Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNt 1977 Reynum að hafa dvalar- heimilin eins manneskjuleg og hœgt er segir Pétur Sigurðsson alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs Pétur Sigurðsson alþingismaður, formaður Sjómannadagsráðs. „MARGIR hafa spurt okkur af hverju við legðum svo mikla áherzlu á að hafa hjúkrunardeildir á dvalar- heimilum okkar. Þetta er til komið vegna erlendrar kynningar okkar á því sem við köllum ómanneskjulegt fyrirkomulag en við viljum hafa dvalarheimili eins manneskjuleg og hægt er. Mörg heimili aldraðara á Norðurlöndum eru lítil, eða af óskastærð sérfræðinga sem að þeim vinna og sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af hagkvæmum rekstri né tilkostnaði í byggingu. Ef annað hjóna t.d. sem vistast höfðu á slíkt heimili varð rúmliggjandi, var viðkomandi fluttur á annað heimili sérstakt hjúkrunarheimili. Sama gildir auðvitað ef vinir eiga í hlut. í flestum tilfellum þýðir þetta að um nær fullkominn aðskilnað er að ræða, t.d. vegna fjar- lægða. Nú hefur víða verið horfið frá þessu fyrirkomu- lagi, t.d. í Danmörku, heimilin stækkuð og þar boðið uppá bæði dagheimili, verndaðar íbúðir og hjúkrunar- heimili eins og við stefnum að í Hafnarfirði," sagði Pétur Sigurðsson alþingismaður, formaður Sjómanna- dagsráðs, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. í upphafi samtalsins var Pétur spurður að því hvort Sjó- mannadagsráð fengist ekki við önnur verkefni jafnhliða en að byggja dvalarheimili fyrir aldrað fólk. „Meginverkefni allra tíma er að sjálfsögðu að afla fjár til þeirra framkvæmda, sem að er staðið hverju sinni. Stjórn Sjómannadagsráðs fer auk stjórnar Hrafnistuheimilanna jafnframt með stjórn Happ- drættis DAS, Laugarásbíós og Bæjarbíós i Hafnarfirði. Við tókum við rekstri þess síðar- nefnda fyrir nokkrum árum en það hafði þá verið lokað um skeið. Auk þess má nefna barnaheimilissjóð dagsins, sem er eigandi jarðarinnar Hraun- kot í Grímsnesi. Þar er rekið sumardvalarheimili fyrir börn, 22 orlofshús einstakra sjó- mannafélaga og samtakanna sjálfra hafa risið þar á síðustu árum og lóðir hafa verið skipu- lagðar og leigðar einstaklingum til langs tíma. Fara Ieigu- tekjurnar að mestu til styrktar barnaheimilinu. Það var Henry Hálfdánarson, okkar helzti forystumaður á þriðja áratug, sem. sagði á 24 ára afmælinu, að byggingar- málin hefðu verið svo stórfelld og viðamikil að sjömannadags- samtökin hefðu í raun liðið fyr- ir það. Ýmis hugðarefni ungra og starfandi sjómanna hefðu setið á hakanum vegna þessa. Ég er þessu alveg sammála, og þess vegna hófum við rekstur barnaheimilisins og síðar þá starfsemi og aðra sem rekin er í Grimsnesinu og höfum fleiri í huga.“ — Nú eru liðin 40 ár síðan sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur, eru þetta ekki merkis tímamót? „Jú, vissulega, enda hefur þannig verið til stillt, að við höfum alltaf reynt að miða áætlanir okkar og markmið við sjómannadaginn. 