Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 19 Rósasmæra og fagursmæra Nú langar mig til aö kynna tvær systur ærið langt að komnar, sem hafa gert sig hejmakomnar í mörgum görð- um hér á landi. Þeirra langa reisa er hvorki meira né minna en frá nágrenni suðurskautsins og alla leið hingað að nágrenni norðurskautsins eða sem næst „hálfan hnöttinn kring". Þessir ferðalangar eru RÖSAS- MÆRA (Oxalis enneaphylla roses) og FAGURSMÆRA (Oxalis adenophylla). RÓSA- SMÆRAN kemur frá syðsta odda S-Ameríku, Patagóniu, Eldlandi (Terra del Fuego) og Falklandseyjum, þar sem veðurfar er óstöðugt, svalt og vætusamt, — hún er því líklega ýmsu vön, enda virðist hún ekki kippa sér mikið upp við íslenska umhleypinga. Þetta er ljómandi falleg jurt sem myndar fljótt allstórar breiður af 7 — 10 fingruðum grá- grænum blöðum og þar sem henni liður vel þekur hún sig fingruð, vaxa upp af marg- klofnum ,,lauk“ eða lóðréttum jarðstöngli, sem liggur nær ofanjarðar. Hún er ekki jafn fljót að breiða úr sér og rósa- smæran en auðvelt er þó að losa hnúða utan úr klasanum og fjölga henni þannig. Fagur- smæran hefur nokkur undan- farin ár verið á laukalista Garð- yrkjufélags íslands og er því komin víða i íslenzka garða. Blóm fagursmærunnar eru lík blómum rósasmærunnar e.t.v. aðeins bláleitari og báðar eru þær sammála um það að það taki því ekki að vera að opna þau og skarta þeirra skrúði nema i sólskini og að því leyti eru þær á sama báti og hádegis- blómið. Blómgunartími smær- anna er júni/júlí. Báðar þessar smæru-systur eru hin ágætustu steinhæðar- blóm, og verða um það bil 10 sm á hæð. Þær una sér dáfel i góðri garðmold þar sem sólar nýtur vel og afrennsli er gott. Þær FAGURSMÆRA Oxalis adenophylla. stórum rósbleikum blómum með purpurarauðum æðum. Hún breiðir fljótt úr sér með láréttum járðstönglum, sem al- settir eru hreisturblöðum bólgnum af forðanæringu. Auð- velt er að fjölga henni með því að grafa upp búta af þessum jarðstönglum. Aðaltegund þessarar jurtar — Oxalis enneaphylla — sem hér hefur verið nefnd MJ ALLARSMÆRA og ber snjóhvít blóm, virðist ekki vera jafn dugleg hér og RÓSA- SMÆRAN. Ekki er það þó full- reynt. FAGURSMÆRAN fannst hátt í Andesfjöllum i Chile árið 1905 og hefur síðan ferðast vítt og breitt og vaxið sig inn i hjörtu — og garða — blómunnenda um allan heim. Hún líkist nokkuð rósa- smærunni en blöðin sem eru ívið blágrænni á lit 8 — 12 virðast báðar fullkomlega harð- gerðar hér i görðum og sýna með þvi að þær þola jafnt norð- læga vetur sem suðlæga. Rósa- smæran virðist öllu harðari af sér enda komin Iengra úr suðri. Þess má svo að lokum geta til gamans aðein úr hópi fjöl- margra smæru-systra (en þær munu vera um 800) er búsett hér á landi og telst til isl. villi- blóma. Það er SÚRSMÆRAN (Oxlis acetosella) ein af þessum fágætu íslensku jurtum sem vex á örfáum stöðum aust- an lands. Súrsmæran er alfrið- uð — ekki snerta, bara sjá — ef þið skylduð vera svo heppin að rekast á hana úti í náttúrunni. Hún er þó til í einstaka garði þvi hún er auðræktuð af fræi, og fræ hefur mátt fá úr grasa- görðum hér eða erlendis frá. Hún ber allstór og afar finleg hvit blóm. Ó.B.G. — Allar sjó- mannskonur Framhald af bls 11 af öðru tengt hafinu eða sjó- sókn. „Ég er fædd í sveit, í Hörgs- hlíð inni í Ðjúpi, og þar átti ég heima fyrstu sex ár æfinnar. Það er líklega þess vegna, sem mig langar alltaf út í sveit á vorin þegar allt lifnar við. Mér þykir alltaf svo gaman að koma heim í kyrrðina og friðinn. „Annars held ég að maður hvílist best á þvi að fara sem lengst frá amstrinu, t.d. til Kanarieyja. Við fórum þangað hjónin í fyrra og árið þaráður. Ég hafði ekki trúað þvi að við gætum notið þess eins vel og við gerðum. Okkur líkaði svo vel í fyrra skiptið, að við hætt- um ekki á neitt og fórum aftur á sama stað, meira að segja á sama hótel.“ En Sigriður er fljót frá Kanari og aftur heim vestur á firði ef því er að skipta. Alveg sérstaklega fyrst hún er með blaðamann Mbl. í stofunni hjá sér. „Mogginn má skammast sin fyrir að ata út vestfirska sjó- menn, þvi það eru ekki bara vestfirðingar sem eru að veiðum hér úti fyrir — það er allur togaraflotinn. Ég varð svo reið þegar ég sá myndina frægu i blaðinu 1. maí. Það sauð í mér. Að blaðið skyldi voga sér þetta er mér alveg útiíokað að skilja. Og Morgunblaðið, það er biblían hans Ásgeirs!" Þegar blaðamaður kveður er Ásgeir að leggja á ráðin um næsta túr við tengdason sinn, Flosa, en þeir eru á leiðinni út snemma na?sta morgunn eftir sólarhrings viðdvöl i landi. IIT. MtíI.VSIMíASÍMINN' KK: 22480 Jtlovjjmihlnbib Starfsfólk barnageddeild- ar á skólabekk í vetur 1 VETUR hefur verið starfræktur skóli við Barnageðdeildina á Dal- braut fyrir starfsfólk heimilisins. Hefur verið kennt á laugardögum og alls hafa um þrjátiu manns komið til leiðbeiningar og fyrir- lestra með hópnum. I nemenda- hópnum hafa verið sjúkraliðar, fóstrur, kennarar, starfsfólk i eldhúsi, alls um tuttugu manns. Sigrún Karlsdóttir félagsráðgjafi sem hafði yfirumsjón með skól- anum sagði að starfsfólkinu hefði verið i sjálfsvald sett hvort það tæki þátt í þessu, en í ljós hefði komið ákaflega mikill áhugi. Þarna var fjallað um barnageð- læknisfræði, sálarfræði, almenn- ar geðlækningar, félagsráðgjöf, leiktjáningu, iðjuþjálfun og upp- eldisfræði, svo að eitthvað sé nefnt. Sigrún sagði að loforð hefði fengizt frá fjármálaráðuneyti um eins flokks hækkun fyrir alla þá sem fengju skírteini upp á að þeir hefðu sótt skólann og auk þess mætti vænta þess að tillit yrði tekið til þeirrar þjálfunar sem fólk hefði þar fengið bæði í starfi og námi. Óákveðið væri með fram- hald.á þessu kennslustarfi en þetta gæti ef til vill orðið vísir að einhvers konar meðferðarnámi en á slikt hefði mjög skort hér. Fyrir forgöngu Hringsins var styrkur veittur til skólans og má þvi segja að hvati að skólanum hafi komið þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.