Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977
27
líður, ef ekki verður að gætt.
Þetta eru aðallega nokkrar teg-
undir fálka, ernir og uglur.
Það er greinilegt af athugunum
Conrads, að fuglalifi í grennd iðn-
svæða er sérstaklega mikil hætta
búin. En landbúnaðurinn hefur
reyndar lika þrengt hættulega
mikið að þeim. Við eggjaskoðun-
ina fyrr nefndu reyndust ekki
færri en tvö eiturefni í 97% eggj-
anna, þrjú i 58%, fjögur í 22% og
fimm eiturefni í 8%. Var jafnan
talsvert mikið af hverju efni í
eggjunum. Það kom líka i ljós,
sem undarlegt má virðast, að
skurn eggja sumra fuglategunda
þynnist af völdum eiturefna i um-
hverfinu en eggjaskurn annarra
„ÍSLENDINGUR" —
Fálkanum er lika hætt
hér hjá okkur. Óprútnir
menrt hugðust smygla
þessum úr landi í fyrra
og selja hann þar ytra.
tegunda heldur þykkt sinni. Óvíst
er hvernig á þessu stendur en
Bernd Conrad hefur varpað fram
þeim tilgátum, að mismunandi
efnaskifti, ellegar ólíkar fæðu-
keðjur gætu valdið.
Nú eiga öll dýr ákveðnu hlut-
verki að gegna í náttúrunni. Það
gefur þvi auga leið, að jafnvægið
hlýtur að raskast, ef einhverjum
tegundum fækkar sífellt og þær
verða jafnvel aldauða. Söngfuglar
gera t.d. stórfellt gagn með því, að
þeir éta skorkvikindi. Ef söng-
fuglum fer áfram hraðfækkandi
getur að þvi komið, að skorkviK-
indum fjölgi svo, að ekki verði við
ráðið nema með hreinum og bein-
um allsherjareiturhernaði. Og
slikur eiturhernaður mundi ekki
granda skordýrunum einum;
stærri dýrum mundi líka fækka.
En viðvikjandi fækkun söngfugla
og fjölgun skorkvikinda er það að
segja, að viða í Evrópu hefur mý-
flugu og moskítóflugu fjölgað
geysilega undanfarin ár, og bend-
ir það til þess, sem að framan var
nefnt.
í sunnanverðri Evrópu var
skógarhögg stundað svo lengi
meir af kappi en forsjá, að nú eru
víðáttumiklar eyðimerkur viða
þar, sem áður var samfelldur trjá-
gróður. Og þarf varla að greina
frá þvi, hvernig fór um dýralífið á
þeim slóðum. Þvi miður virðast
menn lítið hafa lært af þessari
reynslu. Neyzlan og hagvöxturinn
verða að halda áfram — og til
þess, að svo megi verða er gengið
á náttúruna eftir þvi, sem þurfa
þykir. Menn virðast ekki vilja
skilja það, að þetta ráðslag getur
ekki gengið endalaust. Það hlýtur
að enda með skelfingu.
— TIIEO LÖBSACK.
I(EFTIRHREYTUR)
halda lögfræðingar Nixons því
þar fram, að þingið hafi á sín-
um tfma framið á honum
mannréttindabrot, er það lagði
hald á skjölin og spólurnar.
Hinn slagurinn snýst um seg-
ilböndin, sem lögð voru fram í
Watergateréttarhöldunum og
leikin þar til sönnunar. En svo
er mál með vezti, að kassettuút-
gefendur og útvarpsmenn sáu
sér fljótlega leik á borði og
hafa þeir verið að reyna að
koma höndum yfir segulböndin
f því skyni að leika þau inn á
kassettur og gefa út. Reyndar
hafa verið gefnir út kaflar úr
málinu á böndum þessum. En
engir hafa fengið að heyra það
allt nema fréttamenn og þeir
aðrir, sem viðstaddir voru rétt-
arhöldin. Kassettuútgefendur
vilja fá að taka upp af böndun-
um á klukkutfma kassettur og
selja hverja fyrir 5 dollara og
75 sent (h.ujá. 1100 kr.),en
allar saman fyrir 100 dollara
(19. þús. kr.). Er skiljanlegt, að
Nixoni lfzt ekki á blikuna, enda
hefur hann reynt mikið til að
koma f veg fyrir þetta. Tapaði
hann málinu í undirrétti, og
komst dómarinn svo að orði, að
vörn lögfræðinga hans hefði
verið „einstaklega aum“. Og
kemur nú til kasta hæstaréttar.
