Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNt 1977 Óvinsæli sonurinn Sanja Gandhi. hann var hæstur og tvinónaói ekki við að grípa til ráðstafana, sem hún mátti vita aó myndu mælast illa fyrir. Hún frelsaði Indverja frá hungri og algerum skorti, hún og stjórn hennar gerði þvílíkt átak í efnahagsmálum landsins að telja verður til meiriháttar afreka. Hún beitti sér fyrir framförum í iðnaði og land- búnaði og framleiðsla lands- manna hefur margfaldazt. Henni tókst að bæta gjaldeyris- stöðu Indlands, gerói djarfar aögerðir til að hamla gegn verð- bólgunni og svo mætti lengi telja. Hinn óbreytti Indverji landi. Vandamálið er hrikalegt og varla von til þess að fámennnir íslendingar fái skilið það að nokkru gagni. Viðkoma í Indlandi er gifur- lega ör og leiðbeiningar um notkun getnaðarvarna af ýmsu tagi höfðu reynzt vitagangs- lausar, enda þótt mikil áróðurs- herferð hefði verið farin fyrir nokkrum árum. 2. grein Þá greip Indira til þess ráðs að skipa ófrjósemisaðgerð á körlum og konum, sem komin ENDA þótt Moraji Desai for- sætisráðherra Indlands sé kominn til ára sinna, var ekki neinn umtalsverður ágreiningur milli forystu- manna Janatabandalagsins um að hann tæki að sér embættí forsætisráöherra. Eru menn yfirleitt þeirrar skoðunar að skipun hans hafi verið sjálfsögð enda maðurinn vel á sig kominn andlega sem líkamlega þrátt fyrir háan aldur. Fram að þessu hefur enginn fulltrúi Kongressflokksins vogað sér að skella skuldinni opinberlega á Indiru Gandhi vegna fylgishruns flokksins. Þó svo að Janatabandalagið væri sett á laggirnar béinlínis henni til höfuðs og baráttan gegn henni rekin á mjög óvæginn og persónulegan hátt, tregðast ábyrgir Kongressmenn sýni- lega við aó ganga fram fyrir skjöldu og kenna henni um ósigur flokksins. Kongressflokkurinn stendur nú í raun og veru uppi án þess að hafa nokkurn leiðtoga. Indira Gandhi er ekki á þingi og þvi getur hún ekki verið opinber forystumaður flokksins. Mörgum þætti ekki tiltökumál þó aó flokkurinn notaði tækifærið og losaði sig við hana og áhrif hennar fyrir fullt og allt. En það sýnist ekkí vaka fyrir flokksbræðrum hennar. Þvert á móti. Áleitnar raddir heyrast um að hún ætli nú að visu að hafa hægt um sig um hríð. Biða meðan öldurnar lægir. Fylgjast með úr fjarlægð og sjá hvernig ríkisstjórn Janatabandalagsins reiðir af. Koma svo fram á sjónarsviðið aftur. Sem leiðtogi. Ekki sízt gæti þetta heppnast bærilega ef svo kynni að fara að þeir spádómar rættust að róðurinn yrði rikisstjórninni þungur þegar fram í sækti og hún verður að fara að takast á við vandamálin af fullri alvöru. Nú þegar Indira Gandhi er horfin frá völdum, hvort sem það verður i bráð eða lengd, eru ýmsir sérfræóingar um ind- versk málefni að reyna að gera úttekt á stjórnarárum hennar ellefu. Sunanda Datta Ray segir í Observergrein fyrir stuttu að það sem hafi skipt sköpum i stjórn hennar og muni verða til þess að Indverjar minnist hennar með virðingu, þrátt fyrir allt, sé að hún hafi eflt reisn Indlands. Hún hafi þvegið af landinu betlarasvipinn og vakið indvérskt þjóðarstolt sem öðrum leiðtogum, fyrirrennur- voru yfir vissan aldur eða höfðu átt ákveðinn hóp af