Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNÍ 1977 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Bústofn og vélar tíl sölu að Hrossholti, Eyja- hrepp, Hnappadalssýslu. Nánari uppl. veittar á staðn- um og i símum 93—6673 og 91 —72058. Trjáplöntur Birki I miklu úrvali, einnig brekkuviðir og fl. Opið til 22, nema sunnudagskvöld. Trjáplöntusala Jóns Magnús- sonar, Lynghvammi 4, Hafn- arfirði simi 50572. Brotamálmur er fluttur i Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. headd i Lister bátavél 2ja cyl. 1 8 hestöfl og árg. '57. Uppl. i sima 92-3094 eða 92- 2469. Hjúkrunarkona óskar eftir lit- illi ibúð til leigu, gjarnan ris- ibúð. Reglusemi. Uppl. i sima 40090. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindis i kvöld sunnudag kl. 8. í KFUM 1 KFUK Almenn samkoma i húsi félaganna í kvöld, sunnudag kl. 8.30. e.h. Hilmar Baldursson talar. Fórnarsamkoma. Allir vel- komnir. Fíladelfía Keflavík Samkoma verður í dag kl. 2. Gestir úr Reykjavík taka þátt i samkomunni. Allir hjartan- lega velkomnir. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 4, er opin mánudag og fimmtudag kl. 2—6 þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 1— 5. Ókeypis lögfræðiaðstoð fimmtudag kl. 3— 5. Sími 1 1822. /k FarfugUictellcl lteyK|«vfkur Sunnudagur5. júni Vinnudagur í Valabóli. Lagt af stað frá Farfuglaheimilinu kl. 9. UTIVISTARFERÐIR Sunnud. 5/6. Kl. 10: Heiðin há. Strandargjá. Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Verð kr. 1500. Kl. 13 Selvogur Strandakirkja, hellaskoðun ofl. Fararstj. Kristján M. Bald- ursson. Verð 1 500 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. vestanverðu (í Hafnarf. v. kirkjugarðinn). Útivist. — Minning Ingunn Framhald af bls. 39 fast á eftir. Var mér ljóst að prófasturinn var að spyrja mig út úr og vildi komast að raun um hvers konar fugl kennarinn væri. Urðum við Árni prófastur góðir vinir. Tefldum við margar skákir því prófastur hafði yndi af þeirri iþrótt og lagði ég nokkra stund á skákina á þeim árum. Þegar Ragnheiður, kona min, og ég gengum í hjónaband þá voru það Ingunn og Kristján, sem héldu okkur brúðkaupsveizlu að Bárugötu 5, og Árni prófastur Þórarinsson gaf okkur saman. Munum við hafa verið hin næst- síðustu hjón, sem hann gifti. Það er margs að minnast frá þessum tima, en mest um vert var órofa vinátta, fádæma gestrisni og hlýtt hjartalag, sem við hjónin og börn okkar siðar nutum i full- um mæli. Sérstaklea viljum við hjónin færa Ingu kærar þakkir fyrir samúð hennar og kærleika til ungs sonar okkar í veikindum hans. Það var okkur hjónum ógleymanlegur styrkur. Á heimili Ingu og Kristjáns dvaldi síðustu ár ævi sinnar móðir Kristjáns, Elin Ólafsdóttur frá Stakkadal. Hún var ógleyman- leg kona. Fegurra samband móður og sonar hefi ég ekki kynnst. Verður sú góða kona mér æ hugstæð. Samband Ingu og Elinar var frábært og átti Elin góða elli hjá Ingu og Kristjáni. Árni prófastur Þórarinsson og Elísabet Sigurðardóttir, kona hans, áttu einnig um margra ára bil heimili sitt að Smáragötu 3, hjá Ingu og Kristjáni. Þangað kom meistari Þórbergur og ritaði eftir fyrirsögn prófastsins