Morgunblaðið - 05.06.1977, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.06.1977, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 33 — Hvað segja fiskifræðingar Framhald af bls. 35 Með hliðsjón af þessu er talið að veiða megi um 1 millj. lesta árlega án verulegrar áhættu, enda á að ver.a að- staða til þess að finna og vara við óæskilegum áhrifum aukinna veiða ef þau koma fram. Ljóst er, að tæpast er unnt að veiða nema sem svarar 4—600 lestum á vetr- arvertíð nema til komi mjög aukin mót- tökugeta verksmiðjanna þann stutta tima, sem um er að ræða. Mismuninn yrði því að taka að sumar- og haustlagi og er það í sjálfu sér ákaflega æskilegt þar sem loðnan er þá feitust og best hráefni. Þá þarf hinsveg ar að gæta þess að hlífa smáloðnunni enda smá- fiskveiðar ein aðalástæða þess hvernig komið er fyrir ýmsum helstu tegund- um nytjafiska hér við land og viðar. Sjáanlega munu loðnuveiðar fram- tíðarinnar verða því mjög miklu stærri í sniðum en verið hefur og dreifast yfir lengri tíma af árinu. Sennilegt er, að veiðimöguleikar séu allmiklu meiri en ráðlegt kann að vera að taka. Ef grípa þarf til aflatakmarkana sýnist augljóst að beita þeim sérstaklega gagnvert smáloðnu og að öðru leyti á þeim tíma sem loðnan er afurðaminnst. Þá yrði loðnan fyrst og fremst veidd til bræðslu síðsumars og að haustinu og fyrst eftir áramótin, en hrygningarfisk- urinn eingöngu til manneldis. Slikur gæti orðið næsti þáttur í sögu loðnu- veiðanna. Kolmunni eftir Svein Sveinbjörnsson • Nú, eftir að gengið hefur mikið á ýmsa fiskstofna á NA—Atlantshafi, hefur athygli manna beinst að ónýttum eða lítt nýttum stofnum í þeirri von að úr þeirri átt mætti fá hráefni fyrir fiskveiðar og fiskvinnslu fiskveiðiþjóð- anna, jafnframt því, sem sókninni yrði þá létt af hinum ofveiddu stofnum. Kolmunninn, sem er fremur smár fiskur af þorskfiskaætt, er talinn lík- legur til að gegna þarna mikilvægu hlutverki. Hrygningarstofninn hefur verið áætlaður um 10 milljónir lesta og ætti hann að geta gefið af sér um 2 milljónir lesta án nokkurs skaða fyrir stofninn. Undanfarin ár hafa nokkrar þjóðir, einkum Norðmenn, Danir og Færey- ingar gert umfangsmiklar tilraunir með kolmunnaveiðar á hrygningarslóð- um hans vestan og norðvestan Bret- landseyja og einnig við færeysku land- grunnsbrúnina, er fiskurinn gengur norður i höf til fæðuöflunar eftir hrygningu. Eftir mikla byrjunarörðug- leika, sem einkum fólust í því að flot- vörpurnar voru of veikar, er nú svo komið, að hægt er að stunda þessar veiðar með góðum árangri á umrædd- um svæðum. Lítið hefur verið gert af hálfu Islend- inga til að kanna og veiða þennan fisk. í jólablaði sjómannablaðsins Víkings er rakið lauslega hvað gert hafði verið fram til ársins 1976 og mun það ekki endurtekið hér. Sumarið 1976 voru aft- ur á móti gerðar fyrstu alvarlegu til- raunirnar til kolmunnaveiða og kol- munnavinnslu hér á landi og þá fyrir Austurlandi. Vitað var að kolmunninn gengur upp á grunnin við austur- ströndina 20—50 mílur undan landi í byrjun júlí. Fjárveiting fékkst til að ■leigja skip og gera þarna veiði-og vinnslutilraunir í júlí og ágúst. Þrátt fyrir nokkra erfiðleika bæði við veiðar og vinnslu má segja að tilraunin hafi tekist vel og lofi góðu um veiðar þarna að sumrinu. Annað svæði við ísland, sem nauðsynlegt er að kanna er Dohrn- banki milli íslands og Grænlands. Vitað er að þarna er oft geipimikill kolmunni. R/S Bjarni Sæmundsson fann þarna t.a.m. mjög góðar kol- munnalóðningar seint i september í fyrra og fékk gott tog í flotvörpu. