Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNl 1977 35 ÐINGAR NANNA Morgunblaðid sneri sér í tilefni sjómannadagsins til vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnuninni og bað þá, sem fjalla um helztu nytjafiskstofna okkar, að svara í stuttu máli spurningu um hver staða hvers og eins stofns væri og hverjar horfurnar væru. Tóku þeir mjög ljúfmannlega í þá ósk, en þó iskur, humar, rækja og lúða út undan. Svör vísindamannanna fara hér á eftir Spærlingur eftir Gunnar Jónsson • Spærlingsveiðar hafa verið stundað- ar hér við land við suðurströndina síð- an árið 1969. Aðalveiðisvæðið hefur verið í Háfadjúpi austan Vestmanna- eyja og vestan og norðvestan Surtseyj- ar en einnig hefur spærlingurinn verið veiddur í Skaftárdjúpi, Breiðamerkur- djúpi, við Eldeyna og víðar. Árlegur afli hefur verið frá 40 tonnum upp i 28 þúsund tonn. Mjög erfitt er að segja til um stofnstærð spærlings á íslandsmið- um. Bæði er að hér er um mjög stutt- lífa fisktegund að ræða — spærlingur- inn verður aðeins 5 ára gamall í hæsta lagi — og auk þess er afli sá sem kallaður er spærlingur oft að töluverðu leyti smár kolmunni blandaður öðrum fisktegundum eins og t.d. sandkola, skrápflúru, tindaskötu o.fl. Áætlað hef- ur verið á óhætt sé að veiða 50 þúsund til 100 þúsund tonn árlega af spærlingi á Islandsmiðum og því ekkert til fyrir- stöðu að auka veiðarnar frá því sem nú er spærlingsins vegna, en aðalhættan við spærlingsveiðarnar er fólgin 'ýmis- konar aukaafla sem óhjákvæmilega hlýtur að veiðast með spærlingnum og er þar mest hætta á ýsuseiðum, smá- ýsu, síld og humri. Hefur m.a. orðið að loka veiðisvæðum af þessum sökum og síðast í maí s.l. er allar spærlingsveiðar voru stöðvaðar í vikutima. Það er þvi nauðsynlegt að fylgjast nákvæmlega með spærlingsveiðunum. Einnig er verið að vinna að nákvæmari útreikn- ingum á stofnstærðinni. eftir Jakob Magnússon 0 Heildaraflinn i Norðausturatlants- hafi hefur verið tiltölulega stöðugur það sem af er þessum áratug. Þetta á þó ekki við um islenska ufsastofninn. Ufsaveiðin við ísland hefur farið stöð- ugt minnkandi þetta tímabil. Hún var 137 þús. tonn árið 1971 og hefur aldrei verið meiri fyrr né siðar, en var komin niður í 79 þús. tonn árið 1974. íslenzki ufsastofninn er talinn full- nýttur og gefa af sér hámarksafrakst- ur. Ástæðan fyrir þessari minnkun afl- ans á undanförnum árum er fyrst og fremst röð af lélegum árgöngum. Ann- ars eru oft miklar sveiflur í ufsagöng- um og eru dæmi þess, að heilir árgang- ar hafi svo til horfið af Islandsmiðum. Hlutdeild íslendinga í ufsaaflanum hefur aukist verulega á síðasta áratug frá því að vera um 38% aflans árið 1967 upp i að vera tæp 70% tvö síðustu árin. Auk íslendinga hafa v-þjóðverjar og bretar tekið mest af ufsanum hér við land. Vegna lélegs árangurs af ufsaklaki undanfarinna ára hafa fiskifræðingar talið æskilegt að minnka heildarhfsa- aflann nokkuð frá því sem hann var á sl. ári, eða í 68 þús. tonn árið 1978. Ekkert bendir til þess, að sterkir ufsa- árgangar séu í uppsiglingu og er því nauðsynlegt að reikna með frekar minnkandi ufsaafla næslu árin. eftir Hjálmar Vilhjálmsson 0 Margir hafa fylgst af áhuga með loðnuveiðunum seinasta áratuginn eða svo og ört vaxandi þýðingu þessarar fisktegundar fyrir íslenskan sjávarút- veg. Saga loðnuveiðanna er þó raunar verulega lengri en þetta. Loðna hefur sem sé verið veidd viða í landnætur og háfa og tínd á fjörum og notuð