Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 48
KRUPS Þjóðvegakerfið: Kyrrstaða í lagn- ingu slitlags í sumar IHJÖG lítið verður um það í sum- ar að lagt verði varanlegt slitlag á nýjar stofnhrautir, eins og hrað- brautirnar nefnast nú, heldur verður á því sviði aðallega um viðhald á eidri vegum að ræða, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Vegagerð- inni, og þar sem unnið verður við slíkar stofnbrautir er I langflest- um tilfellum um undirbyggingu og gerð malarvega að ræða. Unnið verður áfram við Suður- landsveg austan Þjórsár og er gert ráð fyrir að fara að Slétta- dalsbrekku. Af þessum hluta verður aðeins lítill kafli með var- Opnun Hafnar- búða dregst „Opnun Ilafnarbúða mun dragast enn á langinn vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum,“ sagði Ilaukur Bene- diktsson, framkva-mdastjóri Borgarspítalans, í samtali við Mbl. „Ilúsna-ði er allt tilbúið til að reka þarna sjúkradeild fvrir aldraða. en starfsfólkið vantar og ég tel enga von til þess að hjúkrunarfra-ðingar fáist fvrr en í fyrsta lagi í haust." Áætlunin var að opna Ilafnarbúðir í apríl sl. Ilaukur sagði skort á ýmsu starfsfólki sjúkrahúsa svo sem sjúkra- þjálfurum. iðjuþjálfurum og félagsfræðingum, en alverstur væri skorturinn á hjúkrunar- fra>ðingum. Hins vegar sagði hann la-knaskort engan. Georg Lúðvíksson.fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna, tók í sama streng og gat þess, að enn hefði ekki tekizt að fullmanna Hátúnsdeild m.a. þar eru tvær deildir í fullum rekstri, en ein rekin að hálfu og veldur því skortur á hjúkr- unarfræðingum. anlegu slitlagi, og raunar er ekki afráðið hvort af þeirri fram- kvæmd verður. Að öðru leyti verður gerður malarvegur fyrst i stað, enda yfir mýrar að fara og búizt við að þar þurfi vegurinn að siga og þjappast í 1—2 ár áður en unnt er að leggja varanlegt slitlag á þann kafla. Alls er gert ráð fyrir að verja um 80 milljónum króna í þessa framkvæmd. Með sama hætti verður unnið við Akranesveg, þar sem byrjað var að leggja nýjan veg frá kaup- staðnum og á nú að halda áfram að Ósi, sem er um 5 km. innan við kaupstaðinn, jafnframt þvi sem gerð verður brú á Beriadalsá. Um 60 milljónum króna er varið til þessa verks. Þá verður unnið áfram við veg- inn norður af Akureyri að Mold- haugnahálsi, þ.e. á móts við af- leggjarann til Ólafsfjarðar og er þar einnig um malarfyllingu að ræða. Verður 40 milljónum króna varið til þessarar framkvæmdar en auk þess um 20 milljónum í veginn við Svalbarðsstrandar- þorpið. Loks verður nú byrjað á vegin- um á Egilsstöðum frá Lagarfljóts- brú að þorpinu, en einnig þar er fyrst í stað einungis um malarfyll- ingu að ræða, og er gert ráð fyrir að verja um 25 milljónum króna i þetta verk. Fiskipaflotinn: Hrafnista f Hafnarfirði Hafnarfjörður: Hornsteinn lagð- ur að Hrafnistu í GÆR átti Matthfas Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra að leggja hornstein að húsi Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði, Ilrafn- istu, en húsið verður tekið f notkun síðar á árinu. Dvalarheimilið í Hafnarfirði er hvíldar- og dvalarheimili fyr- ir aldraða sjómenn og aðra sem á sliku heimili þurfa að halda, er byggt fyrir forgöngu Sjó- mannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði. Hrafnista í Hafnarfirði hefur að langmestu leyti verið fjár- mögnuð með lánsfé. Munar þar mestu um lán úr byggingarsjóði Ljósm. Mbl.: Kr.Ol. ríkisins og frá lífeyrissjóði sjó- manna auk annarra lffeyris- sjóða sem samtök sjómanna eiga aðild að. Hafnarfjarðar- kaupstaður og Garðabær lögðu fram lóðir endurgjaldslaust og Grindavíkurbær verulega fjár- hæð. Þá hafa sveitarfélög, lionsklúbbar og einstaklingar gefið verulegar fjárhæðir. Það var á sjómannadaginn 1974 hinn 9. júní sem fyrsta skóflustungan að dvalarheimil- inu var tekin, en það gerði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar. í þessum hluta Hrafnistu