Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 Síðasta ferð Hindenburg Horfin sjónarmið Lost Horizon, am. 1972. Leikstjóri: Charles Jarrot. Það er nú það. Ilorfin sjónar- mið er svo sannarlega rétt- nefni. Þau hurfu fyrir 40 árum. Einhvern tíma skömmu áður hafði James Hilton skrifað met- sölubókina Lost Horizon og meðan Shangri-La var á hvers manns vörum neytti Holly- wood, meðan á nefinu stóð, eins og þar segir, og Frank Capra gerði miðlungsgóða mynd (’37) eftir bókinni og auðvitað urðu allir að sjá hana. En — þetta gerðist allt fyrir 40 árum. Það ber því vægast sagt vitni um lítið hugmyndaflug, að leita nú til þessarar dæmisögu, þegar fordæma á spillingu, rótleysi og geðveiki nútfmans. Auk þess sem boðskap myndarinnar, um hina eilífu Paradís, sem at- hvarf i huga einstaklingsins, hafa verið gerð miklu betri skil í öðrum myndum. En Ross Hunter, framleiðandi myndar- innar, hefur svör á takteinum: „Boðskapur Lost Horizon á betur við f dag en fyrir 40 ár- um, þegar Ililton skrifaði bók- ina. í dag þarfnast fólk sfns eigin Shangri-La meir en nokkru sinni fyrr. Það þarf að geta flúið, þó ekki sé nema f stuttan tfma frá hringavitleysu Sherlock Holmes Smarter Brother: Leo McKern og Dom DeLuise bftast og kljást. THE HINDENBURG, AM. 1975 LEIKSTJÓRI: ROBERT WISE. Loftfarið Hindenburg er söguleg staðreynd. Hvers vegna það fórst f lendingu við Lake- hurst er ekki vitað. Við gerð myndarinnar var það val leik- stjórans, Roberts Wise (Sound of Music), að velja skemmdar- vek, enda eina mögulega lausn- in til að skapa einhverja spennu f atburðarrásina. Ef til vill er þetta jafnframt eðlileg- asta skýringin, þvf sérfræðing- ar þessa tíma töldu litlar Ifkur, á, að þetta hefði gerst vegna tæknilegrar bilunar. Hitler ásakaði æðri máttarvöld en staðreyndin var sú, að ýmsar hótanir höfðu verið hafðar f frammi um skemmdaverk á þýskum loftförum af andnasist- um, þvf loftförin voru eitt glæsilegasta áróðurtæki nas- ista. Wise byrjar myndina á göml- um kvikmyndum af loftförum „vegna þess,“ segir hann, „að við uppgötvuðum að margt ungt fólk hefur ekki hugmynd um, hvað loftfar er, eða þá stað- reynd, að 50—60 farþegar ferð- uðust þannig reglulega yfir At- lantshafið." Wise segir jafn- framt, að höfundar myndarinn- ar hafi orðið mjög áhugasamir um ferðalög í þessum loftför- um og þess vegna lagt kapp á, að sýna hvflfk unun það hefur verið að ferðast með þessum svffandi farartækjum. Það má segja, að þessari tilfinningu sé komið allvel til skila f mynd- inni og tækniliðið hefur sannarlega lagt sitt af mörkum. Meðal persónanna innanborðs nútímalffsins". Síðan lýsir Ross hinu voðalega heims- ástandi í mörgum fjálgum orð- um. Það er nú það. Þetta er út af fyrir sig ágætis teoría, en þegar flóttinn leiðir beint úr öskunni f eldinn er vafasamt, hvort tilganginum er náð. Lost Horizon er nefnilega hámarkið á þeirri hringavitleysu nútfma- lffsins, sem hún á að predika gegn. Það kom berlega fram á sýningu myndarinnar, að fæst- ir höfðu áttað sig á þvf, að þetta var ..dans- og söngvamynd” a la Sound of Music, þvf um leið og fyrsti leikarinn hóf upp raust sfna f miðju samtali fór hlátur- kenndur undrunarkliður um salinn. Þegar lopinn fór hins vegar að teygjast endalaust í þessa stefnu fóru að heyrast merki þjáningar og þreytu hér og þar. En hvers vegna er mynd með slfkum boðskap gerð f þessum dúr? Ross hefur svörin á reiðum höndum: „Ég reyni alltaf að gefa áhorfendum kost á skemmtun, sem enginn annar Framhald á bls. 43 Horfin sjónarmið: Þannig búa þeir til snjóstorminn f henni Holly- wood, enda nokkuð óekta útlits miðað við þann, sem við þekkjum. Yngri bróðir Holmes Hindenburg: Endalok við Lakehurst. er hins vegar fátt, sem vekur athygli. Atburðarrásin er svip- uð og í hverrri annarri stór- slysamynd, hvort það er heldur AIRPORT (atriðið í flughöfn- inni, áður en farþegar ganga um borð) eða Towering Inferno (innskotið af tfma- sprengjunni, sem verið er að handfjatla, er sett mjög framarlega