eina merkustu ævisögu, sem rituð hefur verið á íslenzka tungu. Ævi- saga Árna prófasts Þórarinssonar er ein skær perla í bókmenntum landsins. Heimili þeirra Ingu og Kristjáns, hvort sem það var í Bárugötu 5, Smáragötu 3, að í sumarbústað þeirra vestur i Dal við Straufnfjarðará, þá voru öll þessi heimili jafnan „reist um þjóðbraut þvera“. Marga bar að garði og allir voru gestir leiddir til stofu og boðnir velkomnir með hlýju handtaki og heitu hjarta. Inga var ættfróð með afbrigð- um og hafði frábæra minnisgáfu,, sem hún hélt næstum óskertri til hins síðasta. Börnin þeirra Ingu og Kristjáns eru Árni, aðalræðismaður Hollands, kvæntur Kristine Eide og eiga þau 4 börn og eru barna- börnin 5, og Elín, sem gift var Magnúsi R. Magnússyni, fram- vkæmdastjóra, og eiga þau 3 dætur og 1 barnabarn. Fóstur- dætur þeirra voru Áslaug Sig- urðardóttir, gift Guðmundi Arna- syni, verzlunarmanni frá Stóra- Hrauni, og Elsa Pétursdóttir, gift Einar Benediktssyni, sendiherra í París. Öllum þessum aðstandendum, svo og systkinum Ingu og systkin- um Kristjáns flyt ég einlægar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Bragi Eiríksson. — Minning Guðbjörn Framhald af bls. 39 tveggja ára gamall þegar hann missti ástkæra móður, Guðríði Haraldsdóttur frá Garðshorni, og var hann þá yngstur fjögurra systkina. Þórarinn faðir hans hélt áfram sínu heimili með tveimur dætrum og eldri bróður Guð- björns og naut hann þar kærleika og forsjár föður síns og umhyggju góðra systra ásamt bróður og vandamanna. Seinustu árin eftir að eldri systkinin gengu í hjóna- band og fóru úr föðurgarði bjuggu þeir saman feðgar í Litla- bæ og fór mjög vel á með þeim og voru þeir hvor Öðrum til trausts og halds. Þótt aldurinn væri ekki hár hafði Guðbjörn komizt i kynni við ástarguðinn, því að á afmælis- degi sínum 5. maí s.l. hétu þau ungmennin Rósa Gunnarsdóttir og Guðbjörn hvort öðru tryggðum og settu upp hringa. Guð styrki ungu stúlkuna í hennar ástar- og saknaðarsorg. Guðbjörn var hæglátur og prúð- ur ungur maður sem hvarvetna var velkominn meðal vina sinna, skólásystkina og félaga í ung- templarareglu Vestmannaeyja. Hjá öllum sínum vandamönnum var hann kærkominn gestur. Stutt var jarðvist þessa manns og sár harmur er kveðinn, en við skulum sem kristið fólk trúa þeirri yfirskrift sem er á sáluhliði kirkjugarðsins okkar: Ég lifi og þér munuð lifa. Og trúum við þá ekki að hinn ungi sveinn hvíli nú í guðs- og móðurfaðmi. Drottinn veri föður, unnustu, systkinum og vandamönnum styrkur í sorginni. Farðu vel ungi vinur. Hlöðver Johnsen. Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Viltu breyta? MJÖG VÖNDUÐ GÓLFTEPPI Verð frá kr. 1.800 ferm. Málning og málningarvörur Frá helstu framleiðendum Við veitum magnafslátt Það munar um minna ALLAR DEILDIR Á SAMA STAÐ VINYL GÓLFDÚKUR Verð frá kr. 1.400 ferm. KORK GÓLFFLÍSAR Verð frá kr. 2.780 ferm. VINYL VEGGFÓÐUR Nýir litir Verð frá kr. 600 rúllan Vandaður CONDAKT-pappír — litaúrval mikið. Teppi í bíla — Rya og Escerona — Vönduð teppi í sérflokki. LEÐURLÍKI, breidd 138 cm. Glæsilegir litir Lítið við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.