Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1977 VI MORödK/ KAFFINU '(SSV? ’ 0_(l o 'SlfM Ég held að það sé bezt að ég bfði Ifka eftir afa. Já þetta er PABBI. — Því spyrðu? Furðulegt starf að sitja þarna allan daginn við að drekkja ormum?. Ekki erindi sem erfiði? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson FYRIR nokkru var rabbað hér dáiítið um varnarsagnir með tvf- fita hendur. Ekki var nú komist að neinni niðurstöðu í því efni en í dag Lítum við á hið gagnstæða, þ.e. spilari f stóknarstöðu er með sterka tvílita hendi. Spilið er frá nýloknu íslands- móti í sveitum. Norður gefur, allir utan hættu. Norður S. G96 II. 3 T. G7653 L. K983 Vestur S. D42 II. K974 T. 84 L. DG54 Austur S. ÁKI085 II. Á8 T. 9 L. Á10762 C03PER Suður S. 73 II. DG10652 T. ÁKD102 L. — í umrætt sinn sögðu spilararir þannig: Norrtur Austur Suður Vestur Fass 1 spaði dohl(!) 2 spaðar Pass 4 spaðar 5 hjörtu dohl Pass pass pass Rétt er það — fimm spaðar standa í austur og vestur. Reynd- ar munar minnstu að sex vinnist. En að spila fimm hjörtu dobluð voru ágæt viðskipti. Vestur spil- aði út spaðatvist og sýndi þar með þrjú eða fimm spil í litnum. Austur tók með kóng og skipti í tígul. Suður fór í hjartað. Drottninguna tók austur og spil- aði lágum spaða undan kóngnum. En vestur var ekki með á nótunum og skipti í lauf. Hann hefur eflaust ekki húist við, að suður ætti fimm tígla. Eða að austur ætti aðeins eitt hjarta. Suður fékk því átta slagi, tapaði 500 í stað 450 í spaðasamningi. Að forhandardobla á spil suðurs getur ekki verið gott. Upp- hafleg merking forhandardobls var að sýna stuðning við alla ósögóu litina og opnunarstyrk. Of frjálsleg meðhöndlun þess getur verið hættuleg. Þetta spil sýnir það vel. Segi suður strax tvö hjörtu þá er hann í góðri aðstöðu til að segja fimm tígla eftir að austur er kominn í fjóra spaða. Og ef með þarf eru sex tíglar góð fórn því tíu slagir fást alltaf. Þróttmikill- viljasterkur- ákveðinn og atorkusamur maður óskast... stendur hér.— Ætti ég að sækja um starfið? „Engum manna getur dulizt er hefur óskerta sjón og heyrn að rauðliðar eða róttæklingar, er sumir vilja nefna svo, geta sjálfir ráðið hverju þeir vilja koma á framfæri í sjónvarpi og útvarpi, hinum sósfaliska áróðri sfnum til framdráttar. Skiptir þá ekki máli hvort formaður útvarpsráðs heitir Njörður eða Þórarinn. Rauðliðar eru sumsé inni á gafli í báðum fyrrgreindum stofnunum að þvi er séð verður. Straumsvíkurganga rauðliða, lagardaginn 21. maí s.l., sannar þessa fullyrðingu algerlega. Svo var t.d. útvarpsáróðurinn linnu- laus föstudagskvöldið 20. maí s.l. að í scinustu tilkynningum það kvöld var áróðurspistillinn endur- tekin í síbylju, sex sinnum í röð með örstuttum millibilum og virt- ist vera lokaspretturinn að því sinni. En mörgum dögum áður en þessi ganga hófst glumdi við eyr- um manna og öllum landslýð sýknt og heilagt þessar tilkynn- ingar. Og áróðursblöð með stríðs- fréttaletri voru borin i tvígang í öll fbúðarhús Reykjavikurborgar og nágrennis varðandi þetta „gönguvesen" þeirra. En hver var svo árangurinn? Nánast enginn. Eða mjög nei- kvæður fyrir hernámsand- stæðinga eins og vænta mátti. Fólk hlustar almennt ekki á þetta rauðliðasnakk og lætur ekki skipa sér fyrir verkum um eitt eða neitt varðandi öryggismálin. Enda varð árangurinn í núlli fyrir róttækl- inga miðað við áróður þeirra og erfiði. Ég vil svo í leiðinni aðeins geta þess að kvöldsaga útvarpsins, Vor í verum, er alls enginn skemmti- lestur heldur leiðinlegur einhliða áróður Alþýðubandalagsins og Al- þýðusambandsins. Með þessum söguflutningi er hlutleysi út- varpsins að vettugi virt hjá þessum aðilum. Ber að leiðrétta þau mistök sem fyrst. Ef ekki nú, þá við val næstu kvöldsögu. Ég vil svo að lokum enda þetta spjall með þakklæti til Gils Guð- mundssonar fyrir hans frábæra og ágæta lestur á æviminningum þjóðskáldsins okkar vinsæla og andrfka, séra Matthíasar Jochumssonar. Lestur Gils hafði að vissu leyti á sér mjög listrænan blæ, því að á nokkrum stöðum tengdi hann sögukaflana með upplestri á skáldsins beztu og feg- urstu Ijóðum við minningabrotin á viðeigandi hátt eftir efninu hverju sinni. Gils lauk svo lestrin- um með hinu innblásna kvæði skáldsins „Guð, minn Guð, ég hrópa“. Ég læt fylgja þessum lin- um lokaerindi kvæðisins. En stormgnýr og straumþungi ljóðs- ins endar svo með Ijúfum bænar- orðum og aftanroðablæ er leikur í laufi við hjalandi lækjarnið: „Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni,- eins og lftill lækur Ijúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.