börnum. Var sums staðar svo harkalega að framkvæmdinni staðið að fólk var gripið og fært með valdi inn á heilsuverndar- stöðvar • þar sem slíkar ófrjósemisaðgerðir voru gerðar sem á færibandi. Þetta vakti um hennar, hafi ekki tekist. Fyrirrennari hennar Shastri sat skamma hríð að völdum og lét hina ýmsu ættflokka- foringja hafa alltof mikil ítök í stjórn landsins og virtist hafa af þeim augljósan beyg. Faðir Indiru, Nehru, sem var for- sætisráðherra í sautján ár, var sagður óeigingjarn lýðræðis- sinni. Fjandar hennar sögðu að dóttirin hefði svikið þá göfugu arfleifð sem hún tók við af honum. Sunanda Datta Ray segir að öllu nær myndi að halda fram að Nehru hafi veitt undirsátum sinum frelsi til þess að vera sammála sjálfum sér og víst er að hánn sýndi meiri slægð og kænsku í stjórnun landsins en dóttir hans, sem virðist hafa orðið það fjötur um fót hversu opinskátt hún gekk jafnan til verks. Það hefði mælzt betur fyrir ef hún hefði falið gjörðir sínar á klókindalegan hátt eins og karlmönnum er lagið, að mati Sunöndu Ray. En eiginleikar Indiru, hug- rekki og sjálfstraust, réðu gerðum hennar. Nehru talaði, hún framkvæmdi. Nehru forðaðist eins og heitan eldinn að taka óvinsælar ákvarðanir, en hún réðst á garðinn þar sem mun þó lengst þakka henni það að hin auðmýkjandi betlaraskál var lögð til hliðar. í fyrsta skiptið varð gjaldmiðill landsins, rupinn, sem hafði verið fyrirlitinn á alþjóðavett- vangi, að boðlegri mynt hvar- vetna í heiminum. Hún efldi geimvísindi og og studdi við bakið á hvers konar vísinda- rannsóknum. Hún gerði það af slíku kappi að mörgum þótti nóg um, og fannst það gert á kostnað almennings. Hún fór ótrauð í styrjöldina við Pakistan árið 1971. Ut á við virtist hún hallast að Sovét- ríkjunum. Af ýmsu er ljóst að það var meira í orði en á borði. Allt þetta sýnir að Indira hefur markað sín spor í sögu Indlands. Hún gerði landið að afli á alþjóðavettvangi. Og þegar allt er gert upp að lokum var það ekki sú staðreynd aö hún tók sér einræðisvald sem réð úrslitum. Indverjar hefðu fullvel getað sætt sig við hana sem einræðisherra, sakir þess að þeim likaði stjórn hennar að mörgu leyti vel. En inni í sögunni er tvennt sem breytir öllu Indiru í óhag og varð henni loks að falli. Það eru hinar rót- tæku aðgerðir hennar til að draga úr fólksfjölgun á Ind- óhemju mikla reiði og sárindi, þótti miskunnarlaust og niður- læjgandi, einkum fannst karl- mönnum sem þarna væri um lítillækkun að ræða. Eftir þvi sem lengra leið fram og Indira sýndi engan lit á þvi að draga úr þessu magnaðist úlfúðin í hennar garð og varð smám saman að báli. En annað kom einnig til, þar sem var sonur hennar, Sanja Gandhi. Oskiljanlegt er það mikla vald sem hann hafði yfir móður sinni, og sú framkoma, sem hann sýndi meðal annars reyndum og virtum stjórnmála- mönnum, var til að kynda undir reiði manna. Þetta tvennt réð úrslitum um fall Indiru — ekki einræði né kúgun að sögn Súnöndu Ratta Day. Tveir valdamiklir menn á Indlandi nú, Desai forsætisráðherra og Ram varnarmálaráðherra. Hver verður framvinda málaá Indlandi? Tvö mál urðu Indiru Gandhi að falli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.