23 ár eru liðin síðan honsteinn Hrafnistu í Reykjavik var lagður og happ- drættið tók til starfa og í dag eru 20 ár liðin síðan Hrafnista hóf rekstur. Allir byggingaráfangar og einnig sjávarútvegssýn- ingarnar hafa síóan miðast við þennan dag. Þegar haft er í huga að nær 30 ár eru liðin síðan ákveðið var að efna til hugmyndasam- keppni um teikningar að dvalarheimili aldraðra sjó- manna þegar stórir hlutar heims voru enn í sárum eftir heimsstyrjöldina, verður að dást að þeirri framsýni og stór- hug sem kom fram hjá forvígis- mönnum þessara framkvæmda. í því sambandi er að sjálfsögðu rétt og skylt að geta nafns Ágústs Steingrimssonar bygg- ingarfræðings, en hann gerði heildaruppdrætti að fyrstu byggingunum, eftir að hug- myndasamkeppni hafði farið fram. Að sjálfsögðu hefur verið fylgst með kröfum tímans í sambandi við margháttaða þjónustu sem ekki þekktist fyr- ir 10—20 árum, að ekki sé talað um öll finu starfsheitin. Gott dæmi þar um er að fyrir 2—3 árum voru vistmannarými um 450 á Hrafnistu þau eru nú 427 og er stefnt að frekari fækkun þegar eitthvað léttir á um inn- tökubeiðnir. Allt þetta rými sem losnað hefur vegna þessa hefur verið varið til aukinnar og bættrar þjónustu við vist- menn, sérstaklega á sviði heil- brigðisgæzlu. Nú er verið að taka í notkun litinn æfingasal en þar verður aðstaða til heilsu- ræktar og fyrirbyggjandi að- gerða gegn elli- og hrörnunar- sjúkdómum. Við á Hrafnistu höfum um langt árabil verið hvatamenn að frekari aðgerðum á þessu sviði hér inn- an borgarmarkanna. Fyrirmyndina þarf ekki að sækja langt, hún er til staðar hjá Gísla á Grund. Hvernig var byggingarfram- kvæmdunum háttað við Hrafnistu í Laugarási? „Húsið var opnað til afnota fyrir vistmenn á 20. sjómanna- daginn 1957. Síðan var byggt vandað samkomuhús undir rekstur Laugarásbíós. Á 25. sjómannadaginn var tekin í notkun ný íbúðaálma ásamt tengiálmu og síðan þrjár íbúða- álmur ein af annarri, en siðasta stórframkvæmdin i Reykjavík var bygging hjónagarðanna á lóð Hrafnistu vió Jökulgrunn, en þar búa 36 konur og karlar i 18 ibúðum. Á vistheimilin voru um síð- ustu áramót 129 karlar og 124 konur, og meðalaidur 80 ár, á sjúkradeildum 63 karlar og 111 konur, meðalaldur 81 ár. Þá voru vistmenn með lögheimili í Reykjavik alls 284, en utan Reykjavíkur 143. Á heimilinu voru um ára- mótin 149 sjómenn og 121 sjómannskona eða samtals 270, en skráðir í öðrum stéttum 43 karlar og 114 konur eða samtals 157 og er meiri hluti þessa fólks á hjúkrunardeildum. 42 dóu á árinu og 3 fluttust burt. Á Hrafnistu eru nú 188 eins manns herbergi og 35 tveggja manna herbergi og íbúðir. Á hjúkrunardeildum eru 74 her- bergi með 176 rúmum. Og eins og ég sagði áðan, hef- ur orðið fækkun um alls 22 vistrúm á síðustu tveimur árum til að auka og bæta margs konar þjónustu við vistfólk, aðallega á sviði heilsugæzlu." Þá var talinu vikið að Happ- drætti DAS, en það tók til starfa árið 1954 samkvæmt lög- um Alþingis. Sagði Pétur að það hefði strax náð öruggri fótfestu, þótt mikil samkeppni hefði verið við tvö rótgróin happdrætti. í upphafi var happ- drættisleyfið veitt til að bæta sjómannadagssamtökunum fjárhagsleg skakkaföll, sem þau urðu fyrir er þau lánuðu söfn- unarfé sitt til uppbyggingar fiskiskipastólsins. Fyrir 14 árum eða eftir 9 ára starf voru þær breytingar gerðar á happdrættinu, að 40% af tekjum þess var ráðstafað í byggingarsjóð aldraðra. Af þeim peningum hafa Sjómannadagssamtökin aldrei fengið krónu að láni, né styrk til sinna byggingarfram- kvæmda fyrir aldrað fólk. Þá sagði Pétur að tekjur happdrættisins hefðu minnkað hlutfallslega í ráðstöfunarfé hin síðari ár. Kæmi