Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 23 „Hœgt að hafa það sœmilegtmeð því að vera nœgilega fáir á ” Spjallað við Guðbjörn Pétursson skipstjára á Geir RE 406 Guðbjörn I brúnnl á Geir. „ÞETTA gengur ekkert sérlega vel, það er búið að þrengja svo að okkur sem stundum togveið- ar að segja má að verið sé að neyða okkur til að hætta þess- um veiðiskap og fara á net,“ sagði Guðbjörn Pétursson skip- stjóri og útgerðarmaður á Geir RE 406, er við hittum hann f fyrri viku f höfninni f Grinda- vfk, þar sem þeir voru að landa tæpum tveimur tonnum af fiski eftir tveggja sólarhringa úti- vist. „Þetta var hreinn reiðileysis- trú og við komum bara f land til að byrja nýjan túr með von um að betur gangi þá. Við sjó- menn gerum þetta stundum þegar allt gengur á afturfót- unum f fiskirfi og veiðafæra- havarf. Við erum búnir að skrapa upp 230 tonn á vetrar- vertfðinni, mest ýsu og ef ekki hefði verið þessi einmuna veðurblfða veit ég ekki hvernig þetta hefði orðið.“ — Gerið þið alveg út frá Grindavík? —Já, það má eiginlega segja það, það er búið að ganga svo til af útgerð frá Reykjavík dauðri með friðun Faxaflóans. Síðan er verið að ganga frá togbátaút- gerðinni með þrengingu veiði- svæða og stækkun möskva, en möskvastækkunin kemur miklu verr út fyrir bátana en togarana, þvf að togararnir eru mest i þorski en við í ýsu. Þeir hífa trollið beint um borð en við erum talsverðan tíma að taka þetta og þá syndir mikill hluti aflans út um möskvana. Nú er svo til búið að eyðileggja fyrir okkur Reykjanesröstina með því að færa landhelgina út úr þremur mflum f 4 og færa mörkin við Stafnes út um eina mílu. Þetta hafa verið hefztu fiskislóðirnar okkar. I röstinni er hryggur út á 5 mílur og höf- um við getað togað báðum meg- in við hann upp á þrjár mílurn- ar, en yfirleitt er áðeins fisk að fá öðrum megin við hann eftir því hvernig stendur á föllum. Nú eru menn að snúast þarna á 1 mflu og liggur við að hægt sé að segja að verið sé að freista okkar til að fara inn fyrir land- helgina til að snúa við. Eru þetta ekki friðunarað- gerðir? —Það hlýtur að vera, það er verið að taka af okkur beztu fiskislóðirnar þar sem við höf- um fengið mestan aflann. Við veiðum mest ýsu, sem við selj- um fisksölum í Reykjavík, en ef þessu heldur áfram fer að verða erfitt um soðningu handa borgarbúum. —Er sæmileg útkoma út úr þessum afla hjá ykkur? —Já, það má segja að hún sé sæmileg hjá okkur og betri en hjá mörgum öðrum, en það fæst enginn hlutur út úr þessu nema vegna þess að við erum svo fáir á, 5 alls í áhöfn og það þarf mikla vinnu til að ná þessum afla. Við höfum engar vaktir, vinnum bara allir meðan verið er að. —Hvað eruð þið lengi úti i einu? —Á vetrarvertíðinni reynir maður að róa á hverjum degi og koma að á kvöldin svo hægt sé að koma fiskinum á markaðinn. Þetta var hægt er stutt var að sækja, en nú er það orðið erfitt eftir að beztu slóðirnar hafa verið teknar af okkur. Við sækjum aflann alla leið austur til Vestmannaeyja og Iengra. Á sumrin erum við 4—5 daga í hverjum túr. — Er hálfdauft hljóðið í körl- unum á bátunum? —Þú hefðir átt að vera með okkur f þessum túr og heyra karlana tala í stöðina, þá hefðir þú fengið eitthvað til að skrifa um. Það vantar alveg samstöðu hjá okkur til að standa á móti aðgerðum sem stórskerða afla- möguleikana hjá okkur. Það liggur alveg i augum uppi, að ef ekki er samstaða um mótmæli og enginn segir neitt er það túlkað sem samþykki okkar við