í Hafnarfirði verða eins og Framhald á bls. 23 42,6 heildarskiptaverð- mætis fást í botnvörpu ÞJOÐIIAGSSTOFNUN hefur látið reikna út hlut- fallslega skiptingu skipta- verðmætis eftir skipsgerð- um, veiðarfærum og stærð- arflokkum báta. Tölur þær sem notaðar voru til við- miðunar eru byggðar á skiptaverðmætinu 1975 með þeirri undantekningu þá, að hlutfall loðnu í heildaskiptaverðmætinu Spítaladeíldum lokað í sumar vegna skorts á hjúknmarfræðingum VEGNA skorts á hjúkrunarfræðingum verður að loka einni deild á Borgarspftalanum yfir sumarleyfistfmann frá 15. júnf til ágústloka, en til þess hefur ekki þurft að grfpa nokkur undanfarin ár að sögn Hauks Benedikts- sonar, framkvæmdastjóra spftalans. Þá verða af sömu ástæðu tekin úr notkun 44 rúm, 22 á lyflækningadeild og sami fjöldi á handlækningadeild, á Landspftalanum og kvaðst Georg Lúðvfksson framkvæmdastjóri vonast til þess, að ekki þyrfti að grfpa til frekari lokunar. Á Borgarspitalanum eru það 32 rúm, sem tekin verða úr notkun á lyfjadeild og skurðlækningadeild, en alls eru þar 70 rúm. Sagði Haukur, að deildirnar myndu hjálpa hver annarri eftir föngum meðan gangarnir væru lokaðir til skiptis. Haukur sagði að vegna sumarleyfanna hefði alltaf þurft að loka nokkrum stofum, en ekki hefði í nokkur ár þurft að grípa til lokunar sem samsvaraði heilii deild. Georg Lúðvíksson sagði, að und- anfarin ár hefði þurft að loka deildum að einhverju leyti vegna sumarleyfa og stofum innan deilda, en þetta væri það mesta, sem gripa hefði þurft til. Sagði Georg að skorturinn á hjúkrunarfræðingum væri nú orðinn áberandi allt árið um kring og Haukur Benediktsson kvaðst ekki sjá fram á að aðstæð- ur bötnuðu næstu tiu árin, heldur yrði málið erfiðara, þar sem fjölg- un í stéttinni héldi ekki í við þörfina í heilbrigðisrekstrinum. hefur verið aukið úr 8.2% eins og það var 1975 í 14% sem er áætlun fyrir 1977. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar gefur botnvarpan mest af sér ef miðað er við hlut- fall af heildarskiptaverðmæti. Hjá bátum af stærðinni 12—500 lestir fást 11.7% af skiptaverð- mæti þessarar stærðar frá botn- vörpu. Síðan bætast við minni skuttogarar með 22.6% af heild- arskiptaverðmæti og þá stærri skuttogarar með 8.3%, og alls fást því 42.6% af heildarskiptaverð- mæti fiskiskipa með botnvörpu. Á loðnuveiðum fást 14% skiptaverð- mætis og á línu f ást 7 %. Ef litið er á hvaða stærð af skipum skilar mestu á land, þá eru bátar undir 100 lestum með 55.1% skiptaverðmætisins, minni togarar með 22.6 og loðnuskipin 14% eins og fyrr segir. Bátar und- Hafnarfjörður: Sauðkindin burtræk HAFNFIRZKIR garðeigendur hafa margir hverjir orðið fyrir barðinu á sauðkindinni, einkan- lega þeir sem í Norðurbænum búa, og nú hyggjast bæjaryfir- völd skera upp herör gegn sauð- kindinni innan bæjarlandsins. Norðurbæingar hafa aðallega Framhald á bls. 23 ir 500 brúttólestum eru 600—700 talsins a.m.k. en togarar ekki nema um 70 og loðnuskip um 80. Kláravínið selst mest KLÁRAVÍNIÐ sem Áfengis- og tóbaksverzlun rlkisins setti á markað fyrir tveimur til þremur mánuðum hefur mælzt vel fyrir og er orðið á þessum skamma tima mest selda áfengistegundin. í síðasta mánuði seldust um 55 þúsund flöskur af Klára- víni, og samkvæmt upplýsing- um ÁTVR hefur þessi nýja vintegund dregið úr sölu á öll- um öðrum sterkum tegundum áfengis, svo sem brennivíni, vodka og sénever en mun hvað minnst hafa komið niður á sölu á rommi. Má t.d. nefna að sala á brennivíni, sem áður var mest selda áfengistegundin, komst i einum mánuði á sl. ári upp í 71 þúsund flöskur en var i síðasta mánuði komið niður i 34 þúsund flöskur. Búizt er við að Kláravínið nái fljótlega sömu tölu og brennivínið var í, þvi að sala á þvi eykst með hverjum mán- uði. Kláravín er algjörlega ókryddaður spiritus, en svipað að styrkleika og aðrar íslenzk- ar áfengistegundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.