Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977
37
Hart barist
í Las Palmas
Nú stendur yfir I Las Palmas
á Kanaríeyjum geysisterkt al-
þjóðlegt skákmót. Meðal þátt-
takenda eru heimsmeistarinn
Karpov, Tal, fyrrverandi
heimsmeistari og að auki sterk-
ir stórmeistarar eins og Larsen,
Browne og Timman. Mótið lítur
þvl út fyrir að geta orðið all
spennandi, en er það var hálfn-
að hafði Karpov forystu með
7'A vinning af 8 mögulegum, en
I öðru sæti var Tal með 6‘/í v.
Næstir komu svo Timman með
5‘A v. og Larsen með 5 v.
Karpov virðist því hafa pálm-
ann í höndunum eins og stend-
ur, en hafa verður í huga að
hann á eftir að tefla við þá
Larsen og Tal og því gæti ýmis-
legt gerst áður en yfir lýkur.
Athyglisvert er að þegar þeir
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Karpov og Timman gerðu jafn-
tefli í 7. umferð hafði Karpov
unnið 13 skákir i röð, (2 síðustu
í Bad Lauterberg, allar 5 á
Evrópumeistaramótinu í
Moskvu og 6 fyrstu í Las
P:lmas) og minnir það helst á
þegar Fischer vann 18 skákir i
röð á árunum 1970—71.
Margar skákir Karpovs á mót-
inu hafa verið mjög skemmti-
legar og við skulum lita á sigur
hans yfir enska stórmeistaran-
um Miles i 6. umferð. Skákin
minnir helst á leik kattarins að
músinni. Karpov fær betra tafl
út úr byrjuninni og eykur siðan
yfirburði sina jafnt og þétt þar
til engum vörnum verður við
komið.
Hvltt: Anatoly Karpov
Svart: Anthony Miles
Drottningarindversk vörn
1. c4 — b6 (Margir Englend-
ingar hafa dálæti á þessum
leik). eftir 2. d4 — Bb7 3. Rc3
— e6 4. e4 — Bb4 hefur svartur
góð tök á að ráðast gegn mið-
borðspeðum hvíts) 2. d4 — Bb7
3. d5 — e6 4. a3 (Karpov fer sér
að engu óðslega og beinir skák-
inni yfir í farveg drottningar-
indverskrar varnar) Rf6 5. Rc3
— Bd6 (Svartur hyggst berjast
um yfirráðin á miðborðinu, en
einnig kemur til greina að leika
5.. .d6 og sætta sig við orðinn
hlut) 6. Rf3 — exd5 7. cxd5 —
0—0 8. Bg5 — He8 9. e3 — Be7
10. Bc4 — h6 11. Bf4 — Rh5?
(Þessi leikur er ekki tímabær.
Betra var einfaldlega 11. . ,d6
og 12. . .Rbd7) 12. Be5 — Bf6
13. Bd4 — Ba6 14. Bxa6 — Rxa6
15. 0—0 — c5 16. Bxf6 — Rxf6
17. Dd3 — Dc8 (Svartur sætti
sig af skiljanlegum ástæðum
ekki við 17. . .Rc7 18. d6) 18.
Rd2 — d6 19. Rc4 — Hd8 20. e4
(En ekki 20. Rb5 — Re8 21. e4
— Rc7) Rc7 21. b4 — Ra6
(Svartur gat ekki leyft 22. bxc5
— bxc5 23. Ra5) 22. b5 — Rc7
23. a4 — Dd7 24. f4 — He8 25.
Karpov er ætlð I efsta sæti.
Hadl — Had8 (Svartur er nú
gjörsamlega án alls mótspils og
getur aðeins beðið eftir þvi að
hvítur brjótist I gegn) 26. h3 —
De7 27. e5! — dxe5 28. d6 —
Df8 29. fxe5 — Rh7 30. Df3 —
Re6 31. Db7 (Nú er jafnvel
hvíta drottningin komin inn I
herbúðir svarts og þá er
skammt að bíða endalokanna)
Ha8 32. Rd5 — g6 (Eða
33. . .Heb8 34. Dc6 — Hc8 35.
Re7 + ) 33. Re7+ — Kg7 34. Rc6
upp. Hann á énga vörn við 35.
d7.
Það þykir alltaf fréttnæmt
þegar hinir miklu baráttumenn
Tal og Larsen mætast við skák-
borðið. Við skulum nú líta á
viðureign þeirra.
Hvítt: Mikhail Tal
Svart: Bent Larsen
Caro-Kann vörn
I. e4 — c6 2. d4 — d5 3. Rd2 —
4 4. Rxe4 — Rf6 (Larsen
heldur mjög upp á þennan leik,
en algengara er 4.. ,Rd7 eða
4. . .Bf5) 5. Rxf6+ — gxf6 6.
Bc4 — Bf5 7. Bf4 — Db6?!
