Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNI1977 39 Ingunn Á rnadóttir —Minningarorð Ég var staddur í Lagos í Nigeríu þegar mér barst í hendur af hreinni tilviljun Morgunblaðið, sem tilkynnti andlát frú Ingunnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni. Ég komst þvi miður ekki heim nógu snemma til þess að fylgja henni hinn hinsta spöl. Þess vegna eru þessar hug- leiðingar seint á ferðinni. Inga, eins og allir vinir og frændur kölluðu hana, var stór- brotin persónuleiki, eins og hun átti kyn til, afburða kona, gáfuð og hjartahlý. Það var árið 1938, sem ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna, Ingunnar Árnadóttur og Kristjáns Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, þess bezta manns sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Kristján Einarsson var óviðjafnanlegur maður, hans hjarta var gulli slegið. Ég var ráðinn sem heimilis- kennari hjá þeim hjónum og þegar ég kom sem ungur sveinn til þeirra tóku þau hjónin á móti mér opnum örmum og buðu mig hjartanlega velkominn. Ég gleymi þvi aldrei hversu mér þótti vænt um þessar mót- tökur. Launin fyrir kennslustörf- in urðu miklu meiri en samið var um, því heimili þeirra hjóna, Ingu og Kristjáns, stóð mér opið allt frá þeim tíma og einnig fjölskyldu minni siðar. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Einhver bezta manneskja, sem eg þekki, hefur þjáðst árum saman, þolinmóð án þess að kvarta. Hvers vegna á þetta sér stað, þegar margt slæmt fólk nýtur hestaheilsu? Mér er þetta óskiljanlegt. Sjúkdómar, vandamál, sóttir og dauði eru hluti af þessari tilveru. Þó að maður sé „góður“ eða hann treysti Kristi, þá er það honum engin trygging gegn neinu af þessu. Davíð orti: „Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð“. (Sálm 73,26). Hér sjáum við, hver munur er á afstöðu lýðs Guðs og þeirra, sem aldrei hafa treyst honum, til þjáninga. Þjáningarnar nístu Davíð: „Hold mitt og hjarta tærist“. En hann hélt áfram og sagði: „Guð er bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð“. Einhvern tíma var mér sagt frá uppgjafa presti. Hann hefur tvívegis fengið heilablæðingu, verið skorinn hættulegan skurð í auga og fengið hjarta- áfall — síðastliðin tvö ár. Það er fullyrt, að varla sé hægt að hugsa sér glaðari, þakklátari og bjartsýnni mann. Kona hans er rúmföst vegna sjúkdóms, sem er ólæknandi, en hún er eins og maður hennar: Hún kvartar ekki, heldur gleðst. Hann sagði við vin minn — og tárin glitruðu í augum hans: „Drottinn hefur verið okkur undursamlega góður. Hann hefur aldrei yfirgefið okkur á raunastundum okkar“. Þér segið, að vinur yðar kvarti ekki heldur. Það er einkenni á barni Guðs. Já, við finnum fyrir því, að í þessum heimi verðum við að þola þrengingar, eins og Jesús hefur sagt, en við vitum, að tíminn hér ájörð tekur enda og takmark okkar er himinninn. Þess vegna berum við þessar „léttu byrðar“ með gleði, því að við vitum, að betri dagar bíða okkar. Þér þurfið ekki að harma hlutskipti sannkristins manns. Hann á þá upþsprettulind, sem hann fær ausið af, hvað sem að höndum ber. + Útför móður okkar, GUÐRÚNAR ÁGÚSTU LÁRUSDÓTTUR. fer fram frá Fossvogskirkju þ. 7. júnf kl. 3.00 e h Fyrir hönd aðstandenda Ragnheiður Lilja Lennon Halldór Þórðarson t Móðir mín ÞJÓÐBJÖRG J. KARLSDÓTTIR, Týsgötu 3, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 7. júnf kl. 1.30 e h Júllus Sigvaldason Heimili Ingu og Kristjáns var rausnarheimili og þar sem hjarta- rúm sat í öndvegi. Þar kynntist ég hinum stóra og gáfaða systkina- hópi frá Stóra-Hrauni, en Inga var elzt 11 barna þeirra hjóna. Árna prófasts Þórarinssonar og frú Elísabetar Sigurðardóttur. Þegar ég settist að kennslu- störfum í Bárugötu 5, bar þaö oft við að Árni prófastur vatt sér inn í stofu og hóf að rekja úr mér garnirnar og spurði fyrst, hvaöan ég væri og hverra manna. Áörar spurningar um ýmis efni fylgdu Framhald á bls. 29 Guðbjörn Þórarins- son — Minning ÞRIÐJUDAGINN 17. mai var til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum ungmennið Guðbjörn Þórarinsson frá Litla- bæ. Guðbjörn var fæddur 5. maí 1959 og var því fyrir aðeins 5 dögum orðin-n 18 ára þegar hið hörmulega slys átti sér stað sem varð hinum unga sveini að aldur- tila. Glaður og kátur settist hann undir stýri i bifreið föður síns og hugðist keyra suður á Eyju, eins og við gerum gjarnan allir Eyja- skeggjar, til þess að njóta sem bezt fegurðar Eyjanna okkar. Þessi ferð unga mannsins í faðm náttúrunnar endaði i greipum dauðans og reynist okkur eigin- gjörnum mönnum erfitt að skilja forsjá almættisins þegar slikar hörmungaratburðir eiga sér stað. í slíkum tilfellum sem þessum eigum við aurnir menn engin orð né athafnir, sem að gagni koma þeim sem sárast eiga um að binda, við finnum vanmátt og bjargar- leysi. Vestmannaeyingar, ungir sem aldnir, fjölmenntu i Landakirkju við útför hins unga manns og satt er það, að allt okkar litla samfélag hér var harmi lostið og fullt samúðar. Saga þessa unga manns er ekki löng. Hann var aðeins Framhald á bls. 29 ilhouette baðfatnaður í miklu úrvali nýkominn Bikini — sundbolir — strandkjólar — mussur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.