David Frost lét svo um mælt,
að sig hefði mjög langað að
spyrja Nixon, hvers vegna hann
hefði ekki haft vit á því að
koma segulböndunum f lóg. En
það vill svo til, að búið var að
svara þeirri spurningu svo að
flestum dugði. Það gerði Leon
Jaworsky, fyrrum saksóknari í
Watergatemálinu. t bók sinni,
The Right and the Power, sem
nýlega kom út segir hann, að
Nixon hafi haldið segulböndun-
um til haga vegna þess, að
„hann bjóst við að græða stórfé
á þeim“.
Nú er ekki svo, að Nixon sé á
nástrái. Ilann hefur verið á
framfæri rfkisins frá þvf hann
hrökklaðist úr embætti. Það er
búið að kosta bandarfska skatt-
greiðendur hálfa aðra milljón
dollara (475 millj. kr.) Eftir-
laun Nixons eru ekki heldur
skorin við nögl; þau nema 65
þúsundum dollara á ári (u.þ.b.
12.3 millj. kr.). Hann hefur um
sig þjónustulið, skrifstofusfma
sér að kostnaðarlausu og borg-
ar ekki póstburðargjöld. Enn-
fremur nýtur hann stöðugrar
verndar leyniþjónustunnar, og
það er dýrt fyrirtæki. Þá má
nefna það, að rfkið lét lagfæra
húseignir hans í Key Biscayne
fyrir meira en 100 þúsund doll-
ara (19 millj. kr.), svo að hann
gæti selt þær við góðu verði.
Tæpa milljón dollara (190
millj. kr.) fær hann frá David
Frost og þeim sjónvarpsmönn-
um áður lýkur. Þegar er hann
búinn að fá 625 þúsund dollara
(nærri 120 millj. kr.) fyrir end-
urminningar sfnar, þótt þær
séu ekki nema hálfkláraðar. Og
enn er von á meiru...
— CHARLES FOLEY.
svipurinn oft bæði sorg og gleði f
senn.
Skjaldkirtilsjúklingar þekkjast
oft löngu áður en sjúkdómur
þeirra verður greindur með
vfsindalegri aðferð. Þeir eru
óþolinmóðir, reikulir f rásinni og
fjörugir. Þeim veitist erfitt að
halda kyrru fyrir og hafast ekki
að, eru jafnan fullir nýrra hug-
mynda, en úthaldslitlir og gcfast
fljótt upp.
Metnaðargjarnir menn, sem
hafa það takmark helzt f Iffinu að
komast áfram......og áfram, eru
nærri þverólfkir skjaldkirtils-
mönnum. Eru þeir margir þyngri
en heppilegt er, reykja fullmikið
og hafa háan blóðþrýsting. Þeim
er hætt við sykursýki — og Ifk-
legt, að þeir fái hjartaáfall um
miðjan aldur.
Vitanlega eru læknar ekki allir
á einu máli um áreiðanleik þess-
ara sjúkdómsgreininga af svip
manna og útliti. Helmuth Frey-
berger, prófessor f læknaskólan-
Framhald á bls. 31
Gagnkvæmt
hatur gerði
þar gæfu-
muninn...
ÞAÐ þótti mörgum ótrúlegt,
þegar ríkisstjórnirnar f Kína og
Chile mæltu til vináttu með sér.
Kinverjar hafa hingað til talið sig
framverði kommúnismans. Her-
foringjastjórin f Chile hatar aftur
á móti ekkert meir en kommún-
ista.