þar þrennt til: stór hluti vinninga væri bundinn f vinningaskrá, verð- bólgan og stóraukinn launa- og auglýsingakostnaður, auk gífurlegrar samkeppnisaukn- ingar annarra happdrætta. — Hvað getur þú sagt um það dvalarheimili, sem nú er að rísa í Hafnarfirði á ykkar vegum? „í þeim hluta byggingarinnar er fyrst verður lokið við, verða eins og tveggja manna íbúðir, fyrir samtals 87 manns. í eins manns íbúðunum er hluti ívéruherbergis eldhús með eldavél, vask og kæliskáp, sér salerni með sturtu, gangur og innibyggðir skápar. í stærri íbúðunum eru íveru- herbergin tvö, en sameiginlegt eldhús og salerni með sturtu. Þessar íbúðir eru gerðar fyrir hjón eða tvo einstaklinga. Öllum íbúðarherbergjum fylgja svalir, útvarps-, síma- og sjónvarpslagnir, ljós í baði, gangi, eldhúsi og svölum. Teppi verða á öllum gólfum. Þrjár setustofur sem eru á hverri íbúðarhæð verða sameig- inlegar og sjónvarp í einni þeirra. Gert er ráð fyrir að 29 íbúar verði á hverri hæð. Á jarðhæð verður öll aðstaða til heilsugæzlu, skrifstofur læknis og hjúkrunarkonu, æfingasalur, nudd, ljós o.fl. Þá verður þar ennfremur hár- snyrting, fótsnyrting og vinnu- salir fyrir íbúa. Þar verður að- staða til veiðarfæravinnu og smáiðnaðar." Þá sagði Pétur að á sínum tíma hefði bæjarstjórn Hafnar- fjarðar heitið 8—10 hektara lóð undir þessa starfsemi. Þegar ekki hefði verið hægt að standa við það fyrirheit hefði bæjar- stjórn Garðabæjar hlaupið undir bagga á höfðinglegan hátt og afhent til Hafnar- fjarðarkaupstaðar lóð undir þennan áfanga Hrafnistu. Bæjarstjórnir Garðabæjar og Hafnarfjarðar hefðu heitið frekari fyrirgreiðlsu á þessu sviði, þá hefði Grindavíkurbær lagt fram verulega fjárhæð til byggingarinnar, auk þess sem önnur sveitarfélög, lions- klúbbar og einstaklingar hefðu gefið verulegar fjárhæðir." — Hvað vilt þú segja um kjaramál sjómanna og land- helgina Pétur? „Ég gæti átt mörg viðtöl um hvort þessara mála. Ég hefi átt sæti í sjávarútvegsnefnd al- þingis i 18 ár og er formaður þar nú, og hef þar og á þingum erlendis fylgst náið með þeim öru breytingum sem orðið hafa í hafréttarmálum. En líklega er erfiðasta baráttan framundan í þessum málum, baráttan við okkur sjálfa. Um þessi tvö mál tel ég ekki rétt að ræða að sinni, ég mun drepa á þau á sjómannadaginn, en forráðamenn sjómannadags- ins hafa óskað að ég talaði fyrir hönd sjómannasamtakanna." — Þú starfar enn í stjórn stærsta sjómannafélags lands- ins, hefur þú hug á að halda því áfram? „Já, ég er ennþá ritari stærsta sjómannafélags lands- ins, var beðinn um að taka sæti á Iista við stjórnarkjör nokkru eftir að ég var kjörinn á þing. Nú tel ég tímabært að draga mig þar i hlé, enda ærið nóg að starfa í öðru. Við höfum líka fylgt þeirri stefnu i stjórn Sjómannafélags Reykjavikur að í þvi félagi sem öðrum slík- um væri nauðsynlegt að endur- nýja starfskrafta sína á hæfi- legu árabili. Stjórnarbyltingar skaða félagsstarfið. Með hlið- sjón af þessu er bezt að ljúka þessu spjalli með því að undir- strika þá staðföstu skoðun mina, að ráðum öfgaafla frá Dumbshafi, Neskaupstað og Stokkseyri, aö ekki sé minnst á Skagann, beri að halda frá Sjómannafélagi Reykjavíkur sem allra lengst." Þ.Ó. Nýja Hrafnista í Hafnarfirði eíns og húsið mun líta út fullbúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.