til beitu, skepnufóðurs og jafnvel manneldis, frá því fyrir aldamót og sums staðar leng- ur. Eins og oft hefur hent voru íslend- ingar furðu seinir til hagnýtingar loðnunnar í stórum stil. Þrátt fyrir fordæmi norðmanna um loðnuveiðar til bræðslu allt frá 1953 og jákvæðar tilraunir, sem gerðar voru á vegum Fiskifélags íslands árið 1958, hefjast ekki bræðsluveiðar á loðnu hérlendis fyrr en um miðjan 6. áratuginn. Ástæð- ur þessa seinagangs má að öllum lík- indum að verulegu leyti rekja til þess, að fram að þeim tima beindist aðal- áhugi manna að síldveiði og að veiði- tækni sú, sem nú er almennt notuð, var ekki fullþróuð fyrr en þetta. I töflunni hér á eftir sést loðnuaflinn á árunum 1964—1977 og af henni má að nokkru ráða þróun loðnuveiðanna þetta tímabil og hvert stefnir í framtíð- inni Loðnuafli íslendinga í þús. tonna árin 1964—77 > T3 - g> U 1 1 s 1 á * 1 3 I "C k u 1 c JS !3 te “ i < É ■© Z £ \U 1 s 1 1 5 > 1 © * = c oe -2. c © .. 111 Q Z “ Ár Samt. 1964 8.6 8.6 65 49.7 49.7 66 124.5 124.5 67 97.2 97.2 68 78.1 78.1 69 170.6 0.2 170.8 1970 188.8 2.0 190.8 71 182.9 182.9 72 276.5 276.5 73 345.3 95.6 440.9 74 433.8 28.1 461.9 75 335.6 122.0 3.1 460.7 76 252.1 86.6 111.4 450.1 1977 304.0 245.0 9 459.0 + ? I byrjun voru veiðarnar eingöngu bundnar við grunnslóðir í febrúar — apríl, þ.e. þann tíma sem hrygningar- gangan var við S- og Sv-ströndina. Þetta fyrirkomulag hélst i um 8 ár, enda þótt strax árið 1969 kæmi í ljós, að miklar líkur voru á þvi að hægt væri að veiða talsvert fyrir þennan tíma á djúp- miðum austanlands. Til þessa lágu ýmsar ástæður og er þarflaust að rekja þær hér, en hin mikla aflaaukning sem verður á árinu 1973 er að verulegu leyti fengin á nýju veiðisvæði og tima. Þetta sama ár var ennfremur stofnuð sérstök nefnd til þess að skipuleggja iandanir og má þakka aflaaukninguna þessu tvennu að langmestu leyti. Loðnuveiðar á djúpmiðum austan- og norðaustanlands i janúar og febrúar eru nú orðnar fastur liður í vetrar- loðnuvertiðinni og gáfu um 45% aflans á seinustu vertið. Þessar veiðar eru að sjálfsögðu miklu háðari veðráttu og hegðun fiskjarins en seinni hluta ver- tiðarinnar. Þær gefa hins vegar mikl- um mun verðmætari afla ef frá er talin sú loðna, sem fer til frystingar á Jap- ansmarkað og komin er nær hrygn- ingu. Með sumar- og haustveiðum seinasta árs hófst énn nýr áfangi í nýtingu islenska loðnustofnsins. Slíkar veiðar höfðu tvivegis verið reyndar. Fyrst sumarið 1969, en mistókust þá vegna ófullnægjandi útbúnaðar. Næst var reynt í júlimánuði 1975, en með tak- mörkuðum árangri vegna mikils rekíss út af vestanverðu Norðurlandi og Vest- fjörðum. Á tímabilinu júli —desember í fyrra veiddust alls um 111 þús. lestir þrátt fyrir það að menn voru um margt vanbúnir bæði til sjós og lands, og þátttaka í veiðunum dræm á köflum. Enda þótt isrek og illviðri kunni að hamla sumar- og haustveiðum verulega á köflum verða þær eflaust fastur og áberandi þáttur í loðnuveiðum framtíð- arinnar. Enn er stærð íslenska loðnustofnsins ekki þekkt að fullu þótt ljóst sé vitan- lega að hún telst í milljónum lesta. Að því er best verður séð hefur loðnu- stofninum síður en svo hnignað við þær veiðar sem á honum hafa verið stundaðar til þessa. Sveiflur i stærð hans hafa ekki verið áberandi, seinasta áratuginn a.m.k. og klakrannsóknir lið- inna .