Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 Sólin—Kol og olía Sólargeislun 1 orkuskorti heimsins horfa margir vonaraugum til sólar- innar, — að þaðan muni koma sú orka, sem jarðarbúar þarfn- ist um alla eilífð. í sænsku tækniriti var nýlega fjallað um hagnýtingu sólar- geislanna til orku framleiðslu, — það er að segja til aukinnar orkuframleiðslu, því svo til öll orka, sem við nú notum eigum við sólinni að þakka. Vatnsork- an stafar frá uppgufun vatns úr heimshöfunum fyrir tilverknað sólargeislanna, og kol og olia hafa myndast úr lifverum, sem fengið hafa næringu frá sól- inni. Sólina má telja ótæmandi orkugjafa, en aðeins hverfandi hluti þeirrar orku fellur á jörð- ina. Spekingar telja að á 1 fer- metra flöt, hornréttan á geisla sólarinnar, í álíka fjarlægð frá henni sem jörðin, falli orka sem samsvari 1,4 kW. Þetta þýðir að ef við hefðum þar flöt, riflega 400 metra á hvorn veg, myndi falla á hann orka sem næmi um 2400GWst. á ári, eða ámóta mik- ið sem öll raforkuframleiðsla á íslandi árið 1976. Nú falla sólargeislarnir óvíða hornrétt, lóðrétt, á byggð ból jarðarinnar, en hvað um það, þá endurvarpar gufuhvolfið um 30% þeirra, en um 70% ná til jarðaryfirborðsins, þar sem mestur hlutinn fer til upphit- unar jarðarinnar, nokkur hluti til uppgufunar hafsins, til haf- strauma og vinda, en aðeins 0,002% verður eftir í gróðri jarðar. Sú orka sem fer til hitunar jarðarinnar gufar upp aftur í gegnum gufuhvolfið. Ef svo væri ekki, t.d. ef efni í gufu- hvolfinu, svo sem mjög mikið magn af koldíoxídi, færi mjög mikið vaxandi, er voðinn fyrir dyrum og jörðin óbyggileg af völdum hita, — að dómi áður- nefndra spekinga. Aukin hag- nýting sólarorku er hugsuð tvennskonar. Annarsvegar beint til hitunar, svo sem til hitunar húsa og er slíkt þegar gert sumsstaðar i Bandaríkjun- um og víðar. Hins vegar eru svo hugmyndur um framleiðslu raf- orku með sólspeglum, sem hita vatn upp fyrir suðumark, en gufan, sem þannig myndast, snýr eimhverflum til raforku- vinnslu. Áætlanir hafa verið gerðar um framleiðslukostnað i sliku raforkuveri, og varð niðurstað- an 70 sænskir aurar hver kWst., eða nær 32,— ísl. kr. Það mun vera vel 10-fallt það verð sem algengt er í . íslenskum vatnsorkuverum. Þó eru hér ekki öll kurl komin til grafar, þvi orkuvinnslan verður inest, þegar minnst not eru fyrir hana, það er að sumri til, og verður því nauðsynlegt að geyma hana í vatnsorkudæli- stöðvum, og eykur það enn raf- orkukostnaðinn. Hér hefur ver- ið miðað við sólargang í Svi- þjóð, en ætla má að útkoman verði nokkuð betri í suðlægari löndum. Önnur aðferð til vinnslu raf- orku úr sólargeislum, er með svonefndum sólsellum, en íbún- aði þeim myndast raforka við geislun sólarinnar. Þessi aðferð er þó, á núverandi þróunar- stigi, margfallt dýrari en speglaverið, en talið er erfitt að spá fram í tímann á því sviði. Jafnvel í Noregi kolarafstöðvar? Noregur hefur til þessa verið talið eitt auðugasta vatnsorku- landið. Mikill iðnaður hefur þar skapast, vegna mjög hag- stæðs ••aforkuvérðs, og margvís- leg raforkunotkun er þar, sem ekki er möguleg í öðrum lönd- um vegna kostnaðarsamrar vinnslu raforkunnar. Kyndistöð til raforkuvinnslu. Nú er að kreppa að á þessu sviði, vegna aðgerða náttúu- verndarmanna. 60 fossar og fallvötn hafa verið friðuó, — fyrst um sinn fram til ársins 1983, en fram til þess tíma er ætlunin að kanna margvísleg málefni sem þetta varðar. Um svipaö leiti sem þetta var samþykkt í norska Stórþinginu, kom tilkynning frá norsku ríkisrafveitunum um að þar væru f gangi áætlanir umbygg- ingu kolakynnts raforkuvers, sem brenna muni kolum frá norsku eyjunni Svalbarða, ogr enn nokkru seinna samþykkir norska Stórþingið ríflega fjár- veitingu til aukinnar kola- vinnslu þarna. í frumathugun ríkisrafveitn- ORKA & TÆKNI eftirVALGARÐ THORODDSSEN anna segir að framleiðslukostn- aður kolastöðvarinnar muni verða 14—15 n.aur. hver kWst., þ.e. um 5,30 ísl.kr. Hins vegar er jafnfram tekið fram að vinnslukostnaður