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt fram tillögur um rannsóknir og til- raunaveiðar á kolmunna 1977 og eru þær nú til athugunar hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Ekki verður skilizt við þetta mál án þess að minnast lítillega á kolmunna- veiðar íslenzku skipanna 4 við Færeyj- ar nú í maíbyrjun. Þrátt fyrir talsverða byrjunarörðugleika virðast skipstjórar skipanna hafa trú á þessum veiðum og telja afkomumöguleika útgerðar og skipshafnar góða, svo framarlega sem hráefnisverðið er eitthvað nálægt því sem gerist í nágrannalöndunum. Sjó- menn á íslandi hafa löngum mátt una við lægra hráefnisverð en starfsbræður þeirra í öðrum vestrænum löndum og hafa fiskkaupendur eytt miklu bleki í að skýra þennan mismun og tekist mis- jafnlega. Eh þegar bræðsluverð á kol- munna er orðið helmingi lægra á ísl- andi en í Danmörku, hætta menn að trúa skýringum fiskmjölsframleið- enda. Þess má geta að seinni part sumars og á haustin, sem er talinn heppilegasti tíminn til kolmunnaveiða við Ísland er kolmunninn miklu feitari en á vorin og ætti þvi að öllu jöfnu að fást mun betra verð fyrir hann á þeim tima, en í þessum efnum er því miður ekki á visan að róa. r — Iþrótta- kennari Framhald af bls. 15 un gekk seinlega því tækin voru orðin gamaldags hjá verk- smiðjunum hér nyrðra. Það er nú reyndar brýnasta verkefnið núna að minu mati að endur- nýja vélakost fiskimjölsverk- smiðja og stækka þær því verk- smiðjurnar hafa ekki fylgt eftir þeirri þróun, sem orðið hefur á skipastólnum. Á meðan hann stækkar með fleiri og stærri skipum hefur allt setið við það sama hjá verksmiðjun- um. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og ég hef þá trú að loðnuveiðarnar og kolmunna- veiðar verði geysimikilvægar fyrir okkur íslendinga á næstu árum, því það bendir svo margt til þess að við verðum að draga saman seglin hvað varðar þorskveiðarnar. IIEFUR ALLT GENGIÐ STÓRÁFALLALAUST Þegar hér var komið sögu dró að lokum samtalsins við Baldvin Þorsteinsson og lá því beinast við að spyrja hann, hvort hann hefði ekki lent í einhverjum svaðilförum á sinni sjómannsævj. — Sem betur fer hefur þetta alla tíð gengið stóráfallalaust hjá mér. En eftirminnilegasta siglingin mín var á Snæfellinu síðla árs 1961. Við vorum að fara með sildarfarm fyrir Valtý Þorsteinsson útgerðarmann á Akureyri frá Seyðisfirði til Stafangurs í Noregi. Þetta voru 1250 tunnur alls, full lest og töluverður fjöldi á dekki. Við ætluðum að verða þrjá sólar- hringa á leiðinni en urðum óvart átta og hálfan sólarhring. Það var brjálað veður alla leið- ina, stormur og stórsjór en öll- um tunnunum skiluðum við heilum í höfn. IVIér er það minnisstætt að um þetta sama leyti var risaskipið Bergens- fjord, um 30 þúsund tonn að sta*rð, að koma til Noregs frá New York og skýrðu blöðin frá því með risafyrirsögnum, að skipið hefði aldrei fyrr hreppt jafn slæmt veður á leiðinni. Þetta gekk svo brösulega hjá okkur að um tíma var farið að óttast um Sna*fellið heima. Og að lokum Baldvin, nú þeg- ar allir vilja fá sér stærri og sta*rri skip. Langar þig ekki í nýja og ennþá stærri Súlu? Það væri sjálfsagt heppileg- ast að hafa ennþá stærra og fullkomnara skip, en mig lang- ar ekkert óskaplega í sta*rra skip. Ég geri mig alveg