Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 3 TlÐARFARIÐ f vetur var einstaklega heppilegt til byggingaframkvæmda suð- vestanlands. Varla kom sá dagur að ekki væri hægt að vinna að steypuvinnu jafnvel um háveturinn. Einn þeirra, sem f vetur hafa staðið f byggingaframkvæmdum, er ólafur Björnsson, kornungur bygginga- meistari, þrftugur að aldri. Þótt ungur sé að árum stendur hann einn fyrir byggingu fjölbýlishúss við Krummahóla 10 f Breið- holti. — Húsið sem ég byggði er sjö hæðir, einn stigagangur, alls 31 íbúð, sagði Ólafur. Bygginga- leyfi var gefið 30. ágúst í fyrra og húsið varð fokhelt 25. Ólafur Björnsson fyrir framan fjölbýlishúsið, sem hann er að byggja við Krummahóla f Reykjavfk. Ljósm. Mbi rax febrúar f vetur. Þetta þýðir að tæplega sex dagar hafa farið í hverja íbúð, sem er mjög gott. Veturinn hefur verið alveg ein- stakur, hægt að vinna upp á hvern einasta dag og mest þriggja daga bið eftir steypu- veðri. Veturinn f vetur hefur verið drýgri til framkvæmda heldur en sumartíminn þvf eng- inn frf koma nú inn i eins og á sumrin. Ég var dálítið hræddur þegar ég byrjaði f fyrrahaust, kveið erfiðum vetri en ég er auðvitað mjög ánægður að ég skyldi drffa mig f þetta fyrst allt hefur gengið svona vel. — Ég er nokkrum vikum á undan áætlun og það hefur sfnar slæmu hliðar þótt það „ Veturinn drýgri til byggmgaframkiXEmda en nokkurt sumar” — segir Olafur Björnsson bygginqameislari komi kaupendunum auðvitað afgreiðsla Húsnæðismála- lánanna fékk ég ekki fyrr en ég vel. Slæmu hliðarnar eru sein stjórnarlánanna. Fyrri hluta var langt kominn með húsið og þetta timabil hef ég orðið að brúa með bankaiánum eins og það er nú erfitt að fá þau nú til dags. Ég er búinn að selja allar fbúðirnar og það tók ekki nema fjóra mánuði að selja þær 31 að tölu. Tveggja herbergja ibúðir seldi ég á 5 milljónir 250 þús- und tilbúnar undir tréverk, 70 fermetra íbúðir, og 5—6 her- bergja íbúðirnar voru seldar á 8,7 milljónir, 147 fermetra íbúðir. Þetta er mjög hagstætt verð ef miðað er við markaðinn. Njáll Guðmundsson teiknaði húsið og er það sérstakt að þvi leyti, að allar íbúðirnar snúa í norður- suður með inngang í hánorðri. Ólafur var aðeins 26 ára gam- all þegar hann byrjaði að standa fyrir byggingum í Reykjavik og hann hefur nú byggt 59 ibúðir. Er hann yngsti byggingameistari borgarinnar, sem staðið hefur einn fyrir svo stóru verki sem byggingu heill- ar blokkar með 31 íbúð. Tré- smiði lærði hann hjá Sigurði Þorgeirssyni. — Helzta vanda- málið i dag er skortur á bygg- ingalóðum í höfuðborginni, sagði Ölafur. Ég hef t.d. enga lóð til að byggja á þegar ég lýk við fjölbýlishúsið i haust. Ég er með góðan mannskap, sem ég vill sfður missa frá mér en auð- vitað verður erfitt að halda mannskapnum þegar maður hefur ekki næg verkefni fyrir hann. Til að auka breiddina hef ég sótt um lóð undir trésmiða- verkstæði og vonast ég til að sú málaleitan nái fram að ganga, sagði Ólafur að lokum. „Verra en að deyja” RISIIARD Nixon fyrrverandi forseti sagði f fjórða sjónvarps- viðtalinu við David Frost að það hefði verið „verra en að devja" að hætta störfum f Hvfta húsinu. Ilann lagði þó áherzlu á að hann hefði aldrei verið f sjálfs- morðshugleiðingum og aldrei óskað þess að dauðinn leysti vandamálin. „Enginn getur ímyndað sér hvernig þeim líður sem er neyddur til að segja af sér sem forseti Bandaríkjanna," sagði hann. Nixon sagði að líf sitt væri orðið tilgangslaust enda þótt hann hefði komið sér vel fyrir í húsi sínu í San Clementer. Hann sagðist heldur hafa viljað þola þá raun að vera ákæröur en að sætta sig við náðun Fbrds eftirmanns sins en kvaðst hafa viðurkennt það mat lögfræðings sins að bandaríska þjóðin hefði aldrei leyft honum Framhald á bls. 4. 10. júni 1 júlí 15. júli 29. júli Uppselt Saetí laus Sæti laus Fá sæti laus Costa del Sol 19. júni 3. júli - 17. júli- Fá sæti laus Laus sæti Laus sæti 6. júlí 13. júlf 20. júlí Lignano Uppselt Fá sæti laus Laus sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.