Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 Skoðanakönnun Skólablaðs MR um dagblöðin: SKÓLABLAÐ Menntaskólans í Reykjavfk gekkst fyrir nokkru fyrir skoðanakönnun meðal nemenda skólans um dagblöðin, þar sem innt var eftir þvf hversu mikið nemendur læsu einstök blöð og þeir jafnframt beðnir að tfunda helztu kosti þeirra og lesti. Niðurstöður könnunarinnar voru sfðan nýlega birtar f Skólablaðinu, eins og raunar hefur komið fram í fréttum. Þátttakendur f þessari könnun voru alls 448 af 686 nemendum skólans eða um 66,9% og þátttaka innan einstakra bekkjardeilda var sú að 78,9% þriðju- bekkinga svöruðu, 47% fjórðubekkinga, 78,3% fimmtu- bekkinga og 63,6% sjöttubekkinga. Fyrsta spurningin var: Hve oft lestu hvert dagblað; (a) oftar en 5 sinnum í viku, (b) 2—4 sinnum í viku, (c) sjaldnar en 2 sinnum i viku? 3.b. 4.b. 5.b. 6. b. S. Alþbýðublaðið a) 8 6 6 15 35 b) 10 0 5 6 21 c) 107 57 93 85 342 Dablaðið a) 42 18 20 31 111 b) 65 35 52 59 211 c) 33 18 51 26 128 IViorgunblaðið a 117 58 96 91 326 b) 16 3 11 11 41 c) 10 9 9 14 42 Tfminn a) 26 15 27 31 99 b) 15 6 22 10 53 c) 87 46 62 69 264 Vfsir a) 43 27 51 30 156 b) 52 27 38 44 161 c) 38 17 35 32 122 Þjóðviljinn a) 29 12 16 28 85 b)159202165 081487462265 Eins og sjá má á þessu lásu um 80,8% nemenda Morgunblaðið oftar en fimm sinnum í viku, 34,8% Vísi, 24,8% Dagblaðið, 22% Tímann, 18,9% Þjóðviljann en aðeins 7,8% nemenda sem svöruðu lásu Alþýðublaðið ' oftar en 5 sinnum i viku, og í skólablaðinu segir að þar sé að fínna skýringu á því hve nemendur áttu yfirleitt erfitt mað að tjá sig um efni þess blaðs i siðari spurningum. Þá var spurt hvort þessi listi hefði breytzt eitthvað að ráði frá þvi að viðkomandi hóf fyrst lestur dagblaða og þá hvernig. Varðandi Alþýðublaðið höfðu 2 aukið lestur en 12 minnkað hann, 6 höfðu aukið lestur á Morgun- blaðinu en 18 minnkað hann, 16 höfðu aukið lestur á Tímanum en 31 minnkað hann, 30 nefndu aukinn lestur á Vísi en 12 minni lestur og 29 um aukinn lestur á Þjóðviljanum en 17 um minni lestur. 112 kváðu enga breytingu hafa orðið þar á. Mestur áhugi á heimsfréttum I þriðju spurningu var spurt um i hvaða röð nemendur flokkuðu áhuga sinn á efni blaðanna. Gáfu nemendur áhugaverðasta liðnum 10 stig, þeim næsta 9 stig og þar fram eftir götum. Heildarniðurstaðan varð sein hér segir: 1. Heimsfréttir 3090 stig 2. Innlendar fréttir 2874 stig 3. Teiknimyndasögur 2570 stig 4. Fréttaskýringar við heimsviðburði 2295 stig 5. íþróttafréttir 1837 stig 6. Skrif um innlend stjórnmál 1835 stig 7. Fréttir af frægu fólki 1780 stig 8. Listagagnrýni 1692 stig 9. Leiðarar 1569 stig Mikill áhugi nemenda á heimsfréttunum og frétta- skýringum á heimsviðburðum vekur hér eftirtekt, en einnig sýndi könnunin að áhugi á listumræðum eykst þegar komið er i efri bekkjardeildirnar en áhuginn á íþróttum er hlutfallslega mun meiri i yngri bekkjunum. 1 fjórðu spurningu var spurt um hvaða dagblað sam- rýmdist bezt skoðunum viðkomandi á blaðamennsku. 