ánægð- an með Súluna eins og hún er. Líklega er þetta vegna þess hve lengi ég hef verið 1 þessu. Ég er nú kominn á þann aldur að Ifklega væri réttast fyrir mann að fara að kíkja eftir einhverju að gera f landi. Maður má ekki draga þetta svo lengi að maður fái ekkert að gera þegar maður axlar sjópokann og kemur í land. — SS. — Frá leið- beiningastöð húsmæðra Framhald af bls. 15 mjög kostnaðarsamar og engin trygging er fyrir hendi aó þær verði arðbærar. Sennilega verður ekki hjá þvi komizt að veita sjoppueigendum stuðning í eirihverri mynd ef það á að takast að breyta vöruúrvali þeirra. Þar að auki þarf að endurskipuleggja dreifingar- kerfið fyrir viðkvæmar mat- vörur.'svo að sem minnst fari til spillis. S.H. — Þráhyggja I i amhald af bls. 2(> myndarhúsmóðir heldur beinlínis þrifnaðaróð, skutu þau barneign- um á frest um sinn; þótti sýnt, að erfitt mundi að ala upp barn á heimili þar, sem aldrei mætti neitt óhreinkast eða fara úr skorðum, og varla mætti maður koma inn fyrir dyr. Þau hugsuðu því ekki til þess að eignast barn fyrr en June var búin að ganga til læknis um hrið og hafði fengið nokkurn bata, að þvi er virtist. Því miður fór það svo, að sjúk- dómurinn tók sig upp aftur fljót- lega eftir, að Timothy sonur þeirra fæddist. Ágerðist áráttan svo, og varð brátt verri en nokk- urn tíma fyrr. Nú er June orðin 48 ára gömul og búin að leita lækninga við áráttu sinni í réttan aldarfjórð- ung. Hún hefur bæði gengið til geðlækna og legið í sjúkrahúsum langtímum saman. En árangur hefur enginn orðið og June er að því komin að gefa upp alla von um bata. Hún gengur samt enn til geðlæknis. Hann hefur helzt lagt til, að hún gangist undir heila- skurð, levkótómíu, og er þaö al- gert neyðarúrræði. Læknar heita þvi, að áráttan muni hverfa við skurðinn. En því miður hafa slík- ir skurðir stundum þær afleiðing- ar, að persónuleikinn tekur breyt- ingum. Og June hefur ekki þorað að hætta á það. Hreinlætisáráttan hefur staðið June fyrir þrifum öll hennar full- orðinsár. Hún á sér ýmisleg áhugaefni; hún hefur líka viljað vinna úti. En hún hefur verið bundin heima, aldrei haft tima til að sinna öðru en áráttunni. Og hreingerningarnar taka æ lengri tíma og þreyta hana meira eftir því sem árin færast yfir. Hjönin og sonur þeirra reyna að gera sér þetta léttbærara með þvi að ræða sín á milli og skopast jafnvel að því. June segist ekki mundu hafa þolað álagið til lengdar, ef hún hefði ekki getað gert grín að öllu saman — og eiginmaður hennar hefði ekki verið öðrum mönnum umburöarlyndari og þolinmóðari. Það er talið, að nærri þriðjung- ur áráttusjúklinga eigi sér bata von af lyfjum og raflostum. Aðrir verða annað hvort að sætta sig við sína áráttu, ellegar gangast undir heilaskurð. Geðlæknum og sál- könnuðum hefur orðið fremur lít- ið ágengt við áráttusjúklinga. Það hefur reynzt vafasamt að róta upp í fortið þeirra í leit að skýringum. Það hefur ósjaldan farið þannig, að sjúklingunum bættust bara ný áhyggjuefni við áráttuna.. . —LF.SLÉY ADAMSON. RU torfærubíllinn með drifi á öllum hjólum sameinar gæði fjölskyldubíls og fjallabíls. á lækkuöu verði SUBARU torfærubíllinn Er tilvalinn sem ferðabíll fjölskyldunnar á öllum árstímum Til afgreiðslu strax og meira að segja á laekkuðu verði. Til afgreiðslu strax. . . og meira að segja á lækkuðu verði. INGVAR HELGASON VONARLANDI VIÐ SOGAVEG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.