(Önnur og öruggari áætlun er
7. . ,e6 8. Rf3 — Hg8 9. 0—0 —
Bd6 og staðan er í jafnvægi) 8.
Bb3 — a5 9. a4 — Rd7 10. Rf3
— Da6 (Þessi leikur miðar að
þvi að hindra hvítan i að hróka
stutt, en eins og sést af fram-
haldinu kemur það ekki að sök)
II. Rh4 — Bg6 12. Dg4! (Hvitur
hótar nú 13. Rxg6 og þá gengur
hvorki 13. . ,hxg6 14. Bxf7+ né
13. ,.fxg6 14. De6) e6 13. Bc7
(Lúmskur leikur, sem hótar 14.
Bxe6 — fxe6 15. Dxe6-i---Be7
16. Bd6) f5 14. Df4 — Bg7 15.
h3 — 0-0 16. 0-0-0 — Hac8 17. g4
— c5 (Svartur verður að ná
mótvægi gegn vaxandi sókn
hvits á kóngsvæng. Eftir
17. . ,fxg4 18. hxg4 er staða
svarts mjög erfið. T.d. 18.. ,c5
19. Dh2! — Rf6 20. dxc5) 18.
gxf5 — c4 19. Ba2 — exf5 20. c3
— Hfe8 (Eftir 20. . ,Dc6 21. Bd6
— Hfd8 22. Bbl hefur hvitur
mjög góð sóknarfæri, en þarf
hins vegar vart að óttast um
eigin kóngsstöðu) 21. Hhel —
Dc6 (Hvitur hefur einnig
greinilega undirtökin eftir
21.. Hxel 22. Hxel — Dc6 23.
Bd6 — Dxa4 24. Bbl vegna
hinnar ótryggu kóngsstöðu
svarts).
Tekst Tal að draga Karpov
uppi? Þeir mætast I sfðustu
umferð.
abcdafgh
22. D5! Dxa4, 23. Dxc4 (Vegna
fripeðsins á D5 er endataflið
nánast aðeins tæknilegt atriði
fyrir hvít) Dxc4 24. Hxe8+ —
Hxe8. 25. Bxc4 — He4 26. Rxg6
— Ilxc4 (Eða 26... hxg6 27.
Bb5 og d-peðið rennur upp) 27.
Re7+ — Kh8 (27. . . Kf8 var
engu betra vegn a 28. Bd6) 28.
Bxa5 — Bh6+ 29. Kbl — Hf4
30. Rc8 — 31. Rb6 — Re5, 32.
c4 — Be3, 33. d6 — Rc6, 34. d7
— Bg5, 35. Bc3+ — Kg8 36.
Hgl og svartur gafst upp.
— Urmull af
njósnurum
Framhald af bls. 1
nöfn og í skilríkjum þeirra
voru þau sögð breskir riikis-
borgarar, enda þótt það kæmi
fljótlega í ljós að svo var ekki.
Fyrr I þessum mánuði voru
önnur austur-þýzk hjón frá
Eberswalde leidd fyrir rétt í
Dusseldorf og gefið að sök að
hafa stundað njósnir fyrir
Austur-Þýzkaland. Þeim hafði
einnig verið komið til Vestur-
Þýzkalands undir fölskum
nöfnum og þjóðerni og var
þeim tryggð mjög góð efnahags-
leg staða, svo að þau gætu
óskipt gefið sig að því að afla
upplýsinga fyrir austur-þýzku
aðilana. Samkvæmt heimildum
Observers hafði konan flutzt
búferlum til Vestur-Þýzkalands
i september 1973 og skömmu
seinna fylgdi eiginmaður
hennar á eftir, en hafði áður
dvalið nokkra hríð í Hollandi.
Þau höfðu verið gift í sex ár,
þegar .þau fluttu til Vestur-
Þýzkalands. En engu að síður
var talið að það liti betur út og
þætti siður grunsamlegt ef þau
gengju í hjónaband í hinu nýja
föóurlandi og var sú athöfn í
maí 1974. Önnur hjón frá Aust-
ur-Þýzkalandi og einnig búsett
í Eberswalde voru og leidd
fyrir rétt í Koblenz viku siðar.
Kom þá enn í ljós, að þau
bjuggu í Vestur-Þýzkalandi á
fölsuðum skilríkjum.
Það gegndi dálítið öðru máli
með GUnter Guillaume. Hann
kom til Vestur-Þýzkalands árið
1956 og vann sig af þreutseigju
og þolinmæði upp metorðastig-
ann i bákni Jafnaðarmanna-
flokksins unz áfanganum sem
að hafði verið stefnt var náð og
hann varð nánasti starfsmaður
Brandts. Hann var dæmdur til
þrettán ára fangelsisvistar í
desember 1975. Kona hans sem
hafði veitt honum aðstoð var
dæmd í átta ára fangelsi. Hún
mun nú vera alvarlega sjúk og
hefði komið til greina að vest-
ur-þýzka stjórnin hefði fallizt á
að skipta á henni og vestur-
þýzkum fanga i fangelsi i Aust-
ur-Þýzkalandi ef siðasta njósna-
mál hefði ekki komið til.