aðgerðum. Við þyrftum að standa saman eins og þeir gera t.d. í Vestmannaeyjum, þar er samstaða. Það vantar líka alveg að þessir ráðamenn okkar og vísindamenn ráðgist við reynda menn áður en þeir draga eitt- hvert strik á kort með reglu- stiku. —Er þá ekki mikil framtíð í þessu? —Maður vonar auðvitað að þetta lagist núna þegar við erum að losna við útlendingana út úr landhelginni en það hlýt- ur líka að þurfa að gera ein- hverjar ráðstafanir. Ég held t.d. að það sé óhjákvæmilegt að banna flottrollið. Það hlýtur að verða að gera hið sama hér og annarsstaðar og Norðmenn eru búnir að banna flottrollið. Hins vegar er engin framtið í að gera út frá Reykjavík, enda flestir bátar að hverfa þaðan. Sjáðu t.d. Aðalbjörgina, hún er skráð á Skagaströnd svo hún geti stundað rækju þaðan og svo rær hún héðan úr Grindavik aðra tima. Við erum nokkrir af yngri kynslóð sjómanna úr Reykjavík, sem erum að basla við útgerð þaðan, en það má segja að það sé alveg búið að útiloka að við getum það. —Er ekki von til þess að ein- hvern tima verði Faxaflóinn opnaður aftur? —Maður veit það ekki, en það myndi strax hjálpa ef við fengj- um að vera þar að einhvern tfma ársins t.d maí — júlí, þeg- ar mest veiðivonin er á þeim slóðum og þá auðvitað undir eftirliti. Maður hefur heyrt gamla sjómenn segja að þegar Faxaflóanum var lokað hafi togararnir verið með full dekk af fiski á miðnætti er lokunin tók gildi. —Hvernig er að fá mannskap á svona 70 tonna bát? —Ég hef verið heppinn með það, yfirleitt með sama mann- skapinn, og það er vegna þess að maður er alltaf á sama veiðarfærinu. Ef við neyðumst til að fara á net missti ég þessa stráka. Það er ekki hægt að manna alla bátana á net, yfir- leitt eru þeir illa settir hvað mannskap snertir nema topp- bátarnir. —Hvað er hægt að gera? —Ef maður gæti svarað því væri sjálfsagt allt í lagi að fara eftir þvi. Það lítur auðvitað hver í sinn barm og þýðir litið fyrir inig að segja að ég vilji ekki fleiri togara þvi að þá er sagt við mig að svona láti báta- sjómenn, en það getur varla verið skynsemi í að fjölga skip- um meðan svona er ástatt með fiskstofnana. —ihj. — Sauðkindin . . Framhald af bls. 48 orðið fyrir ágangi sauðfjár af Álftanesi, og er nú í ráði að reisa um 1.5 km. girðingu allt frá sjó við Hafnarfjörð og að girðingum við Álftanesveg. Hyggst Hafnar- fjarðarbær fá Garðabæ til að standa udir hluta kostnaðar við að koma þessari girðingu upp. Þá hefur Hafnarfjarðarbær sagt upp ábúanda Áslands, sem er hvað stærstur fjáreigandi á bæj- arlandinu með á annað hundrað kindur, og á hann að vera farinn af jörðinni innan sex mánaða. — Hornsteinn Framhald af bls. 48 tveggja manna íbúðir, samtals fyrir 87 karla og konur. íbúð- irnar verða allar mjög vel bún- ar, m.a. er sturta með hverri íbúð. Þá fylgja svalir hverju íbúðarherbergi og teppi eru á gólfum. Á hverri íbúðarhæð verða þrjár setustofur, en 29 íbúðir eru á hverri hæð. Á jarð- hæð verður öll aðstaða til heilsugæzlu, aðstaða fyrir lækni og hjúkrunarkonu, æf- ingasalur, nudd, ljós o.fl., hár- snyrting og fótsnyrting, þar verður og vinnuaðstaða m.a. til veiðarfæravinnu og smáiðnað- NETAGERÐIN INGÓLFUR VESTMANNAEYJUM Óskar öllum sjómönnum til hamingju með daginn og framtíðina. Ingólfur Theódórsson. Boxford |5T rennibekkir 250 m.m. swing, Norton gírkassi, Prisma vængir. Sýnishorn í verzlun vorri. Stuttur afgreiðslutími. Komið sjáið góðan rennibekk á góðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.