*‘ M.J. Þorkell Hjaltason.,, 0 „Fyrst allir aðrir þegja þá ætla ég að segja.“ „Eða öllu heldur spyrja. Er nú svo komið að lftill markaður sé að verða fyrir lopapeysur, og ef svo er, hvað veldur? Er lopinn seldur óunninn úr landi og að þar af leiðandi skapist sölutregða fyrir þessa vöru? Undanfarið hefur skapast viss ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 28 kastið. Ilvers vegna skyldu þeir gera það ef þetta væri eitthvað lítið og smátt. Og því skyldu þeir elta þig. — Nei. — Þú hefur sjálfur sagt að hann hafí verið fullur eftir- væntingar. —Þú mátt ekki taka það of bókstaflega. — Þú staðfestir aðeins það sem ég vissi. Þegar ég hitti hann sfðast var hann mjög langt niðri. Állt var til einskis fannst honum. Állar aðgerðir runnu út f sandinn. Allar and- ófsaðgerðir tiigangslausar, bara smáskemmtun fyrir borg- arastéttina til að horfa á í sjón- varpinu. Og tilraunir til að stofna nýjan flokk voru hlægi- legar f hans augum. Ég spurði hann hvers vegna. Hann sagði að það yrði bara til þess að báknið þendist enn meira út. Og fólk vildi bara öryggi vclferðarríkis og ekki leggja neitt í sölurnar. Það vill ekkert leggja í sölurnar. En samt vill það geta talað digur- barkalega. Peter reyndi að lciða tal Hemmers hjá sér. — Þekkir þú Cornelius Pande? Spurði hann. — Nei, en ég hef heyrt nafn- ið. Ég kannast smávegis við kauða. Er hann ekki með f þess- um nýja flokki? — Jú, ég hitti hann f dag. Hann kallaði Frede borgaraleg- an stjórnleysingja. — Hvar hittirðu hann? — Iljá föður mfnum. — Vitanlega. Auðvitað tekur Kessel þátt í dansinum. Sagði Pande eitthvað fleira Frede? — Hann fullyrti að Frede væri áhangandi a*vintýrastefnu af svipaðri tegund og Baader- Meinhofsamtökin f Vestur- Þýzkalandi. — Ja*ja, svo að hann sagði það. En hann er vfst ekki sér- lega mikill vinur Fredes. — Nei. — Þá er kannski eins gott að taka með varúð það sem hann segir. — Sjálfsagt. En þetta kentur heim og saman viö... — Það er auðvitað Ijómandi fvrir Pande að bera alls konar svfnarf á Frede núna, gr.-ip Hemmer fram í. — Ég held honum væri nær að lfta f eiginn barm. Peter starði hissa á hann. — Ég er fcginn að Lena er ekki hérna núna, bætti Hemm- er við. — Ég skil ekki... — Ég er hræddur um að Frede geti fundið upp á ein- hverju ef hann kemur hingað. — Hvað þá? — Hann gæti verið illvfgur. — Ékki við Lenu? spurði Peter hissa. — Hún mvndi reyna að tala um fyrir honum og það þyldi hann ekki. — Frede er ekki hættulegur. Ekki þannig. — Ég veit ekki lengur hvern- ig Frede er eða er ekki. En ég a*tla að minnsta kosti ekki að Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. hætta á að ncitt komi fyrir Lenu. Einhver undarleg ólga var f rödd Hemmers. — Það er eitthvaö í fari Fredes sem minnir mig á móð- ur hans, hélt hann áfram. — Hún var veik sfðustu árin sem hún lifði.... — Var hún....? Peter leitaði að orðum sem myndu ekki koma of illa við Hemmer. F.n málarinn varð fyrri tíl. — Hvort hún hafi verið geð- veik? Nel. — Ég skil þig ekki. — Þú hefðir átt að þekkja Christine þegar hún var ung, Peter. Ködd málarans var torkenni- lega. — Þú hefðir átt að sjá hans, sagöi hann. — Hún hafði lang- ar þvkkar, brúnar fléttur. Aug- un voru brún og húðin dökk. Iiílsinn var óvcnjulangur og hún hafði sérstaklega fagurt höfuðlag. Ég reyndi margsinnis að mála hana, en það tókst aldrei. .Iú, auðvitað náði ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.