Guillaumemálið var mjög
þungt áfall Vestur-Þjóðverjum.
Það hefur síðan aukið á mar-
tröðina að siðan hefur verið
flett ofan af hverju njósna-
málinu af öðru. Það úir og grúir
af njósnurum í landinu og virð-
ist sem vestur-þýzku öryggis-
þjónustunni og gagnnjósna-
deildinni takist ekki að stemma
stigu við þessari iðju, enda þótt
henni takist að upplýsa furðan-
lega mörg njósnamál. Á síðasta
ári voru til dæmis 68 grunaðir
njósnarar handteknir og málin
sem meira og minna voru upp-
lýst voru á fimmta hundrað.
En það veldur stjórnvöldum
áhyggjum, að þrátt fyrir þetta
virðast kommúnistar enn herða
róðurinn og láta ekki á sig fá
þótt njósnaiðja þeirra í Vestur-
Þýzkalandi sé nú á hvers
manns vörum. Þeir vita sem er,
að Vestur r-Þjóðverjar kunna
ef til vill að handsama nokkra
austur-þýzka njósnara en
Vestur-Þjóðverjar eiga einnig í
höggi við hryðjuverkasamtök
Baader-Meinhofmanna. Sú
starfsemi hefur að sjálfsögðu
kallað á eflda löggæzlu og þvi
hefur ekki verið unnt að sinna
njósnaleitinni af jafnmiklum
krafti og Vestur-Þjóðverjum
þætti án efa æskilegast.
— Aldraðir
Reykvíkingar
Framhaid af bls. 5
verður komið til baka 24. júni.
Önnur feróin verður 27. júní, sú
þriðja 11. júlí sú fjórða 25. júlí og
fimmta 5. september. Meðan
dvalið er á Löngumýri er farið I
stuttar ferðir, skoðuð söfn og
haldnar kvöldvökur. Með hópun-
um verða Margrét Jónsdóttir
skólastjóri og Lára Sigurbjörns-
dóttir i fyrstu ferð, Margrét og
Helenda Halldórsdóttir i annarri
feró, Arnfríður Arnmundsdóttir
og sr. Jónas Gíslason i þriðju ferð,
Dagbjört Stephensen og sr. Þórir
Stephensen í 4. ferð og i seinustu
ferðinni Nanna Nikulásdóttir og
sr. Lárus Halldórsson. Orlofsferó-
irnar eru á vegum Félags-
stofnunar Reykjavíkur og í sam-
vinnu við Hjálparstofnun kirkj-
unnar. I orlofsferðunum ganga
fyrir þeir, sem ekki hafa farið
siikar ferðir áður.
Fyrsta dagsferðin verður i
Borgarfjörð, að Hraunfossum og
Barnafossum og verður 20. júní.
Verða dagsferðirnar yfirleitt
farnar á mánudögum og fimmtu-
dögum. Farið verður í Skálholt, í
Kópavog og Álftanes, að Selfossi
og Eyrarbakka og Stokkseyri, á
Þingvelli, að Gullfossi og Geysi, í
Hafnir, Grindavík og Reykjanes-
vita eða þá um Reykjavík og ná-
grenni, svo sem skoðunarferð á
söfn, skoðunarferð á sýningar, i
Heiðmörk, Rauðhóla og að Hafra-
vatni, um Breiðholts- og Árbæjar-
hverfi í Reykjavik og síðasta ferð-
in 28. júlí verður Reykjavíkurferð
almenn.
Dagsferðirnar hafa verið mjög
vel sóttar. Lagt er upp frá Al-
þingishúsinu í þær flestar kl. 1.30
en nokkrar að morgni frá um-
ferðamiðstöðinni í orlofsferðirn-
ar. Ef veður leyfir, hefur verið
siður að taka með sér nesti og
drekka kaffi í skrúðgörðum borg-
arinnar eða útivistarsvæðum.
Nauðsynlegt er að panta far fyrir-
fram í siðasta lagi daginn áður.
En allar upplýsingar og þátttöku
skal tilkynna til Félagsstarfs eldri
borgara i síma 18800 kl. 9 f 12 f.h.
k Glcymdu
1 ekki
endurnýjun
9 á 1.000.000.— 9.000.000,—
9 — 500.000.— 4.500.000,—
9 — 200.000.— 1.800.000,—
180 — 100.000,— 18.000.000,—
558 — 50.000.— 27.900.000,—
8.667 — 10.000 — 86.670.000 —
9.432 147.870.000.—
18 — 50.000 — 900.000 —
9.450 148.770.000,—
Án endumýjunar áttu ekki
möguleika á vinningi.
Við drögum næst
þann 10. júní.
Gleymdu ekki að endumýja!
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Tvö þúsund milljónir í boÓi