Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1977 Stríðsminjar í Öskjuhlíð hverfa 1 VETUR var byrjað á því að rffa og fjarlægja bensfngeyma þá er breski herinn lét reisa I öskjuhlíðinni á heimsstyr- jaldarárunum er Reykjavfkur- flugvöllur var gerður. Sindra- smiðjan keypti geymana til niðurrifs I brotajárn. Voru geymar þessir á sfnum tlma sumpart sprengdir inn I norð- vesturhlfðar öskjuhlfðar, og voru t.d. f jórir allstðrir geymar gerðir eftir að sprengd hafði verið fyrir þá allmikil gjá, sem sfðan var hðlfuð niður þannig að einn geymir var I hverju hðlfi, en steyptur veggur á milli. Fyrir nokkru luku Sindra — menn við að rista niður geym- ana í gjánni með logskurðar- tækjum. Voru um 130 tonn af allþykku járni I hverjum þess- ara geyma. Gjáin stendur nú opin, en garðyrkjustjóri borgarinnar sagði I samtali við Mbl. um dag- inn, að hann hefði til athugun- ar möguleika á að koma upp fallegum blómagróðri I gjánni. Nokkru sunnar I öskjuhlíð- inni, á móts við flugturninn, standa sem kunnugt er þrír geymar. Framan við þá er hlað- inn grjótgarður og þykir þessi garður snilldarlega vel hlaðinn. Þegar búið var að reisa geym- ana, sem voru miklu auðveld- ara skotmark I hugsanlegri árás Þjóðverja en geymarnir i gjánni, sem vart varð komið auga á úr lofti, var steypt utan á geymana brynvörn, og t.d. var sett um 30 — 35 cm þykkt járn- bent steinsteypulag ofan á þak geymanna. Fyrir nokkru var einnig byrj- að á þvi að fjarlægja þessa geyma. Er það seinunnið verk að brjóta brynvörnina og beita Sindra — menn loftpressu — fleygum og þungri stálkúlu, sem krani lyftir og síðan er látin falla ofan á þak geym- anna. Þess skal getið, að leiðslu- kerfið frá geymum þessum niður á flugvöllinn tóku Sindra- menn niður í vetur. Nú þegar byrjað er að fjar- lægja þessa geyma, munu Sindramenn hafa fengið fyrir- mæli um að gæta þess að valda ekki skemmdum á grjótgarð- inum framan við geymana, þvi hann á að varðveita. Hann er sögulegt mannvirki, auk þess sem fyrr segir að vera vitnis- burður um fallegt handverk hinna gömlu grjóthleðslumann- anna í Reykjavík. Sv. Þ. EINN hinna þriggja benslngeyma I öskuhliðinni sem nú er verið að fjarlægja. i SINDRAMENN búnir að leggja fyrsta geyminn að velli. Þeir unnu það þannig, að fyrst baksýn flugturn Reykjavfkurflugvallar, Flugleiðabyggingin og Hótel Loftleiðir. fóru þeir inn I geyminn, ristu hann niður i lengjur undir brynvörninni. Sfðan var hún moluð niður, en stór krani f jarlægði allt járnið úr geyminum. Aldraðir Reykvíkingar í Skagafjörð og Mallorca FIMM orlofsferðir að Löngumýri I Skagafirði, tólf skoðunarferðir I einn dag og sennilega utanlands- ferð I haust, er það sem ellilífeyr- isþegum Reykjavlkur er boðið upp á I sumar. Slfkar ferðir hafa alltaf verið mjög vel sóttar og verið vel þegnar, að því er Geir- þrúður Hildur Bernhöft, elli- málafulltrúi Reykjavíkurborgar, tjáði Mbl. En þátttökugjald er lágt og ferðin niðurgreidd. Eins og I fyrra verða fimm ellefu daga ferðir I Skagafjörð og skoðunar- ferðir á staði suðvestanlands og innanbæjar. En að auki er I fyrsta skipti verið að vinna að þvl að kom á ferð fyrir ellilífeyrisþega til Mallorca I haust, sem ekki er endanlega ákveðin. Vetrarstarfinu fyrir eldri borg- ara lauk með sýningu í Norður- brún 1, og sumarstarfið er að taka við. Þó verður handsnyrting, fót- snyrting og böð áfram i Norður- brún út júní. Fyrsta ferðin í Skagafjöró verður 13. júnl og Framhald á bls. 37 Lagt upp frá Austurvelli I eina af skoðunarferðunum, sem ellilffeyrisþegum I Reykjavfk er boðið upp á. Fyrsta dagsferðin verður I Borgarf jörð 20. júnf. TRIMARAN GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Þetta er staðurinn sem býður upp á hvort tveggja, spennandi skemmtanalíf fyrir unga fólkiðog rólega og fagra baðströnd, sannkallaða paradís fyrir fjölskyldu og bamafólk. Við bjóðum upp á TRIMARAN-íbúðimar. Glcesilegar íbúðir í fögru umhverfi rétt við baðströndina. Frábcerlega vandaðar tbúðir með full- komnum eldhúsum og baðherbergjum, sólsvölum og einu eða fleiri svefnherbergjum. Trimaran er eina íbúðarhótelið í Lloret de Mar á Costa Brava með einkasundlaugum fyrir gesti sína. Kynnið ykkur hin sérstaklega hagstceðu kjör fyrir fjölskyldur. Auk þess sérstakar tbúðir og hótel eingöngu fyrir ungt fólk. LA CAROLINA hótel í sérflokki. Leikskóli og bamagcesla ókeypis fyrir Sunnugesti. Brottfarardagar: 12. júniuppselt - 3. júlí - 24. júlt - 31. júlí - 7. ágúst-14. ágúst-21. ágúst- 28. ágúst - 4. sept. -11. sept. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2—Símar: 16400-12070-25060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.