Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1977 „Aflinn varnú yfirleitekki mikill en eittsinn fengum við þó 4 lúður” „Nei. ég fylgist lítt med nú orðið. Ég er líka orðinn 8.3 ára gamall og því alveg kominn út úr. En það fer ekki fram hjá manni að aðstaðan á skuttogur- unum í dag er öll miklu betri en hún var f minni tíð á For- setanum og Skúla fðgeta. Nú er allt gert í skjóli, en í gamla daga var maður opinn fyrir öll- um sjóum og veðrum. Það var t.d. einu sinni á For- setanum að við vorum næstum farnir fyrir borð er við vorum að ba-ta til hlés. Kvika kom á hann og skellti honum á hliðina svo að skipið fylltist af sjó upp undir brú en við vorum á dekkinu og svo furðulega vildi til, að ekki sakaði okkur. Þetta var vestan við land, út- undir llala.“ Þannig mælti Hjörtur Bjarnason fyrrum sjómaður í spjalli við Morgun- biaðið nýverið, en Hjörtur er nú vistmaður á Hrafnistu. Hjörtur var hinn hressasti er við ræddum við hann og ber hann það alls ekki með sér að hann sé orðinn 83 ára gamall, eins og hann sagist vera. Hjörtur sagðist hafa komið á Hrafnistu 1968 og alltaf kunnað vel við starfsfólk og aðhlynninguna sem það veitti. En hann sagði að meðal vist- manna væru náttúrulega margir mísjafnir sauðirnir eins og gerist og gengur. Helzt vildi Hjörtur finna eitthvað að læknisþjónustunni. ,,Það eru spítalarnir sem hjarga heimilinu," sagði hann. „Það er varla að hægt sé að tala um læknisþjónustu hérna á heimilinu. Ef einhver kennir sér meins þá er hann fluttur á spítala til rannsóknar," bætti hann við. Aðeins er einn maður á Hrafnistu sem Hjörtur hefur verið saman í skiprúmi með. En hann sagði okkur að flestir vist- manna hefðu átt svipaða sjómannstíð og hann, og því væri oft spjallað um liðna tíð og fyrrum happafley. Hjörtur sagðist vera Akur- nesingur í húð og hár. „Ég fæddist þar árið 1894, á Gneistavöllum, og var þar alla tíð til 1953 að ég flutti í bæinn. Faðir minn var járnsmiður á Akranesi," sagöi Hjörtur. A SJOINN 9 ÁRA GAMALL — Stundaði faðir þinn ekki sjóinn jafnframt? „Jú það gerði hann og ég fékk mín fyrstu kynni af sjónum einmitt hjá horrum. Hann átti opinn árabát, karlinn, og byrjaði ég með honum er ég var 9 ára gamall. Þetta er sem sagt um alda- mótin, en þá voru engir vélbát- ar á Akranesi. Mig minnír að sá fyrsti hafi reyndar ekki komið fyrr en um 1914, en hann áttu þeir Ásmundur á Háteig, Einar i Nýlendu og einnig Hákon Halldórsson, að ég held,“ sagði Hjörtur. — Var þetta stórútgerð hjá föður þírtpm? „Nei, ekki var þaö nú. Við vorum bara tveir á. Við fórum vanalega bara með eina skötu- lóð eða lúðulóð. Svo lágum við lengur á milli, meðan lóðin Iá. Aflinn var nú yfirleitt ekki mikill. Við fengum þó einu sinni 4 lúður, að ég man, og rerum við með þær til Reykja- víkur. Við fórum með aflann til Reykjavíkur þá, þvi við fengum meira fyrir hann þar og gátum losnað við hann strax hjá einum manni. Þeir keyptu þetta af okkur fisksalarnir." — Voruð þiö ekki lengi að róa til Reykjavikur? „Jú þetta var langur og strangur róður til Reykjavíkur og upp eftir aftur. Við hófum róður vanalega um klukkan sex aö morgni, og ef við fórum til Reykjavíkur þá vorum við ekki komnir til Akraness aftur fyrr en klukkan átta að kvöldi," sagði Hjörtur. Iljörtur Bjarnason A SKÚTI RNAR 13 ARA GAMALL Hjörtur Bjarnason sagði okkur að sennilega hefðu verið um 600 manns á Akranesi um aldamótin og þar hefði allt mannlíf snúizt um sjómennsku. „Það snerist allt í kringum sjó- inn í þá daga,“ sagði hann. „Og þegar skúturnar komu þá fóru allir sem vettlingi gátu valdið á þær. Ég fór t.d. sjálfur á skútur þegar ég var þrettán ára gamall, en þá réðst ég sem háseti á skútuna Millie sem Sig- urjón Ólafsson frá Fellsöxl var með. Það voru gjarnan 26—28 manns á hverri skútu, en á þeirri stærstu voru 34 eða 35 á, en hana átti Björn Ólafsson. Var það stærsta skúta Is- lendinga, 105 tonn að stærð. Áhafnirnar minnkuðu nú samt þegar mótorbátarnir komu til sögunnar. Við vorum nú yfir- leitt ekki nema 11 á mótor- bátunum, á lfnunni, þ.e. 4—5 á sjónum og hinir í landi við beit- ingu.