vatnsorku- vers, sem rafveiturnar hafi í byggingu, muni verða 8—9 n.aur., eða um 3,— ísl.kr. Hér er um tvær álika stórar stöðvar að ræða, hvor um 699MW oog miðað er við 7000 klst. ársnýt- ingu. Sumum þykir forvitnilegt að kynnast væntalegum viðbrögð- um náttúruverndarmanna við kolamengun. Olían ögrun við Noreg Nú hefur tekist að ger5 viö bilunina í olíupallinum Bravó á Ekófisksvæðinu. Þegar loks tókst að stöðva útstreymið, hafði lekið út á hafið 22.000 tonn af olíu og norska ríkið hafði orðið af sköttum við oliu- vinnsluna að upphæð 290 millj- ón n.kr., en það samsvarar um 11 milljörðum ísl. kr. Stærsti oliupallur heims á leið til aukningar vinnslu I Norðursjó. Hugmynd að sólar-raforkuveri. Slysið hefur valdið miklum umræðum í f jölmiðlum Noregs, svo og annarra landa, og á norska Stórþingið hefur verið deilt um framhaldið, — hvort halda skuli áður ráðgerðum hraða um vinnslu á fleiri svæð- um, eða biða nokkuð átekta. Norska blaðið Aftenposten hefur skýrt all ýtarlega frá um- mælum forsætisráðherrans, Od- vars Nordli, um málið. Þar eru höfð eftir honum m.a. þessi stefnumið: „Oliuvinnslan i hafinu er byrjuð og henni verður haldið áfram. Hún er þarna sem risa- vaxinn ögrun til hagsbóta fyrir okkar skapandi tækni, visindi og háþróuðu verkkunnáttu. Þrátt fyrir erfiðleika og óleyst vandamál, megum við ekki sem þjóð mæta þeirri ögrun með kyrrstöðu og ótta við hið stóra og óþekkta." Málin virðast nú standa þannig, að það sem komið var á ystu nöf um framkvæmdir, verður ekki stöðvað, en ýmis- legar aðrar aðgerðir, sem ekki höfðu verið nákvæmlega tima- settar, verða teknar til nánari athugunar í ýmsum þáttum. Stærsti olíupallurinn sem hingað til hefur verið smíðaður í heiminum, að sogn Norð- manna, lagði hinn 3. mai af stað frá skipasmíðastöð í nágrenni Bergen áleiðis til vinnslusvæð- isins Statfjord. Það svæði er talið olíuríkast allra þeirra svæða sem hingað til hafa verið virkjuð í Norðursjónum. Vinnslupallurinn er ekkert smásmiði, 35.000 tonn, ristir 120 metra, og það tók verkefna- litla skipasmiðastöð, með 1000 manna starfsliði, rúm 2 ár að byggja ferlíkið. Fjórir dráttar- bátar með 70.000 hestafla orku drógu pallinn með 2 milna hraða hina 350 km. leið frá Bergen út á borsvæðið. Gekk það allt samkvæmt áætlun og er upphaf vinnslu á næstu grös- um. Þá virðist hafa verið sam- þykkt að hefja á þessu ári virinslu á tveimur öðrum stöð- um, en þeir nefnast Valhall og Hod. Öðrum fyrir-huguðum vinnsluframkvæmdum mun hafa verið slegið á frest, til frekari könnunar. Þá er fyrir- sjáanlegt að tilraunaborunum undan ströndum Norður- Noregs verður frestað nokkuð, en áður hafði verið gert fyrir að þær hæfust á árinu 1978. Áður en oliuvinnslan hófst í byrjun við strendur Noregs, leitaði rikisstjórnin álits ýmissa aðila, og voru þær álitsgerðir opinber málsgögn. Þá var, að mig minnir i áliti utanríkis- ráðuneytisins, bent á að þegar oliuvinnslan væri hafin, yrði sennilega vart mögulegt að stöðva hana né hemja, þótt stjórnvöld kynnu að óska þess, því þá myndi gæta svo sterks þrýstings frá ýmsum hags- munahópum, sem jafnvel ættu lifsafkomu sína undir áfram- haldandi framkvæmdum. Þetta er í nokkrum mæli að koma fram núna. Sum fyrir- tæki sjá fram á verkefnaskort, ef dregið verður úr fyrirhuguð- um framkvæmdahraða, og blik- ur eru á lofti um ýmsa erfið- leika, sem rekja má til afleið- inga þeirra mistaka sem urðu á borpallinum Bravó. Enn hefur skapast nokkuð hættuástand i málefnum Ekofisksvæðisins og Bravó. Þannig er mál með vexti að frá svæðinu liggur 350 km. löng neðansjávarleiðsla til Teeside í Bretlandi, en þangað er oliunni dælt. Nýlega hefur komið í ljós, með bergmálsmælingum, að leiðslurnar „eru á lofti“ á all löngum köflum, samtals um 70 km. Félagið, sem hér á hlut að máli, telur að þetta muni stafa af öldugangi og hafstraumum. Verið er nú að fylla upp undir pípurnar með sandpokum á vissu bili og telja forsvarsmenn félagsins hér litla hættu á ferð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.