Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 „Það gerir seltan 99 Við Jökulgrunn, í vesturjaðri Hrafnistusvæðisins, hefur ver- ið komið upp nokkrum hjóna- fbúðum fyrir vistmenn. i eina þessara íbúða voru nýflutt hjónin Kristján Þorsteinsson og Vilborg Þjóðbjarnardóttir frá Akranesi. Sjórinn hefur verið snar þáttur í lffi beggja frá barnsbeini en þau gengu f hjónaband er hann var 29 ára og hún hálffertug. Hafði Kristján unnið í sjávarútvegi frá fermingaraldri í skemmri eða lengri tíma, og Vilborg ung verið gefin öðrum manni er sótti Iffsbjörg fjölskyldunnar í greipar /Egi, manni sem á bezta aldri varð eitt margra fórnar- lamba hins gjöfula hafs. Er við litum inn hjá þeim Kristjáni og Vilborgu höfðu þau komið sér vistlega fyrir í hinum nýju heimkynnum. Er blaðamaður hafði borið upp erindi sitt var honum boðið á stofu, en þar og á öðrum veggjum mátti sjá myndir úr sjávarútvegi og frá heimkynnum þeirra hjóna á Akranesi. Hófst samtalið á þvf að Kristján var beðinn um að skýra frá uppruna sínum og ætt: „Ég er fæddur á Akranesi, á Suðurgötunni, 20. nóvember 1908. Foreldrar mínir voru Þor- steinn Ölafsson og Kristín Ey- jólfsdóttir. Faðir minn var ætt- aður úr Borgarfirði, sonur Ólafs Jónssonar. Bjó hann að Fellsöxl þar til hann kvæntist móður minni, en þá fluttist hann út á Sólmundarhöfða í Innri-Akraneshreppi. Ólafur afi minn og Ásgerður fluttu þá til Reykjavíkur, aldamótaárið. Margir Reykvíkingar könnuð- ust við þau, og hér voru fyrir Sigprður Ólafsson, föðurbróðir minn og rakari, og Júlíus Ólafs- son, einnig bróðir föður míns, en hann var lengi vélstjóri á varðskipum og einnig á Súð- inni. Foreldrar mínir voru að- eins eitt ár á Akranesi, fluttust svo inn á Kross í Innri- Akraneshrepp, en þar var ég alinn upp til fermingaraldurs. Er ég nálgast tvítugt flytja for- eldrar mínir að Kjarrarstöðum i Innri-akraneshrepp, en þar var ég þangað til ég varð 29 ára, en þá fluttist ég á Akranes og festi mitt ráð.“ Á Gylli f strlðinu og síðan fyrsta nýsköpunartogaranum. Sagði Kristján þessu næst, að hann hefði snemma farið að vinna að sjávarútvegi. Vann hann hluta úr ári í nokkur ár sem landmaður, bæði á Akra- nesi og verstöðvum á Reykja- nesi. Væri eiginlega þó ekki hægt að segja að hann hefði hafið sjómennsku fyrr en hann kvæntist, að því er hann tjáði Mbl. í spjallinu á dögunum. Um sjómennsku sína sagði hann annars: „Ég hóf mina sjómennsku á Akranesi árið 1930 á litlum 11 tonna bát er hét Valur. Skip- stjóri var Júlíus Einarsson frá Bakka á Akranesi. Síðan er ég á bátum og landmaður fram til ársins 1943, en þá fór ég á tog- arann Gylli, en skipstjóri á hon- um var þá Hannes Pálsson mág- ur minn. Þar er ég I plássi til 1946, en þá fór ég á síld því til stóð að selja Gylli til írlands. Þegar Ingólfur Arnarson, fyrsti nýsköpunartogarinn, kemur til landsins, þá fór ég á hann, en þá var Hannes mágur minn einnig skipstjóri. Þetta er í febrúar 1947 að hann kemur, en mig minnir að við höfum farið á veiðar þriðja eða fjórða marz. Ég hleyp hér aðeins yfir sögu, því ég fer á síld á Andey Í939 með Haraldi Thorlacius mági mínum frá Hrísey. Var ég með honum tvö sumur. Svo fer ég aftur á síld árið 1942 á mótor- bátnum Fylki með Njáli