Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. JÚNt 1977 7 HUG- VEKJA EFTIR SÉRA JÓN AUÐUNS í dag er dagur heilagrar þrennirtgar, Trinitatissunnu- dagur, og mig langartil að gera nokkra úrlausn einum lesanda þessara sunnudags- greina. Hann sagði við mig, er fundum okkar bar saman á götu: Þú skrifaðir síðast um leiðsögn andans í frumkristn- inni, hvernig gerðist hún, hvernig fundu þessir menn sig leidda af heil. anda? Af ýmsu er að taka í Postulasögunni. Viðskulum rifja upp eina viðburðaröð í Iffi Páls postula og sjá, hvað við getum lært af henni: Páll er á kristniboðsferð og félagi hans. Þeirfara um Frýgíu og Galataland, en þá segir að heil. andi hafi varn- unnar er eitt dæmi þess af mörgum hvernig Páll þreifaði á handleiðslu andans, hvern- ig hann vissi sig leiddan af æðra valdi. Óviðráðanleg at- vik urðu á vegi hans og knúðu hann til að taka aðra stefnu en hann hafði ráðið sjálfur. Og ævinlega sá hann það eftir á, að það vald vissi betur en sjálfur hann, sá það sem honum var hulið, og knúði hann inn á óvænta vegi, en vegi, sem voru brautin beina að markmiðinu sem hið æðra vald ætlaði hinum að ná. Og þrásinnis urðu vitranir, líkt og nætursýnin í Tróas, til þess að marka þýðingar- mestu sporin á ferðum hans. margskonar var trú þeirra, en allir voru þeir knúðir afli, sem var sterkara en þeir sjálfir. Þeirsáu sýnir, þá dreymdi drauma, og sumir þeirra heyrðu raddir tala til sin. Meðan ég var ungur og virti fyrir mér þessa menn sá ég þá fyrir mér sem stríðandi einstaklinga, sem stefndu hver og einn að sínu marki. Nú lít ég á þetta öðrum augum. Nú skil ég að þeir voru allir hlekkir i einni keðju". Þannig túlkaði þessi kunni blaðamaður sannfæringu sina um það, að undiraldan er ein, þótt bárur séu marg- ar, að uppsprettan er ein, þótt lækir falli til margra átta, Leiðsögn andans að þeim að tala orðið i Litluasiu. Með hverjum hætti er ekki sagt, en þvi næst eru þeir ráðnir i að fara til Bítýníu, en ,,andi Jesú leyfði þeim það ekki", segir Postulasagan. Þeir neyðast, gegn ætlun sinni, að fara til borgarinnar Tróas. Bæn þeirra um bendingu, leið- sögn, er svarað þar með óvæntum hætti: ,,Um nóttina vitraðist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur — en Páli bersýnilega ókunnur með öllu — stóð hjá honum og bað hann og sagði: Kom yfir til Makedóniu og hjálpa oss." Páll hlýðir þessu kalli. Hann tekur sér far með skipi yfir sundið breiða og tekur land í Makedoníu. Þar hefur hann starfið, og þannig berst kristindómurinn fyrst til Evrópu. Nætursýnin í Tróas og hlýðni Páls við himneska köllun leggur grundvöll meiri en hann gat grunað. Austur í átthögum sinum átti kristin- dómurinn litla framtíð og þaðan var honum nálega þokað siðar, i Evrópu beið hans hin stóra framtið. Frá Evrópu barst hann til Vestur- heims og Suðurálfu, frá Evrópu er enn að því unnið, að kristna ekki —kristin lönd. Þessi frásögn Postulasög- Þetta var þá, en hvað er nú? Hefur þú, sem lifir 1 9 öldum síðaren postulinn og kynslóð hans, aldrei fundið, hvernig þú varst leiddur, aldrei fundið þá himnesku hönd, sem þig leiðir? Hafa ekki þau atvik orðið í lífi þínu, að þú hlauzt að sjá, hvernig þifsþráðurinn þinn var spunninn æðri hendi og lifsvoðin ofin, þegar þú varst ekki við vefstólinn sjálfur? Hvað kennir þér saga kyn- slóðanna? Hljóðlega hefur lífsmóðan streymt, hin straumþunga móða. Öld hef- ur komið eftir öld, kynslóð komið eftir kynslóð. Óumræðileg er öll sú mikla saga Hana eiga allir að geta lesið, sem augu hafa opin og kunna stafrófið. Hitt lesa færri, letrið hulda á bak við viðburðarásina, letrið, sem frumkristnin las um heil. anda og handleiðslu hans. Fyrir nokkrum árum and- aðist víðkunnur blaðamaður brezkur, Hannan Swaffer. Hann birti endurminningar og nefni bókina Stærsta ævintýrið mitt. Þarsagði hann: ..Þegar ég lít um öxl yfir sögu kynslóðanna virði ég fynr mér frumherjana, sem báru kyndlana fyrir mannkyninu. Af margskona þjóðflokkum voru þeir. aðandinnereinnaðbaki allrar framsóknar kynslóð- anna, uppsprettan ein á bak við alla fjölbreytnina. í bók sinni birti blaða- maðurinn umsagnir nokkurra merkra samtíðarmanna brezkra um það, hvernig þeir hafi þreifað á handleiðslu andans. Eitt augljósasta dæmið telur hann það, þegar Winston Churchill bjargaðist kornungur í Búastríðinu og var af æðra valdi, ójarð- nesku, leiddur á eina staðinn á stóru svæði, þar sem lífs- von var að fmna hæli fyrir kúlnaregninu. Og blaða- maðurinn birtir ummæli margra listamanna og rithöf- unda, þarsem þeirvitna um það, að innblástur að ofan hafi veitzt þeim í lífi og list. Af slíkum vitnisburðum samtiðarmanna er Ijóst, hve fráleitt það er, að maður geri sjálfur alla hluti einn og óstuddur. Og er sú ályktun fráleit, að meira kunni að vera af sannleika en trúar- veikur maður veit í þeirri sannfæringu Páls postula, að heilagur andi, eða andi hins upprisna Krists, hafi ýmist greitt honum för eða hmdrað ferðir hans, þegar hann sá ekki sjálfur nógu langt og hefði stefnt í ófæru, ef hann hefði sjálfur fengið að ráða? ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU T révirki Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins efnirtil fræðslufunda um notkun timburs og timburaf- urða í byggingariðnaði í fyrirlestrasal sínum að Keldnaholti dagana 14. — 1 6. júní n.k. Þriðjudaginn 14. júnikl. 16 —19 Fjallað verður um gæðaflokkun og efniseigin- leika timburs og timburafurða (spónaplötur, krossvið o.fl .) Miðvikudaginn 1 5. júni kl. 09 —12 Nýting timburs og timburafurða við hönnun mannvirkja Fimmtudaginn 1 6. júni kl. 09—12 Fjallað verður um þolhönnun timburs og nýjustu viðhorf í þeim efnum. í fyrirlestrunum verður einkum stuðst við nýja bók, Trévirki, eftir Edgar Guðmundsson, verk- fræðing, sem jafnframt verður fyrirlesari á fund- unum. Þátttaka er öllum heimil og ókeypis meðan húsrúm leyfir og tilkynnist í síma 83200 í síðasta lagi föstudaginn 10. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.