Þrátt fyrir þetta er nú svo kom-
ið að varla gengur hnífurinn á
milli þeirra. Segio Iluidobro,
erindreki Chilestjórnar, sem
nefndur hefur verið til sendi-
herra f Peking lét svo um mælt
um daginn áður en hann hélt
austur, að Kfnverjar ætluðu að
lána Chilestjórn 50 milljónir
dollara (9.5 milljarðar ísl. kr.) og
gengju samningar um lánið greið-
lega. En Chilestjórn ætlar að
kaupa fyrir þetta námagraftar-
tæki til kopariðnaðarins, sem er
mestur atvinnuvegur f Chile. Lán
þetta er nýjasti vináttuvottur
Kínverja. En áður höfðu þeir sýnt
Chilestjórn vináttuhug sinn í
ýmsum verkum, bæði lánað henni
fé og greitt fyrir henni með öðr-
um hætti. Hvorugir, Kinverjar
eða Chilemenn, hafa reynt að
leyna vináttutengslum sfnum.
Um jólaleytið f fyrra gat Pinochet
hershöfðingi, forsprakki herfor-
ingjastjórnarinnar f Chile, þess
m.a.s. sérstaklega í sjónvarpsvið-
tali, að hann fengi seint fullþakk-
að Kfnverjum alla þá aðstoð, sem
þeir hefðu veitt stjórn hans.
Það var fyrir tveimur árum, er
Chilestjórn átti f miklu gjaldeyr-
ishraki og fékk hvergi lán f
bönkum á vesturlöndum (hún var
þó orðin svo illræmd fyrir mann-
réttindabrot og bankar þorðu
ekki að lána henni), að Kfnverjar
komu til hjálpar með þvf að
kaupa mun meira af kopar og
nftrötum frá Chile en þeir höfðu
áður gert. Og upp frá þvf hafa
vináttuböndin styrkzt stöðugt.
IIún er svo sem fljótséð
ástæðan til þessarar ráðahreytni
Kínverja. Herforingjarnir f Chile
eru miklir hatursmenn Sovét-
stjórnar og Kúbustjórnar — og
það er Kfnverjum gild ástæða til
þess að vingast við Chilestjórn.
Herforingjastjórnin er hins vegar
svo vinafá, að hún hcfur ekki efni
á þvf að afþakka vináttu Kfn-
verja, enda þótt hún hatist við
kommúnista. En þessa óvæntu
liðveizlu Kfnverja á hún sem sé
að þakka fjandskap við Sovét-
menn. Það má aftur ætla af ýmsu,
að Kfnverjum þyki ekki alls kost-
ar gott, að fjandskapurinn við
Sovétstjórnina hefur leitt þá til
vinskapar við svo öfgasinnaða
hægrimenn, sem herforingjarnir
í Chile eru.
Vináttutengsl Kfnastjórnar og
herforingjastjórnarinnar hafa
valdið miklum vonbrigðum
mörgum Suðurameríkumönnum,
sem aðhylltust Kiuakommún-
isma; og hafa þeir margir misst
trúna á málstaðinn ur.dan farið.
— HUGH O’SIIAUGHNESSY.
Aðalfundur Bridge-
félags Reykjavíkur
Aðalfundur Bridgefélags
Reykjavfkur verður haldinn f
Snorrabæ þriðjudaginn 7.
júnf klukkan 20. Dagskrá
verður með hefðbundnu sniði,
þ.e. skýrsla stjórnar, verðlauna-
afhending fyrir keppnir vetrar-
ins, stjórnarkjör og sfðan
almennar viðræður.
Þeir aðilar sem veitt verða
verðlaun:
Meistaratvfmenningur:
Jón Baldursson
— Guðmundur P. Arnarson
Hörður Blöndal
— Þórir Sigurðsson
Guðmundur Pétursson
— Óli Már Guðmundsson
Þá verða einnig veitt verð-
laun fyrir fyrsta flokk.
