Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNl 1977 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI r\y (/jATnflK’aa'iJ i? spenna milli seljenda og kaup- enda, aldrei getur maður verið viss um móttökur hjá sumum þeim fyrirtækjum, sem kaupa vöruna, meiri kurteisi og vingjarnlegheit væru vel þegin af okkur prjónakonunum. Gætuð þið ekki gott fólk einstöku sinnum brosað og jafnvel þakkað fyrir fallega vöru sem þið fáið ódýrt. Einnig kæmi sér vel ef fyrirtækin vildu auglýsa ef breytingar yrðu á litum, stærðum o.s.frv., einnig ef þau taka aðeins vörur úr þeim lopa, sem unninn er hjá þeim. Þetta mundi verða til hagræðis fyrir seljendur og kaupendur og spara mörg spor og mörg orð. Svo að lokum verum sanngjörn og góðviljuð hvert við annað. Ein sem bfður eftir brosi.“ Þessir hringdu . . % Óvinir þjóðar- innar nr. eitt Asgeir Guðmundsson, Kópavogsbraut 16: „Ég las hér i blaðinu grein Guðmundar Þórðarsonar með þessari yfirskrift. Um fyrri hlut- ann ræði ég ekkert hér en þar sem hann vill fá lög er heimili veiðar á fugli og sel „með öllum tiltækum ráðurn" vil ég mótmæla því að slík lög verði sett, enda mundu þau lög heimila hverjum sem væri að aflífa fugla og seli eftir eigin geðþótta. Þá talar hann um „velferðarkerlingar af báðum kynjum", sem hafi komið í veg fyrir flekaveiðar fugla. llann á eflaust við dýraverndunarfólk og er þetta honum til lítils sóma. Ég er einn af þessu fólki og þykir mér sómi að. En hann og hans líkar eru mér Iftt að skapi. Hanr lýsir sér svo vel sjálfur i þessurn greinarhluta að ég tel að það næf i öllu sæmilega skynsömu fólki ti« að átta sig á hverri manngerö hann tilheyrir." % Var þetta nú nógu gott? Sjónvarps- áhorfandi: „Ég var einn þeirra sjálfsagt fjölmörgu, sem sáu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, sem SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í 2. deiídar keppni Skákþings Sovétríkjanna í fyrra, sem haldin var í Minsk, kom þessi staða upp í skák þeirra Sveschnikovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Ivanovs. Eins og sjá má hefur hvitur mjög góð færi fyrir skiptamun- inn, en hvernig þvingar hann fram mát i fimm leikjum? 33. Dd6+ — Kg8, (Ef 33. . . Ke8, 34. De7 mát) 34. Re7+ — Kf8, 35. Rxg6 + + — Kg8, 36. Df8 + !! — Hxf8, 37. Re7 + mát. sýnd var i sjónvarpi á kvöldi ann- ars dags hvitasunnu. Mér fannst satt að segja efni myndarinnar mjög lítið og hefði án efa mátt gera mun meira úr því, ef þannig hefði verið hugsað um það að því er ég held. En nú er ég enginn kvikmyndafræðingur og því sfður rithöfundur og þvf er bezt að hafa sem fæst orð um þetta mál, en einhvern veginn finnst mér samt að hér hefði mátt gera betur við þennan efnivið, því að hugmynd- in var að mörgu leyti sniðug. 1 það minnsta hefði ég haldið að mynd- in hefði getað verið mun styttri því hún var að mínu mati of lang- dregin." SlöeA V/öga i 'íilveWw Sumarhótelid að Búðum opnar SUMARHOTELIÐ að Búð- um á Snæfellsnesi verður opnað fimmtudaginn 9. júní og verður það opið í sumar út ágústmánuð. Hótelið reka í sumar Sigur- laug Guðmundsdóttir og Svala Sölvadóttir. Að Búð- um verður í sumar unnt að fá gistingu og mat, svefn- pokapláss og yfirleitt alla þá þjónustu, sem unnt er að veita á staðnum. Hótelið rúmar 54 gesti og verður opið alla daga áður- nefndan tíma. Hótelstýr- urnar sögðu að á Búðum gæfist fólki gott tækifæri til þess að skoða sérstæða náttúrufegurð staðarins og nágrennisins í kring. Þá er veiði fyrir hendi í ósnum við Búðir. Sérleyfisbifreið- ar aka í hlað á Búðum. Þess má geta að vilji menn gista að Búðum í sumar lengur en þrjá sólar- hringa, er veittur 30% af- sláttur á gistingu. BORG * BECK Orginal kúpplingar (fflmnaust kf SlbMTniíiVa -7-a. Sfmi: 82722.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.