ára benda ekki til þess að svo muni verða næstu 2—3 árin. Framhald á bls. 33 Þorskur eftir Jón Jónsson 0 Að undanförnu hefur mikið verið rætt um ástand þorskstofnsins við ís- land og áhrif veiðanna á hann. Áhrif þessi eru með ýmsu móti, bæði liffræði- leg og efnahagsleg. Vel þekkt er sú staðreynd, að náið samhengi er á milli heildardánartölunnar i stofninum og sóknar. Hin aukna sókn hefur því m.a. haft i för með sér minnkandi hrygning- arstofn, Stærð hins kynþroska hluta þorskstofnsins árið 1957 hefur verið áætluð 1.2 millj. tonna, en var komin niður í 237 þúsund tonn árið 1967. Vegna gangna hrygningarfisks frá Grænlandi rétti hann þó við og komst upp í 673 þúsund tonn árið 1970. Síðan hefur hrygningarstofninn minnkað ár frá ári og árið 1976 var stærð hans áætluð 180 þúsund tonn. Á næstu árum eru mjög litlar horfur á göngum frá Grænlandi þar sem sá stofn er jafnvel enn verr farinn en hinn islenski. Verði leyfð ótakmörkuð þorskveiði á þessu ári, er áætlað að hrygningarstofninn fari niður í 150 þús. tonn árið 1978. Það er þvi mjög mikilsvert verkefni okkar á næstu árum að byggja á ný upp hrygningarstofninn. Að vísu eru ekki ennþá til óyggjandi visindalegar sann- anir um samhengi foreldrafjölda og niðjafjölda að því er snertir ýmsa fisk- stofna, en fiskifræðingar, jafnt útlend- ir sem íslenskir, eru sammála um að halda beri hrygningarstofni ákveðinn- ar tegundar svo stórum sem mögulegt er, til þess að hindra viðkomubrest. Miðað við að meðalstærð hrygningar- stofns íslenska þorksins var 600 þús. tonn á árunum 1955—1975 hlýtur hann í dag að teljast vera kominn undir þetta hættumark. Jafnhliða þessu hefur sókn okkar í hinn óþroska hluta stofnsins aukist mjög og veldur þvi að miklu leyti breytt uppbygging fiskveiðiflotans. Þesi aukna sókn hefur einnig haft í för með sér minnkun á hinum óþroska hluta þorskstofnsins. Sé litið á allan stofninn, þriggja ára og eldri, þá náði hann hámarki árið 1955 með 2.6 millj. tonnum. Með auk- inni sókn ásamt lélegum árgöngum minnkaði stofninn niður i 1.5 millj. tonna á næstu tíu árum. Eins og áður segir jókst stærð stofnsins síðan fram undir 1970, bæði vegna aukinna gangna frá Grænlandi og svo og vegna sterkari árganga. Síðan 1970 hefur heildarstofninum hrakað og var hann talinn vera um ein milljón tonna árið’ 1976. Talið er að hámarksnýting þorsk- stofnsins geti numið 450—500 þús. tonnum á ári. Til þess að ná þvi marki, þarf magn af þriggja ára fiski og eldri að vera tvær milljónir tonna, en af þessari tölu er áætlað að 400 þúsund tonn séu sjö ára fiskur og eldri. Miðað við þær tölur sem að framan hafa verið nefndar, vantar því mikið á að þessu takmarki sé náð. Raunhæfasta leiðin til þess að ná þessu marki, er að setja hámark á afla þann, sem taka má á ári hverju. Haf- rannsóknastofnunin hefur þegar lagt frani tillögur um að hámarksþorskafli á þessu ári verði 275 þús. tonn, en verði sóknin ekki takmörkuð er áætlað að heildarþorskaflinn geti orðið um 360 þús. tonn með þeim afleiðingum varð- andi hrygningarstofninn, sem að frani- an greinir. Þess ber þó að geta, að dregið hefur úr sókn í smáfisk, bæói með svæðalok- unum, svo og hinni nýju möskvastærð, 155 ntm. Þessar ráðstafanir eru góðar. svo langt sem þær ná. en varðandi framtiðarstjórnun þessara veiða rná í stuttu máli segja, að haldast verði i hendur ákvæði um hámarksaflamagn og ráðstafanir, sem stuðla að þeirri aldursdreifingu í þorskstofninum, sem fljótlegast hafa í för með sér hámarks- nýtingu stofnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.