“ — Hvert sóttuð þið helzt á skútunum? „Það var náttúrulega helzt sótt austur á Banka (Selvogs- banka). En við fórum einnig vestur fyrir land og jafnvel norður fyrir líka. Nú ef hann blés af norðan þá var vinsælt að leita upp undir Krísuvíkur- bjargið, því þar þurfti maður ekki nema að renna rétt undir sjávarflötinn þá var þar allt fullt af vænum fiski. En þetta var bara hægt þegar hann var af norðan því aðeins þávar hægt að sigla upp undir af einhverju öryggi. Við vorum bara með hand- færi á skútunum. Vinnudagur- inn var oft langur. Þegar bjart var þá var staðið við baujuna meðan nokkur fiskur fékkst. Við fiskuðum svo til eingöngu þorsk, stóran og vænan þorsk.“ AFSKÚTUNUM TIL HARALDS — Fórstu á mótorbátana af skútunum? „Já, já. Ég fór á þá. Haraldur Böðvarsson átti þá nokkra báta sem hann gerði út frá Sand- gerði. Þetta voru 10 og 11 tonna bátar og var ég á þeim iengi, eða þar til ég lærði til mótor- ista. Fór ég þá á stærri báta Haralds. Fyrst varð ég vélstjóri á Keili, en síðan á snurvoð á Reyni, Ver og Ægi. Já, já, við vorum einmitt fyrstir til að veiða með snurvoð. Fyrsta snurpunótin sem kom til landsins sem hringnót var í eigu Haralds Böðvarssonar. Það var oft gaman í þá daga á síldinni og þá sérstaklega eftir að snurvoðin kom.“ NÆSTUM ÞVt FYRIR BORÐ — Lentir þú aldrei í svaðil- förum eða ævintýrum? „Það efur nú oft gefið hressi- lega á hátinn, án þess að menn séu nú að lifa á því lengi. En ég var sjálfur hætt kominn einu sinni. Var þar i túrnum áður en mannskaðaveðrið 1925 kom, en þá var ég á Síríusi gamla útaf Horni, en hann gerðu þá Helliers-bræðurnir út frá Hafnarfirði. Við fengum voða- legan sjó á okkur og fóru öll lifrarfötin út og kastaðist fiskur til í lestum þannig að skipið lagðist á hliðina. Hurðir og gluggar fóru úr brúnni í látunum og vorum við kallaðir upp til að hreinsa. Það voru víst 2—3 tunnur eftir á dekkinu. Ég var að bjástra við þær þegar einn brotsjórinn ríður yfir. Höfðu allir hlaupið inn og lokað dyrum er vart varð við hann en ég var ekki látinn vita. Hljóp ég til en kom að læstum dyrum. I þann mund ríður sjórinn yfir og gríp ég þá i handrið sem þarna var við eldhúsið. Þegar sjórinn hopar þá er ég klofvega á lunningunni eftir lætin, og munaði þvi ekki miklu að sjór- inn hrifsaði mig í það skiptið. Maður lenti næstum því fyrir borð, en þó bara næstum. VIÐ BJÖRGUN POURQUOI PAS? Svo var það jú, að ég var viðstaddur björgunina á Pour- qoui pas? sem strandaði vestur á Mýrum, í Straumfirði. Ég var þá 2. vélamaður á Ægi. Við höfðum farið í róður um morguninn, á reknet, en snúið við vegna veðurs. A heimleið mættum við þessu franska rannsóknaskipi er við vorum að koma inn í Garðsjóinn. Þetta var tréskip, voða stórt þrímastra skip og fallegt. Skipið mölbrotnaði á strand- inu i Straumfirðinum. Þeir höfðu kastað akkeri, og það stóð þannig á að akkúrat þegar þeir voru búnir að láta renna út þá hjó skipið á einu skerinu að framan og á hinu að aftan. Þar liðaðist skipið fljótt og gersam- lega í sundur. Það voru ekkert nema möstrin eftir þegar við komum að. Likin flutu þarna um allt í beltunum en einn maður bjargaðist. Hann flaut á landgengi í land og var bjargað af manni sem var fyrir i fjörunni áður en við á Ægi komum að.“ — Hvernig stóð á strandinu? „Hann tók bara hreint og beint feil á vitum. Sennilega hefur hann talið Akranesvit- ann vera annaðhvort Gróttu eða Garðskagavita. Likast til hefur hann haldið Akranes- vitann vera Garðskagavita og talið sig vera inn á Gróttu, og þá nógu innarlega til að leggj- ast fyrir.