í myndina, til að reyna að skapa spennu, á sama hátt og mynd af eldinum á 83. hæð f Inferno er skotið inn f myndina nær f upphafi, til að ná fram sömu áhrifum). Og Ifkt og f öðrum stórslysamyndum á persónusköpunin erfitt upp- dráttar, jafnvel hjá leikara á borð við George C. Scott. Scott leikur öryggisvörð um borð, og á óskiljanlegan hátt hefur hann hugboð um, að einhver ætli að fremja skemmdarverk á loftfarinu. Nokkrir eru gerðir grunsamlegir, en vegna þess að áhorfendur eiga að fá samúð með skemmdarverkamann- inum (hann ætlar aðeins að sprengja loftfarið upp, eftir að allir hafa yfirgefið það) er ekki hægt að halda honum leyndum mjög lengi og hin raunverulega spenna, sem hefði mátt haldast nokkurn tíma, þ.e. hvernig öryggisvörðurinn bregst við áformum andnasistans, er af- greitt nær þvf á augnabliki. Þar með eyðileggur Wise fyrir sér möguleikana á því að skapa innri spennu og togstreitu milli nastistans og andnasistans, sem hann velur þó sem undirrót Framhald á bls. 43 The Adventure of Sher- lock Holmes Smarter Brother, Am. 1975. Leikstjóri: Gene Wilder. Þeir sem lesið hafa sög- urnar um Sherlock Holmes og sjá þessa mynd, vita á augabragði, að þessi var ekki skrifuð af Sir Arthur C. Doyle. Handritið er skrifað og samið af Gene Wilder, sem jafnframt leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í myndinni. Þetta er fyrsta myndin, sem Wilder leik- stýrir, en við höfum áður m.a. séð hann í myndum eftir háðfuglinn Mel Brooks, Blazing Saddles og Young Frankenstein, og án efa hefur Brooks, eins og sjá má af þessari mynd, haft mikil áhrif á Wilder. Persónulega hafa mér þótt myndir Brooks helst til lausbeisl- aðar, lítill stíll í kvik- myndaforminu og brand- ararnir oft svo úr sér gengnir, að setja hefði þurft upp „hlæja hér“- skilti, svo allir væru með á nótunum. Besta mynd Brooks til þessa þykir mér Young Franken- stein, en þ:r var hann að nokkru bundinn hefð- bundnu kvikmynda- formi, sem hann lék sér innan. Svipað gerist í mynd Wilders, og það er ef til vill þess vegna, sem mér finnst mynd hans lofa nokkuð góðu um framtíð hans sem leik- stjóra. Wilder á það að vísu til að feta of nákvæmlega í fótspor Brooks (konfektkassinn, Viktoría drottning í upp- hafi, bardaginn upp á hestvögnunum), en i heild er gamansemi hans hlýlegri og mannlegri en Brooks. Hann stendur skrefi nær persónunum en Brooks. Efniviðurinn í mynd- inni eða framvinda sög- unnar skiptir litlu, því hún er fyrst og fremst röð einstakra, skemmti- legra atvika, þar sem nokkur atriði bera af. Má þar sem dæmi nefna klíp- ur, grettur og drunur þeirra Leo McKern og Dom DeLuise, þegar sá fyrrnefndi kemur með peningana fyrir stolna skjalinu, sem allt snýst um. Eða atriðið í bún- ingsklefanum þegar Wilder uppgötvar, að eina leiðin til að fá Made- line Kahn til að ljóstra upp nafni og stöðu föður síns er að hafa kynæs- andi áhrif á hana. Þetta atriði, ásamt nokkrum öðrum, er að sjálfsöðgu satíra á svipuð atriði í „alvarlegri" myndum, en gamansöm ádeila er erfið í meðferð og í lokin miss- ir Wilder tökin á henni, þegar hann sameinar piltinn og stúlkuna og allt endar vel, eins og þeir gerðu hérna í gamla daga. En burtséð frá þessu (satíran er ekki mikilvægur þáttur í myndinni) hefur myndin að geyma mörg bráð- smellin atriði og að sjálf- sögðu treystir Wilder þar allmjög á leikarana. Madeline Kahn er senni- lega besta gamanleik- kona þar vestra um þess- ar mundir, sem segir reyndar ekki mikið, því fáar hafa lagt gamanleik- inn fyrir sig sérstaklega á síðari árum, en hún stendur vel fyrir sínu í þessari mynd. Marty Feldman (krypplingur- inn í Frankenstein) leik- ur hér aftur aðstoðar- mann Wilders, en leikur hans er slfkur að það má mikið vera ef Wilder verður ekki kominn í að- stoðarmannshlutverkið áður en lýkur. Skúrkarn- ir eru leiknir af þeim Dom DeLuise, Leo McKern og Roy Kinnear, sem allir koma skilmerki- lega sínum skammti af léttmeti til skila. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.