og
harðrar afstöðu gegn skæruliðum
írska lýðveldishersins (IRA).
Stjórnarandstöðuflokkurinn Fi-
anna Fail, sem var við völd í 16 ár
unz núverandi samsteypustjórn
var mynduð 1973, notar verö-
hækkanir og atvinnuleysi sér til
Urmull af austur-þýzkum
n jósnurum í V-Þýzkalandi
NÝJASTA njósnamálið, sem
komizt hefur upp um I Vestur-
Þýzkalandi, og handtökur sem
fylgdu í kjölfar þess, hafa
vakið upp spurningar meðal
ráðamanna annarra um það,
hvort Vestur-Þýzkaland sé að
verða veikur hlekkur innan
bandalagsins vegna þess að þar
virðast njósnarar kommúnista
vera á hverju strái. Þekkist
ekki 1 öðru NATO-rfki jafn-
mikil iðja kommúnista sem
þar, segir 1 brezka blaðinu
Observer.
Njósnari frá Austur-
Þýzkalandi, sem gekk í lið með
Vestur-Þýzkalandi fyrir
nokkru, sagði að um sextán
þúsund útsendarar Ausur-
Þýzkalands væru f Vestur-
Þýzkalandi. Yfirmaður gagn-
njósnaþjónustu Vestur-
Þýzkalands taldi tölu milli þrjú
og f jögur þúsund nær lagi.
Samkvæmt upplýsingum
vestur-þýzka innanríkisráðu-
neytisins eiga þrír fjórðu allra
njósnamála, sem upp komst um
á sl. ári, upptök sín i Austur-
Þýzkalandi. Af 33 mönnum,
sem dóma hlutu fyrir þær sak-
ir, höfðu 23 unnið fyrir öryggis-
málaráðuneytið i Austur-
Berlin.
Siðan Giinter Guillaume var
handtekinn í apríl 1974 hefur
vestur-þýzku gagnnjósnaþjón-
ustan komið upp um fimmtíu
njósnamál og þau eiga það sam-
eiginlegt, að Austur-Þjóðverjar
eru undantekningarlitið við-
riðnir þau.
Svo virðist sem austur-þýzka
stjórnin leggi á það aukið kapp
að koma þjálfuðu fólki inn i
sambandslýðveldið og láta það
vinna fulla vinnu sem tengiliðir
eða sendiboðar. Handtaka rit-
arans nú á dögunum var tengd
uppljóstrun um njósnaiðju
Austur-Þjóðverja í DUsseldorf.
Voru þar um að ræða karl og
konu og höfðu þau það verk að
fylgjast með störfum ritarans
og veita aðstoð við að koma
gögnum úr skrifstofu kanzlar-
ans rétta boðleið til Austur-
Berlínar, þar sem yfirmenn
þeirra hafa aðsetur. Fólk þetta
er um þritugt að aldri og fætt í
AusturÞýzkalandi. í Dussel-
dorf höfðu þau tekið sér fölsk
I ramhald á bls. 37
framdráttar í kosningabaráttunni
og ilrekar kröfu sina um brott-
flutning brezka herliðsins frá
Norður-Irlandi.
Margir stuðningsmenn Verka-
mannaflokksins hafa gagnrýnt
samvinnu flokksins við ihalds-
flokkinn Fine Gael, sem hefur á
undanförnum mánuðum staðið í
vegi fyrir bréytingum eitis og
þeim að leyfa getnaöarvarnir. en
samvinnan hefur reynzt hag-
kvæm og ekkért hefur bent til
þess að stjórnarsamstarfiö hafi
verið i hættu.
Búizt hafði verið við því að efnt
yrði til nýrra kosninga og stjórn-
málaflokkarnir voru við þvi búnir
að hefja kosningabaráttuna i
þrjár vikur.
Kosningarnar verða tvísýnar i
Dyflinni, þar sem þorri rúmlega
2,1 milljónar kjösenda býr, og
mikil óvissa ríkir unt afstöðu
440.000 nýrra kjósenda. Gert er
ráð fyrir því að Verkamanna-
flokknunt veitist erfitl að halda
fylgisaukningu sinni úr siðustu
kosningum.
Staða flokkanna er þessi. Fine
Gael 55 þingsæti. Verkamanna-
flokkurinn 19, Fianna Fail 66 og
óháðir þrjú þar við ba'tist þing-
forseti. Vegna kjörda*niabreyt-
inga verður kosið um 148 þing-
sa'ti.