Logi Þormóðsson
— Þorgeir Eyjólfsson
Bragi Erlendsson
— Rikarður Steinbergsson
Guðbrandur Sigurbergsson
— Jón Páll Sigurjónsson
Meistarakeppni sveita:
Sveit Hjalta Elíassonar (Hjalti,
Ásmundur Pálsson, Einar Þor-
finnsson, Guðlaugur Jóhanns-
son, Örn Arnþórsson)
Board a match:
Sveit Hjalta Elíassonar
Butler-tvfmenningur:
Ásmundur Pálsson
— Einar Þorfinnsson
Guðmundur Pétursson
— Karl Sigurhjartarson
Daniel Gunnarsson
— Steinberg Ríkarðsson
Þá verða veitt verðlaun gefin
af Guðmundi T. Gíslasyni fyrir
eftirtaldar keppnir:
Keppni ungra og reyndari
spilara félagsins og eru þar
veitt bókaverðlaun;
Vigfús Pálsson
Steinberg Ríkarðsson
Haukur Ingason
Besta nýja parið, þ.e. þeir
ungir spilarar, sem bestum
árangri náðu í tvímennings-
keppnum félagsins sl. vetur.
Bragi Hauksson
— Óskar Þórðarson
Besta par BR þ.e. náðu
lægstu sætistölu úr meistara-
tvimenningnum og Butler-
tvimenningnum.
Jón Baldursson
— Guðmundur P. Arnarson
Ennfremur riðlaverðlaun úr
keppni þessari:
Sigmar Óttarsson
Bragi Hauksson
Vigfús Pálsson
HaukurIngason
24 pörmættuá
síðasta spila-
kvöld Asanna
2. sumarspilakvöld Ásanna var
spilað 23. maf sl. og enn mættu
24 pör til leiks.
Síðasta mánudagskvöld var
frikvöld. og ekki spilað. Úrslit
sl. mánud. urðu þessi:
A-riðill:
STIG
Hjalti Elfasson forseti BSt og
sveitarforingi yfir bestu
bridgesveit landsins. Að loknu
íslandsmóti tók sveit hans á
móti fyrstu verðlaunum bæði
fyrir Reykjavíkur- og tslands-
mótið. Á þriðjudag fær
sveitin tvenn verðlaun afhent,
fyrir meistarakeppni BR og
Board a match keppni sama
félags.
Mynd þessa sem og aðrar
myndir sem birzt hafa frá
tslandsmótinu f bridge tók Ijós-
myndari blaðsins Ól. K.M.
Ólafur Gíslason
— Kristján Andrésson 179
Sigurður Sigurjónsson ■
— Trausti Finnbogason 177
B-riðill:
stig
Albert Þorsteinsson
— Sigurður Emilsson 187
Páll Valdimarsson
— Þórður Elíasson 187
Ármann J. Lárusson
— Sævin Bjarnason 178
Guðjón Sigurðsson
— Einar Benjamínsson 177
meðalskor í báðum riðlum 165
Fréttablað Ásanna
komið í prentun
Af fréttablaði Ásanna er það að
segja, að allt efni og annað er
komið f vinnslu f prenti, og er
aðeins dagaspursmál, hvenær
dreifing geti hafist. Stjórn Ás-
anna hefur f hyggju að halda
áfram á þeirri braut að gefa út
rit á eigin vegum, og raunar er
mesta furða, hve fá félög hafa
athugað þennan möguleika.
Sýndist manni þó, að sem félagi
í samfelldri keppnisdagskrá
eins félags, að menn hefðu
almennt gaman af upprifjun
vetrarins, ásamt „puntkum”
frá félögum.
Brldge
Jón Baldursson
— Einar Guðjohnsen 202
Jón Páll Sigurj.
— Sverrir Ármannsson 187
umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Guðlaugur Jóhannsson og örn Arnþórsson hafa spilað saman
nokkur undanfarin ár. Þeir eru f sveit Hjalta Elfassonar og
spiluðu alla leikina f úrslitakeppni tslandsmótsins. Hér spila þeir
gegn Hanncsi Jónssyni og Benedikt Jóhannssyni (báðir með
gleraugu) en þeir eru f sveit Ólafs Lárussonar sem varð í öðru
sæti á íslandsmótinu. Benedikt hefir verið f fremstu vfglfnu f
bridgeheiminum f áratugi.