129 svöruðu Morgunblaðið, 87 Dagblaðið, 51, Vísir, 40 Þjóðviljinn og 3 Alþýðublaðið en 63 svöruðu ekki eða höfðu enga skoðun þar á. 108 töldu að gott dagblað ætti að fylgja ákveðinni pólitiskri línu en 303 voru ekki á þeirri skoðun og 37 svöruðu ekki. 1 6. spurningu var síðan spurt um hvaða dagblað samrýmdist bezt pólitískum skoðunum viðkomandi og af þeim sem svöruðu sögðu 107 Morgunblaðið, 83 Þjóðviljinn, 17 Dagblaðið, 15 Vísir, 8 Alþýðublaðið og 7 Tíminn en 63 sögðu ekkert blaðanna og 120 svöruðu ekki eða kváðust ekki hafa pólitískar skoðanir. í skóla- blaðinu er á það bent að samræmið milli fjórðu spurningar og þessarar síðustu verði nokkuð þversagna- kennt i ljósi fimmtu spurningar, þar sem langflestir nemendur telji að dagblað eigi ekki að fylgja pólitískri línu. Kostir og gallar í 7. spurningu var spurt hvern viðkomandi teldi helztá kost og helzta galla hvers dagblaðs fyrir sig og í blaðinu var bæði kostum og göllum raðað upp í réttri röð eftir því hversu margir tiltóku hvert atriði fyrir sig. Alþýðublaðið: Helztu kostir þess voru taldir smæð þess; að þar mætti oft finna athyglisverðar greinar; þátturinn Heyrt séð og hlerað; að það samrýmdist pólitískum skoðunum; væri tiltölulega hlutlaust og mál rædd á breiðum grundvelli; og loks gagnrýni og krufning mála. Þvi var híns vegar helzt talið til foráttu að þar væri lítið efni; efnið væri lélegt og litlaust; hlutdrægni og pólitískur áróður; rógskrif, æsifréttir og slúður; ein- hæfni og einskorðað efni; myndasögur vantaði; stefnu- leysi og ógagnrýnin blaðamennska; og óvönduð frétta- mennska. Dagblaðið: Kostir þess voru aðallega — að vera frjálst og óháð, opið fyrir skoðunum; líflegt og skemmtileg;. góðar myndasögur; nýjar fréttir; fjölbreytni efnis; góður grundvöllur skoðanaskipta; og gagnrýni á yfir- völd, athyglisgáfa. Vankantar þess voru — æsifréttamennska, óáreiðan- leiki, slúður; of mikið af auglýsingum; of litið af góðu efni, innihaldslaust; óvönduð uppsetning; blaðið væri ekki frjálst og óháð; of lfkt VIsi og lélegar myndasögur MORGUNBLAÐIÐ — Kostir þess voru taldir: Stærð þess og fjölbreytni og magn efnis. Vönduð og yfirveguð skrif, áreiðanleiki. Góðar myndasögur (einkum Högni). Miklar og ítarlegar erlendar fréttir. Innlend fréttaþjónusta. Góðar fþróttafréttir. Auglýsingar, þjónusta. Breidd 1 fréttaflutningi. Greinar um þjóðfélagsmál. Helztu gallar: Of pólitfskt, áróður. Of mikið af auglýsingum Einhæft I skoðunum, hlutdrægni, (sumum fréttum er skotið undan). Pólitísk stefna blaðsins. Enginn. Þurrt og leiðnlegt blað. Rússagrýla. Þröngsýni, kreddur. Tfminn — Helztu kostir hans voru taldir — enginn; Heimilistíminn! fréttir af landsbyggðinni; mynda- sögurnar (Denni og Kubbur); íþróttafréttir fjölbreytt efni; og góðar greinar um helgar. Gallarnir voru að blaðið væri of pólitiskt; 'það væri þurrt og leiðinlegt blað; pólitísk sóðaskrif; þröngsýni, pólitískt val frétta; og mikið af landbúnaðarfréttum; allt, tilvera blaðsins; AÞ; og málgagn SlS. Vísir — Kostir hans þóttu: Góðar myndasögur; létt og skemmtilegt blað; víðtækur og vandaður frétta- flutningur; Helgarblaðið; góðar íþróttafréttir; og nýjar fréttir. Helzti ljóður á honum þótti: Æsifréttamennska, óáreiðanleiki, slúður; pólitísk hlutdrægni; of lítið efni og of mikið af iþróttafréttum. Þjóðviljinn — Kostir hans: Enginn; pólitískar skoðanir blaðsins; góðar greinar um ýmis mál; Sunnu- dagsblaðið; hann hefði eigin skoðanir og viðurkenndi þær; gagnrýni á stjörnvöld, aðhald, smæð hans; góður almennur