Þórðarsyni. Sumurin ‘45 og ‘46 var ég einnig á síld og þá með Njáli, en nú á bátnum Olafi Bjarnasyni. Ég var með Hannesi í akkúr- at þrjú ár á Ingólfi Arnarsyni, en þá veiktist ég af lungna- bólgu og var settur hér á sjúkrahús. Þegar ég næ mér af lungnabólgunni ræðst ég sem kyndari á togarann Bjarna Ólafsson frá Akranesi. Á hon- um var ég af og til í ein níu ár, en þegar ég hætti á Bjarna, þá fór ég í vinnu hjá Haraldi Böðvarssyni og kompaníi á Eyr- arnesi sem kallað er. Þar var ég I þrjú ár. En þaðan fór ég aftur á síld. Langaði mig að kynnast allri hinni nýju tækni sem kom- in var til skjalanna við sild- veiðarnar. Var ég í eitt ár á mótorbátnum Ver, en I hann höfðu verið settar allar nýjar tiltækar græjur. Þetta var 1962 að mig minnir. Fórum við á síld fyrir norðan um sumarið, en um veturinn var einnig síld her við Jökulinn. Þegar Ver hætti á nótaveiðum vorið eftir, þá fór ég á togárann Ingólf Arnarson, en þá var Sigurjón með hann. Ég var með honum þrjá túra. Þá fór hann í klössun, en þá varð ég einnig að hætta þvi ég fór að finna til i hnénu. Átti ég kost á því að fara aftur á Ingólf en ég treysti mér ekki vegna eymslanna i hnénu. Þar hætti mín sjómennska," sagði Kristján. Aðspurður sagðist Kristján hafa þá farið að vinna hjá Akra- neskaupstað og verið við sorp- hreinsun þar í 11 ár. Sagði hann einnig að vart hefði verið hægt að kalla sjómennsku sína verulega fyrr en hann fór á togarana, því þá hafi hann byrj- að á sjónum allan ársins hring. Tæknibreyting aðeins á síld- veiðum. Við spurðum Kristján næst hvort ekki hefðu átt sér stað miklar breytingar á vinnu- aðbúnaði meðan hann var á sjónum: „Mér fannst ákaflega lítil breyting á öllum málum á togurunum á sjómannstíð minni. Tæknin virtist ekki ná þangað þótt miklar breytingar yrðu á síldveiðinni. Frá þvi að ég fór á Andey og þar til að ég fór á Ver litla þá hafði átt sér stað gífurleg tæknibreyting. Vinnuaðferðin hafði breytzt gífurlega á síldveiðunum á þessum tíma meðan litlar sem engar breytingar höfðu átt sér stað á togurunum. Þá urðu, náttúrulega einnig miklar breytingar á mannabúðum, bæði á togurunum og minni bátunum." Ekki kvaðst Kristján kunna beint neinar skemmtilegar sög- ur að segja af sjónum. „Ég var þó á Gylli á striðsárunum, en það kom aldrei neitt fyrir okk- ur. Ég held að lukka okkar hafi verið mest að þakka skip- stjóranum sem þá var, Hall- grími Guðmundssyni," sagði Kristján. Kristján sagðist þó alltaf hafa kunnað vel við sig á sjónum. Hefði hann kosið sjó- inn lengur hefði ekki einhver gigt í hné aftrað honum „Sjávarloftið hafði mjög góð áhrif á mann, það gerir seltan," sagði hann ennfremur. Fjarveran erfiðust börnunum. Kristján Þorsteinsson er eins og áður segir kvæntur Vilborgu Þjóðbjarnardóttur. Áður en Vilborg giftist Kristján i hafði hún verið gift Indriða Jónssyni, en hann missti hún i sjóinn eftir 8 ára sambúð. Sat hún þá uppi með tvo unga syni, 7 og 2ja ára gamla. Sagðist Vilborg hafa síðan verið ein með þá syni sína næstu 5 árin, eða þar til hún giftist Kristjáni, en með honum á hún dóttur. Er við röbbuðum við Kristján í heimsókn okkar að Hrafnistu spurðum við Vil- borgu hvernig það hefði verið að vera sjómannskona,' sérstak- lega þegar eiginmaðurinn