“ NÝSKÖPUNARTOGARARN- IR MIKIÐ FRAMFARASTÖKK Við hefðum sennilega getað talað endalaust um hið franska rannsóknaskip og illviðri á sjónum, því Hjörtur virtist hafa af nógu að taka eftir tæplega 50 ára sjómennsku. A sjómannstíð sinni var hann bæði á iitlum árabát, skútum, mótorbátum svo og auðvitað á togurum. „Ég var á mörgum togurum, þar á meðal Skúla fógeta og Forsetanum (Jóni forseta). Ég minnist þessara tveggja togara mest. Þetta voru happaskip, sérstaklega Skúli, en þá var Gísli Halldórsson frá Meiða- stöðum með hann. Ég var á Forsetanum með Ólafi heitnum ísleifssyni. Þegar Forsetinn strandaði á Stafnesi var ég staddur í Sandgerði. Bjargaði ég öllum þeim sem komust af togaranum i strandinu. Já, þetta voru happaskip bæði tvö. Áldrei held ég t.d. Gísli hafi rifið möskva á Bankanum, þótt í kringum hann væru allir að rífa og tæta sin veiðarfæri. Hann virtist vita alveg hvernig hraunið lá, karlinn. Annars virtist aflasæld fara meira eftir heppni ein- stakra manna og skipa, en ekki eftir neinni hjátrú. Það er alla vega mitt mat og skoðun.“ sagði Hjörtur. Hjörtur sagðist hafa hætt sjómennsku um það leyti sem nýsköpunartogararnir voru að koma til sögunnar. „Þeir voru heldur betur stökk fram á við hvað alla aðstöðu og tækni snertir," sagði Hjörtur. En þeir eru vist ekkert á við það sem skuttogararnir eru í dag,“ sagði hann að lokum. ágás. Frá kynningarbás Krabbameinsfélags Reykjavlkur i verzlanamiBstöBinni viB Valartorg 1 Reykjavík. Krabbameinsfélag Reykjavíkur kynnir starfsemi sína Um þessar mundir kynnir Krabbameinsfélag Reykjavlkur starf- semi slna I kynningarbás I nýju verzlanami&stöðinni við Vallartorg, Austurstræti 8. Liggja þar frammi fjölritaSar upplýsingar um félagiS og blöS og bæklingar, sem félagiS hefur gefiS út. Á veggjum eru myndir frá samstarfi félagsins viS skóla um bar- áttuna gegn reykingum. Starfs- maSur félagsins er I básnum kl. 13—18 og veitir upplýsingar, tekur á móti áskriftum aS Fréttabréfi um heilbrigSismál og skráir nýja félaga. Þá eru þar seldir happdrættismiSar I happdrætti félagsins , sem dregiS verSur I 17. júnl n.k. og eru tvær bifreiBar I vinning Loks er hægt aS fá ókeypis llmmiSa sem Samstarfs- nefnd um reykingavarnir hefur gefiS út. Óskar Vigfús- son, formaður Sjómanna- sambands r * Islands „Sjómenn veriðhapp líkurnar „Það þarf vart að segja frá hvaða mál er efst á baugi hjá okkur sjó- mönnum þessa stundina, að sjálfsögðu eru það kjaramálin. Hins vegar er það svo, að sjómenn Ifta á sjómannadaginn sem sinn hátfðisdag, en ekki kröfudag. Þeir sem tækifæri hafa koma sam- an en sumir losna þó ekki frá hinu daglega amstri til sjós,“ sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasam- bands tslands, þegar við ræddum við hann á skrif- stofu Sjómanna- sambandsins einn morg- un í fyrri viku, en þá var Óskar að undirbúa samn- ingafund. „Sjómannadagurinn er fyrst og fremst hátíðsdagur, “ segir Óskar og kveikir sér í pfpu, og bætir siðan við. „Hins vegar er það svo, að sjómenn líta kannski á þennan sjómannadag með öðrum hætti en sjómanna- daga undanfarin ár, með tilliti til þeirra skuggalegu stað- reynda, sem koma sífellt betur i ljós, og á ég þar við minnkun fiskistofnanna. Sjálfur tel ég það eitt af stærstu vandamálum þjóðarinnar hve fiskstofnarnir eru orðnir litlir. Það verður að taka rétta stefnu í fiskvernd- unar- og veiðimálum.“ — Eigið þið ekki samleið með útgerðarmönnum f þessu máli? „Jú, það er rétt og við höfum að sjáfsögðu rætt þessi mál við L.t.U. Útvegsmenn og sjómenn hafa átt og eiga vissa samleið á þessu sviði. Staðreyndin er samt sú, að okkar hugmyndir og annarra fara ekki alltaf sam- an. Sjómenn hafa tekið mjög svo undir aðvaranir fiskifræð- inga og reynt að benda á I hvert óefni er komið.“ — Sem sagt, fiskíleysið er eitt aðalvandamál íslenzkrar sjómannastéttar? „Með tilliti til þess, sem ég hef sagt, þá er það svo. Sjó- menn munu á næstunni haga sínum málum eftir þvi til hvaða aðgerða verður gripið i fisk- verndunarmálum, en eins og að likum lætur munu sjómenn lfka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.