fréttaflutningur, og vel skrifað, gott mál. Gallar hans þóttu: Þröngsýni, hlutdrægni, hann viðurkenndi ekki skoðanir annarra; væri of pólitískur, áróður; pólitísk rógsrif og slúðurfréttir; væri of lítill, ekki nógu útbreiddur; myndasögur vantaði; allt, flest; þurrt og leiðinlegt blað; og loks enginn galli. Fréttamennska Þá var tekin fyrir fréttamennska, þ.e. hversu mikið væri reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi frétta og afla betri vitneskju um þær. Þar varð útkoman þessi: 3.b. 4.b. 5.b. 6.b. S. Alþbýðublaðið Bezt 3 0 1 4 8 Verst 8 3 7 2 20 Dagblaðið Bezt 14 16 4 9 43 Verst 17 16 34 9 76 Morgunblaðið Bezt 26 24 41 15 106 Verst 6 6 7 11 30 Tfminn Beztur 2 6 6 2 16 Verstur 7 6 9 2 24 Vfsir Beztur 4 1 15 15 35 Verstur 5 10 9 1 25 Þjóðviljinn Beztur 15 4 12 4 35 Verstur 14 15 14 8 51 Áreiðanleiki í fréttaflutningi Áreiðanleiki í fréttaflutningi var næst tekinn fyrir: 3.b. 4.b. 5.b. 6.b. S. Alþýðublaðið Bezt 1 1 2 0 4 Verst 4 1 2 1 8 Dagblaðið Bezt 5 3 7 2 17 Verst 18 24 35 17 94 Morgunblaðið Bezt 37 31 50 24 142 Verst 6 13 3 5 27 Tfminn Beztur 7 6 7 0 20 Verstur 5 3 3 4 15 Vfsir Beztur 3 4 3 9 19 Verstur 13 12 13 4 47 Þjóðviljinn Beztur 10 4 4 7 25 Verstur 19 12 15 5 51 Tillit til mismunandi skoðana Loks hvernig blöðin tækju tillit til mismunandi skoðana: 3.b. 4.b. 5.b. 6.b. s. Alþýðublaðið Bezt 5 1 3 2 11 Verst 1 3 3 4 11 Dagblaðið Bezt 35 30 42 27 134 Verst 1 1 2 0 4 Morgunblaðið Bezt 10 6 7 1 24 Verst 17 15 18 13 63 Tfminn Beztur 5 3 3 1 12 Verstur 8 3 3 1 15 Vfsir Beztur 11 15 19 8 53 Verstur 0 6 1 0 7 Þjóðviljinn Beztur 3 1 1 0 5 Verstur 36 31 56 20 143 Bezta og versta fréttamatið I áttundu spurningu voru þátttakendur beðnir um að velja bezta og versta dagblaðið á nokkrum sviðum. Var þar í fyrsta lagi spurt um fréttamat, þ e. hvers konar fréttir birtust og hversu mikil áherzla væri lögð á þær eftir innihaldi. Útkoman 3.b. var sem 4.b. hér segir : 5.b. 6.b. S. Alþýðublaðið Bezt 1 1 0 0 2 Verst 12 7 7 15 41 Dagblaðið Bezt 7 4 5 13 29 Verst Morgunblaðið 15 6 22 4 37 Bezt 47 27 51 32 157 Verst 7 4 8 12 31 Ttminn Beztur 4 4 4 0 12 Verstur 12 9 9 13 43 Vfsir Beztur 4 9 5 11 31 Verstur 5 6 12 4 27 Þjóðviljinn Beztur 14 10 15 11 51 Verstur 21 24 23 12 80 Morgunblöðin og síðdegisblöðin Síðasta spurningin var svo hvort þátttakendur i könnuninni teldu síðdegisblöðin betri eða verri dagblöð en morgunblöðin. 83 svöruðu því til að siðdegisblöðin væru betri, 113 að þau væru verri en 229 svöruðu hvorugt og 43 gáfu ekkert svar. Þess má geta að í þessu sama tölublaði Skólablaðs M.R. eru birtar niðurstöður skoðanakönnunar sem Vísindafélag Framtiðarinnar innan M.R. hafði látið fram fara nokkru áður um lestrarvenjur nemenda skólans og voru spurningar þar sniðnar eftir tillögum bókmenntafræMnga um hugsanlegt fyrirkomulag slíkr- ar könnunar. Þar var á einum stað spurt um hvort þátttakendur í þessari könnun, sem voru alls 540, læsu blöð að staðaldri. Niðurstöður þar urðu að 17.1% nemenda að meðaltali las eitt dagblað, 36,6% tvö dag- blöð 27,2% þrjú dagblöð, 15,8% fleiri dagblöð en 3.3% las ekkert blað að staðaldri. „Vönduð og yfirveguð skrif, áreiðanleiki” — meðal kosta Morgunblaðsins í augum menntaskólanema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.