Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 Sjónvarp kl. 21.50: EF ÞAÐ ER FRETTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐINU SUNNUDAGUR 5. maí 1977 18.00 Bangsinn Paddington Breskur mvndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson, sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Knattspyrnuhetjan Ný bresk framhaldsmynd í þremur þáttum. 1. þáttur. Ungur drengur Ben er á ferð með föður sfnum sem er 1 atvinnuleit. Faðirinn var áður kunnur knattspyrnumaður en slasaðist og varð að hætta. Ben hefur mikinn áhuga á knattspyrnu, en faðir hans hefur hannað honum að iðka íþröttir. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Gluggar Breskur framhaldsmy ndaflokkur. Fiskveiðar og Fiskeldi, kappakstursbílar, dýralff f Dauria. Þýðandi og þulur Jón Ó. Eðvald. 19.00 II Ió 20.00 Fréttir og veðurfregnir 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Myndaflokkur byggður á ferðasögu og teikningum Alberts Engström frá íslandsferð hans 1911. Þýðandi Viiborg Sigurðardóttir. Sænska sjónvarpið. 21.00 Húsbændur og hjú. Breskur myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Til sjós með Binna í Gröf. Sumarið 1970 fóru sjónvarpsmenn í róður með Benóný Fririkssyni frá Vestmannae.vjum og segir hér frá þeirri ferð. Áður á dagskrá 20. nóv. 1970. 22.30 Að kvöldi dags Sr. Jakob Jónsson dr. theol. flytur hugvekju 22.40Dagskrárlok MÁNUDAGUR 6. júnf 20.00 Fréttir og veðurfregnir 20.50 Aglýsingar og dagskrá 20.30 íþróttir. Umsjón Barni Felixson. 21.00 Söngvarinn. Danskt sjónvarpsleikrit eftir Peter Ronild og Peter Steen. Leikstjóri F’ranz Ernst. Aðalhlutverk Peter Steen, Lly Broberg og Clara Ölströ. Karl er orðinn 35 ára og hefur ekki tekist að ná þvf takmarki sfnu að verða frægur söngvari, en hann veit sem er að enginn verður óbarinn biskup. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Nordvision danska sjónvarpið. 22.10 Ónafngreind mynd Á Baffinseyju f Norður Kanada hefur verið reist þorp fyrir eskimóa sem fyrir fáeinum árum lifðu enn svipuðu lífi og forfeður þeirra höfðu gert um aldaraðir. Nú stunda þeir fasta atvinnu og börnin ganga f skóla. Hinir nýju Iffshættir falla ekki öllum þorpsbúum, og oft hvarflar hugurinn á fornar slóðir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.05 Dagskrárlok. 60 þúsund tonn úr sjó Kempan Binni í Gröf við Gullborgina Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21.50 mynd- ina Til sjós með Binna í Gröf. í myndinni segir frá kempunni Benóný heitnum Friðriks- syni skipstjóra úr Vestmannaeyjum, en sjónvarpsmenn fóru í róður með hon- um árið 1970. Senni- lega þekkja flestir landsmenn til Binna í Gröf og Gullborgar- innar, sem hann átti síðast. Var Binni nafntoguð aflakló, en það má m.a. marka af þeim upp- lýsingum, sem koma fram í bók Árna Johnsen um elda í Heimaey. Þar segir Árni, að Binni hafi um sína daga landað úr sjó 60 þúsund tonnum af fiski. Árið 973 var áætlað út- flutningsverðmæti þess afla alls 3200 milljónir króna. Það hefur bví ekki verið lítið gagnið sem þessi fallna hetja gerði þjóðarbúinu. En sjálfur hlaut Binni í Gröf ekki nein verð- laun frá þjóðfélag- inu fyrir allt sitt starf, utan þess að honum var eitt sinn veitt fálkaorðan. Árni Johnsen segir í bók sinni að þegar Binni í Gröf hafi lát- izt hafi hann aðeins átt hús og sinn gamla bát. Söngvarinn, danskt sjónvarpsleikrit eftir Peter Ronild og Peter Sten verður sýnt f sjónvarpi á mánudagskvöld kl. 21.00. Þar greinir frá Karli nokkrum, sem orðinn er 35 ára og hefur ekki enn tekizt að ná takmarki sfnu að verða frægur söngvari. Engin útvarps- dagskrá VEGNA verkfalls og yf- irvinnubanns varð sunnudagsblað Morgun- blaðsins að fara mjög snemma vikunnar í vinnslu. Á þeim tíma var eigi unnt að fá uppgefna dagskrá hljóðvarps um þessa helgi, þar sem hún var ekki endanlega frá- gengin né samþykkt. Æ BÍLALEIGAN V&IEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 • 28810 Hótal- og flugvallaþiónutta. L0FTLEIDIR C 2 1190 2 11 38 ílBÍLALEIGAN mmim SIGTÚN 1. S. 14444. 25555 Treflasala FEF hafin TKEFLASALA Félags einstæðra foreldra á leikjum 1. deildar liða í knattspyrnu er hafin fyrir nokkru. Er þetta þriðja sumarið sem FEF býður trefla í félagalit- um til solu á leikjunum og hefur eftirspurn vaxið ár frá ári. Þá mun FEF setja á markaðinn á næstunni húfur í félagalitunum og verða fyrst á boðstólum húfur í litum þeirra félaga sem mest hef- ur seizt af treflum undanfarin sumur, þ.e. ÍA, Vals og Vikings. Siðar ísumar munu svo koma húf- ur í litum annarra 1. deildar liða. — Verra en að . . . Framhald af bls. 3 að njóta sannmælis fyrir dóm- stólum. Nixon kvaðst því hafa ákveð- ið að fallast á náðun Fords þótt hann víðurkenndi sig þar meó sekan. Nixon var beiskur út í blaða- mennina Bob Woodward og Carl Bernstein sem hann nán- ast kenndi um slag Pat konu sinnar í fyrra. Hann kallaði þá „ruslaralýð" og sór og sárt við lagði að hann mundi aldrei fyrirgefa þeim fyrir frásögn þeirra af þjáningardögum hans i lok embættisferils síns. Hann sagði að kona sín hefði fengið slag þremur dögum eftir að hús las lýsingu á henni þess efnis að hún væri einmana kona sem væri orðin drykk- felld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.