hafði verið lengi fjarverandi frá heimilinu: „Þetta venst allt saman. Fjarveran var náttúru- lega erfiðust fyrir börnin, þeir komu eins og hálfgerðir gestir. En það var alltaf tilhlökkun þegar þeirra var von, og það voru alltaf hátíðisdagar þegar þeir voru heima. En það þarf náttúrulega ekkert að lýsa því hvernig sjómannskonu líður í ofviðrum, og einnig urðu dagar oft langir þegar Kristján var að sigla í stríðinu. Ég fann þá styrk í Guði minum almáttug- um. Við alla erfiðleika byggði ég traust mitt á þeim mikla styrk sem ég fann I honum,“ sagði Vilborg. Vilborg tjáði okkur að hún hefði verið heppin með sína menn þeir hefðu alltaf séð vel um sín heimili. „En ég missti náttúrulega mikið þegr ég missti minn fyrri mann. Þá stóð ég á þrítugu. Var Indriði þá 34 ára og vélstjóri á Kveldúlfi, sem fórst 20. janúar 1933“, sagði hún ennfremur. Þau Kristján og Vilborg voru sem áður segir nýflutt að Hrafnistu er við spjölluðum við þau. Sögðust þau telja sig vera í afskaplega góðri geymslu í þessum nýju heimkynnum. „Við getum hvorugt talist sjálf- stæð heilsufarslega, og því væntum við góðs af verunni hérna, og miðað við þessa fáu daga sem við höfum verið hér, þá held ég að vel muni fara um okkur hérna,“ sagði Vilborg að lokum. — ágás. T oghlerar Flotvorpu- vindur fyrir spærling — kolmunna — loönu— og þorsk veiöar fyrir humar rækju kolmunna spærling loðnu og porsk J. Hinriksson - véiaverkstæði. Skúlatúni 6 Reykjavik. slmar 23520 — 26590. Stórslysaæfingin á Norðurlandi: — Y msir veikleik ar komuíljós ÝMSIR veikleikar I stórslysaviSbún- aSi á NorSurlandi komu I Ijós viS æfinguna laugardaginn 21. mai sl. sem án æfingar hefSu ekki komiS I Ijós, segir I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Guðjóni Petersen. forstöSumanni Almannavarnaríkisins. Nefnir Guðjón i þvi sambandi eftir- farandi 1 Mun Ijósari þarf að vera skipting leitarstjórnar yfir á hendur björgunar- stjórnar yfirvalda í umdæmi þvi sem slysstaður finnst i. Þetta á þó aðeins við þegar leit er nauðsynleg, fyrir björgun. 2. Tryggja verður sambands- og um- boðsaðila yfirvalda á staðnum. annað- hvort með þvi að foringi þess leitar- flokks er finnur slysið sé ábyrgur gagn- vart yfirstjórn og/eða að yfirstjórn i umdæminu komi þjálfuðum stjórnanda og sambandsmanni á slysstaðinn 3 Gera verður ávallt ráð fyrir fullum þunga sjúkraflutninga um landveg þrátt fyrir að þyrlur annist flutningana, til að mæta óvæntum töfum i loft- flutningum 4 Almannavarnanefndir og lög- reglustjórnir þurfa að stórauka sam- bandsmöguleíka sina með tæknibún- aði til að radiostöðvar pósts- og síma í héraði komi þeim að fullum notum á hættutíma og/eða með sjálfstæðum tækjum 5 Björgunarþyrlur Varnarliðsins i stórslysaflutningum ættu eindregið að taka eldsneyti á flugi, en ekki á flug- völlum vegna tlma sem tekur að taka eldsneyti á jörðu 6 Að lokum má ætla að margar björgunarsveitir skorti tilfinnanlega meiri þjálfun og aukinn aga, þótt gera megi ráð fyrir, að þar standi þær mjög mismunandi að vigi. Sem heild er æfingin góður lær- dómur og rennir stoðum undir nauðsyn á góðu samræmdu skipulagi aðgerða í slikum tilvikum, segir að lokum í tilkynningunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.